Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 14
14 MORCVMtLAÐIÐ Þriöiudagur 14. ágúst 1962 Við hjónin stöndum í ómetanlegri þakkarskuld við vini okkar hvaðansefa fyrir hlýhug og vináttu okkur auð- sýnda á sjötugsafmæli mínu og fjörutíu og fimm ára hjúskaparafinæli okkar hjóna. — f>að var okkur sérstakt gleðiefni er við dvöldumst erlendis að okkur skyldi ber- ast gjafir og blóm er báru svo órækan vott um vináttu sendenda. — Ekki sízt pökkum við börnum, tengda- börnum, barnabörnum og starfsfólki tii sjós og lands fyrir gjafir, kveðjur og blóm, sem svo ómetanlega vott- uðu um tryggð og vináttu. Kveðjur ckkar til ykkar allra. Guðrun og Guðmundur Jónsson, Rafnkelsstöðum. Vélritunarstúlka Stúlka vön vélritun óskast til áramóta. Hálfsdags- vinna kæmi til greina. Þær, sem hug hafa á starf- inu eru vinsamlegast beðnar að leggja umsókn, merkta: „Vélritun — 7468“ inn á afgr. Mbl. fyrir f immtudags k völd. í Móðir okkar ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Drápuhlíð 23, andaðist að Hrafnistu 11. ágúst. Hanna Ingvarsdóttir, Þorkell Ingvarsson, Guðbjörn Ingvarsson. Móðir okkar og tengdamóðir SIGRÍÐUR ODDSDÓTTIE frá Brautarholti, andaðist í Landakotsspitala 11. þessa mánaðar. Börn og tengdabörn. JÓNA PÁLMADOTTIR foi stöðukona, andaðist í Landsspítalanum 11. þessa mánaðar. Fyrir hönd vandamanna. Unnur Kristjánsdóttir. Bróðir okkar RAGNAR EMIL RAGNARSSON Berghóli, Hellissandi, lézt af slysförum föstudaginn 10. ágúst. Systkinin. Faðir okkar, tengdafaðir og afi SIGMUNDUR SVEINSSON lézt í Borgarspítalanum 12. þessa mánaðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför mannsins míns og föður okkar FRIÐRIKS ÁSGRÍMSSONAR frá Suðureyri, Súgandafirði, fer fram frá Suðureyrarkirkju miðvikudaginnn 15. ágúst kl. 1 e.h. Sigríður Kolbeins og börn. Innilegt þakklæti tii allra þeirra, er sýridu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Frú GUÐLAUGAR EIRÍKSDÓTTUR Elís Jónsson og fjölskylda. Innilegar þakkir færum við öllum er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu RAGNHILDAR TEITSOÓTTUR Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunar- fólki Borgarspítaians fyrir hlýtt viðmót og ágæta hjúkr- un. Þórey Böðvarsdóttir, Ágúst Böðvarsson, tengdabörn og barnabörn. Þökkum inniicga aucsýnda vináttu og samúð við útför KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR Þverá, Blönduhlíð. Aðstandendur. Þórður Jónsson Mófellsstöðum - minning Ekki allsjaldan ber gest að garði á Mófellsstöðum í Skorradal. Um fjölmörg ár hefur hinn blindi þjóðhagasmiður og gáfumaður, Þórður Jónsson, verið það segul- afl, sem tíðast dró forvitinn og fróðleiksfúsan ferðalang í hlað og stofu, en nú er þessi kjör viður í islenzkri alþýðustétt fall- inn og hans er skýlt að minnast. „Það sé ég vel“, sagði blindi maðurinn með hvellri og háværri röddu. Harm rétti gestinum, sem sat andspænis honum, silfur- búnar tóbaksdósir og ítrekaði rækilega: „Eg sá það bara vel!“ Það leiftraði á undrun í augum gestsins, við þessi orð blinda mannsins, og aðkomumaður virti rannsakandi fyrir sér höfðinglegt andlitið, sem var markað skörp- um og ákvcðnum rúnum. Aðeins skammri stundu áður hafði að- komumaðurinn dregið dósirnar upp úr vestisvasa sínum og feng- ið blinda öldungnum þær og beð ið hann að segja álit sitt á þess- um smíðisgrip. Völundurinn blindi hafði farið næmum fingr- um sínum um silfurgripinn og síðan kveðið upp úr: „Þær eru prýðilega smíðaðar þessar dósir, en mér sýnist þær mjórri í annan endann", og til enn frekari áherzlu hækkaði öldungurinn röddina og bætti við: „Það sé ég vel!“. Gesturinn varð hugsi um stund, en þegar hann loks svar- aði, þá kom hann viðstöddum á óvart. Hann lagði hönd sína fram á borðið, sem hann sat við, tipplaði fingrum á plötuna, og sagði stundarhátt: „Já — víst er þetta sjón“. Gesturinn hafði ætlað að sann- reyna, að fólk með fulla sjón hlyti að standa betur að vígi, heldur en aíblindur maður, þeg- ar um var að ræða athugun, sem leitt gat í ljós sýnilega og áþreif- anlega missiníð hlutar, en hér hafði honum skjátlast. Þetta atvik er mér enn minn- isstætt, því ég sem óþroskaður strákgopi hn.eyklaðist með sjálf- um mér á þessum „fávísa" að- komumanni. sem hafði sagt að Þórður blindi hefði sjón. Það var löngu seinna, sem mér urðu ljós sannindin í orðum gestsins. Þórður heitinn var fæddur að Mófellsstöðum hinn 29. júní 1874 og þar lézt hann 88 ára að aldri hinn 6. ágúst s.l. Alla sína löngu ævi var Þórður heimilisfastur á ættaróðali sínu, Mófellsstöðum, og þar undi hann hag sínum vel. Eftir að foreldrar Þórðar féllu frá tók Vilmundur bróðir hans við búsforráðum, ásamt eigin- konu sinni, Guðfinnu Sigurðar- dióttur. Vilimundur lézt fyrir ör- fáum árum, og nú býr að Mó- fellsstöðum ekkja hans, ásamt tveim sonum þeirra hjóna, Bjarna og Þórði, og dótturinni Margréti. Því hefur oft verið viðbrugðið hversu samhent Mó- fellsstaðafólkið er, ag hefur ver- ið. Þannig voru aldrei færri en 7 systkini á heimilinu þau árin, sem ég var þar snúningadrengur og stöku sinnum fleiri. Systir Þórðar, sem alla tíð hefur divalið á Mófellsstöðum með honum, eða í full áttatíu ár, Júlíana, er enn á lífi, vel ern og við saemi- lega heilsu. Oft hefur verið ritað og rætt í blöðum og útvarpi um hinn undraverða hagleik Þórðar blinda á Mófellsstöðum, enda hefur hann margsinnis unnið þá sigra í smíðaleikni sinni, sem fáir myndu leika eftir, og skiptir þá einu, hvort menn hefðu fulla sjón eða ekki. Á Iðnsýningunni árið 1910 hlaut óþekktur Borgfirðingur heiðursverðlaun fyrir smíðisgrip, sem hann hafði sent á sýninguna. Ekki vitnaðist það fyrri en nokkru síðar, að verðlaunahaf- inn var blindúr og hafði misst I sjónina svo ungur, að hann mundi ekki hvernig mannsand- lit leit út. Dómnefnd Iðnsýnirng arinnar mat verk og verðleika hins blinda haglei'ksmanns þannig, að augu almennings beindust að honum í fyrsta kjörgripi, sem eiga fáa sína li'ka, skipti, með óskiptri athygli. Síð- ar smíðaði Þórður marga þá þ. á. m. sögunarvélina sem þótti slík undrasmíð, að gefið var út póstkort með mynd af vélinni og uppfinningamanninum. Drýgstur verður þáttur Þórðar í samskiptum hans við sveitunga sína í Borgarfirðinum, og raun- ar víðar. Þessi blindi Völundur var þar hinn eini og sanni smið- ur, sem á flestu kunni skil. Ef tindur brotnaði í hrífu, klyfberi losnaði úr festingu eða vagnhjói skekktist undir hlassi, þá var leitað til Þórðar. Það var ekki ótítt, þegar étg var smaladreng- ur á Mófellsstöðum á árunum 1931 til 1935 og var staddur uppi í fjalli í leit að hrossum, að ég pírði forvitniauga niður á Ind- riðastaðaflóann. Iðulega kom ég þá auga á einhverja þúst nálgast upp og nær, og þegar hún koan í greinilegra sjónmál mátti gjarn an sjá ríðandi mann, sem reiddi brotið amboð fyrir framan sig á hnakknefinu, teymdi burðar- klár klyfjaðan einhvers konar búvinnuvélum. Og Þórður lapp- aði upp á flesta brotamiunina, oft og tíðum með ærinni fyrir- höfn og hugviti, og enga man ég fara vonsvikna til baka af fundi hins þjóðhaga, blinda manns. „Hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins", sagði Jesús. Þessi sannindi þekkti Þórður heitinn og hann tók fagnandi og fylltur trúartrausti upp sinn eig- in kross og bar hann léttilega yfir frá dauðanum til lífsins. Hjá þessum blinda samferðaimanni logaði skærar ljós lífsins, held- ur en hjá flestum öðrum. Það lagði unaðslega birtu frá veg- ferð hans og hún varpaði ljóma yfir götuslóða annarra. Þórður var að vísu sleginn líkamlegri blindu, en hann gekk samt aldrei í myrkri, því lífsins ljós leiddi hann til hins fegursta mannlífs. Og svo ég snúi miér aftur að ókunnuga manninum með tó- baksdósirnar, sem ég gat um í upphafi, þá er rétt að undir strika það, að sá hafði rétt og satt að mæla. — Þórður blindi hafði vissulega sjón. Hann sá alla tíma hvernig ljós lífsins skjannabirti allt umhverfi hans og framtíð. Myrkrið í mannleg- legum augum hans varð aldrei svo svart og dimmt, að það megnaði að varpa hinum minnsta skugga á hininljómann, sem fyllti aál hans. Þó Þórður heitinn á Möfells- stöðum hafi aldrei kvartað yfir hlutskipti sínu, þá þætti mér sennilegt, að einhverjir aðrir hefðu máske tæpt á slíkum vand ræðum sínum, á tæplega niu tuga lífsferli. Þórður á Mófellsstöðum, þessi göfugi, síglaði og hressilegi ljóe- beri 1 borgfirzkri sveit er nú fallinn frá, en eftir stendur autt og tómt og vandfyllt skarð í röð« um hinna ágætustu manna. Guöiaugur Einarsson. j Hinn 6. ágúst sl. lézt hinn þjóð kunni þj óðhagasmiður Þórður Jónsson á Mófellsstöðum í Skorra dal. Þórður ól allan aldur sinn á Mófellsstöðum. Þar fæddist hann 30. júní 1874 og var því rúmlega 88 ára, er hann lézt. Foreldrar Þórðar voru Jón Þórðarsson bóndi á Mófellsstöðum og kona hans Margrét Einarsdóttir Torfa sonar stúdents frá Löndum í Stöðvarfirði Árnasonar. Var þórð ur elztur af tíu börnum þeirra Jóns og Margrétar, er upp kom* ust. Fárra ára gamall fékk Þórður illkynjaða augnveiki og var al» blindur upp frá því. Þó átti hann sér endurminningar frá þeim tíma, er hann hafði sjón, en mis* jafnlega ljósar. Hann mundi liti, en ekki alla jafnvel, en greinileg asta myndin sem hann geymdi i huga sér, var stjörnubjartur himinn um vetrarkvöld. Hann kvaðst alltaf geta séð þá fvrir sép í huganum. Eftir að Þórður missti sjónina þroskuðust önnur skilningarvit hans miklu meir en tíðkast hjá sjáandi fólki. Heym var frábærlega skörp, þar til hin síðustu ár, er henni var tekið að förlast nokkuð. Og hann hafði ótrúlega næma tilfinningu f fingurgómunum. Auk þess var eins og hann hefði eitthvert sjötta skilningarvit, sem kvað vera ýmsu blindu fól-ki gefið. Kann kvaðst næstum alltaf finna það á sér, ef hann var staddur í nám unda við veggi þó að hann snerti 'þá ekki. Og ef hann fór með- fram símalinum fann hann oft- ast á sér, hvar staurarnir voru. Ungur að aldri fór Þórður að stunda smíðar enda völundur hinn mesti í höndunum. Um ára tugi ssmíðaði hann orf og hrífur fyrir íbúa Skorradals og ná» grannasveitanna. Einnig smíð. aði hann kommóður, kistur, koff ort og kistla, sem stundum voru fagurlega útskomir. Eru marg. ir þessa gripa hin mésta dverga smíði, vo að erfitt er að fá ó- kunna til að trúa bví, að þeir séu gerðir af blindum manni. Eitt sinn fór Þórður til Reykjavíkur og kom bá í timiburverksmiðj uma Völund. Þar fór hann höndum um sögunarvél g þegar heim kom smíðaði hann sér sögunar- vél sjálfur og notaði hana upp frá því mikið við smíðar. Fannst mörgum, er sáu Þórð við sögun- arvél sína, það ganga kraftaverkl næst, er hinn blindi maður um- gekkst hin hárbeittu blöð vélar innar sem alsjáandi væri. Og aldrei henti hann neitt slys við míðarnar. Ýmsir smíðagripir Þórðar hlutu verðlaun á iðnsýn- ingum. Fjarri fór þvi að Þórður á Mófellsstöðum léti á neinn hátt bugast af þeim krossi, sem á hann var lagður. Hann var sí- glaður og léttur í lund, hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom. Hann hafði gaman af að ferðast og þar til hin síðustu ár fór hann oftast á hverju ári til Reykjavíkur, þar sem flest syst kin hans voru búsett. Notaði hann 'þá oftast tækifærið til að kynna sér nýjungar í samibandi við smíðar. Heima í sveitinni brá hann sér alloft á hestbak og reið þá oft geyst. Hefðu fáir trúað, að þar væri blindur maður á ferð. Þórður fylgdist alla ævi frá- bærlega vel með því, sem frana fór. Bækur og blöð voru lesin fyrir hann og eftir að útvarpið kom til sögunnar hafði hann mik ið yndi af því. Hann var stál- Framhald á bls. 17, ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.