Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVIVPr 4 ÐIÐ Þriðjudagur 14. ágúst 1962 KRISTJÁN ELDJÁRN, þjóð- minjavörður og próf. Þórhall- ur Vilmundarson komu að- faranótt sunnudags frá Ný- fundnalandi, þar sem þeir tóku þátt í leiðangri Helge Ingstads og uppgrefti á Lance- aux-Meadows. í gær tjáðu þeir blaðamönnum, að enn væri of snemmt að fella heildardóm um rannsóknirn- ar. Augljóst væri að þarna hefðu búið menn, sem höfðu bæði járn og brons í höndum og kunnu að gera viðarkol, en kolefnisrannsóknir til viðbótar þeim staðreyndum, sem fram eru komnar, gætu væntanlega skorið úr því með vissu hve- nær járnaldarmenn hafa haft búsetu á þessum slóðum og þá hvort þeir hafi verið norrænir menn. En fullyrða mætti hins vegar að margt stórmerkilegt hefði komið fram í þessum rannsóknum. Próf. Þórhallur sagði, að ef á daginn kaémi að þetta væru bústaðir norrænna manna, þá væri fzeistandi að ætla að þarna í Lanee-aux-Meadows sé nyðri staðurinn, sem Þor- finnur Karlsefni og hans menn komu á, en þeir komu bæði í Straumfjörð, þar sem land- Kristján Eldjárn við gróf I lækjarbakkanum, þar sem rauðablástur hefur verið stundaður. - Smiðjusteinninn er fremst á myndinni og steinninn sem sést fjær er í innganginum í gryfjuna. Séu fornminjarnar í Nýfundnalandi norrænar er það líklega Straumfjorður l>orfircns Karle^.ís gæði voz-u ekki mikil, og Hóp, þar sem þau voru mikil. Belle Isle, sem þarna er, gæti þá verið Straumey, sem talað er um í Eiríkssögu, og það á við sem segir í sögunni „þar var fagurt landsleg“. En það er ein mitt af frásögnum frá Furðu ströndum og Kjalamesi Eiríks sögu, sem athyglin beindist upphaflega að norðurodda Ný fundnalands. Annars koma lýs ingar fornsagna á landgæðum og veðurfari á Vínlandi illa heim við veðráttu og landkosti á norðurodda Nýfundnalands. Til þess er landið, sem rústirn ar eru á, of harðbýlt og hafís lokar þar ströndinni hálft árið. í sögunum er sagt, að grös hafi lítið rénað, og búpeningur gengið sjálfala. Þeir Kristján og Þórhallur fóru ásamt Gísla Gestssyni, safnverði, á staðinn 12. júlí, en Gísli t'arð eftir og mun Ijúka uppgreftri ásamt sænska forn leifafræðingnum Rolf Petré. En uppgrefti lýkur í haust, ef ekkert nýtt kemur upp. í sumar var rannsóknar- svæðið stækkað, en sem kunn ugt er, grófu þau hjónin Anne Stine og Helge Ingstad, þarna upp allstóra húsasamstæðu í fyrrasumar og töldu að þau hefðu fundið vistir norrænna manna. Voru nú gerðir frekari uppgreftir alls staðar, sem á- stæða þótti til, og kom margt athyglisvert fram við þær rannsóknir. Austan lækjarins, skammt frá húsunum, sem grafin voru upp í fyrra, fundust allmikil mannvistarlög á tveim stöð- um. Var þar hreyfður jarð- vegur og mikið af viðarkolum í, enn fremur fundust í lögum þessum nokkrir járnnaglar og lítil járnbrot og brot af ein- hverjurn hlut úr bronsi, þ.e. koparblendingi, og einfalt skrautverk á. En ekki tókst að finna húslögun á mannvistar lögum þessum, og verður frem ur að ætla, að þar hafi menn verið að störfum undir beru lofti. Vafalítið er samband milli þessara mannavista og húsanna, sem frú Ingstad gróf upp í fyrra ,enda örskammt á milli, allar minjarnar í röð á bogadregnum grasi grónum fornum sjávarbakka austan lækj ar. Járngerðarstaður. Vestan lækjarins voru einn ig gerðir uppgrefiii, og kom það einkum í hlut íslending- anna í leiðangrinum að annast það svæði. Þar er á einum stað stór bolli eða skál í lækj arbakkann, og kom í ljós, að þar var þykkt lag af hreyfð- um sandi með miklu af viðar- kolum og gjalli í, og var þetta allt mjög samanblandað. Fund ust þarna mörg hundruð gjall- molar, flestir smáir, en sumir allt að því hnefastórir, og einn ig fundust í lagi þessu þó nokkrir molar af ryðguðu járni. Enn fremur mikið af örþunnum flísum, sem virðast vera merki um að heitt járn hafi Vcrið hamrað þarna. Gjall þetta kom fyrir sjónir eins og gjall það sem finnst bæði á fslandi og í mörgum öðrum löndum, þar sem rauða blástur hfcfur verið stundaður, enda eru mikil lög af mýrar- rauða þarna rétt hjá. Þegar grafið var niður í þetta lag af kolum og gjalli sást að í miðjum bollanum, niðri á gólfi var steinn fastur í jörðu slétt ur að ofan. og hjá honum eld stæði, og töldu allir sem sáu að þetta væri steinn til að lýja járn á og eldstæðið væri afl. Kringum steininn var lag af hvítum deiglumó. Staður þessi virðist því vafalaust vera smiðja eða járngerðarstaður, þó þannig, að þar hefur senni lega ekki verið hús, heldur hefur verið unnið þarna undir beru lofti. Uppi á bakkanum rétt fyrir aftan þennan stað var gryfja, þar sem gert hafði verið til kola, og var þykkt viðarkolalag í botni hennar. Þar uppi á bakkanum fundust einnig frumstæð eldstæði og hjá þeim nokkrar tinnuflísar, en niðri í smiðjubollanum fannst, uppi undir grasrót, lag lega gorður lampi úr tálgu- steini, og er þetta allt verk svokallaðra Dorseteskimóa, sem sýnilega hafa verið þarna á staðnum 1 eina tíð, enda eru bústaðir þessara steinaldar- manna þekktir víða á Ný- fundnalandi og eru einkanlega á fornum sjávarbökkum við læki, eins og vænta má. Nokkr ar tinnuflísar fundust einnig á rannsóknarsvæðinu austan lækjar. Kristján Eldjárn sagði, að þetta hefði komið íslending- unum „heimalega" fyrir sjón- ir. En gera þyrfti frekari rann sóknir á kolefni og járni til tímaákvörðunar, og muftdi það skera frekar úr um, hvort þarna hefðu verið norrænir menn, þar eð enginn hlutur hefur fundizt, sem sannar það ótvírætt. Þeir félagar voru lengi búnir að vonast eftir broti úr bronsi, eins og ætíð finnst í fornmannarústum hér, og loks fannst fyrrnefndur bronsbútur. Þeir, sem þarna hafa búið, virðast hafa verið lengra komnir en frumbyggj ar þessara landa. Þeir kunnu til járngerðar og þekktu brons, en næstu járnaldarþjóð ir á þessum slóðum eru ekki fyrr en á 15. öld. Illfært landslag. Rústirnar eru hjá litlu fiski þorpi við Sacred Bay, nyrzt á Nýfundnalandi, ákaflega frum stæðu, að sögn þeirra félaga. Þar er fólk fátækt og atvinnu leysi á vetrum. íbúar lifa þar á fiskveiðum, en kunna lítið til nútíma tækni. Rafmagn er ekki komið til þeirra og sími á fáum stöðum og vegasam- band ekki milli þorpanna þarna á ströndinni. Landið er illfært yfirferðar, ekki fært hestum og varla mönnum, því að þetta eru mýrar og kvik- syndisflóar, þakið lágu kjarri, sem maður situr fastur í fyrr en varir. Landsmenn draga að sér timbur á hundasleðum á vetrum, enda eru háir skíð- garðar í hverju þorpi, þar sem hundarnir eru geymdir, og verða menn að sofa undir fer- legum himdakonsert um nætur Lance-aux-Meadows er svo af skekktur staður og gestakom ur svo fátíðar, að enginn frétta maður hefur meira að segja komið á rannsóknarsvæðið í sumar. Auk Ingstadshjónanna og fs lendinganna, sem áður voru nefndir, hafa tekið þátt í þess um rannsóknum lengri eða skemmri tíma sænski fornleifa fræðingurinn Rolf Petré frá Lundi, frjókornafræðingurinn Kari Egede Larsen frá Noregi, eskimóafræðingurinn William E. Taylor frá Ottawa, prófessor Ian Whitaker frá háskólanum í St. John’s á Nýfundnalandi og kunnur norskur ljósmynd- ari og kvikmyndatökumaður Hans Hvide Bang. Enn frem ur unnu við rannsóknirnar nokkrir verkamenn úr nær- liggjandi fiskiþorpum. Nýja heildarútgáfu um Vín- landsftrðii vantar. Þórhallur Vilmundarson sagði í lok fréttaviðtalsins, að ekki væri til yngri heildarút- gáfa hein>ilda um Vínlands- ferðir en Antiquitates Ameri- canae frá 1837. Væru Vínlands útgáfur úreltar mjög, hvað skýringar sne^tir, einkum vegna þess sem fram hefur komið nú og væri því nauðsyn að hefja undirbúning að nýrri og fullkominni útgáfu. Þar hvíldi á íslendingum ábyrgð, ekki sízt þar sem handritin um Vínlandsferðir koma í hlut ís lendinga, þegar þeir fá handrit in heirn frá Danmörku. vatnasvæði Ölfusár: Hlutfallsveiði í foerg- vatnsánum aldrei minni Aðeins 464 laxar veiddust þar en 7,212 í jökulvatni SH)LA SUMARS í fyrra kom veiðimaður einn á skrifstofu veiðimálastjóra og hafði meðferð ia lax, sem hann hafði fengið í Stóru Laxá í Hreppum, á vatna svæði Hvítár og Ölfusár. Var larinn með hrikalegum netaför- enda möskvi úr nælonneti um haus hans aftanverðan. Voru djúp sár á haus laxins, bæði að ofan og undir kverkinni. Þannig er það með marga laxa, sem veiðst hafa á stöng í bergvatns- ánum á þessu vatnasvæði, en veiðin í þessum ám fer stöðugt minnkandi og hefur hlutfalls- lega aldrei verið minni en í fyrra síðan 1924. Af samanlagðri veiði á vatnasvæðinu veiddust að eins 6% í bergvatnsánum. f Ölfusá veiddust 1961 samtals 4473 laxar, þar af 4295 eða 96,02% í 31—33 net. en aðeins 178 eða 3,98% á stöng. í Hvítá, þar sem að staðaldri voru 45 net, veiddust samtals 2739 laxar í net eða 77,76%. Veiði á stöng var hinsvegar 609 laxar eða 22,23%. Frarmhald á bls. 17. - r .. p- i íbúar Lance-aux-Meadows ferðast um á hundasleðum. Þeir reyna hunda sína í háum gerðum og af pallinum uppi yfir er hent fæðu til hundanna, sem ýlfra allar nætur. Myndirnai tók Þórhallur Vilmundarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.