Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 10
 10 MORCITSBL AÐIB Þriðjudagur 14. ágúst 1962 Tvö Sovézk geimför á íofti T V Ö rússnesk, mönnuS geimför eru nú á ferð um- hverfis jörðu, og um tíma, a.m.k., hafa þau verið svo nálægt hvort öðru, að milli þeirra hefur sézt. — Hraði geimfaranna er 25 þús. km á klukkustund. — Mesta fjarlægð frá jörðu er 234 km en minnsta 180 km. Bæði fylgja sömu braut. — (★} Fyrra geimfarinu, „Vost ok III“, var skotið á loft á laugardagsmorgun, en því síðara, „Vostok IV“, á sunnudag. í gærkvöldi, um 60 stundum eftir að því fyrra hafði verið skot- ið á loft, hafði það farið um 40 hringi umhverfis jörðu, en hitt um 25 hringi. (★} Geimfararnir hafa haft samband sín á milli og við jörðu. Báðir hafa komið fram í sovézku sjónvarpi, en sjónvarpsmyndum ut- an úr geimnum hefur ver- ið varpað til jarðar. Þá hafa þeir komið fram í sjónvarpi á Vesturlönd- um. — (★’: Mennirnir eru: Adrian Nikolayev, 32 ára, ógift- ur og fyrrverandi skógar- höggsmaður, núverandi majór í rússneska flug- hernum — og Pavel Popo- vitsj, 31 árs, giftur og fað- ir 6 ára stúlku, núverandi ofursti í flughernum. {★} í tilkynningum þeirra beggja hefur komið fram, að líðan þeirra er góð, og öll tæki eru í bezta lagi. Nikolayev er þriðji geim- fari, sovézkur, en Popo- vitsj fjórði. •:"★} Kennedy, Bandaríkjafor seti, hefur óskað sovézku þjóðinni til hamingju með afrekið og borið fram þá ósk, að báðum geimförun- um megi takast að ná aft- ur til jarðar, heilir á húfi. (★} Nikita Krúsjeff, forsætis ráðherra Sovétríkjanna, sagði í yfirlýsingu sinni: „Öll rússneska þjóðin lýs- ir ánægju sinni yfir því, að „Vostok 111“ og „Vost- ok IV“ skuli bæði vera á lofti samtímis, nálægt hvort öðru, og að geimfar- Þessi mynd birtist á sjónvarpsskermum sjálfu geimfarinu, „Vostok 111“ og sýnir honum var skotið á loft. í Vestur-Evrópu. — Henni var sjónvarpað Nikolayev nokkrum klukkustundum eftir arnir skuli hafa haft sam- band sín á milli“. (iir} Vísindamenn eru al- mennt þeirrar skoðunar, að geimskotin tvö muni veita mjög gagnlegar upp- lýsingar um það, á hvern hátt megi láta geimför mætast í lofti, en að skoð- un bandarískra vísinda- manna, er það eitt erfið- asta vandamálið, sem sigr- ast þarf á, áður en að því kemur, að mönnuðu geim- fari verður skotið til tunglsins. U M 6 klukkustundum eftir að geimfari Nikolayevs, maj- órs, var skotið á loft, barst fyrsta fréttatilkynningin frá rússnesku fréttastofunni IMikolayev ummæli moður hans Adrian Grigorivitsj Nik- olayev er fyrrverandi verk stjóri í skógaríhöggsmanna búðum. Á unga aldri dreymdi hann um að verða læknir, eftir því, sem sagði í fréttatilkynningu Moskvu útvarpsins. Hann er fæddur 5. sept- ember 1929 og bjó með foreldrum sínum og 6 syst kinum í smáborginni Sjer- seli í Sjuvasjlýðveldinu við Volgu. Poreldrar hans voru sam yrkjubændur. Þegar í æsku tók hann þátt í vinn unni á ökrunum. í>á var það ætlun hans að verða læknir, og að loknu námi í menntaskóla innritaðist hann í læknaskóla. og Síðar skipti hann þó um skoðun og gerðist skógrækt arlærlingur og loks skóg- arhöggsmaður. Hann var einn duglegasti maður í sínum flokki og hreysti hans vakti athygli. Á þeim árum las hann allar bækur sem hann komst yfir. Þar kom þó, að Nikoiayev var kallaður í herinn. Fyrst í stað var hann látinn gegna herþjónustu í Suður-Rúss landi, og þar nam hann ioftskeytafræði, auk þess, sem hann hlaut þjálfun í meðferð vélbyssna. Er hér var komið sögu, sótti Nikolayev um upp- töku í flugskóla hersins. Þar lauk hann flugnámi og gerðist þotuflugmaður. Um svipað leyti sótti hann um upptöku í kommúnista- flokkinn. Nikolayev er ógiftur. Á síðasta ári hlaut hann sér staka viðurkenningu fyrir „vel rekin erindi í þágu Sovétstjómarinnar“. Kennari Nikolayevs í flugskólanum var Leonid Sokolov, ein þekktasta flug hetja Rússa. í bók sinni. „Fyrsti maðurinn, sem var dægur í geimnum“, minn- ist Titov á Nikolayev og lýsir þá óhappi, sem fyrir hann kom í orrustuþotu. Titov segir þar frá því að Nikolayev hafi átt um tvo kosti að velja, er bilun varð í flugvél hans, að stökkva út eða nauðlenda. Hann valdi síðari kost- inn. „Það var dæmi um sjálfstjórn þá og ró, sem einkennir allt far hans og allir vinir nars dá hann í.vrir.“ Síðar var Nikolayev sett ur í skóla fyrir væntanlega geimfara. Þar kynntist hann bæði Titov og Gagar in. Nikolayev var staðgeng ill Titov fyrir geimferð hans. STOLT MITT Móðir geimfarans, Anna Nikolayev, sendi syni sín- um og öðrum kveðju sína: „Stolt mitt yfir syni mín um er takmarkalaust,1* sagði hún. „Eg sendi öllum mæðrum í heiminum kveðju mína, í þeirri sann færingu, að börn okkar eigi aldrei eftir að úthelia blóði sínu í nýrri styrjöld“. „Tass", þess efnis, að „Vost- ok 111“ hefði farið meira en hna umferð umhverfis jörðu. Kveðja Nikolayevs Þá var m. a. skýrt frá því, að eftir þriðju hringferðina hefði Nikolayev majór til- kynnt miðstjórn kommúnista- flokksins, rússnesku stjórn- inni og Nikita Krúsjeff, for- sætisráðherra, að allt gengi að óskum. Þá sendi geimfar- inn kveðjur til „tryggra vina lands síns — þeirra, er búa í kommúnis tarí kj unum“. Tass-fréttastofan skýrði enn fremur frá því í sömu til- kynningu, að geimfarinn hefði snætt, hvílzt og bæði hiti og rakastig væri með eðlilegum hætti sem og allt umhverfi hans. Er Nikolayev var skotið á loft á laugardag, var liðið eitt ár og 5 dagar frá því Titov fór í hina sögulegu geimför sína, er varaði í 25 stundir, en hann fór alls 17 hringi umhverfis jörðu. Gagarin, er skotið var á loft 12. apríl 1961, fór aðeins einn hring umhverfis jörðu. Áhrif á þyngdarleysi rannsakað Tass greindi frá því, að til- gangur geimferðarinnar væri fyrst og fremst sá, að rann- saka þau áhrif, er þyngdar- leysi hefði á menn, afla sér- stakra upplýsinga, er ekki fengjust með rannsóknum á jörðu niðri og að full- komna stjórnartæki sem og tækni, er notuð væri til að hafa samband við geimfara. Fregnir um langa dvöl í geimnum Þá birti Tass viðtal við Titov geimfara, sem lýsti þvx yfir, að Nikolayev væri mað- ur með nær „endalaust út- hald“ og enginn vafi léki á því, að hann myndi verða lengst á lofti sovézkra geim- fara. Þá þegar var farið að spyrj ast, að Nikolayev væri ætlað að vera lengur á lofti en fyr- irrennarar hans voru. Sjónvarpað frá 4. hringferð í Moskvu — Er Nikolayev var í fjórðu hringferð sinni, var tekið að sjónvarpa myndum af honum í Moskvu. Voru þær myndir allskýrar og virtist sem geim farinn væri með lokuð augu mest allan tímann (sjá mynd að ofan), en hann virtist þó hreyfa hendurnar á stjórn- tækjunum annað kastið. - og á Vesturlöndum Á laugardagskvöldið var sjónvarpað úr geimfarinu á Vesturlöndum, og virtist þá einnig, sem geimfarinn væri með lokuð augu. Þá virtxist hreyfingar hans mjög hægar, en ekki er ljóst, hvort það stafaði af því, að kvikmynd- in sýndi hreyfingar hans hægari en þær raunverulega voru eða ekki. Ýmislegt laus- legt virtist þá á sveimi um- hverfis Nikolayev í geimfar- inu og var helzt að sjá, að það væru pappírsagnir. Carpenter hælir afrekinu Á sunnudag ræddi Scott Carpenter, geimfarinn banda ríski, við fréttamenn vestra, um þetta geimflug Rússa. „Ég öfunda hann af þessari dásamlegu reynslu — því sem hann sér“, sagði hann. Carpenter lýsti aðdáun sinni á afreki Rússa, en bætti við: „Ég skil vel, hvers vegna Rússar taka það fram, sér- staklega, að þeir ætli að rann saka áhrif þyngdarleysis á lík amann.“ Carpenter upplýslr um hækkandi blóðþrýsting „Mér þætti gaman að verða þess vsíari, að hvaða niður- stöðu þeir komast um þá breytingu á blóðþrýstingi, sem við Glenn urðum báðir varir við. „Efri“ blóðþrýsting urinn (þ. e. sá þrýstingur, sem mælist í slagæðunum við samdrátt hjartans) virð- ist aukast, en sá „neðri“ (þ.e. þrýstingur í bláæðunum) virðist haldast nær óbreytt- ur.“ Skýrði Carpenter svo frá, að í upphafi hefði blóðþrýst- ingur sinn verið 130 (efri) en 72 (neðri). Síðar hefði bil- ið vaxið jafnt og þétt í 180 • yfir 80, og hann kvaðst vita, að munurinn gæti orðið 220 yfir 80. „Slíkt myndi að lok- um stofna lífi geimfarans í hættu“, sagði Carpenter. Nýtt geimskot — ný tækni Á sunnudag barst svo fregn in um að „Vostok IV“ hefði verið skotið á loft. Þá birti Tass yfirlýsingu þekkts rússnesks stærðfræð- ings, Lazar Lyusternaks, er var á þá leið, „að sú stað- reynd, að tveimur geimför- um hefði verið skotið á loft á sama sólarhringnum, sýndi, að ný reikningstækni hefði verið tekin í notkun." Talið er, með „nýrri reikn- ingstækni", eigi vísindamað- urinn við, að ný, endurbætt tegund stjórntækja hafi ver- ið tekin í notkun, en það er viðurkennt, að Rússar hafa skarað fram úr á þessu sviði. Framh. af bls. 23. I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.