Morgunblaðið - 27.04.1962, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.04.1962, Qupperneq 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 27. apríl 1962 GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu flytja þaer upp í sveit. I>eim er óhaettara hérna. Diego mundi eftir, að fyrir tveim dögum hafði kona hans orðið þess vör, að dátarnir í hús- inu voru að skjóta gaflokum og notuðu mynd eftir Rembrandt fyrir skotspón. Við óskum ekki að flytja neitt með okkur, sagði hann. Aðeins sjálf okkur og fötin okkar. Það erekki haegt að leyfa yður að yfirgefa borgina. Hernáms- stjórinn vildi Ijúka samtalinu. Kannske þegar fastur maður kemur í minn stað, en sjálfur hef ég ekkert umboð til að leyfa slíkt. í gærkvöldi píndu þeir mann í næsta húsi, sagði gamli maður- inn. Það var kominn morgun áður en ....... Konan mín er gömul og ópin í honum .... Hann var ekki píndur, svaraði hinn, hvasst. Hann var bara yfir heyrður. Diego yppti öxlum. Úti á bú- garðinum gætum við ræktað grænmeti og veitt í sjónum. Hér höfum við ekki málugi matar. Hafið þér beðið um hjálp? Nei. Viljið þér fá stöðu? Ég get ekki unnið hjó öörum. Diego reyndi að stilla reiði sína. Vafalaust hefðu Japanirnir gam an af að gera hann að skrifstofu- þræli, kannske í sinni eigin skrif stofu. Þér virðist ekki hafa neina löngun til að bjarga yður. Ég vil komast út í sveitasetrið mitt, þar sem ég gæti bjargað mér. Það gæti orðið þörf fyrir yður hér, hvenær sem væri. Hernáms stjórinn hreyfði sig aftur til þess að gefa til kynna, að viðtalinu væri lokið. Það hefur ekki verið sent eftir mér nema einu sinni eða tvisvar. Þegar við sendum eftir yður, viljið þér ekki vera okkur hjálp legur, hr. de Aviles, sagði her- námsstjórin Diego sneri hattinum sinum milli handanna. Má ég þá fá diálítið af rís úr pakkhúsinu mínu? Þar voru meira en tíu þúsund sekkir þegar þið komuð. Eg hef enga lögsögu yfir mat- vælum, svaraði hinn. Þér verðið að snúa yður.til rétts hlutaðeig- anda. Don Diego sneri sér til að fara, vel vitandi, að maðurinn var að ljúka, þar eð hann hafði alla lögsögu yfir smáu og stóru. Þér þurfið ekki að koma til mín eins og beiningamaður, Don Diego. Hann hafði notað spænska titilinn óafvitandi. Þér þurfið ekki annað en ganga inn í skrifstofuna yðar og setjast þar í yðar rétta sæti. Þér getið fleygt syni yðar út ef þér viljið. Og það skyldi verða mér ánægja að út- vega yður bíl. Á ég að gera það? Nei, svaraði Diego með festu. Hann þurfti ekki að velta svar- inu lengi fyrir sér. Það var til- búið á tungunni. Þér getið ekki lifað í fortíð- inni til eilífðar nóns, de Aviles. Foringinn hafði reiðzt við þetta stuttaralega svar. Þér verðið að horfa til framtíðarinnar og við erum hér komnir til dvalar fyrir fullt og allt. Eyjan er okkar eign, eins og öll Austurlönd. All ur heimurinn síðar meir. Þér gætuð verið ríkur og voldugur maður meðal okkar ríku og vold ugu manna og .... Gamli Spán verjinn hafði snúið við honum bakinu og var á leið út úr stof- unni. Þegar hann kom út á götuna, -# í —* rf-M, I i.......H & * • • *i* i . r. tiliSw eV<« i'. " H ,«,i Ertu viss um að þetta sé bílskúrinn? Nei, það er hundahús. rakst hann á kjötsala við vegar- brúnina og stanzaði. Kerran mannsins og kúffull af blóðugu kjöti sem var þakið flugum og ryki. Sjálfur gat Diego ekki hugs- að sér að eta svona kjöt, en hjúin höfðu lyst á því og virtist verða gott af. Þau höfðu nú ekki smakkað kjötbita dögum saman og yrðu því sjálfsagt fegin. Þetta, sagði hann við kjötsal- ann og benti á stykki, en gætti þess þó að snerta það ekki með fingrinum. Hvað kostar þetta? Tvö hundruð japanspeso, svar- aði maðurinn. Tvö hundruð, æpti Diego steinhissa og hörfaði til baka. Ertu vitlaus? Sama sem hundrað Ameríkudali. Þeir eru japanskir, sagði mað- urinn í hvíslingum. En það kost- ar ekki nema fjórar Filipseyja- peso. Öllum Filipseyjapeningum hef ur verið skipt og það er ólög- legt að hafa þá með höndum. Það hlýturðu að vita. Allir Spánverjar eiga þá, sagði maðurinn þvermóðskulega. Diego vissi mætavel, að maður inn sagði satt. Japanirnir reyndu af ölum mætti að halda nýju peningunum í fullu gildi, og refs uðu grimmilega öllum þeim, sem ekki hlýddu, en Filipseyja-gjald eyririnn var enn sá eini, sem nokkur eftirspum var eftir. Of- urlítið af þeim peningum dugði fyrir fullri körfu af pesounum, sém hernámsstjórnin var að setja í umferð. Diego átti ofur- lítið af þeim, en faldi þá vand- lega. Hann var rétt að því kominn að borga þetta okurverð fyrir vöruna, en áttaði sig allt í einu. Hvers vegna hafði þessi maður svona mikið af torgætu kjöti og hvers vegna valdi hann sér götuhorn undir augum Japan- anna, til að selja vöru sína. Og hvers vegna svona okurverð í japönskum peningum og svo lágt í innlendum? Maðurinn hafði verið fljótur að nefna ólöglega gjaldeyrinn, og Diego mundi, að Japanir höfðu fundið upp hin og þessi brögð til að koma upp um þá, sem höfðu innlendan gjald- eyri með höndum. Því miður á ég enga ólöglega peninga, sagði hann og ætlaði að halda áfram, en maðurinn greip í handlegginn á honum. Jæja, þá skulum við segja tvo peso, hvíslaði hann. Don Digeo sleit sig lausan af manninum og hélt áfram, og var því fegnastur, að hann skyldi hafa áttað sig nógu snemma til að fara varlega og það yrði hann líka að gera fram vegis. Annars sæti hann fljótlega í japönsku fangelsi. Hann gekk úr götunni og nið- ur að höfninni og hitti þar Mi- guel, sem sat á bólverkinu og horfði niður í litla fiskibátinn sinn. Hefurðu veitt vel? spurði hann. Fiskimaðurinn leit upp og varð hverft við, en þá þekkti hann manninn og hneigði sig og bar hendina upp að höfðinu, til þess að taka ofan hattinn, sem enginn var á höfðinu. Jæja, sæmilega, svaraði hanin. Það eru ofmörg skip í flóanum- og fiskurinn leitar út á djúpið. Kannske hefurðu einn af- gaafs? Einn, sem þú getur selt? Kiguel veifaði hendi og benti á stóra nafnspjaldið, sem á stóð: „de Sviles & Cia“. Þangað fer allur fiskurinn minn. Það eru lögin. Frúna langar í einn af fiskun um þínum, Miguel. Þú hefur allt af verið helzti fisksalinn okkar og ég á Filipseyjapeninga til að borga með. Miguel horfði á manninn, þennan mann, sem hann hafði unnið hjá alla sína ævi. í gær seldi José fisk, sagði hann. í dag var hann húðstrýktur Bak- ið á honum er eitt blóðstykki. José er ekki eins klókur og þú, Miguel, sagði Diego. Þú létir ekki taka þig með peningana. Aftur hikaði maðurinn. Síðan færði hann sig út í borðstokkinn á bátnum, svo að varirnar á hon- um bar rétt við fæturna á Don Diego. Gamli Spánverjinn beygði sig fram og hlustaði. Ef þú ert hér, þegar sólin er að hverfa bak við fjöllin, gæti ég útvegað þér fisk, en ég hef eng an núna. Ég skal koma, sagði Diego. Þarna við höfnina voru al- menningseldhús fyrir hafnar- verkamennina. Diego nálgaðist eitt þeirra og stanzaði til að horfa á japönsku matreiðslumennina Kynnist SERVIS - og þér kaupið Servis Fjórar gerðir — oftast fyrir- liggjandi. — Viðgerða- og varahlutaþjónusta að Laugavegí 170. - Síml 17295 AFBOHGUNARSKILMÁLiAR Hekla Austurstræti 14. - Sími 11687. X- GEISLI GEIMFARI IM LAYMAM'S LAWSUA6E... AWY ELEMENT CAN STAND juer so much v/bration / when that peak IS PASSED, THEMOLFCULAR STRUCTURE OF THE Hvað gerðist, John? Hvernig Öll frumefni þola vissan titring. X- X- X- annarri....Málmþreytan kemur í gátu hljóðbylgjumar orsakað sprung- ur í durabilliumstönginni? — Það er mjög einfalt, Geisli .... Þegar kemur yfir það takmark er eins og afstaða frumeindanna breyt- ist. Frumeindirnar losna hver frá ljós og búmm .... Málmurinn eins og springur í sundur! hræra í stórum kötlum með ris í. Sem snöggvast datt honum í hug að slást í biðröðina, sem þarna var úti fyrir, en svo ávítaði hann sjálfan sig fyrir þá hugsun. En hvers vegna ekki það. Ef hann fengi þarna fylli sína, yrði meira handa þeim, sem heima sátu í kvöld. Don Diego fékk fiskinn hjá Miguel, eins og um hafði verið talað, og tókst meira að segja, að ná í ofurlítið af ris í poka, en honum var stolið frá honum á leiðinni. Loks komst hann heim og hitti frú Lolytu í eldhúsinu, þar sem hún sat við kertaljós. Hann var fegnastur að vera kom inn heim. Ég hef hérna dálítið handa þér, sagði hann laumu- lega og hélt hendinni fyrir aftan bak. Hvar er hitt fólkið? Farið. Það er búið að borða. Þú kemur nokkuð seint, Diego. Já, ég kem seint. Hefur þú ekki borðað? Ég var ekki svöng. Ég vildi bíða eftir þér. Hún leit nú á hann. Hún var ekki lengur miður sín yfir út- liti hans, aðeins fegin, að hann skyldi vera kominn heim. Lentirðu í einhverjum erfið- leikum? spurði hún. SHtltvarpiö Föstudagur 27. apríl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleik- ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónl. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 4 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. Tónl. — 16:30 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir — Endur tekið tónlistarefni). 17:40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18:00 „I>á riðu hetjur um héruð“: Ingi mar Jóhannesson talar um þrjár kvenhetjur í Laxdæla sögu: —• Auði djúpúðgu, Melkorku og I»orgerði Egilsdóttur. 18:30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20 :J5 Efst á baugi (Tómas Karlsson). 20:35 Frægir söngvarar; XXI: Benia- mio Gigli syngur. 21:00 Ljóðaþáttur: Olöf Nordal les kvæði eftir Kristján Jónsson. .21:10 Píanótónleikar: Gyorgy Cziffra leikur tvær atýður, Mazeppa nr. 4 og Kvöldhljóma nr. 11 eftir Franz Liszt. 21:30 Útvarpssagan: „Sagan um CMaf — Arið 1914“ eftir Eyvind John son; VIII (Árni Gunnarsson fil. kand.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Um fiskinn: Dr. I»órður jÞorbjarn arson talar um þátt sjávarútvegs ins í matvælaöflun heimsins. 22:30 A síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist. a) Aase Nordmo-Lövberg syng- ur atriði úr „Othello“ eftir Verdi. b) Tékkneska fílharmoníusveitin leikur slavneska dansa op. 46 eftir Dvorák; Vaclav Talich stjórnar. 23:10 Dagskrárlok. Laugardagur 28. apríl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleik- ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónl. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar -• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndis Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin — (15:00 Frétt ir). 15:20 Skákþáttur (Sveinn Kristinsson) 16:00 Bridgeþáttur (Hallur Simonar- son). 16:30 Veðurfregnir — Strauss-valsar, 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra; Björn Jónsson, frkvstj. velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan; Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin að loftsteininúm“ eftir Bernhard Stokke; XIV. — sögulok (Sigurð ur Gunnarsson kennari þýðir og les). 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:50 Tiikynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit: „Valt er völubeinið“# gamanleikur eftir Paul Jones, f þýðingu Arna Guðnasonar. —• Leikstjóri: Heigi Skúlason. • Leikendur: Jón Sigurbjörnsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Regína Þórðardóttir, Guðrún Stephen- sen, Gunnar Eyjólfsson og Helga Valtýsdóttir. 222:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög, þ.á.m. leikur KK- sextettinn danslög eftir íslenzka höfunda. Söngfólk: Díana Magn- úsdóttir og Harald Haralds, nj uia rw*í.akrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.