Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 16
16
MORGIJNBL AÐltí
Fimmtudagur 21. júní 1962
Sigurtur Ingi-
mundarSOn — Minning
SIGURÐUR Ingimundarson, fyrr
um formaður og útvegsbóndi, var
fæddur að Miðey í Austur Land-
eyjum 22. maí 1878. Faðir Sig-
urðar var Ingimundur tíóndi þar
(f. 1838), Ingimundarsonar (f í
Miðey 1772), Kolbeinssonar í
Krosshjáleigu (f. 1724). — Ingi-
mundur Ingimundarson kvæntist
árið 1870 Þuríði Árnadóttur (f.
1845, og tóku þau hjónin
þá við búsforráðum í Miðey.
Áttu þau hjón sjö börn, en tvö
dóu í frumbernsku. Sigurður var
næstyngstur þeirra systkina. Þeir
voru þrír bræðurnir; allir kunnir
formenn og aflamenn er aldur
leyfði. Árna (f. 1877) naut þó
skammt við; hann drukknaði
ásamt skipshöfn sinni af vélbátn
um Ástríði veturinn 1908. Helgi
(f. 1872) var formaður í Eyjum
nokkrar vertíðir. Hann fluttist
síðar til Reykjavíkur og andaðist
þar.
Sigúrður kvæntist árið 1910
Hólmfríði Jónsdóttur frá
Skammadal í Mýrdal, mikilli
dugnaðarkonu. Þau áttu sex
börn, fjóra syni og tvær dætur.
Þrír bræðranna, Júlíus, Kristinn
og Pálmi gerðust skipstjórar og
dugmiklir sjósóknarar, en hinn
fjórði gekk menntaveginn, Frið-
jón, skrifstofustjóri Alþingis.
Sigríður dóttir þeirra hjóna er
búsett hér í bæ, en Árný Hanna
lézt ung. Þá ólst upp í Skjald-
breið bróðurdóttir Sigurðar,
Ágústa Árnadóttir, nú búsett í
Þykkvabæ. — Sigurður andaðist
5. apríl 1962. —
Þeir fslendingar, sem fæddir
eru um 1880, og eru nú sem
óðast að kveðja þennan heim,
hafa með vissum hætti lifað forn
öldina og tækniöld vorra tíma.
Raunar var vígaferlum þá löngu
hætt, en flestir urðu að berjast
af hörku fjirir lífi sínu og sinna
nánustu. Þá höfðu vinnubrögð
til sjávar og sveita lítið breytzt
um aldir; menn réru á miðin á
árabátum og sveitabúskapur
hjakkaði í sama farinu.
Þríbýli var í Miðey á þessum
tíma. Ingimundur, faðir Sigurð-
ar, bjó á einu býlinu; því er
minnst land hafði til umráða.
Jörð þessi var harla kostarýr, en
Ingimundur heilsutæpur jafnan.
Var honum nauðugur einn kostur
að hætta búskap árið 1886 og
heimilið „leystist upp“ sem kall-
að var — ekki ótítt fyrirbrigði
á þeim árum. Þórður bóndi
Guðnason í Hildisey og Margrét
kona hans frá Miðey) tóku þá
Sigurð í fóstur. í Hildisey dvaldi
svo Sigurður nokkuð fram yfir
fermingaraldur. Þá réðst hann í
vinnumennsku; var m. a. eitt ár
hjá Lofti á Tjömum undir Eyja-
fjöllum, sem var einn foringj-
anna í Eyfellingaslag 1858.
Vinnumennska í sveit var þá lítill
framavegur; árskaup var 80 krón
ur, en hann fór fram á 100 krónur
næsta ár. Ekki var gengið að
þeim skilmálum. Hafði Sigurði
þá borizt til eyrna, að úti í Vest-
mannaeyjum yrði ungum mönn-
um einna bezt til fanga og flutt-
ist hann þá til Eyja um aldamót-
in. Hann komzt í skiprúm hjá
Hannesi lóðs og var það góður
skóli ungum mönnum. Varð Sig-
urður brátt kunnur að kappi og
einbeitni að hverju verki sem
hann gekk. Var honum þá um
tvítugt falin formennska á opn-
um skipum. Átta sumur var Sig-
urður formaður á opnum báti,
sem Ingvar Pálmason, síðar
alþm. í Norðfirði, gerði út. Féll
vel á með þeim Ingvari, og var
með þeim góð vinátta meðan
báðir lifðu. — Haust eitt, er Sig-
urður hugðist halda heim til
Eyja frá Norðfirði, varð hann að
leggja þá lykkju á leið sína og
fara til Færeyja, þar sem hann
þeið fars til Eyja í nokkra daga.
Má af þessu sjá, hvernig sam-
göngum var háttað hér við land
um og eftir aldamót. —
Á öndverðri vélbátaöld (1907)
hóf Sigurður formennsku. á
„Vestmannaey“, sem var tæp-
lega 10 xesta bátur með 8 hest-
afla vél. Eigendur voru sex og
átti Sigurður þriðja partinn í
bátnum. Þá áttu margir litla hluti
í bátum, sem komuzt samt sæmi-
lega af með ráðdeild og dugnaði.
Bátur þessi sökk í maí byrjun
1909. Sjólag var vont og kom
óstöðvandi leki að bátnum. Hélt
Sigurður þá til hafs með fokk-
una eina uppi, í von um að hitta
fyrir útlend fiskiskip. Varð það
þeim bátverjum öllum til bjarg-
ar.
Þetta sama ár festi Sigurður
ásamt öðrum kaup á báti frá Dan
mörku; hlaut hann nafnið Gnoð.
Sigurður varð til þess fyrstur
manna í Eyjum, að setja stýris-
hús á bát sixm, er þá var alger
nýung; en svo kom hver af öðr-
um með þessa þörfu nýbreytni.
— Þá er árin liðu bættust stærri
bátar í flotann og Sigurður í
Skjaldbreið vildi fylgjast með
þrórminni. Árið 1920 keypti hann
vélbátinn „Atlantis" með Árna
Sigfússyni; sá bátur var nokkuð
á 14. tonn. En árið 1923 lét Sig-
urður smíða sinn stærsta og jafn
framt síðasta bát, „Blikann“. Sá
bátur var 22 lestir tæpar og þótti
mikið skip, enda mun hann þá
hafa verið stærsti bátur í höfn.
Formaður á Blikanum var Sig-
urður fram til ársins 1930, en út-
gerð hélt hann áfram nokkur
næstu ár. Var þá lokið þriggja
áratuga formannsferli.
Með Sigurði Ingimundarsyni
er gengixm einn sérstæðasti per-
sónuleiki í sjómannastétt, sem
var á öldutoppi lífsins um alda-
mótin síðustu. Hann var einn
harðsæknasti formaður hér um
árgtugi, og fór orð af sjósókn
hans víðar en í Vestmannaeyjum.
Til marks um sjósókn Sigurðar
er það að eina viku reri hann
einskipa dag hvern og aflaði vel.
Létu þó formenn sér sízt sinn
hlut eftir liggja, en hvorttveggja
var, að Sigurður var á nýlegum
um traustum bát og hitt, að hann
átti nú sem oftar ný veiðarfæri,
enda kunni hann því betur, að
hafa ekki hálffúnar dræsur í sjó
að leggja. Ég hafði einhverju
sinni orð á því við Sigurð, að
það mundi hafa verið harðsótt
hjá honum vikuna þá. í stuttu
og laggóðu svari mátti ef til vill
marka viðhorf hans til sjósóknar
um langa ævi: Sá guli kemur
ekki sjálfur í land! — En þótt
Sigurður sækti sjóinn fast þá
hygg ég, að glannaskapur eða
fífldirfska hafi ekki verið að
hans skapi, en segja má, að flestir
treystu á fremsta, guð og lukk-
una á sínuum litlu fleytum. Sig-
urður Ingimundarson var ef til
vill vill ekki listastjórnari á
gamla vísu, en hann brast aldrei
kjark á háskastund og sú vissa
er mikils virði fyrir skipverjana,
því oft var tvísýn landtakan á
litlum og veikbyggðum fleytum.
Til Sigurðar sóttu úrvals sjó-
menn, sem oft vom á útveg hans
margar vertíðir samfleytt. Linku-
menni áttu ekki erindi til Sig-
urður í Skjaldbreið. Sjálfur hafði
hann brotið sér braut með miklu
harðfylgi. Það hafði aldrei verið
mulið undir hann og hann hafði
ekki skap til að horfa á vettlinga
tök. En þótt Sigurður væri ekki
allra viðhlægjandi, þá kunni
* LOLITA
Ameríska kvikmyndin,
sem gerð er eftir skáldsög-
unni „Lolita", verður frum-
sýnd í New York og London
seinast í þessum mánuði. —
Þrátt fyrir að engin, utan
kvikmyndaversins, hafi lesið
handrit af sögunni né neitt
kvisast út um einstök við-
kvæm atriði, hefur kvikmynd
in mætt harðri gagnrýni.
Aðalleikarinn, James Ma-
son, á það á hættu að glata
vinsældum sínum með leik í
þessari mynd, en hans hlut-
verk er sem kunnugt er herra
maðurinn, sem verður ástfang
inn af 12 ára stúlkubami —
og giftist móður þess til að
geta verið í návist stúlkunnar.
Lolita er leikin af Sue Ly-
ons, 15 ára gamalli stúlku, og
hefur hún verið einangruð frá
umheiminum meðaxt á kvik
myndatökunni stóð. Þrátt fyr
ir að hún sé orðin 15 ára, fær
hún ekiki leyfi til að vera við-
stödd frumsýninguna, því
kvikmyndin er bönnuð börn
um yngri en 16 ára.
Kvikmyndin er gerð eftir
hinni umdeildu sögu Nabo-
kovs, Lolita, svo sem fyrr seg
ir. Ekki er enn vitað, hversu
nákvæmlega söguþræðinum
er fylgt, en hann er í stuttu
máli á þessa leið:
Herra Humbert hefur ekki
ánægju af fullvöxnu kven-
fólki. Hann kynnist af tilvilj
un undurfagurri 12 ára gam-
alli stúl'ku og reynir smám
saman að vinna hjarta henn-
ar. Hann gengur svo langt að
hann kvænist móður hennar,
og hugleiðir að koma henni
fyrir kattarnef. En örlögin
koma honum til hjálpar, því
hún ferst í bílslysi. Hann flýr
með Lolitu og þau flýja frá
einu gistihúsinu í annað.
Á „Einvígið" bannfært í
kaþólskum löndum.
Danska kvikmyndin „Ein
vígið“ fæst ekki sýnd í ka-
þólskum löndum, vegna þess
Lolita býður stjúpföður sínum (James Mason) góða nótt.
Sue Lyons í hlutverki
Lolitu.
að framið er sjálfsmoi-ð í
myndinni — og samkvæmt
skoðun kaþólskra manna er
það ein af höfuðsyndunum.
Kvikmyndafélagið A/S
Nordisk Film, sem hefur gert
myndina, hefur lýst því yfir
að kvikmyndin verði ekki
sýnd í þaþólska hlutanum í
Þýzkalandi, ekki vegna þess
að hún sé ekki frambærileg,
seldur vegna sjálfsmorðsatrið
is Frits Helmuths. Kvikmynd
in hefur þegar verið sýnd í
nokkrum löndum utan Dan-
merkur, svo sem Noregi, Sví-
þjóð og Hollandi.
Þann 23. júní verður kvik
myndin „Einvígið“ sýnd á
kvikmyndahátíðinni í Berlín.
Gert er ráð fyrir að sjálfs-
morðsatriðið rýri ekki gildi
kvikmyndarinnar í augum
dórmnefndarinnar, þar sem
hún er skipuð mönnum úr
öllum heimshlutum. Kvik-
myndastjórinn, Knud Leif
Thomsen, og tveir aðalleikar-
ar myndarinnar, Malene Soh-
warts og Fritz Helm-uth, verða
gestir á kvikmyndahátíðinni.
Ma
MAMMbMWMMbMMiMb
hann vel við sig í hópi vaskra
manna og góð sambúð með hon-
um og mönnum hans. Dugmiklir
sjómenn vildu vera með Sigurði,
því hann var mikill aflamaður;
jafnan í fremstu röð og stundum
aflakóngur Eyjanna. Sigurður
gerði vel við sína menn; hann
var heiðarlegur í viðskiptum og
vildi engan svíkja, enda alinn
upp við það sjónarmið, að munn-
legt loforð væri samnings ígildi.
Nú hefur þessi aldni sjómaðiu-
lokið sltuld sinni við lífið. „Tím-
inn harða dregur drögu“ og skjótt
fennir í sporin. Vér skulum þó
jafnan minnast þess, hve mikið
þetta byggðarlag á að þakka
þeim tímamótamönnum í sjó-
sókn, sem lögðu gmnninn að
betra lífi á þessari eyju með vél-
bátaútgerðinni.
Har. Guðnason.
" ' * . ’AA1
Strigasxór uppreimaðir allar
stærðir, gott verð.
Kvenstigaskór með kvart hæl.
Gúmmístígvél gott úrval.
Gúmmískór.
Kvenskór flatbotnaðir, fjöl-
breytt úrval.
sraíMiissomia
<7A/unnesi>eqi Q.
Saumastúlkur
Nokkrar saumastúlkur óskast við léttan
iðnað. Uppl. í síma 15418 kl 5—6,30 eh:
Ford 30 farþega biftreið
til sölu smíðaár 1947 er með góðu húsi byggðu árið
1952. Nánari uppl. gefur Aage Michelsen í síma 66
Hveragerði.
Til leigu 1. julí næstkomandi
*• 1 . 1 i
r i -->5
150 fermetrar á jarðhæð, 140 fermetrar á efrl hæð
ásamt risi í húséigninni Hafnarstræti 3 á horni Hafnar
strætis og Naustsins. Einnig stórar geymslur í kjöllur-
um húsanna Hafnarstræti 1 og'Hafnarstræti 3.
Upplýsingar gefur l dag og næstu daga
Þorvaldur Ari Arason, hdl.
Lögmannsskrifstofa
Skipholti 5 — Sími 17453.