Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. júní 1962 MORGUNBLAÐIP 11 edico samtök sjálfboðaliða er vinna að láknarstörfum Dr. Peter Comanduras (til hægri) og dr. Albert Schweitzer, verndari MEDICO. MEDISO — fullu nafni Medical International Cooperation Organ ization — heita samtök sjálfboða liða í Bandaríkjunum, sem vilja verja kröftum og tíma til að lækna sjúka, þar sem þörfin er mest. Á síðasta ári störfuðu sam- tökin í meir en 12 löndum og í ráði er að hefja starfsemi víðar. MEDICO hefur aðeins starfað í fjögur ár var stofnað í febrúar 1958. Stofnendur samtakanna voru tveir kunnir bandarískir læknar, dr. Peter Commanduras, prófessor við Washingtonháskóla og yfirlæknir við meltingarsjúk- dómadeild 3júkrahússins þar, og dr. Thomas Dooley, ungur trú- boðslæknir í Laos, en hann dó úr krabbameini í janúar í fyrra. Það 6em fyrst og fremst vakti fyrir þessum mönnum, var að bæta úr hinni brýnu þörf á læknishjálp meðal hinna mörgu sjúku manna víðsvegar um heim, sem aldrei höfðu átt kost á neinni hjúkrun. Kom þeim saman um, að hér væri margt ógert, þrátt fyrir gott hjálparstarf Bandaríkja- stjórnar og alþjóðlegra líknar- stofnana, cg mikið verkefni fyr- ir lækna sem sjálfboðaliða. Svo var það árið 1958, að dr. Comanduras tókst ferð á hend- t»r I þvf skyni að kanna málið sjálfur. Hann ferðaðist um 20 lönd og kynnti sér sérstaklega að búnað fólks í smáþorpum. í frá- eögn af ferð þessari sagði dr. Comanduras m. a. svo: „Ég sá sjálfur, að þetta fólk vissi að lífið hlyti að hafa ann- að og meira að bjóða en fátækt og sjúkdóma. Þetta fólk bíður í þögn og þolinmæði eftir hjálp frá okkxir til þess að lækna marga J>á sjúkdóma, sem við höfum fyrir löngu útrýmt hjá okkur.“ Á þessu ferðalagi fór dr. Comanduras m. a. gegnum frum íkóga Burma til þess að hitta bandarískan lækni, dr. Gordon beagrave að nafni. Hann hefur ítarfað þzu í frumskógunum í yfir 35 ár við frumstæð skilyrði, lifað aí stríð og farsóttir og bjargað lífum þúsunda manna. Þá heimsótti hann einnig dr. Albert Sehweitzer, hinn fræga trúboðslækni í Lambarene í Afríku, Sem er heiðursfélagi MEDICO. Eins og áður segir, hófst líkn- arstarf MEDICO í febrúar 1958. Það var í smáþorpi einu lengst inni í frumskógum Laos. Þangað fóru dr. Dooley ásamt tveimur öðrum læknum er starfað höfðu með honum í sjóhernum. Komu þeir upp nýju sjúkrahúsi í þorp- inu og urmu þar mikið og gott starf. Síðan hafa margir frábærir og dugandi menn lagt stofnuninni lið. í nýútkominni skýrslu yfir starfsemi Medico fyrstu 3 árin kemur m. a fram, að fjöldi sjálf boðaliða hefur verið sendur til starfa í hinum vanþróaðri lönd- um, eða samtals 64 læknar, sem margir voru brautryðjendur í sinni grein, 17 útlærðar hjúkr- unarkonur og 30 tæknisérfræð- ingar. Skýrsla þessi hermir að fyrsta árið hafi fyrsta sjúkrahús stofnunarinnar i Kambodíu tek- ið til starfa. Sama ár var fyrsta sérfræðingasveit Medico send til Líbanön og Jórdaníu til lækna- og kennslustarfa. í þeirri sveit voru eingöngu sérfræðingar frá hinum þekkta læknaskóla við Johns Hopkinsháskóla. Enn sama ár var komið upp tannlækna- deild við sjúkrahús dr. Schweit- zers í Lambarene i Afríku. Loks voru send lyf og læknistæki til sjúkrahússins Amazonica Aibert Sdhweitzer í Perú. Árið 1959 starfaði flokkur sér- fræðinga í brjóstholsskurðlækn- ingum frá fimm helztu háskól- um Bandaríkjanna í rúma fimm mánuði í Viet-Nam og gerðu að- gerðir á berklasjúklingum og kenndu innfæddum læknum. Læknir að nafni dr. Franch, er starfaði við tannlæknadeild dr. Sohweitzers í Lambarene, færði sama ár út fræðslustarf- semi sína í tannlækningum í Afriku og sá jafnframt um kennslu í tannlækningum í mörg um löndum í Mið-Afríku. Á áru.ium 1959—1960 voru 40 sérfræðingax í beina- og liðasjúk dómum sendir víðsvegar að úr Bandaríkjunum til Jórdaníu, sem ekki hafði neinum sérfræðingum á að skipa i þeirri grein. Hver þessara sérfræðinga dvaldi í land inu mánaðartíma og í árslok 1960 höfðu 2 500 bæklaðir sjúk- lingar fengið viðeigandi meðferð, 500 meiriháttar skurðaðgerðir verið framkvæmdar. Fyrsta sjúkrahús Medico í Kenya tók til starfa árið 1959 undir stjóm fyrsta austur- afriska læknisins, sem hlotði hafði menntun í Bandaríkjunum, dr. Mungai Njoroge að nafni. Þessi u.ngi læknir hafði lokð prófi frá Stanfordlháskóla þrem- ur árum áður. í bréfi segir hann m. a. svo frá starfinu við sjúkra- húsið: „Daglega koma 250—300 manns til sjúkrahússins til lækn- inga. Þeir eru frá 240 þorpum, sem sum eru í yfir 300 km. fjar- lægð.“ Árið 1960 náði starfsemi MedicO hámarki. Þá sendi stofn- unin 30 lækna, hjúkrunarkonur, röntgentæknifræðinga og aðra tæknifróða menn til sjúkrahúsa í Laos, Haiti, Kambodia; Viet- Nam; Tanganyika og Perú, sem rekin eru á vegum stofnunarinn- ar eða eru renni viðkomandi. Eftir beiðni bandariska Rauða krossins útvegaði Medico tauga- sérfræðinga og sérfræðinga í orkulækningum (physiotherapy) til þess að aðstoða við þjálfun 10.000 lamaðra manna í Marokkó er lamazt höfðu í lömunaiweiki. f þessu efni hafði Medico sam- starf við læknaskóla Pennsyl- vaníuháskóla. Þetta sama ár fór sjö manna flokkur lækna Og hjúkrunarliðs til þess að starfa í tvö ár við Provincialsjúkrahúsið í Kuala Lipis í Malajalöndum undir stjóm dr. H. Leslie Frewing. í lok skýrslunnar segir, að í þessu tímabili hafi samtals 17 verkefni verið framkvæmd á vegum stofnunarinnar i 12 lönd- um. Enn liggur ekki fyrir skýrsla um starfsemina á síðasta ári, en vitað er. að hún hefur aukizt að mun, og margir sjálfboðalið- ar bíða þess að þeir verði sendir út af örkinni. í mörgum þekktustu lækna- skólum Bandaríkjanna er mikill áhugi á starfsemi Medico, og ekki er óalgengt að lækna- prófesrorar gerist sjálfboðaliðar rjá stofnuninni og greiði þá sjálf ir ferðakostnað til þess að kom- ast á áfangastað. Sem dæmi um það hve almennar undirtektir máLstaður Medico hefur fengið i Bandaríkjunum má nefna, að 63 ára læknir, sem kominn var á eftirlaun eftir mikið og gott starf í sérgrein sinni fór ásamt konu sinni, sem er útlærð hjúkr- unarkona, til Afgahnistan og starfaði þar í tvö ár á vegum stofnunarinnar. Upphaflega var Medico sam- tök sjálfboðaliða í Bandaríkjun- um, en fyrir rúmu ári var stofn- unin gerð alþjóðleg. Hún rekur ekki áróður fyrri neinu sérstöku stjórnskipulagi. Hún er hvorki háð neinni ríkisstjórn, stjórn- málaflokki né trúflokki. En stofnunin hefur náið sam- starf við ríkisstjómir viðkom- andi landa landa og heilbrigðis- stofnanir, ef fyrir eru. Hjúkrun- arsveitir stofnunarinnar og lækn ar starfa aðallega í frumskógum Og fjallaþorpum. Þær eru ein- göngu sendar eftir beiðni rikis- stjórna landanna sem leggja þeim til innlenda aðstoðarmenn. Einnig er þeim séð fyrir hús- næði, geymslu, flutningum og hluta af lyfjaforða. Medico legg- ur sjálft til nokkuð af lyfjunum Og hafa lyfjaframleiðendur i Bandaríkjunum verið örlátir á gjafir við stofnunina og gefið bæði lyf og áhöld ýmiss konar. Oft eru send lyf og tæki til sjúkrahúsa, Og í vissum tilfellum er einnig veitt þjónusta lækna og aðstoðarmanna. Síðast en ekki sizt leitast Medico við að örva sjálfbjargar- viðleitni þeirra, sem hjálpað er, og leggur stofnunin rikt á við lækna sína að þeir hafi náið persónulegt samband við sjúk- lingana. Jafnframt er leitast við að hafa hð Bandaríkjamanna sem fámennast og áherzla lögð á að fá sem flesta innlenda að- stoðarmenn og þjálfa þá svo að þeir geti haldið áfram starfinu, þegar sjálfboðaliðar hverfa aft- ur heim. Margir koma með kjúklinga, egg eða annað, sem þeir geta lagt sjúkrahúsinu eða læknunum til. Enda er það samkvæmt reglu stofnunarinnar, sem hefur það markmið að hjálpa öðrum til þess að hjálpa sér sjálfir, — ekki að gera allt fyrir þá. Þetta hef- ur borið góðan árangur, enda hefur enn ekki komið fyrir í þeim 20 löndum, sem dr. Com- anduras heimsótti, að fólk hafi haft á móti læknum Medicos. Þvert á móti: svarið hefur alltaf verið „Hvað getið þið komið fljótt “ Vil kaupa eða leigja matvörubúð (kjöt og nýlenduvörur). Tilboð merkt: „Matvara — 7205“ sendist blaðinu. Framreiðslunemar óskast strax. Upplýsingar hjá yfir- þjóninum, ekki í síma. \AliST Þilplötur (masoniti-gerð) 4x8 fet. íbúðir til sölu 3ja herb. hæð, fokheld með miðstöð við Lyngbrekku í Kópavogi. Sér hitamæling. Bílskúrsréttur. 5 herb. hæðir í sambýlishúsi við Háaleitisbraut. Seljast með fullgerðri miðstöð, sameign inni múrhúðuð, húsið fullgert að utan, tvöfalt belgiskt gler. Bílskúrsréttur. 5 herh. hæð í þríbylishúsi í Safamýri, tilbúin undir tréverk og húsið fullgert að utan. Stærð 130 ferm. Mjög hagstætt verð. •a herb. hæð við Skeiðarvog og 2 lítil herbergi í risi. Sér hiti. Er í góðu standi. Hagstætt verð. Útborgun aðeins kr. 200 þúsund. ija, 3ja og 4ra herb. íbúðir í sambýlishúsi við Safamýri. v ÁRNI STEFÁNSSON, hrl. Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Símar: 14314 og 34231. Táknræn mynd frá litlu þorpi í Kcnya. Læknirinn, dr. Mun- gai Njoroge, gekk í skóla I Bandaríkjunum og starfar á veg- í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.