Morgunblaðið - 20.07.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1962, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 20. júlí 1962 I Of lítil fjárhagsaðstoð USA olli falli stjórnar írans segir Amini, forsætisráðherra — USA hefur þó veitt Iran 1000 milljón dala sL 10 ár Teheran, Washington, 18. júlí — NTB—AP. Fréttin um að Ali Amini, forsætisráðherra Irans hafi sagt af sér, hefur vakið tals- verða athygli og umræður, ekki sízt vestan hafs. Amini lýsti því yfir, er hann hafði tekið ákvörðun sína, að ein aðalástæðan fyrir því að hann hefði nú látið af völdum, væri 'sú, að stjórn landsins hefði ekki fengið þá fJárhagslegu aðstoð frá Bandaríkjunum, sem búizt hefði verið við. Opinberir aðilar í Washing- ton lýstu því yfir í dag, að ekki væri hægt að taka orð forsætisráðherrans trúanleg, enda hefði fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna við íran, á valdatíma Amini, sízt verið minni en árin á undan. Brezskar fréttir greina frá því, að á undanförnum 10 ár- um hafi Bandaríkjastjórn veitt íran rúmlega 1.000.000.000 dala fjárhagaðstdð, en jafn- framt er tekið fram, að ráða- menn vestra séu ekki ánægðir með, hvernig því fé hafi ver- ið varið. Er Amini tilkynnti írans- keisara um ákvörðun sína, bað keisarinn hann að gegna enn embætti um sinn, eða þar til nýr forsætisráðherra hefði tek ið við. Sem eftirmaður er nefndur fortsjóri persneska olíufélagsins, Abdullah Ente- zam. Það er hins vegar keisar Ali Amini, fráfarandi forsætisráðherra Irans ans að taka lokaákvörðun í því máli. Nokkrir ráðherrar Aminis hafa láitið frá sér heyra, um fall stjórnarinnar. Landbúnaðarráðherran, Dr. Hassan Arsanjani, sagði að ekki mætti víkja frá núver- andi stefnu i landbúnaðarmál um. Ðómsmálaráðherrann, Ala- mouti, sagði, að „þótt stjórnin færi nú frá, þá geti ekki orð- in nein breyting á starfsemi dómsmálaráðuneytisins, sem muni halda áfram að berjast gegn spillingu". Menntamálaráðherrann, Mo hammed Darrakhsheh, sem sagður er hafa lent í orðskipt um við meðráðherra sína á síðasta fundi stjórnarinnar, vegna lækkaðrar fjárveiting- ar til menntamála, sagðist muna „halda á'fram að berjast fyrir kennara landsins". Stjórnin hefur sem kunnugt er, beitt sér fyrir því, að stór- Jörðum verði skipt upp milli bænda, og hefur það mætt mik illi andspyrnu víðast hvar. Þá hefur forsætisráðherr- ann átt í erfiðleikum undan- farið við að afgreiða halla- laus fjárlög, og því skorið niður fjárveitingar. Það hefur þó ekki nægt til þess, að hann næði takmarki sinu. Amini sagði það sjálfur eina af ástæðunum fyrir ákvörðun sinni, að það hefði ekki tekizt. Eins og fyrr greinir, þá seff- ir í dag í brezkum fréttum, að Bandaríkjamenn séu ekki ánægðir með það, hvernig fé því, er þeir hafa veitt Iran á undanfÖrnum árum, hafi ver- ið varið, en spilling hefur ver- ið mikil í landinu, ekki sízt á fjármálasviðinu. Hins vegar segir í fréttum frá Washington, að á því rúma ári, sem stjórn Aminis hefur setið við völd, hafi Bandaríkja stjórn veitt Iran 67.3 milljón- ir dala, í formi framkvæmda- láns. Sé það hærri f járhæð en meðaltal næstu fjögurra ára á undan, þ.e. 59.4 milljónir dala. Þá benda Bandaríkjamenn á, að á sl. áratug hafi Iran fengið milli 600-700 milljónir dala í efnahagsaðstoð og um 500 miUJónir dala í hernaðar aðstoð. Fékk á sig slagsíðu á heimleið Álasundi, 16. júlí — NTB — Norskur síldarbátur, „Asbjörn", fékk á sig slagsíðu, er hann var á leið til Noregs af íslands- miðum með 4000 hl síldar sl. laugardag. Báturinn tók að hallast er hann var 135 kvart- mílur' undan ströndum Noregs. Um tíma var talið að bátnum myndi hvolfa, en nærstödd skip komu honum til aðstoðar og er hann nú á leið til lands. Gekk allt vel er síðast fréttist. Mðdegis í fyrrad. sigldi Trölla' foss inn í höfnina í Reykjavík ,og lagðist að Grandagarði. -— 'Á þilfarinu blasti við röð af nýjum bifreiðum, fólksbílum og vörubílum, en skipið var' að koma með um 200 bíla, 60 traktora og 900 lestir af stykkiavöru frá Englandi. London, 18. júlí — AP — Hæstiréttur Bretlands neit aði í dag að verða við beiðni Dr. Soblens njósnarans banda ríska, þess efnis að hann verði látinn laus úr fangelsi því, er (hann nú dvelur í. — Lögfræð ingur Soblens sagðist myndi áírýja dómnum og bað um, að Soblen yrði áfram í fangels- inu, þar til áfrýjunin hefði ver- ið tekin til athugunar. Trilluaf li á Akranesi AKRANESI, 18. júlí — Trillu- fcáturinn Sævar kom að í nótt ineð 20 lúður, sem hann hafði fengið á skötulóðirnar. Allar lúðurnar vógu samtals 1.030 kg. ©g því að meðaltali 51.5 kg. — Ásrrrundur landaði hér í dag 3Æ tonnum af humar og 4 tonnum af öðrum fiski, lang- lúru, karfa, skötusel og eilitlu af þorski og ýsu. Tvær drag- nótatrillur hafa þegar landað í dag, Flosi með 1.1 tonn af kola og 450 kg. af þorski, og Sigur- sæll (eínn á) með 200 kg. af kola og 200 kg. af þorski. — Oddur. _ /J \ ÍlHiiÍHijJniilÍÍiir'iÍj ^jKuif^^fe^;:iii^ij^^;ja#;=: ^thmtt^fcvs&Ux ff^W^^-ú ^C:jjg|^:::::::::R 'M' ."':jp' ::::"::::: ":^7I::::: :::::::::::::::::.* :.*:::: ::.•::;;.': ;:Ssff?!|)f!?;;;;:::;;; :!::::::::::::::::':i:::i::!!!:::: !!!l!l!!!!ii;; :iii!yii!!!!!! ^. Ölið heföi bætt úr Kona ein hringdi til Vel- vakanda vegna ólátanna, sem urðu við Skógarhóla á Þing- völlum í sambandi við dans- leik hestamannamótsins um síðustu helgi. Þar veltust ungl ingar um dauðadrukknir, flugust á o.s.frv. Segir konan það skoðun sína, að. fyrst æskufólkið vilji nú endilega bragða eitthvert áfengi, þegar það ætli að skemmta sér, þá sé sjálfsagt að reyna að hafa það af vægustu tegund. Það sé: sterkt öl. Ölið fari eins og kunnugt sé miklu betur með neytend- ur en brennivín; bæði drekki þeir minna magn og áhrifin séu önnur og geðslegri. Það þýði ekki að neita þeirri staðreynd, hversu leiðinleg sem mönnum kann að virðast hún, að ungl- ingar, sem komnir eru að hálfu leyti eða rúmlega það til vits og þroska, og hafa e.t. v. tekjur á við fullorðið fólk, þótt ábyrgðartilfinningin sé enn þá ekki eins mikil, vilji skemmta sér á sama hátt og hinir eldri og hafa einhver kynni af Bakkusi. Fram hjá því verði ekki gengið, og því sé sjálfsagt að gefa þeim kost á venjulegu öli, eins og það tíðkist erlendis, og við köllum af einhverri ástæðu sterkt öl. Konan segist hafa verið á alls konar hópskemmtunum ungs fólks í Danmörku, t. d. skógarskröllum, og þar neyti unglingarnir áfengs öls átölu- laust og hindrunarlaust, án þess að það valdi nokkrum spjöllum á fagnaðinum, enda gæti flestir hófs í neyzlu þess, sem auðvelt sé að fá. ^. Vel heppnuð orlofs- ferð húsmæðra E.S. skrifar Velvakanda: „Fyrir nokkru voru sett á Alþingi lög um orlof hús- mæðra. Kosin var orlofsnefnd innan Kvenfélagasambands Borgarfjarðar, er sjá skyldi um framkvæmdir á því svæði. Fenginn var barnaskólinn að Varmalandi fyrir húsmæður á Akranesi, í Borgarnesi og nær liggjandi sveitum. Við vorum 27 alls, er fengum að njóta hressingar og hvíldar, góðrar fæðu og ýmislegrar umönnun- ar í átta daga. Farið var í gönguferðir um nágrennið og gengið upp í holtin, til að sjá hið fallega útsýni yfir Borg- arfjarðarbyggðir. Margar átt- um við erfitt með að sækja á brattann, en alls staðar var hvíld að fá og glaðvær hóp- urinn. Á hverju kvöldi var eitthvað til skemmtunar, sýnd ar litskuggamyndir og út- skýrðar um leið, lesin upp ljóð, sungið og leikið á hljóð- færi, hafður spurningaþáttur, spiluð félagsvist og margt, margt fleira, sem heimafólk og ortofsnefnd gerði til að okkur yrði dvölin ógleyman- leg. Þegar farið var frá Varmalandi, var ekið um Hvítársíðu upp í Húsafells- skóg, síðan farið að Barna- fossum og skoðað hið sér- kennilega vatnsfall, þar sem vatnið kemur undan hraun- inu; síðan farið sem leið ligg- ur niður Reykholtsdal að Hvítárvallaskála og þar snædd ur kvöldverður. Þar skildu leiðir okkar, og hver fór til síns heima eftir viðburðaríka viku, og vorum við allarmjög ánægðar. Vel sé þeim, er unnu að því að veita okkur þennan hvíldar- og skemmti- tíma, þar sem óskir margra okkar iiafa orðið að veruleika, Megið þið lengi lifa við hag- sæld og heilbrigði!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.