Morgunblaðið - 20.07.1962, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.07.1962, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐ1Ð FBstu<!agur 20. Jfllf 1902 Er landsliðið þegar valið? Danska Maðið „Politiken" segir frá því sl. miðvikudag untíir feitri fyrirsögn, að KR- ingar séu hættir við fyrirhug aða heimsókn til knattspyrnu sambanðs Sjálands. Blaðið skýrir svo frá að leikir KR- inga í Holbæk, Roskilde og Haslev hafi verið næsti stór- viðburðir á 60 ára afmælis- dagskrá Sjálandssambandsins en leikirnir verði nú niður að falla því ekki sé hægt að fá góð lið tíl að hlaupa í skarðið með svo stuttum fresti. Blaðið skýrir svo frá því að ísland eigi að leika landsleik í írlandi á sama tíma og heim- sóknin hafi verið ráðgerð og gefur í skyn að 7 KR-ingar hafi verið valdir í landsliðið sem í frlandi eigi að leika. Þegar þar við bætist að tveir aðrir leikmenn KR tilkynntu að þeir gætu ekki farið utan til Danmerkur, þá hafi KR orðið að hætta við förina. Vegna þessarar fréttar er sjálfsagt að biðja landsliðs- nefnd að upplýsa hvort þeg- ar sé búið að velja landslið- ið til frlandsfararinnar. Vart getur verið að KR-ing ar segi Dönum að 7 þeirra leik manna fari til írlands, ef þeir hafa ekki fengið tilefni til slíks frá landsliðsnefndinni. Hver peningur á 1000 kr. danskar Rúmenar urðu heimsmeistarar í handknattleik kvenna utanhúss en heimsmeistaramótinu er ný- lokið i Rúmeníu. Aðeins eitt lið frá Vesturlönd- um tólk þátt í mótinu og var það landslið Dana. Dönsku stúlkurn- ar stáðu sig með afbrigðum vel. Þær léku úrslitaleikinn við Rúm eníu^eh töpuðu með 5:8 Dáriir eru himinlifandi yfir þessum árangri og í fyrrakvöld á-tti að halda mikla og góða mót- tökuhátíð fyrir dönsku stúlkurn- ar í Tívolí. Danir hafa nú reiknað út, að silfurpeningarnir sem stúlkurn- ar fengu fyrir afrek sitt, alls 15 hafi kostað rúmlega 1000 d. kr. hver, því kosnaðurinn við undir búning fararinnar og förin sjálf hafi numið 18000 kr. d'önskum. , B-Iiðið bafði allmikla yfir burði yfir A-Iiðið er þessi lið leiddu saman hesta sína í gær- ¦ kvöld. Hér sýnir Sveinn Þor- móðssoii okkur hvernig fyrra mark B-liðsins kom. Högni, sem skoraði er á bak við mark stöngina en hinir verða að horfa á knöttinn fara í netið. Bjarni Felixson er vel á verði á réttum stað á marklinunni, en fær ekki að gert. * - : '¦ ""' : ' ¦- Það var mikið deilt um það áður, hvort verja ætti svo miklu fé til slíkrar farar. Nú heyrist engin óánægjurödd. Allir eru himinlifandi yfir goðum áraragri og finnst hann alls ekki dýru verði keyptur. Svona er heimur- inn. Eftir á getur verið gaman. Það þekkjum við íslendingar bara svo sjaldan. En við erum líka oft seinni til að sjá og viðurkenna góðan ár- angur okkar íþróttafólks. Þetta danska lið var mikið til eins Skipað og þegar Danmörk varð Norðurlandameistari í hand- knattleik 1960. Þann Norður- landatitil unnu ísl. stúikurnar eiginlega fyrir Svía. Danir og Svíar gerðu jafntefli í mótinu, en þær dönsku unnu þær ís- lenzku. íslenaka liðið gerði sér hins vegar lítið fyrir og unnu hið sænska. Þar með voru Dan- ir efstir. Þetta lið Dana er nú með silfurverðlaun í heimsmeist arakeppni — og Danir fagna í Tívoli. ^^*<ýwyyggjgg Þessi mynd er tekin í fyrsta meistaraflokksleik mótsins sl. sunnudag milli FH og Víkings. FH stúlkurnar unnu þann leik með 7 morkum gegn 4 og tryggðu sigur sinn með góðri byrjun. Hér er ei'n FH-stúlkn anna að undirbúa skot. Lengst f t.h. sést „faðir" handknattleika ins í Hafnarfirði Hallsteimt Hinriksson. sem þjálfað hefur hina sigursælu flokka Haí'n- firðinga. Það er ekki laust vi3 að Hallstehui taki þátt í lcikíi um með sinu fólki — svona utan við Iínuna. Frá falli til aöstoöarráðherrastcls ÞAÐ ER ekkert einsdæmi að íþróttamenr- komizt til mikilla valda á stjórnmálasviðinu, en það er heldur ekki daglegur viðburður. Þegar Mcmillan „yngdi" upp stjórn Bretlands á dögun- um, -Viirð einn heimsfrægur hlaupári fyrir vali í stjórnar- ^töðu.Og sá er „hinn yngsti meðal hínna ungu" í nýju stjórninni. Þetta er hlauparinn Christofer Chataway, heims- frægurr fyrir hlaupaafrek. — Hann , verður aðstoðamaður menntámálaráðherra. Chris, eins og hann var allt af nefndur, er aðeins 31 árs, en hefur verið þingmaður North Lewsham frá síðustu 'kosningam Daily Express sendi frétta- mann—til Chataway í tilefni nýju stöðup^ar og hann sagði m.a.: — Ef ég hefði mátt sjálfur velja hvaða stöðu ég vildi í lífinu nú, þá hugsa ég að þessi staða sem ég nú hefi fengið yrði efst á blaði — og síðan ber hann mikið lofsorð á yfir- mann iinn, menntamálaráð- herrann. Hann var svo á hlaupum UPP ¦Jg niður stiga til að taka við símskeytum og símahring- ingum, hamingjuóskum alls staðar ft á. í einni stigaferðinni missté hann sig, en það jafn- ðist. „Eg sé að ég er ekki í góðri þjálfun" sagði hann við fréttamanninn. Kona hans var að undirbúa veizlumat — „buff strongan- off" og var taugaóstyrk vegna þess aS slíkan mat hafði hún aldrei lagað fyrr. Eitt frægasta hlaup sem Chataway nljóp var 5000 m hlauDÍð á Olympíuleikunum í Chattaway Helsingfors 1952. Hann bland aði sér þat öllum á óvart í stríð hinna stóru, Zatopek.s, Mimoun. Schade tók mikinn er síðasti hringur — 400 m — þess hlaups. Zatopek hafi for ystuna, en í hnapp á eftir hon um voru Chataway, Schade og Mimoun. SchaHe tók mkinn rykk rétt eftir að klukkan hringdi og tók forystu er 300 m voru eftir. En það var að- eins augnablik, Chataway fór fram úr honum og hafði for- ystuna. Á síðustu beygju tók Zatopek aftur forystu og Mim- oun fylgdi honum eftr. En þeg ar úr beygjunni kom vildi Chataway það óhapp til að stíga á „sargið" og við það féll hann kylliflatur á brautina. • Hann stóð þó fljótt upp og kom 5. í mark. Hann missti landa sinn Pirie fram fyrir sig meðan hann lá. Framganga Chatav/ays þótti með miklum ágætum. Hann kom óþekktur á þessari vegalengd til hlaups ins en ógnaði stærstu stjörnun um þar til óhappið gerðist. Frá þessu fræga falli á hlaupabrautinni, er nú Chata- way kominn sem aðstoðar- menntamálaráðherra Bret- lands. )%<^^»^<Miiín»»M«»frW^»*»»^wi»^^^%#^ -"fur 'jiuir _ "irriT • -*\~~ •" *' —!-¦¦¦- ¦¦ ">¦ Kvenfólkið helrlnr áfram baráttunni ÍSLANDSMÓT í handknatt. leik kvenna utanhúss verður fram haldið i kvöld. Það er Breiðablik í Kópavogi, sem um mótið sér og leikirnir fara fram við barnaskólann á Digraneshálsi. í kvöld verða þarna þrír leikir, allir í meist araflokki. Mætast fyrst FH og KR, síðan Ármann og Vestrl fra ísafirði og loks Breiðablik og Víkingur. Vcrður þarna án efa um tvísýna keppni að ræða og keppní mótsins gæti vel orð ið svo jöfn að ekkert lið þolir að gefa eftir í neinum leik. Á þriðjudagskvöldið fóra fram 3 leikir í 2. aldursflokki. Úrslit urðu þá þessi: FH — KR 14, Breiðablik — Fram 7:2. Víkingur — Valur 5:2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.