Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 3
t Þriðjudagur 14. ágúst 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 3 í ÞAÐ ER vist lítill vafi á þvi a'ð allir laxveiSimenn bera íl brjósti von um að þeir lendi einn góðan veðurdag í „stóra ævintýrinu“, sem þeir nefna gjarnan svo. „Stóru ævintýr- in“ gerast fremur sjaldan í raunveruleikanum, en sú staðreynd kemur ekki í veg fyrir að menn dreymi um þau nótt sem nýtan dag. Einn þeirra, sem fyrir því láni hef ur orðið að lenda í slíku ævin týri er Kristján Sigurmunds- son, framkvæmdastjóri, kunn ur laxveiðimaður, en í vik- unni sem ieið fékk hann 63 — sextíu og þrjá — laxa á þrem ur dögum í Miðfjarðará. 44 af þessum löxum voru veiddir á flugu, og fyrsta daginn fékk Kristján 1S laxa á sama veiði staðnum — alia á flugu, og má mikið vera ef hér er ekki um að ræða metveiði á flugu. Fréttamsður Mbl.'hitti Krist ján að máli í gærdag og spurði hann um þessa miklu veiði. m* 19 laxar i röð á flugu. — Eg verð að segja að ég hefi aidrsi fyrr né síðar fengið aðra eins veiði á flugu, sagði W Kristján. — Eg byrjaði að veiða kl. fjögur á miðvikudag inn ásamt Stefáni Hilmars- syni, bankastjóra, í Túnstreng \ undan Skeggjastöðum. Okkur samdist svo að ég skyTdi reyna flugu en hann maðk. Stefán renndi síðan efst í strenginn og setti strax í lax. Eg fór hinsvegar með fluguna neðar í strengirm og byrjaði með Kristján Sigurmundsson með tvo fallega laxa. Laxatorfa elti fisk- inn hvert sem hann fdr 44 flucgulaxar á þremur dogum í Miðfjarðará Logie nr. 5. Þarna notaði ég fjórar flugur, sem laxinn tók sitt á hvað, og voru þær allar litlar. Auk Logie tók laxinn Black Fairy nr. 6, Black Doct or nr. 7 og Green Highlander nr. 6. — Þarna fékk ég 19 laxa frá 4—13 pund, og missti tvo. — Skammt frá voru fimm piltar í bíl og hafði einn þeirra lokið veiði í ánni um morguninn. Þeir voru hjá mér í þrjá tíma og fylgdust með þessu öllu og hjálpuðu mér að landa laxin- um. — Það var svo segin saga að hvar sem ég kom að ánni þessa þrjá daga veiddi ég vel. í Myrkhyl í Vesturá,' þar sem ég fiska aldrei nema á brotinu, veiddi ég ágætlega. Eg reyndi fyrst í Stóru Kistu með flugu en laxinn vildi ekki taka. Þá flutti ég mig í Litlu Kistu og ' reisti þar lax, en hann vildi heldur ekki *taka. Þá sá ég hvar lax stökk í Myrkhyl rétt fyrir neðan, svo ég hélt áfram og kastaði á hylinn. Laxinn tók strax og reyndist 13 pund, nýgenginr. og lúsugur, og kom á Black Fairy nr. 6. A annað hundrað laxar eltu. Þegar ég var að þreyta þennan lax sá ég fyrirbæri, sem ég hefi aldrei séð fyrr á mínum laxveiðiferli. Á eftir fiskinum kom laxatorfa, á ann að hundrað laxar, og eltu lax- inn hvert sem hann fór. Þeir fóru á eftir honum niður á brot, komu upp með honum aftur og fóru enn niður á brot ið. Eg hefi aldrei séð svona feiknalega mikinn lax í hyln- um. Við Myrkhyl var ég í rúma tvo tíma og fékk átta laxa, og skipti aldrei um flugu. .Allir voru laxarnir nýgengnir og lúsugir. — Þetta var síðasta kvöldið í ánni, og ég verð að segja að þetta er mesta laxveiði á þrem ur dögum, sem ég hefi nokkru sinni lent 1, sagði Kristján að lokum. Síldarafiinn 1.5 millj. mál og tunnur Skv. skýrslu Fiskifélags fs- lands um síldveiðarnar í síðustu viku, var heildaraflinn í lok þeirrar viku orðinn 1.527.306 mál og tunnur, en var á sama tíma í fyrra 1.360.626. Skýrslan fer hér á eftir; Fram um miðja s.l. viku var ekki veiðiveður á síldarmið- unum. Á fimmtudag lægði veðr- ið og var nokkur veiði til helgar aðallega á miðunum úti fyrir Austfjörðum. Síldar varð einnig vart við Kolbeinsey. Síld sú, sem veiddist úti fyrir Austfjörðum var mjög blönduð smásíld, sem ánetjaðist og áttu skipshafnirnar í miklum erfiðleikum af þeim sökum. Síld þessi var ekki sölt- unarhæf í fyrstu, en undir helg- ina bar minna á smásíldinni og hófst þá söltun almennt á ný. Vikuaflinn var 114.242 mál og tunnur (í fyrra 163.101) og heild araflinn í vikulokin 1.527.306 mál og tunnur (í fyrra 1.360.626). Aflinn hefur verið hagnýttur sem hér segir: (Tölurnar í svig- um eru frá sama tíma í fyrra). í salt 273.966 upps. tn. (353.080) í bræðslu 1.222.921 mál (975.960) í frystingu 30.419 uppm. tn. (21.474) Bræðslusíld í erlend skip (10.112). Samtals mál og tunnur 1.527.306 (1.360.626). Skv. skýrslu Fiskifélags íslands höfðu 207 (í fyrra 193) skip afl- að 3 þúsund mál og tunnur í lok síðustu viku (á miðnætti aðfara- nótt sunnudags). Skrá um þessi skip fylgir hér á eftir. Mál og tunnur: Ágúst Guðmundsson, Vogum 4382 Akraborg, Akureyri 11.677 Álftanes, Hafnarfifði 5870 Andri, Bíidudal 5365 Anna, Siglufirði 13.089 Arnfirðingur II., Sandgerði 5798 Árni Geir, Keflavík 11.584 Árni I>orkelsson, Keflavík 6783 Arnkell, Sandi # 8460 Ársæll Sigurðsson II., Hafnarf. 5990 Ásgeir, Reykjavík 8402 Ási*2ir Torfason, Flateyri 4828 ÁskeJl, Grenivík 6895 Auðunn, Hafnarfirði, 11,741 Baldur, Dalvík 5981 Balvin Þorvaldsson, Dalvík 5527 Bergur, Vestmannaeyjum 7468 Bergvík, Keflavík 12.680 Birkir, Eskifirði 7103 Bjarmi, Dalvík 7729 Bjami Jóhannesson, Akranesi 6066 Björg, Neskaupstað 6725 Björg, Eskifirði 5540 Björgúlfur, Dalvík 12.476 Björgvin, Dalvík 6557 Björn Jónsson, Reykjavík 12.573 Blíðfari, Grafarnesi 3018 Bragi, Breiðdalsvík 5167 Búðafell, Fáskrúðsfirði 8829 Dalaröst, Neskaupstað 6366 Dofri, Patreksfirði 12.034 Draupnir, Suðureyri 3405 Dóra, Hafnarfirði 4941 Einar Hálfdáns, Bolungarvík 10.501 Einir, Eskifirði 4500 Eldborg, Hafnarfirði 17,868 Eldey, Keflavík 7883 Erlingur III, Vestm.eyjum 5047 Fagriklettur, Hafnarfirði 10.241 Fákur, Hafnarfirði 9837 Farsæll, Akranesi 4175 Faxaborg, Hafnarfirði 6677 Fiskaskagi, Akranesi 6095 Fjarðarklettur, Hafnarfirði 4829 Fram, Hafnarfirði 9713 Freyja, Garði 8519 Friðbert Guðmundss., Suðureyri 4340 Fróðaklettur, Hafnarfirði 9026 Garðai:, Rauðuvík 6578 Geir, Keflavík 3502 Gísli lóðs, Hafnarfirði 9366 Gissur hvíti, Hornafirði 5411 Gjafar, Vestmannaeyjum, 14.936 Glófaxi, Neskaupstað 7608 Gnýfari, Grafarnesi 7757 Grundfirðingur II, Grafarnesi 7227 Guðbjartur Kristján, ísafirði 10.438 Guðbjörg, Sandgerði 7188 Guðbjörg, ísafirði 11.030 Guðbjörg, Ólafsfirði 9975 Guðfinnur, Keflavík 8555 Guðmundur Þórðarsson, Rvík 18.188 Guðmundur á Sveinseyri, Sv.eyri 3448 Guðmundur Péturs, Bolungarvík 5398 Guðný, ísafirði 4338 Guðrún Þorkelsdóttir, Eskifirði 16.019 Gullfaxi, Neskaupstað 11.252 Gullver, Seyðisfirði 11.437 Gunnar, Reyðarfirði 8762 Gunnhildur, ísafirði 5633 Gunnólfur, Keflavík 5769 Gunnvör, ísafirði 5468 Gylfi, Rauðuvík 3728 Gylfi II., Akureyri 4003 Hafbjörg, Hafnarfirði 3753 Hafrún, Bolungarvík 12.910 Hafrún, Neskaupstað 8062 Hafþór, Reykjavík . 10.404 Hafþór, Neskaupstað 5179 Hagbarður, Húsavík 4304 Halikon, Vestm.eyjum 3200 Halldór Jónsson. Ólafsvík 10.552 Hallveig Fróðadóttir, Rvík 3236 Hannes Hafstein, Dalvík 4039 Hannes lóðs, Rvík. 6854 Haraldur, Akranesi, 12.680 Héðinn, Húsavík 14.035 Heiðrún, Bolungarvík 4017 Heimaskagi, Akranesi 4389 Heimir, Keflavík 6260 Heimir, Stöðvarfirði 7446 Helga, Reykjavík 14.698 Helga Björg, Höfðakaupstað 7038 Helgi Flóventsson, Húsavík 13.649 Helgi Helgason Vestm.eyjum 18.095 Hilmir, Keflavík 12.606 Hoffell, Fáskrúðsfirði 9968 Hólmanes, Eskifirði 11.758 Hraín Sveinbjarnarss. Grindav. 7772 Hrafn Sveinbjarnarss II Grindav. 9579 Hrefna, Akureyri 4130 Hringsjá, Siglufirði 10,279 Hringver, Vestmannaeyjum 11.512 Hrönn II, Sandgerði 7417 Hrönn, ísafirði 3458 Huginn, Vestm.eyjum 6669 Hugrún, Bolungarvik 9365 Húni, Höfðakaupstað 7889 Hvanney, Hornafirði 6240 Höfrungur. Akranesi 9096 Framh. á bls. 22. STAKSTEI Wli Lúðvík að verki Að undanförnu hefur verið held ur hljótt um Lúðvik Jósefsson á opinberum vettvangi, en þeim mun áhugasamari hefur hann ver ið að tjaldabaki, þar sem hann er að reyna að grafa undan sam- herjum sínum. í kommúnista- flokknum í von um að ná þar sjálfur æðstu völdum. Tak- mark hans er að stofna „nýjan“ flokk og leggja niður bæði Sósia listaflokkinn og Alþýðubandalag ið. Teiur hann að með því móti mundi hann ná formannsstöðu, því að hvorki væri þá lengur hægt að notast við Einar Olgeirs son né Hannibal Valdimarsson. En fyrir skömmu birtist í blaði Lúðvíks, Austurlandi, grein, sem að vísu er nafnlaus en ber þó öll einkenni þess, að hún sé rituð af þessum fyrrverandi ráðherra, enda á fárra manna færi að kom ast jafnlangt í ósannindum og rangfærslum og þar gefur að líta. „Óþrjótandi markaður®' f þessari grein segir m.a.: „Og af sömu ástæðum hefur síldarsaian til Sovétríkjanna stór lega dregizt saman, þó þar sé i rauninni nær óþrjótandi mark- aður fyrir saltsíld, aðeins ef við höguðum viðskiptastefnu okkar þannig að við gætum notfært okkur hann“. Eins og frá hefur verið skýrt hér í biaðinu hafa Rússar endur- útflutt til Póllands og Tékkóslóv akíu hluta þess saltsíldarmagns, sem þeir hafa keypt af íslend- ingum. Bendir það ekki til þess að í Rússlandi sé „óþrjótandi" markaður fyrir saltsíld. Sannleik urinn er sá, að íslendingar hafa að undanförnu kynnst því, hvem ig farið getur um viðskipti, þar sem einn opinber aðili getur á- kveðið það hvort keypt sé þetta árið eða hitt og þá hvað mikið. Slikir markaðir eru þeir ótrygg ustu sem hugsazt geta, og þess vegna fuli ástæða til þess að ís- lendingar reyni að vinna markaði fyrir sem allra mes'. af vöru sinni annars staðar en í löndum þar sem pólitískt ofríki er við Iýði. Málstaður Rússa Að sjálfsögðu dregur Lúðvík Jósefsson taum Rússa, enda hef ur hann í öllum afskiptum af þjóðmálum látið það eitt ráða, sem þeim er þóknanlegt. í grein inni segir ennfremur: „Að svo er stafar eingöngu af viðskiptastefnu okkar, sem mið- ar að því að draga sem mest úr vörukaupum frá Sovétríkjunum, en bein og rökrétt afleiðing af því er að Rússar draga úr vöru kaupum héðan.“ Nú hefur verið upplýst að fs- lendingar skulda Rússum háar fjárhæðir og hefur skuld okkar þar komizt alit upp undir 200 millj. kr. Þetta stafar af því að við höfum keypt af Rússum all ar ’ "er vörur, sem sæmilegar eru að gæðum og á nokkurn veginn heilbrigðu verði, þ.e.a.s. olíur, járn, stál, kornvörur o.fl. Hins- vegar hafa verið stöðugir erfið- leikar á að selja íslenzkar afurðir tii Ráðstjórnarríkjánna, þannig að inneignir þeirra hafa safn- azt app. Sér þó hver maður í hendi sér að bæði útflytjendur og stjórnarvöld leggja sig fram um að skuld okkar verði fremur greidd með afurðum en hörðum gjaldeyri. En þessi grein er á- ga-tt dæmi um „sannleiksást** kommúnista. Hún á sér jafnan lítil takmörk — og minnst þegar Rússar eiga í hlut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.