Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. júní 1962 Ég er gamli tíminn segir Guðrun Jóhannsdóttir frd Brautax- holti, sem er sjötug í dag — LÍF MITT hefur verið blátt áfram og hversdagslegt, sagði frú Guðrún Jóhannsdóttir, skáld Ikona frá Brautarholti, þegar blaðamaður Morgunblaðsins sótti hana heim nokkrum dögum áður en hún fyllti sjöunda tuginn. Við sitjum í stofu frú Guðrúnar að Grundargerði 4, þar sem bland- ast saman gamlir og nýir munir á skermmitilegan hátt. — Stofan er orðin hálf af- strakt", sagði Guðrún og hló við. — Þó ég sé gamaldags í hugsun hef ég gaman að mörgu nýju, jafnvel kengbognum vösum og heygluðum bökkum, sem stofu- Skrauti. En persónulega finnst mér mest list í því sem er eðli- legt, þó ég viðunkenni að huig- myndarflugið í nútíma list getur skapað nýjar og skemmtilegar hugmyndir. Og sem við sitjum þarna í sól- bjartri stofunni og hlustum á kurrið á þakskegginu, segir Guð rún mér frá æskudögum sínurn. Hún er fædd og uppalin í Sveina tungu í Norðurárdal í Borgar- firði, dóttir hjónanna Jóhanns Eyjólfssonar og konu hans Ingi- bjargar Sigurðardóttur, sem bæði eru borgfirzkar ættar. Sagði Guð rún að hún hefði mótazt mikið af þeim tíma og hugsunarhætti, sem þá var ríkjandi, bæði hvað snertir trúrækni og bænraekni og vildi hún sízt af öllu missa af barnstrúnni. Heimilið var stórt og þau systkinin lærðu snernma að vinna við hvað sem var, bæði úti og inni. KVÖLDVÖKURNAR. — Það sem ég tel hafa mikið gildi fyrir heimilislífið á þeim tíma sem ég ólst upp á, hélt frú Guðrún áfram, voru kvöldvök- urnar, sem voru á vetrarkvöld- um. Ég hef lýst þessum bvöld- stundum í þulu, sem ég orti fyrir Norræn jól, þannig: lát ég yfir liðna tið, ljómar endurminning blíð, fönnin hylur fjailahlið, frostrósirnar glugga. Þó að úti andi svalt, og ýmsum finnist veðrið kalt, húsið inni er hitað allt — hvergi ber á skugga, enginn fyrir angri virðlst ugga. Systkin mörg og samrýmd þá syngja i rökkri og kveðast á, gefa skip og gjarnan má gátu þunga leysa — Það ef tekst ei, þykir vera hnelsa Kvöldvakan er kannske bezt hv«r og einn að vinnu sezt, starfið eykur yndi mest, yfirleitt á flestum sést, en háleitast við hug er fest, hvenær byrjar lestur — hvenær byrjar æfintýra lestur? Sagðar eru sögurnar sungnar gamanvísurnar, með raddbreytingum rimurnar raulaðar til skemmtunar. Enginn veit hvað vökurnar verða stundum langar, gleymist tíð, er gleði hugann fangar. Mér þótti miður að kvöldvök- umar skyldu leggjast niður, þeg ar við fluttumst að Brautarholti á Kjalarnesi árið 1915, en tím- arnir höfðu breytzt. — Þú giftist fljótlega eftir að þú fluttist suður? Heillaóskir á þjóðliátíðardegi 1 TILEFNI þjóðhátíðarinnar bárust utanríkisráðherra heilla- óskaskeyti frá utanríkisráðherra Brasilíu, herra Santiago Dantas, utanríkisráðherra ísraels, frú Goldu Meir, og utanríkisráð- herra Kóreu, herra Chi Cuk- shin, ennfremur frá sendiherr- um Finnlands, Portúgals og Spánar, sem aðsetur hafa í ósló og frá ræðismanni íslands í Genf. (Frá utanríkisráðuneyt- inu) — Já, ég giftist 1919 Berg- sveini Jónssyni, sem verið hefur umsjónarmaður Sundlhallarinnar frá því hún tók til starfa, en var áður kaupmaður. Við höfum alltaf haft það gott, en þó hafa aldrei nein ósköp verið í kring- um okkur. Við eignuðumst þrjár dætur, Guðrúnu, Guðbjörgu og Ingibjörgu, sem allar hafa gifzt vel og eigum við nú sex barna- börn. Elztu dióttur okkar misst- um við 24 ára garnla, en dóttir hennar, Steinunn, hefur verið hjá okkur síðan. SEX BÆKUR. •— Hvað hefurðu gefið út marg ar bækur, Guðrún? — Þær eru sex, tvær þúlu- bækur, tvær ljóðabækur og tvær barnabækur. F'yrsta bók mín var prentuð árið 1927 og voru í henni tvær þulur. — Hvenær ortir þú þitt fyrsta ljóð? — Ég var býsna ung, þegar ég hnoðaði saman fyrstu vísunum, en ég var orðinn 16 eða 17 ára gömul, þegar fyrstu samfelldu vísurnar urðu til. — Öll ljóð þín eru rímuð? — Já, ég er gamli tíminn og reyni eklki að ná þeim nýja. Ég viðurkenni fúslega að ég hef gaman af að lesa fallegar grein- ar i óbundnu máli, það var kall- að brot í mínu ungdæmi. Mér finnst rímleysan ekki vera neitt annað en brot, en það getur ver ið gaman að því þegar það hef- ur einhvern boðskap að bera. ★ — Hefurðu einihver afskipti haft af opinberum störfum? — Lítið sem ekkert. Og ég er í engu félagi, hef ekki einu sinni gengið í mitt pólitíska félag. Ég hef alltaf tekið skyldur mínar við heimilið svo alvarlega að lítill tími hefur verið afgangs. — En þú hefur flutt mörg er- indi í útvarp? — Já, ég hef oft verið beðin að flytja erindi í útvarp og einn- ig að taka til máls undir ýmsum kringumstæðum. Ég man nú ekki upp á hár hvar né hvað ég hef lesið upp, því ég skrifa ekki dag bók. — Hefur þér aldrei dottið í hug að skrifa ævisögu? — Nei, það hefur mér aldrei dottið í hug. Það er ekki hægt að skrifa ævisögu og draga ekk- ert undan, þannig að særa ekki einhvern. Og ef sannleikurinn allur er ekki sagður verður ævi- sagan lítilfjörleg. — Þú ert þá ekkert hrifin af ævisögum þeim, sem nú eru gefn ar út í stríðum straumum? — Jú, einmitt, ég er mjög hrif in af þeim og þykir gaman og lærdómsríkt að lesa þær. Og ég trúi öllu sem í þeim stendur. — Hvað viltu segja meira um þig eða þínar aðstæður? — Ég vil taka það fram, að ég tek ekkert fram yfir mitt heimili, þar uni ég við mín störf og þar á ég líka beztu tómstund- irnar. Ég hef líka verið svo lán söm að kynnast góðu fólki og hefur verið mikil uppfylling í því að eiga samverustundir og viðræður við það. SÍÐASTA LJÓÐIÐ. ' Áður en við kveðjum Guðrún Jóhannsdóttur frá Brautarholti með árnaðaróskum á afmælis daginn, sýnir hún okkur sein- asta kvæðið sem hún orti og birtist í Kvennablaðinu ekki alls fyrir löngu. Fengum við leyfi til að birta það með viðtalinu. Kvæðið heitir „Draumsjón" og er svohljóðandi: Á sóUieitum sumardegi seiðir mig dulin þrá, vonunum gefast vængir og vegir um loftin blá. Huganum verður hlýrra, hjartanu þreytta rótt, dagurinn dýrðarbjartur og dásamleg vökunótt. Allt verður yndislegra, andar hinn ljúfi blær. Mosinn á hrauni hrjúfu hlýlega af mildi grær. Blágresið brekkuna skreytir og bernskudalurinn minn brosir mér blíðlega móti og býður mér faðminn sinn. Nú á ég aftur mitt óðal og æskunnar vonaland. Ég kem til að knýta að nýju kærleikans tryggðaband. Og þó ég ei öðlist aftur æskunnar draumavor get ég á gömlum slóðum gengið mín hinztu spor. Varsjá endurreíst Sýning í bogasaSnum Á LAUGARDAGINN var opn- uð sýning í bogasalnum í Þjóð- minjasafninu, sem ber nafnið „Varsjá 1945—1961“. Eins og skilja má á nafninu, fjallar sýn ingin um endurreisn Vþrsjár- borgar eftir síðari heimsstyrj- öld. Sá háttur er hafður á, að tvær og tvær ljósmyndir hanga saman; sú efri sýnir borgar- hluta, götu eða hús, eða réttara sagt: húsarústir, í stríðslok, en hin neðri sama umhverfi árið 1961. Fáar borgir voru verr leikn- ar I þessum hildarleik en Var- sjá, og þótt myndirnar séu fremur fáar, gefa þær skoðand- anum raunsanna lýsingu á því, hve borgin var hryllilega leik- in. Heil borgarhverfi voru jöfn uð við jörðu, og um fjórð- ungur borgarbúa, sem voru 1.289.000 árið 1939, var ekki lengur á lífi. Þar af létust 250.000 í uppreisninni í lok stríðsins. Eina borgin, sem verr var leikin en Varsjá, var Dresd en, en þar fórust 300.000 manns i mestu loítárás sögunnar rétt í stríðslokin. Dresden hefur ekki verið reist úr rústum enn nema að litlu leyti, enda er hún á sovézka herámssvæðinu í Þýzkalandi. Hamborg var einnig að miklu leyti jöfnuð við jörðu í júlí 1943, þegar um 100.000 manns létu lífið á einni nóttu í loftárás Breta. Varsjá var tvíVegis lögð i eyði í síðari heimsstyrjöld, og í bæði skiptin af Þjóðverjum — með samþykki Sovétríkjanna. 24. september 1939 lýsti þýzka nazistastjórnin því yfir, að Var sjá væri ekki lengur til. Þá höfðu Sovétríkin og Þýzkaland lokið við að skipta Póllandi bróðurlega á milli sín. Bæði ríkin áttu í „varnarstríði" við smáþjóðina, sem hefur ætíð átt við þá raun að búa að lifa klemmd á milli þeirra. Þar, sem Konráð hertogi af Masúríu reisti sér kastala á vinstri bakka Vistúlu á 9. öld, átti ekki lengur að vera borg. „Fin- is Poloniae" kvað enn við. En þrátt fyrir ummæli nazistaher- foringjanna lifði borgin áfram. Hinn 29. júlí 1944 voru sigur sælir herir Sovétríkjanna ein ungis innan 10 mílna frá Varsjá Varnarmáttur Þjóðverja var brotinn á bak aftur, og allir töldu víst, að Varsjá félli í hend ur Rússa í næstu viku, Þjóðverj ar höfðu hvorki bolmagn til að verjast sovézka hernum né hin um öfluga skæruliðasveitum ur Íar vei urr þjóðrækinna Pólverja, er biðu eftir því að taka Varsjá með aðstoð Rauða hersins. Þjóðerniskennd hefur jafnan verið mjög sterk meðal Pól- verja, enda hafa þeir ávallt orð ið að þjappa sér vel saman gegn fjölmennum nágrannaþjóðum, sem ágirnzt hafa land þeirra. Því kom það engum á óvart, að þrátt fyrir kúgun Þjóðv. tókst Pólverjum að mynda marg- ar og fjölmennar skæruliða- sveitir, og kjarni þeirra var í Varsjá. Kommúnistar voru af skiljanlegum ástæðum fámenn ir innan raða skæruliða, þar eð þeir höfðu aldrei margir Verið I Póllandi, og eftir landrán Rússa og Þjóðverja 1939 voru bæði nazistar og kommúnistar álitnir föðurlandssvikarar. Neðanjarðarhreyfing Pól- verja var vel skipulögð um landið ailt, en miðstöð hennar var í Varsjá. Helzti foringi hennar var ættjarðarvinurinn Tadeusz Bor-Komorowski, eða Bor hershöfðingi, eins og hann var kallaður. Fyrrgreindan dag, 29. júlí 1944, var útvarpað eindreginni áskorun í Moskvuútvarpinu til íbúa Varsjár, þar sem fast var lagt að þeim að rísa upp gegn Þjóðverjum. Næsta dag var á- skorunin endurtekin. Pólverjar tóku þessa áskorun sem merki þess, að hjálp Rauða hersins myndi berast, ef uppreisn væri hafin. Þeir höfðu Þjóðverja grunaða um að ætla að sprengja borgina í loft upp og myrða alla Gyðinga, sem voru 30% íbúanna, áður en þeir hörf uðu undan. Því vildu Pólverjar freista þess að ná mestum hluta borgarinnar á sitt vald með skjótum hætti og halda henni, þar til hjálpin bærist að aust- an, sem hlaut að berast innian viku. Á þessum forsendum var hin harmsögulega uppreisn hafin 1. ágúst. Skæruliðunum tókst þeg ar að frelsa verulegan hluta borgarinnar úr klóm nazista, en þeim til mikillar íurðu hreyfð ist Rauði herinn ekki úr stað. Forsætisráðherra pólsku útlaga stjórnarinnar, Mikolajczyk var staddur í Moskvu og bað sov- ézku stjórnina um skjóta hjálp. 4. ágúst var honum tilkynnt, að tæki hann ekki kommúnista, sem verið höfðu í Moskvu styrjaldarárin og voru nú komn ir til Lublin, í rikisstjórn sína, þannig að hún yrði að hálfu Þjóðverjar lögðu Varsjá í rúst á ábyrgð Rússa. skipuð þeim, væri lítillar hjálp ar að vænta. Mikolajczyk néyddist til að ganga að þessum kostum og samþykkja ný landa mæri Póllands. 9. ágúst lýsti Stalín því sjálfur yfir, að Rauði herinn myndi koma uppreisnar mönnum í Varsjá til hjálpar. Ekkert gerðist þó. Sovézki herinn bjó um sig í tíu mílna fjarlægð frá Varsjá, á meðan pólskir föðurlandsvinir háðu vonlausa baráttu við Þjóðverja. Hinn hræðilegi sannleikur rann nú upp fyrir Pólverjum. Til þess að tryggja völd kommún- ista í Póllandi að stríðinu loknu ákvað sovétstjórnin að íórna kjarna pólsku skæruliðanna 1 Varsjá. í hópi baráttuliðsins voru einmitt þeir menn, sem vitað var, að myndu verða á- hrifamestir í pólsku þjóðlífi og stjórnmálum að styrjöld lok- inni. Þetta gerði Stalín sér mætavel ljóst, og því ákvað hann að útrýma þeim, eða rétt ara sagt: láta Þjóðverja um það Herstjórn nazista skildi nú, hvað á spýtunni hékk, og á- kvað að láta kné fylgja kviði í Varsjá. Þeir höfðu tekið eftir því þegar 1. ágúst, að flugvélar Rauða hersins hættu að gera loftárásir á þýzka herinn í Var sjá og nágrenni. Uppreisnin, sem átti að bjarga Varsjá, varð til þess að leggja hana í rústir. 14. ágúst lýsti Moskvuútvarp ið því yfir, að uppreisnin hefði ekki verið gerð í samráði við sovézku herstjórnina, þvert of- an í fyrri yfirlýsingar. Ástand ið var nú orðið svo alvarlegt í Varsjá, að lá við örvilnan íbú- anna. Samt var ákveðið að berj ast til þrautar í þeirri von, að Vesturveldin myndu knýja Rússa til að koma Varsjárbúum til hjálpar. Uppgjöf kom ekki til mála, því að Þjóðverjar voru ákveðnir í að koma íram grimmilegum hefndum. Bæði Roosevelt og Churchill báðu sovézku stjórnina að veita Var sjárbúum hjálp, en hún dauí- heyrðist við þeim beiðnum. í tvo mánuði var barizt I Varsjá. AUan tímann beið Rauði herinn hinn rólegasti. Út hald skæruliðanna var ótrúlegt I augum heimsins, ekki sizt þeg ar þess er gætt, að ekki hafði verið gert ráð fyrir nema fárra daga baráttu I upphafi, og að nazistar beittu gífurlegum her afla við að bæla uppreisnina niður. Andrei Vishinsky, vara utanríkismálaráðherra Sovét- ríkjanna kallaði hetjulega bar áttu Varsjárbúa „hreina ævin- týramennsku", sem Sovétríkin „gætu ekki átt neinn þátt í“. 3. október var öll Varsjá aft ur á valdi Þjóðverja. Borgin var eins og öskuhaugur og 250.000 manns fallnir, þar af allir uppreisnarmenn. Með ein hverjum mestu svikum, sem mannkynssagan greinir frá, tókst Sovétríkjunum að fram- kvæma ætlunarverk sitt: að láta myrða kjarna pólsku þjóð arinnar, svo að heimatökin yrðu hæg eftir á. Að styrjöld- inni lokinni nægði þátttaka í pólsku frelsisbaráttunni eða jafnvel kunningsskapur við skæruliða, til þess að yfirvöld kommúnista gátu dæmt menn til lífláts eða þrælabúðavinnu. Þetta er hin ljóta forsaga þess, að Varsjá var lögð í rúst ir af Þjóðverjum og á ábyrgð Rússa. Myndirnar á sýningunni sýna það, sem reyndar var vitað, að Pólverjum hefur tekizt á að- dáunarverðan hátt að reisa borg sína úr rústum. Á bak við það starf liggur mikil fórnfýsi og geysileg átök. En Pólverjum tókst að endurreisa höfuðborg sína. Þeir hafa ekki viljað gleyma fortíðinni og kemur það m. a. fram I því, að þeir hafa reist margar fegurstu byggingar sínar nákvæmlega eins og þær voru. Jafnvel heil borgarhverfi í gömlum bæjar- hlutum hafa verið endurreist að öllu leyti eins og þau voru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.