Morgunblaðið - 14.08.1962, Page 15

Morgunblaðið - 14.08.1962, Page 15
f Þriðjudagur 14. ágfist 1962 k___________________________ MORGVISBLAÐIÐ 15 Helgi var stjarnan, — en norour Feluxsson skiBaði erfiðu hlut- verki bezt JRAR unnu fslendinga með 4 gegn 2 í landsleik í Dublin á sunnu- daginn. Almennt, og ekki sízt af frum sjálfum, hafði verið búizt við rótarbursti. Höfðu frar sótt 11 atvinnumenn sína til Englands og talið var að þeim yrði létt verk að sigra íslendinga með 6—8 marka mun. En það fór á annan veg. fslenzku piltarnir börðust eins og ljón, gáfust aldrei upp, og sýndu sig allt að því jafngóða og atvinnumennirnir. „Þeir börðust eins og hetjur“, sagði Björgvin Schram, form. KSf í útvarpi eftir leikinn. „Leikurinn var sérstaklega góður hjá ísl. liðinu. Það var barizt allan tímann og þeir sem hafa farið oft með liðinu, segjast ekki muna annað eins. Með svolítilli heppni hefðum við getað náð jafn- tefli eða jafnvel unnið.“ Þannig fórust Axel Einarssyni, stjórn- ormanni í KSf og fararstjóra í fÖrinni orð er við hringdum hann upp í Dublin í gærmorgun. Fréttamenn Mbl. lýsa leiknum svo: Vöktu athygli 23 þús. manns sáu leik- inn, að sögn vallarstjórnar á Dalymount Park. Og eitt er víst. fsl. piltarnir gerðu allan þann skara höggdofa af undr un fyrir baráttuvilja, fyrir dugnað, fyrir góða vörn og fyrir snöggar stórhættulegar sóknarlotur. Það er óheppni að eiga tvö stangarskot, en það átti ísl. liðið. ÍRAR unnu hlutkestið og völdu að leika undan hægri golu. — Sagt HEI.GI DANÍELSSON SAGÐI: Mjög ánægður með úrslitin ; tel þau mikinn ósigur fyrir , þessa ensku atvinnumenn. HÖRÐUR FELIXSSON, SAGÐl: Mesti hörkuleikur Á 16. mín gefar Ellert góða sendingu yfir varnarvegg íra. — írska vörnin heldur að um rang- stöðu sé að ræða, en Þórólfur ; Beck nær sendingunni og er einn ; fyrir markinu. En Kelly varpar sér á fætur Þórólfs og ver. Snagg hleypur Árna og bjargar. Tonby hálfhræddur. Fyrstu 10 mínúturnar skiptus liðin á upphlaupum, leikurinn var jafn og þrjú upphlaup ísl. liðsins stöðvuð með rangstöðu- taktik. Á 12 mín. ná írar fallegu upphlaupi á hægri kanti sem ógnaði mjög marki íslands. — Giles h. ínnherji sendi fyrir markið og v. útherjinn var til staðar og skallaði í mark, án þess að möguleiki væri fyrir Helga markvörð. Var markið sérlega glæsilegt . 'Kur sem eg að sjálfsögðu ) nlrl.n m. A hef leikið. Eg er ánægður og hlakka til að ! mæta þeim í Reykjavík. SIGURÐUR SIGURÐSSON, ÚTVARPSMAÐUR, SAGÐI: Einhver bezti leikur isl. landsliðsins og hefði getað far ið betur. Einhver mesti knattspyrnu sigur fslendinga, þó sumir geri gys að því, að hægt sé 1 að sigra með því að tapa. Veru lega skemmtilegur leikur og ísl. liðið á ekkert nema hrós - skilið. ÞÓRÓLFUR BECK, SAGÐI: ’ Bezti landsleikur, sem ég j hefi verið með L BJÖRGVIN SCHRAM, SAGÐI: Dáðist að baráttuvilja okk- ar pilta gegn ofureflinu. Þetta var mjög f jörugur og' spennandi leikur. Þetta er eitt ( erfiðasta verkefni sem ís- lenzka liðinu hefur verið sett' og ég verð að segja í stuttu' ’ máli að þeir hafa leyst þetta 1 I verk sem sannar hetjur. Cantwell stekkt.r upp og ætlar að skalla — en varnar. —. aralega gert hjá írska markverð- inum. Helgi markvörður hafði á næstu mínútum nóg að gera en stóð sig með stakri prýði, en ísl. liðið naut þess einnig að skothæfni íranna var mjög léleg. • Við írska markið. Upp úr miðjum hálfleiknum nær ísl. liðið aftur tökum á leikn um og ná íslendingar glæsilegu upphlaup á vinstri kanti. Sveinn gaf til Þórðar og hann sendi fal- lega fyrir markið, alveg yfir til Skúla, sem skallaði og gat mark vörður bjargað með mestu naum indum. Jöfn upphlaup skiptast nú á. # Árni bjargar með höndum. Á 33. mín. fá frar dæmda víta spyrnu á ísl. liðið. Varð það upp úr hornspyrnu, þar sem Helgi og v. innherji íra berjast um knöttinn. írinn varð fljótari til og skallaði yfir Helga; Knötturinn stefndi í mark, en Árni Njálsson kastaði sér til og sló knöttinn frá. Cantwell miðherji tók víta- spyrnuna, en hitti í þverslá. — Knötturinn hrökk fram og Cant- well hljóp að og skoraði. En þetta var raTigstöðumark þar sem Cantwell hafð: framkvæmt víta- spyrnuna. Frarnh. á bls 23 < SMITH DÓMARI SAGDI: Það kom mér á óvart hvað I leikurinn var harður og vel . | leikinn. Eg undrast getu ísl. ( leikmannanna og þá sérstak- ; Iega þeirra Garðars og Ellerts. ’ Rangstaða við síðara mark ) fslendinga er óhugsandi. Ihurley, fyrirliði ira j SAGÐI: Undrast getu isl. liðsins, þó | úthald þeirra hefði mátt vera betra. Hraðinn var mikill og I I nokkuð mikil harka í leiknum.. (Helgi Hörður og Ellert voru I beztir að mínum dómi. WICKHAM, FRAMKV.STJ. ÍRSKA KNATTSPYRNUSam ‘bandsins SAGÐI: Eg undrast þær framfarir 1 sem orðið hafa hjá ykkur. Eg | er hræddiur við leikinn 2. sept. ií Reykjavík. Fjórir íslendinganna hefðu styrkt okkar lið „ÞETTA var sérstaklega góður leikur hjá isl. liðinu", sagði Axel Einarsson fararstjóri með ísl. landsliðinu í símtali í gærmorg- un. ,,Það var barizt allan tímann og iþeir sem hafa farið oft með liðinu segjast ekki muna annað eins. Með svolítilli heppni hefð- um við getað náð jafntefli eða jafnvel unnið. írska liðið var mjög sterkt lið. En ísl. liðið átti frábæran leik og verðskuldaði betri útkomu en mörkin sýna. — í fyrri hálfleik var leikur- inn yfirleitt mjög jafn. í byrjun síðari hálfleiks sóttu írar, en þá átti Helgi glæsilegan leik í marki. Um miðbik síðari hálf- leiks voru íslendingar betri, en síðast var svolítið meiri írsk pressa, en þó án hættu. — Beztu menn voru án efa Helgi, Hörður Felixson, Garðar og Ellert og að sumu leyti Þór- ólfur. Mörk Ríkarðar voru og glæsileg. Dómarinn var mjög réttlátur maður, réttsýnn og ákveðinn og línuverðir sömuleiðis. Forráðamenn írsku knatt- spyrnunnar. sögðu eftir leikinn, hélt Axel áfram, að þrír eða fjórir menn ísl. liðsins myndu hafa styrkt írska liðið, sem þó eingöngu er skipað atvinnu- mönnum. Ég hef t. d. aldrei séð Hörð Felixson leika betur og samt var hann á móti einhverj- um bezta miðherja sem ég hef séð. Það var oft hart á milli þeirra, eiginlega það sem kalla mætti slagsmál, enda er Hörður allur sár og dálítið marinn. Og það er Cantwell kannski lika, þó hann sé vanari ýmsum pústr- um í atvinnumennskunni. Ég hef heldur aldrei séð eins fast skot og Giles sendi í blá- 'horn ísl. marksins uppi. En enn- þá glæsilegra var- hvernig Helgi varði það skot, enda fékk hann klapp frá öllum þúsundunum á vellinum fyrir og með fylgdi geysileg fagnaðar- og undrunar- op. Ahorfendur voru 23 þúsund að sögn, og það er töluvert meira en reiknað var með. Það voru kátir íslendingar sem gengu til búningsklefa eftir leikinn. Ein fólkið hélt heim mjög óánægt með frammistöðu íra, en ísl. lið- inu var hrósað. Það kom mjög á óvart með góðum leik. Blöðin skamma sína menn en lofa leik ísl. liðsins. Blöðin segja að írar megi gæta sín í Reykja- vík 2. september. Leiknum hér var útvarpað og sjónvarpað, sagði Axel. Piltarnir horfðu á sjálfa sig í sjónvarpinu í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.