Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 2
4 2 MORGUNRLAÐIh Fimmtudagur 21. júní 1962 «*•■ ^r> «••■ Wergeland-f slancl Austur-Þýzkala nd LAUGARDAGINN 16. júní birtist í blaðinu „Norges Handels- og Sjöfartstidende“ leiðari í tilefni 17. júni og bann tileinkaður skáldinu Henrik Wergeland, þjóðhá- tíð Islendinga og minningu uppreisnar Austur-Þjóðverja. Leiðarinn fer hér á eftir í lauslegri þýðingu: 17. júní gæti verið venju- legur dagur, dagur meðal annarra daga. En fyrir Norð- menn gæti sá dagur verið dagur minningar um Henrik Wergeland, sem við gætum minnzt með hátíðahöldum, blaðagreinum og jafnvel af og til með sérstökum minn- ingarútgáfum á einhverjum hans mörgu ritverka og ljóða. Lítill hópur manna minnist hans þennan dag, 17. júní, í Damstræti í ósló. Við gætum farið þangað. Og á þessum tíma eirðarleysis gætum við ef til vill beitt öllu okkar hugarflugi til þess að öðlast þó ekki væri nema örlítið brot af víðfeðmi Henriks Wergelands. Því hann skynj- aði allt, jafnt hin lægstu við- horf manna sem hin helgustu, jafnt viðhorf verkalýðsins, sem hann varði gagnvart kónginum, og viðhorf kon- ungsins, sem hann einnig skrifaði fyrir. Öldin okkar mun án efa njóta góðs af þeim skilningi. Henrik Wergeland var skáld frelsisins. Hann skrif- aði fyrir Pólverjana gegn kúguninni. Hann skrifaði fyr- ir Gyðinga gegn sjálfhæln- um, úreltum og heimskuleg- um sjónarmiðum. Hann skrif aði fyrir manninn gegn yfir- valdinu. Hann skrifaði fyrir þjóðina, jafnvel hinn allra smæsta. • Dagur hans hefur orðið dagur frelsisins í einu landi. fslendingar halda hátíðlegan þjóðhátíðardag sinn 17. júní. Það er líka fæðingardagur Jóns Sigurðssonar og sá dag- ur, er ísland lýsti árið 1944 yfir algeru sjálfstæði sínu, við kringumstæður, sem ekki voru með öllu auðveldar eða ánægjulegar. Á Sögueyjunni eru fánar dregnir að húni þennan dag. Einhvern tíma var lagt til, að þjóðhátíðardagar Norður- landanna skyldi vera al- mennur fánadagur um þau öll — en sú tillaga hefur vart komizt lengra en að bókast á hvítan pappír. Látum okkur engu að síð- ur minnast 17. júní með ís- land í huga og sendum norska og norræna kveðju þessari þjóð, sem er í örri þróun, sem heyrir norræn- um þjóðum til og býr yfir norrænni frelsishugsun. Ger- um okkur ljóst, að á íslandi eru til margir Wergelandar, sem skynja frelsi einstaklings og þjóðar. • fslendingar minnast frelsis síns þennan dag. En hvorki þeir né aðrir geta látið hann líða, án þess að minnast Wergeland einnig ófrelsisins. Því að frelsishugsunin — efnahags- leg, stjórnmálaleg og þjóð- leg frelsishugsun — var hinn 17. júní kæfð í blóði og kramin undir rússneskum skriðdrekum, sem þröngvuðu sér gegnum raðir verka- manna. í hugum þeirra er dagurinn dapurleg minning, og sérhvert ár ber okkur að minnast þess 17. júní, sem við höfum fengið og aðrir ekki fengið. Austurhluti Þýzkalands, sem enn er undir rússnesku valdi, er enn kúgaður af oki einræðis og erlendrar áþján- ar. Þar býr fólk við stjórn, sem hefur gert lygina að dag legu brauði. Svo tekið sé dá- lítið sterkara til orða, þá er það hið eina brauð, sem mei.n fá í Austur-Þýzka- landi, hið eina sem er ódýrt. Verðlag á matvælum hækkar stöðugt og framleiðslan ann- ar ekki þörfum fólksins. — Milljónir manna dreymir um frelsi, þúsundir manna hyggja á flótta, hundruð manna reyna að flýja og sérhverja viku verða nokkrir menn skotvopnum að bráð. Þetta ber okkur einnig að hafa í huga 17. júnL Megi það frelsi, sem önnur þjóðin fagnar verða okkur öllum hvatning til þess, að minnast einnig þess ófrelsis, sem hin þjóðin finnur og skynjar hverja stund hvers dags. Og megi orð og líf Henriks Wergelands verða okkur hvatning til þess að láta eigi róast vegna eigin velgengni, heldur eira eigi fyrr en aðr- ir hafa einnig öðlast skilyrði til mannsæmandi lífs. Sælgætis- pokinn og Moskvumál- gagnið MOSKVUMÁLGAGNIÐ er fok- reitt yfir því í gær að varnarliðs- menn hafi nýlega gefið gömlu fólki í Hrafnistu nokkra sælgæt- ispoka. Fordæmir blaðið þetta at- ferli mjög. Af þessu tilefni kom einn vist- maður í Hrafnistu að máli við Mbl. í gær. Sagði hann að gamla fólkið hefði aðeins litið á þetta sem tákn góðvildar og hlýhugs í sinn garð, Hefðu allir tekið við sendingunni. þar á meðal þrír eða fjórir kommúnistar og þegið hana. Enn gamali maður, Lárus Rist, hefði þó skilað sínum sæl- gætispoka seinna sama dag. Vistmaðurinn, sem kom að máli við Mbl. sagði að gert væri góð- látlegt grín að úlfaþyt Moskvu- manna vegna þessara sælgætis- gjafa. — Orlofsheimili hafnfirzkra kvenna í SUMAR verður starfrækt or- lofsheimili í Lambhaga í Hraun- um eins og undanfarin sumur og með sama sniði. Starfsemin er kostuð af Hafnarfjarðarbæ með styrk frá orlofssjóði ríkisins síð- an orlofslögin voru samþykkt 1960. Hafnfirzkar konur hafa met ið þá viðurkenningu, sem fengizt hefur á þessu réttindamáli kvenna, því aðsóknin hefur auk- izt með hverju ári. Konur sem ætla að sækja um dvöl er beðnar að láta vita sem fyrst og verður orlofsnefndin til viðtals í skrifstofu Verkakvenna- félagsins í Allþýðuhúsinu laugar- daginn 23. júií 3—6 e. h. (Frétt frá Orlofsnefnd Hafnarfjarðar), Ekkert öruggt nýtt dæmi um taugaveikibróður MORGUNBLAÐIÐ spurðist fyr ir um það í gærkvöldi hjá dr. Jóni Sigurðssyni borgarlækni, hvort vart hefði orðið við ein hver ný dæmi um taugaveiki bróður, en þar sem einkenni þessarar veiki eru hin sömu og hjá ýmsum öðrum sjúkdómum, t.d. matareitrun, væri ekki vitað hvort hér væri raunverulega um taugaveikibróður að ræða. Viss tegund af „antibiotica" er notuð með góðuirn árangri gegn taugaveikibróður (paratyf us). Unnið var af fullum krafti í gær við að komast að því hvað an sýkillinn hefur upphaflega borizt, en það er mjög örðugt verk. J 7 júní í Borgarnesi By order of ihe lc'eUmdlc Goverrtment. ___ ' REDINGTON HOUSB, WTVNINGTON ROAD, N.2. A Magnificent Residence, i/1 delightful surroundings The Rouk 1« altuaied close ,to Kenwood and A eontains reccption hall and 3 exccllcnt reccption rooms, study, games room, shower room and doakroom, 6 superb bed rooms, dressing room and 4 bath rooms; Oak and Cork Floors; Oil- Fhed Central Heating. Garage for 2 Cars. Gloriou* Gjirdens. coveriog *about one-third 01 an Acre. • AUCTION at tbe London Auction Mart. Ooceo Vlctoria Strcct. E.CA. ou Hturwlar. 2«b JULY. P«2. M 2.S0 p.m. Partlculara frorn. BERNARD ATHpRPE * SrS&Æí. crcí. JSŒi Islenzk uppboöi ÍSLENZKIR lesendur .Times' hæstbjóðanda til kaups á upp urðu sumir hissa, þegar þeir boðí, sem haldið verður 26. sáu auglýsinguna, sem hér er júlí. mynd af, í þriðjudagsblaðinu Skýringin er sú, að þetta nú í vikunni. Hún hefst á orð er aðsetur islenzka sendi unum „By order of the Ice herrans í Lundúnum, en nú landic Government" (— sam hefur verið ákveðið að selja kvæmt fyrirmælum ísl. ríkis þetta hús og kaupa annað, stjórnarinnar), síðan er hús þar sem það mun ekki hafa ið, sem myndin er af. boðið þótt að ölLu leyti hentugt. HÁTÍÐAHÖLD í Borgarnesi hófust kl. 2 með hátíðarmessu í kirkjunni. Séra Leó Júlíusson predikaði. Um kl. 2.30 hófst svo samkoma í Skallagrímsgarði. Var þar fjöldi fólks saman kominn, enda veður hið bezta, logn og sól skin öðru hvoru. Aðalræðu dagsins flutti Ás- geir Pétursson sýslumaður, — Ræddi hann m. a. um þá þætti, sem sjálfstæði þjóðanna grund- vallaðist á. Sagði hann að við hefðum að vísu fengið sjálfstæði 17. júní 1944. En sjálfstæðisbar- áttunni væri þó ekki lokið, eins og sumir teldu. Hún héldi ætíð áfram. í dag væri sjálfstæðisbar- átta íslendinga fólgin í því að afla viðurkenningar umheimsins á því að við eigum rétt á því að teljast til sjálfstæðra þjóða. Tunga, saga og menning þjóðar- innar eru þær stoðir, sem sjálf- stæðið grundvallaðist á. Baráttan fyrir pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði væri í dag réttast að heyja með því að efla raunhæfa menntun þjóðar- innar, styðja rannsóknarstörf og efla vísindi. Menntunin er undan fari menningarinnar. Menningin er ávöxtur og arðurinn af mennta- og fræðslustarfi. Góð þjóðarmenntun er því undirstað- an, ekki einungis um árangur á sviði lista og vísinda, heldur einnig að fjárhagslegri afkomu okkar atvinnumenningunni. Ásgeir rökstuddi mál sitt með því að vitna m. a. til Dana og Svisslendinga. Þeir eiga takmörk uð náttúruauðæfi. En frábærlega hæfa og vel menntaða iðnaðar- menn og aðra tæknilega mennt- aðt menn, sem vinna úr innflutt- um efnum, hinn bezta iðnaðar- varning. Svisslendingar flytja t. d. inn hrátt járn. En þeir fara um það höndum af frábæru hug- viti og þekkingu umbreyta því dýrmæt mælitæki, sem þeir flytja um allan heim. Við eigum því að virða og styðja fræðslu- störf, rannsóknarstörf og vísindi. Það verður sú meginstefna, sem sjálfstæði okkar, efnalegt og stjórnmálalegt mun bezt og far- sælast og grundvallast á. I NA /5 hnútor | ^ SV 50 hnútar )í Snjihema * ÚSi \7 Skúrír K Þrumur wz, KuUaaM Zs' HHmM H Hmt l LJsdJ, Að ræðunni lokinni hófst ýmis skemmtiatriði, sem skátar í Borg arnesi sáu um og þóttu þau tak- ast vel. Þá var drukkið kaffi sem kvenfélagið í Borgarnesi veitti og var það borið fram úti í garðinum. Um kvöldið var svo dansleikur í samkomuhúsinu í Borgarnesi. Fjöldi fólks úr Borgarnesi og Borgarfjarðarhéraði sótti hátíðar höldin. V atnsley suströnd SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Vatns- leysustrandar efnir til skemmt- unar í Glaðheimum, Vogum, föstud. 22. júní. — Skemmtunin hefst kl. 9 sd. Húsið opnað kl. 8.30. Til skemmunar verður Bingó. Sýndar verða litskugga- myndir úr ferðalögum félagsina og loks dams. — Finnland Framhald af bls. 1. verið ákvörðuð 480.000 mk. (um 60.000 ísl. kr.), sektir Kuuskoski og Hillilse 300.000 mk. (um 40.000 ísl. kr.) hvor og Hiltunens 240.000 mk (um 32.000 ísl. kr.) Aðrir hlutu lægri sektir. Einn sakborninga var sýknaður með öllu og mál tveggja voru látin niður falla, þar eð þeir höfðu andazt, áður en dómur var upp kveðinn. — HæstairéttardxSmarar þeir, sem um málið fjölluðu, voru ekki á eitt sáttir um niður- stöðuna. Rfkisstjórnin mun við fyrsta tækifæri fjalla um innsetningu hinna brottviknu embættis- manna í störf sín á ný. 1 GÆR var austlæg átt hér Breiðafjörður til Norður- á landi og bjart veður við lands, Breiðafj.mið og Vestfj.- Breiðafjörð og í innsveitum mið; Austan gola eða kaldi, á Norðurlandi. Kl. 15 var skýjað hlýjast 12 stiga hiti á Akur- Norgurmið; Austan kaldi eyn. Fremur htið regnsvæðx skýjað en úrkomulaust að var her við SV-strondina, en lengra suður í hafinu var megin-regnbeltið. 1 Kaupmannahöfn þrumuveður. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: mestu. NA-land og mðin: Austan var og NA-kaldi, skýjað og lítils háttar rigxúng. Austfirðir, SA-land og mið- . . in: Austan og síðar NA-kaldi, SV-land og miðm: Austan alskýjað og dálítil rigning. kaldi en stinningskaldi á mið- unum, rigning öðru hvoru í nótt en léttir til á morgun. Faxaflói og miðin: Austan gola eða kaldi, skýjað og rign- ing öðru hvoru í nótt en létt- ir til á morgun. Horfur á föstudag: Norðan og NA-átt, bjart veð ur sunnan lands og vestan, rigning á Austurlandi og aust anverðu Norðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.