Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 21. júní 1962 MORGVNBLAÐIÐ 17 Kristján Fr. Minning ÞEIM fækkar nú óðum, körlum og konum, sem sett hafa svip sinn á Borgarfjarðarhérað á fyrri hluta tuttugustu aldarinn- ar. Dagsverki þeirra er að Ijúka eða er lokið. En sú kyn- slóð sem við hefur tekið, eða er að taka við, mun lengi búa að yerkum þeirra. Einn þeirra, sem var þar í fremstu röð meira en hálfa öld og hefur látið eftir sig flest og glæsilegust minnismerki, Krist- ján Fr. Björnsson, hreppstjóri og óðalsbóndd á Steinum, var burtkallaður á sumardaginn fyrsta sl. Hann varð bráðkvadd- ur á heimili sínu að kvöldi þess dags. Kristján Franklín Björnsson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur á Svarfhóli í Staf- holtstungum 29. febrúar 1884 og var því fullra 78 ára er hann lézt. Foreldíar hans voru hjón- in Björn hreppstjóri Ásmunds- eon og Þuríður ljósmóðir Jóns- dóttir, sem lengi bjuggu góðu búi á Svarfhóli. ólst hann þar upp með systkinum sínum, en þau sem til starfs og þroska komust voru þessi: Ásmundur, fór til Ameríku; Málfríður, gift 'Einari Hjálmarssyni, bónda í Muriaðarnesi, dó ung; Jóhann hreppstjóri á Akranesi, kvænt- ur Halldóru ljósmóður Sigurð- ardóttur; Jón, kaupmaður og hreppstjóri í Borgarnesi, kvænt- ur Ragnhildi Jónasdóttur; Guð- mundur, sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, • kvæntur Þóru Júlíusdóttur; Jósef, óðals- bóndi og fyrrum oddviti á Svarfhóli, kvæntur Jóhönnu Magnúsdóttur, og Helga, gift Jóni kaupmanni Björnssyni frá Bæ. Af þessum merku systkin- um lifa nú aðeins tvö, Helga og Jósef. Laust eftir aldamótin hóf Kristján Björnsson starf sitt sem húsagmiður og var það á sama tíma og byggingar úr varanlegu efni fóru að hefjast í Borgarfjarðarhéraði. Hófst þar með annar þáttur ævistarfs hans á verklegu sviði. Hann hafði því frá fyrstu fylgzt með og til- einkað sér hverja nýja þekk- ingu um gerð og varanleik húsa fram til síðustu ára, en að bygg ingum vann hann nálega óslitið frá 1902 til 1959, eða í 58 ár. Dugnaður hans, verkhyggni og ágætur skilningur hans á við- fangsefnum þeim, er hann tók að sér, gerðu hann svo eftir- sóttan af öllum þeim er til hans þekktu, að þeim sem þurftu að ráðast í byggingar fannst hálf- ur sigur unninn ef þeir gátu fengið Kristján til að standa fyrir þeim. í öðru bindi Héraðssögu Borg arfjarðar hefur Kristján skrifað iglögga yfirlitsgrein um þróun bygginga f Borgarfjarðarhéraði á fyrstu fjórum áratugum þess- arar aldar. Lýsir hann þar þeirri þróun sem varð í húsa- byggingum á því tímabili. Til þess að sýna að ekki er hér ofmælt um starf Kristjáns Björnssonar á þessu sviði, skal gefið örstutt og samandregið eftirfarandi yfirlit; . Alls hafði Kristján staðið fyrir 54 húsbyggingum. Þar af 26 íbúðarhúsum og eru mörg þeirra meðal hinna reisulegustu i þessu héraði, 12 útihúsasam- etæðum og 16 meira og minna opinberum byggingum. Meðal þeirra eru 4 skólar: Héraðsskól- jnn í Reykholti, Húsmæðraskól- inn á Varmalandi, Barnaskólinn í Borgarnesi og Barnaskólinn á iVarmalandi, ásamt sundlaug þar. Hér til má einnig telja eláturhús, verzlunarhús, sam- komuhús o. fl. — Þegar þess er gætt að sumar stórbyggingar stóðu yfir í tvö eða jafnvel þrjú ár, þá mun láta nærri að Björnsson byggingarárin séu nær því jafn- mörg og árin, sem liðin eru síð- an Kristján hóf byggingarstarf- semi sína. Við þessa upptalningu má svo bæta því, að Kristján leiðbeindi mörgum um byggingar, þótt hann gæti ekki unnið að þeim sjálfur. Meðal annars gerði hann frumteikningu fyrir marga bæði af íbúðarhúsum og öðrum byggingum. Byggingar þær sem Kristján stóð fyrir eru einmitt þær, marg ar hverjar, sem fyrst og fremst setja menningarbrag á héraðið í augum aðkomumanna og eru til sóma fyrir það, jafnvel þótt sýndar séu hinum tignustu gest- um. Hinn 10. marz 1911 kvæntist Kristján Björnsson eftirlifandi konu sinni, Rannveigu Odds- dóttur bónda Þorsteinssonar á Steinum. Áttu þau því gullbrúð- kaup í fyrra vetur. 1 því tilefni var efnt iil fjölmennrar sam- komu að Varmalandi. Var hún haldin í barnaskólanum þar, enda stóðu skólarnir, sem Krist- ján hafði byggt, að henni. Bar sú samkoma ljósan vott um vin- sældir þær, sem þessi heiðurs- hjón höfðu unnið sér meðal hér- aðsbúa. Var sú samkoma hin ánægjulegasta og samferða- mönnum þeirra kærkomið til- efni til að votta þeim þakklæti sitt og virðingu. Áður en Kristján Björnsson kvongaðist átti hann um skeið heimili í Borgarnesi. Hafði meðal annars- byggt þar íbúðar- hús og rekið gistihús einn vet- ur. En vorið 1911 hóf hann bú- skap á Bjargarsteini. Þar bjó hann eitt ár, en fluttist þá að Steinum og hóf þarvbúskap að tengdaföður sínum látnum og bjó þar æ síðan. Kristján hafði því fleiru að sinna en smíðum um dagana. En í bóndastöðunni sýndi hann það, sem hvarvetna annars staðar, að hann var eng- inn meðalmaður. Búskap sinn rak hann í góðu lagi og bætti jörð sína bæði að byggingum og ræktun. íbúðarhús sitt varð hann að byggja tvisvar. Eldur grandaði hinu fyrra. Þótt virð- ast megi að það sé einum manni ofvaxið að reka búskap í góðu lagi og afkasta einnig jafnmiklu verki og Kristján gerði utan heimilis og þótt hann í búskapnum ætti vitanlega oft og einatt við sömu erfiðleika að stríða og aðrir bændur þessa héraðs, þá held ég þó að gleði hans og gæfa hafi verið í því fólgi*, þegar hlé varð á vinnu utan heimilis, að mega þá jafn- an hverfa að góðu heimili. Hverfa heim til ágætrar konu og efnilegra barna, sem voru að vaxa upp smátt og smátt og stefndu að því að verða nýtir borgarar í þjóðfélaginu. Og heima gafst honum færi á að vinna að því hugðarefni sínu, að bæta jörð sína að ræktun og húsakosti. Hér hefur nú lauslega verið drepið á svo ríkulegt ævistarf eins manns, að þar væri að lík- indum naumast miklu við að bæta. En svo er þó ekki. Jafn- glöggur og starfhæfur maður og Kristján var komst vitanlega ekki hjá því að sinna ýmsum opinberum störfum. Þannig var hann hreppstjóri Stafholts- tungnahrepps fjóra áratugi. —> Sýslunefndarmaður milli tutt- ugu og þrjátíu ár, þar til hann baðst undan endurkosningu og Oddur sonur hans tók við. í hreppsnefnd átti hann sæti í nær fjóra áratugi. í jarðamats- nefnd frá 1916—1940, er síð- asta jarðamat fór fram. 1 þess- um störfum sýndi hann, sem annars staðar, ágæta hæfileika, samvinnulipurð og samvizku- •semi. Einn er sá þáttur í eðli og starfi Kristjáns Björnssonar, sem enn er ótalinn og eg hygg að færri hafi vitað um, en það sem að framan er talið og við Myndin var tekin á guUbrúðkaupsdegi hjónanna á Steinum allra augum blasti. En það er að hann var fræðimaður, enda hafði ágætt minni. Mun tölu- vert eftir hann liggja á því sviði í handritum. Meðal annars hafði hann safnað og skrifað niður nöfn, ábúð og ábúðartíma allra bænda í Stafholtstungnahreppi á siðastliðnum þremur til fjór- um öldum. Er það auðsjáanlega mikið verk og varla hægt að skilja hvenær hann hefur haft tíma til að sinna þessu hugð- arefni sínu. En slíkri gáfu munu fleiri af þessari ætt vera gædd- ir. Má í þessu sambandi geta þess, að langafi Kristjáns var Halldór Pálsson á Ásbjarnar- stöðum, er kallaður var hinn fróði og hefur látið eftir sig annála og ættartölur. Börn þeirra Kristjáns Fr. Björnssonar og Rannveigar Oddsdóttur eru: Málfríður,' gift Finni Jónssyni vélstjóra, búa í Reykjavík, Oddur, óðalsbóndi á Steinum, giftur Laufeyju Péturs dóttur, Kristín, gift Axel ólafs- syni, búa í Bakkakoti í Staf- holtstúngum, Björn húsgagna- smiður og kennari, giftur Ingi- björgu Sigurjónsdóttur, búa í Reykjavík og Þuríður kennari við Hagaskólann í Reykjavík. Auk þess ólu þau upp fóstur- dóttur, Sigríði Baldursdóttur. Er hún gift dönskum manni og bú- sett í Danmörku. Kristján Fr. Björnsson var með hærri mönnum og samsvar aði sér vel. Hann hafði prúða og örugga framkomu og var hvarvetna aufúsugestur. Hlýja hans og ljúfmennska var svo ríkur og óslitinn þáttur í eðli hans, að öllum hlaut að líða vel í návist hans. Þótt hann hefði sjálfstæðar og öruggar skoðanir á málefnum sinnum tíðar og væri á því sviði enginn veifi- skati, þá leiddi það aldrei til vinslita við þá sem höfðu aðra skoðun. Og aldrei hefur það heyrzt að Kristján ætti neinn óvin. Hann var, í einu orði sagt, hinn mesti mannkostamað ur, sem hvers manns vandkvæði vildi leysa og hverjum manni þótti gott að eiga samskipti við og samleið með. Sumarið var komið og vor- annir að hefjast. — 1 meira en hálfa öld hafði Kristján verið kallaður frá heimili sínu til að vinna að umbótastörfum fyrir hérað sitt og samtíðarmenn. En nú var þeim þætti að ljúka og ævikvöldið komið. En þá kom síðasta kallið. Og þá eins og ævinlega áður, var Kristján fljótur að ferðbúast. En að þessu sinni var hann kallaður til æðra verksviðs, kallaður til þess „meira að starfa Guðs um geim“. Jarðarförin fór fram að Hjarð arholti 28. apríl að viðstöddu óvenjumiklu fjölmenni. 30/5 1962 Andrés Eyjólfsson. * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★ og fer svo að lokum að hinn ★ KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR ★ Fyrsta kvöldið horfir ríkis- stjórinn á óperettu í Avenneleik- húsinu og verður mjög hrifinn af fegurð einnar leikkonunnar, Elsu Marinu. Felur ríkiSstjórinn leiðsögurnanni sínum að bjóða henni til miðnæturveizlu í sendi- ráði Karpatiu. Hefjast þar með hin örlagaríku kynni ríkisstjór- ans og leikkonunnar. Hún er ung og fríð og frjálsleg og mun erfið- ari viðureignar en ríkisstjórinn hafði gert sér vonir um, enda bíð- ur hann gjörsaml. lægri hlut í viðskiptum þeirra Vísar ríkisstjór inn henni á brott, en það snýst mjög á annan hátt og kemur þar ekkjudrottningin gamla og hinn ungi konungur allmikið við sögu. Gerast nú mörg skemmtileg atvik, sem hér verða ekki rakin, Benzín Pepp mjöðurinn sem eyðir vatni úr benzíninu og varnar sótmyndun fæst nú á öllum benzínstöðvum Olíufélagsins Skelj- ungur h.f. Reykjavík og ráðstafanir eru gerðar tii þess að senda birgðir á allar stöðvai Skeljungs h.t úti á landi. AUSTUBÆJARBÍÓ: PRINSINN OG DANSMÆRIN ÞETTA er amerísk kvikmynd tek in í litum. Er myndin byggð á leikritinu „The Sleeping Prince" eftir enska rithöfundinn Terence Rattigan og hefur hann einnig samið kvikmyndahandritið. Ratt- igan er mikilhæfur leikritahöf- undur og kunnur hér af nokkrum leikritum eftir hann, sem hér hafa verið sýnd, svo sem „Brown- ing-þýðingunni“, er Leikíélag Reykjavikur sýndi fyrir nokkr- um árum við mikla hrifningu leikhúsgesta. „Prinsinn og dansmærin" ger- ist í London um það leyti er krýn ing Georgs fimmta Bretakonungs fór þar fram árið 1911. Margt stórmenna álfunnar er komið til borgarinnar til þess að vera við- statt krýninguna, þar á meðal Charles stórfursti og ríkisstjóri í Karpatiu ásamt tengdamóður hans, ekkjudrottningunni í Karpa «’i og hinum unga syni furstans, ÍNÍcholas konungi. — Ríkisstjórn Breta tekur veglega á móti þess- um tignu gestum og felur m. a. einum starfsmanni utanríkis- ráðuneytisins að annast ríkisstjór ann og sjá um að heimsóknin verði honum til ánægju. kvenlegi yndisþokki Marinu hrós ar sigri yfir hinum harðsnúna rík isstjóra, er leiðir til þess að hann gjörbreytir, til batnaðar, stjórn- málalegu viðhorfi sínu. Mynd þessi er fjörmikil og skemmtUeg og prýðilega leikin. Hinn frábæri enski leikari Sir Laurence Olivier Kefur haft leik stjórnina á hendi og leikur auk þess annað aðalhlutverkið, ríkis- stjórann. Er leikur hans afburða- góður. Hitt aðalhlutverkið, Mar- inu, leikur Marilyn Monroe. Er leikur hennar einnig mjög góður, enda hygg ég að hún hafi aldrei betur leikið en að þessu sinni. Þá leikur Sybil Thorudike ekkju- drottninguna bráðskemmtilega. Eignarlönd Til sölu í nágrenni Reykjavíkur nokkur lönd, góðir greiðsluskilmálar. Tilboð merkt: „Stór Reykjavík — 7276“ sendist afgreiðslu blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.