Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. júní 1962 Landssamband Iðn aðarmanna 30 ára 24. BDNÞING fslendinga var sett á Sauðárkróki í gær af forseta Landssambands iðnaðarmanna, Guðmundi Halldórssyni, húsa- smíðameistara. í setningarræðu sinni minntist hann þess, að 30 ár eru liðin frá stofnun Lands- sambandsins og mæltist á þessa leið: „Fyrstu tildrög að stofnun Landssambands iðnaðarmanna er að finna í fundargjörð Iðnráðs Reykjavíkur frá 5. maí 1932. Á þeim fundi er ákveðið að boða til þinghalds iðnaðarmanna í Reykjavík 18. júní nk. Stjórn Iðnráðsins hafði veg og vanda að undirbúningi þessa þings og út- bjó máláskrá, en hún var í 7 lið- um og á þessa leið: 1. Sölufyrirkomulag á inn- lendri framleiðslu. 2. Skólamál — fræðslumál. 3. Tollamál. 4. Iðnaðarlöggjöfin. 5. Skipulagsmál. 6. Stofnun nýrra iðnfyrirtækja. 7. Gjaldeyrisverzlun og iðn- aCur. Þetta fyrsta Iðnþing var sett í Baðstofu iðnaðarmanna, laug- ardaginn 18. júní 1932 af for- manni Iðnráðs Reykjavíkur, Helga H. Eiríkssyni, skólastjóra Iðnskólans í Reykjavík. Iðnþings fulltrúar voru 51 frá Akureyri, Hafnarfirði, Reykjavík, Siglufirði og Vestmannaeyjum. Á þinginu störfuðu 6 fastanefndir. Þriðjudaginn 21. júní eru svo bornar fram og samþykktar eftir farandi tillögur: 1. Þingið ákveður að stofna Landssamband fyrir iðnaðar- menn og kýs í því skyni bráða- birgðastjórn er skipuð sé 5 full- trúum og séu þeir búsettir í Reykjavík og Hafnarfirði. Full- trúar og ráðgjafar sambands- stjórnarinnar í öðrum kaupstöð- um landsins séu formenn iðnað- armannafélaganna, þar sem iðn- ráð eru ekki til. 2. Bráðabirgðastjórnin hefur fullt framkvæmdavald til næsta Iðnþings og óskorað umboð þessa þings til að flytja mál þess, til- lögur og áskoranir fyrir Alþingi íslendinga og landsstjórn. 3. Bráðabirgðastjórnin leggi fyrir næsta Iðnþing frumvarp að lögum og fundarsköpum fyrir skipulagsbundið samband milli allra iðnaðarmannafélaga og iðn félaga (sérfélaga) á landinu. 4. Iðnráð, iðnaðarmannafélög og iðnfélög á öllu landinu sendi bráðabirgðastjórninni öll þau mál, er þau vilja að verði lögð fyrir næsta Iðnþing, og skal hún sjá um, að þau verði vel og ræki- lega undirbúin. 5. Bráðabirgðastjórnin kalli saman næsta Iðnþing með hæfi- legum fyrirvara á tímabilinu frá 5. maí til 20. júní 1933, og skal það háð í Reykjavík. Stjórnin kalli saman Iðnþingið eftir sömu reglum og þetta þing hefur verið boðað. í bráðabirgðastjórn fyrir Lands sambandið voru svo kosnir: Helgi H. Eiriksson, skólastjóri, forseti, Emil Jónsson, bæjarstjóri, varaforseti, Ásgeir Stefánsson, húsasmíðameistari, Einar Gísla- son, málarameistari og Þorleifur Gunnarsson, bókbandsmeistari. Þetta var síðasta mál Iðnþings- ins, en það stóð í 4 daga, og þar með var lokið einum allra merki- legasta fundi, sem haldinn hefur verið um mál iðnaðar á íslandi. Starfsemi Landssambandsins Strax að Iðnþingi loknu hófst stjórnin handa um undirbúning fyrir næsta þing, auk 'þess sem undirbúin voru mörg og merki- leg þingmál. Annað Iðnþing var svo háð í Reykjavík í júlí 1933, og sóttu það 49 fulltrúar víðs vegar að af landinu. Til meðferð- ar voru tekin 25 mál, sem öll hlutu afgreiðslu. Þegar hér er komið sögu, er Landssambandið fullmótað. Því hafa verið sett lög og reglur, og hafizt er handa um lausn mikil- vægra mála. Ekki er þess kostur að lýsa hverju einstöku Iðnþingi, en ég Frá Iðnþingi. Talið frá vinstri: Bragi Hannesson, framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðar- manna, Helgi H. Eiríksson, fyrsti forseti sambandsins (1932 — 1952), Björgvin Frederiksen, fyrrv. forseti sambandsins (1952 — 1960) og Guðmundur Halidórsson, núverandi forseti. mun nú lýsa framvindu nokk- urra mála, sem Landssambandið hefur haft með höndum. Á öðru Iðnþingi 1933 er samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Þar sem engar lánastofnanir eru til hér á landi, sem sjá iðn- stéttinni fyrir fé til iðnreksturs eða til nýrra iðnfyrirtækja, þá felur þingið sambandsstjórninni að skora á ríkisstjórn og Alþingi að koma á fót, sérstakri deild við bankana, sem láni fé til eflingar Stjórn Landssambands iðnaðarmanna, talið frá vinstri: Tómas Vigfússon, húsasmíðameistari, Vigfús Sigurðsson, húsasmíða- meistari, Guðmundur Halldórsson, forseti L. I., Jón E. Ágústs- son, málarameistari og Gunnar Björnsson, bifreiðasm.meistari. iðnaðinum í landinu og taki að veði vélar og áhöld iðnaðar- manna og verði fénu varið til efn is, véla og áhaldakaupa“. Það er athyglisvert að strax við stofnun Landssambandsins er tekið á dagsskrá það mál, sem telja verður eitt hið veigamesta fyrir iðnaðinn í landinu, láns- fjármálin. Árangur þessarar sam þykktar kemur svo fram tveim árum síðar með samþykkt laga um Iðnlánasjóð árið 1935. Sjóður- inn hlaut 25.000 króna framlag árlega til 1942, en þá er fram- lagið hækkað enn 1955 upp í 45* Árið 1946 eru sett ný lög um sjóðinn og framlagið hækkað upp í kr. 300.000.00. Síðan er fram- lagið hækkað enn 1955 upp í 45Ý þús., 1957 upp í 1.450 þús. og 1960 upp í 2 millj. kr. Auk þess voru sjóðnum útvegaðar um 20 millj. kr. sl. ár. Að forgöngu iðnaðarmálaráð*- herra starfar nú nefnd að endur- skoðun á lögum um Iðnlánasjóð. Er þess að vænta, að þar verði gerðar tillögur um tekjuöflunar- leiðir fyrir sjóðinn. Næsta skref Landssambandsins í lánamálunum er svo stofnun Iðnaðarbanka, en á það mál kemst ekki verulegur skriður, fyrr en á miðju ári 1949, en þá • Óeðlileg skemmdarfýsn Öðru hverju kemur hingað í skrifstofu Velvakanda fólk, sem hefur orðið fyrir barðinu á þessari furðulegu geðveilu sem virðist nökkuð útbreidd á islandi, en það er óeðlileg skemmdarverkafýsn. Hún lýsir sér í því að í skjóli náttmyrkurs eða er enginn sér til, er laum- ast til að skemma eignir ann- arra, að því er virðist í engum öðrum tilgangi en að eyðileggja. T.d. gerðist það nóttina eftir þjóðhátíðardaginn, að einhver slíkur hefur ráðizt á Bæjar- fógetagarðinn á horni Aðal- strætis og Kirkjustrætis og rif- ið þar upp 60 fallega túlipana og dreift þeim yfir garðflötinn. Umsjónarmaðurinn Sigmar Þormar, sem búinn er að gæta garðsins í 10 ár, var þarna um kvöldið og var þá allt með felldu, en aðkoman var ljót um morguninn. Um hvítasunnuna gerðist það einnig að einhver fróm sál kom og skar upp 40 túlipana og fór með þá. Og nú eru þessi fögru túlipanabeð, sem áttu að gleðja borgarbúa í sumar, orðin æði fátækleg. Öðru hverju gerist það að stolið er eða skemmt á leiðum í kirk j ugarðinum. Og í vor fór jafnvel einhver um páska- helgina inn í kirkjugarðinn við skipuðu Landssambandið og Fé- lag ísl. iðnrekenda sameiginlega nefnd skv. beiðni iðnaðarmála- ráðherra til þess að gera drög að lögum fyrir Iðnaðarbanka. Vann nefndin síðan að samningu frum varps í samvinnu við stjórnir samtakanna. f desember 1951 eru svo lög um Iðnaðarbanka íslanda samþykkt á Alþingi og stofnfund ur bankans haldinn í október 1952. Bankinn var svo opnaður 25. júní 1953, en bankastjóri var Helgi H. Eiríksson, fyrsti forseti Landssambandsins, og nú nýlega hefur bankinn flutt starfsemi sína í nýtt, glæsilegt eigið hús- næði í Lækjargötu 10 B. Iðnfræðsla Annað aðalmál Landssambands ins er iðnfræðsla og iðnskóla- mál. Miklar breytingar hafa átt sér stað í þessum málum á síð- ustu 30 árunum og í undirbúningi eru endurbætur í samræmi við breyttar aðstæður og aukna tækniþróun. Hér skal aðeins drep ið á stærstu áfangana í iðn- fræðslumálunum. Hinn 1. janúar 1950 tóku gildi lög um iðnfræðslu, þar sem sett er á fót föst yfirstjórn iðnfræðsl- unnar, Iðnfræðsluráð. Skal það Framhald á bls. 14 Suðurgötu og svalaði skemmd- arfýsn sinni með því að láta sleggju eða eitthvað álíka áhald ganga á gömlum leg- steinum. Og það er kunnara en frá þurfti að segja, að skemmdarverk eru iðulega unnin á sumarbústöðum og varla má hús standa autt, svo einhver framtakssamur þykist ekki sjá að þar þurfi að mölva rúður og brjóta allt og bramla. • Rottur sem laumast E. t. v. væri þetta fróðlegt rannsóknarefni, eins og fræði- mennirnir segja. T. d. mætti veita fé til athugana hvort þessi ónáttúra í íslendingum stafi at mataræði, loftslaginu, eða ein- hverjum öðrum orsökum sem eru séreinkenni á íslandi. Og síðan gæti éinhver góðgerðar- stofnun barist fyrir því að kom ið yrði upp hæli fyrir þá, sem þjást af skemmdarfýsn, þar sem þeir væru settir á matarkúr, gefið salt eða kalk, látnir gera líkamsæfingar eða skemma svo mikið að þeir fái nóg af því fyrir lífstíð. En án gamans, þá þarf að taka hart á slíkum skemmdarverkum, ef til þeirra næst sem eru valdir að þeim. Gallinn er bara sá, að þetta eru yfirleitt rottur sem laumast og sjaldan næst því tiL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.