Morgunblaðið - 14.08.1962, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.08.1962, Qupperneq 12
12 rMORGUNBLAÐ1Ð _____________ Þriðjudagur 14. águst 1962 JltiwgmMftMfe Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir I>órðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. LÖGIN OG HANNIBAL 'C’ins og menn minnast boð- aði Hannibal Valdimars- son, forseti Alþýðusambands íslands það í útvarpsræðu í vor, að nú ættu verkalýðs- félögin að grípa til þess ráðs að auglýsa „kauptaxta“. Þau væru ekkert upp á það kom- in að semja við vinnuveit- endur. Við því var að búast að einhver verkalýðsfélög tækju fagnandi þessum boðskap formanns samtaka sinna. — Ekki væri ónýtt að geta bara auglýst það kaup, sem hver óskaði eftir að fá. I samræmi við stefnu Hannibals Valdi- marssonar voru síðan aug- lýstir „kauptaxtar" á Akur- eyri. Leit um skeið út fyrir að Framsóknarmenn mundu hafa samstöðu með kommún- istum um það að sniðganga og jafnvel • reyna að eyði- leggja vinnulöggjöfina með því að fallast á þessa „kaup- taxta“. Þegar á hólminn kom rimnu Framsóknarmenn þó og sömdu með öðrum vinnu- veitendum á grundvelli vinnulöggjafarinnar. Munu þeir hafa óttazt svipaða for- dæmingu og þeir urðu varir við í fyrra, þegar SÍS stóð að svikasamningunum með kommúnistum. Sunnanlands kaus eitt launþegafélag að fara leið forsetá ASÍ, þ.e.a.s. Tré- smiðafélag Reykjavíkur, sem auglýsti sinn „kauptaxta“. Nú er fallinn í félagsdómi dómur, sem tekur af öll tví- mæli um það að slíkar að- gerðir séu ólögmætar. Ef slíkum „kauptaxta“ er mót- mælt, þá jafngildir það vinnustöðvim og verður með málin að fara eins og um verkfallsboðun sé að ræða. I samræmi við þá niðurstöðu hefur Trésmiðafélag Reykja- víkur nú boðað verkfall frá 20. þ. m. Með aðgerðunum hefur forysta félagsins því stórskaðað félagsmenn, sem misst hafa atvinnu, án þess að nokkur árangur yrði. Ljóst er af þessum dómi, hve miklu tjóni Hannibal Valdimarsson hefði getað valdið launþegum almennt, ef þeir hefðu hlýðnazt boði hans og lagt út í ólögmætar vinnudeilur. Er þetta ekki í fyrsta skipti, sem sá maður er þeim til óþurftar, sem hann þykist vinna fyrir. Þeg ar hann var forystumaður Alþýðuflokksins munaði minnstu að hann gengi af þeim flokki dauðum. Sjálfur hefur hann lýst því yfir, að það sé sér að þakka að komm únistar hafi ekki náð völdum á íslandi. Verður sú yfirlýs- ing vart skilin öðruvísi en svo að hann geri sér grein fyrir því, að það sé fyrir af- skipti sín af málefnum komm únistaflokksins, sem þar sé nú upplausn, og áhrif flokks- ins í þjóðmálum minnkandi, og er það nálægt sanni. í kommúnistaflokknum er sú skoðun líka orðin almenn, að losna þurfi við Hannibal Valdimarsson, áður en hann vinni flokknum meira tjón. Meðal annars þess vegna tala kommúnistar nú um að stofna „nýjan“ flokk og leggja hið svokallaða Alþýðubandalag niður. F. I B. rins og kunnugt er hélt Fé- lag íslenzkra bifreiðaeig- enda uppi víðtækri vegaþjón ustu um verzlunarmanna- helgina. Hafði það bíla úti á þjóðvegum til aðstoðar þeim sem í vandræðum lentu og komu mörgum til hjálpar. Að undanfömu hefur með- limum í Félagi íslenzkra bif- reiðaeigenda fjölgað mjög. Munu þeir nú vera hátt á þriðja þúsunnd. Er þarna um að ræða sameiginlegt átak bifreiðaeigenda til að bæta aðstöðu sína. F.Í.B. heldur ekki einungis uppi vegaþjónustu, heldur berst það líka fyrir hagsmim um bifreiðaeigenda almennt. Þannig er megináhugamál fé lagsins að vinna að bættu vegakerfi, ekki sízt að fjöl- fömustu vegimir, sem mjög em úr sér gengnir, verði nú endurbyggðir. Með aukinni velmegun, sem fylgir heilbrigðum stjórnarháttum, eykst bíla- eign landsmanna hröðum skrefum. Þess vegna verður ekki hjá því komizt að hlusta á kröfur bifreiðaeigenda, og F.Í.B. á sinn mikla þátt í því að um allt land gera menn sér nú gleggri grein fyrir því en áður, hver nauðsyn það er að bæta vegakerfið. OFBELDIÐ SKYGGIR Á AFREKIN Tll'eð sendingu mannaðra geimfara á loft nú um helgina unnu Rússar óneitan lega mikið afrek, þótt al- mennt séu menn þeirrar skoðunar, að Krúsjeff sé far- inn að efast um hvort skyn- azYMvm. Þær eru óneitanlega afar lík ar stúlkurnar, sem hér á mynd inni eru með Kennedy Banda ríkjaforseta, enda eru þær fjór burar. Myndin var tekin fyr ir nokkrum dögum, en þær voru í heimsókn hjá forsetan- um ásamt fleiri unglingum frá North Caroline. Stúlkurn- ar eru 16 ára og heita allar Mary. Talið frá vinstri: Mary Alice, Mary Louise, Mary Catherine, Mary Ann — og eftirnafnið er Fultz. Hér sjáum við nokkrar ung ar spariklæddar blökkukonur — þær voru fulltrúar Guineu á kvennaþingi, sem nýlega var haldið í Dar Es Salaam í Tanganyika. Á þinginu voru fulltrúar frá flestum hinum frjálsu Afríkuríkjum, en kvenna þar bíða mörg óleyst vandamál á sviði kvenrétt- inda. samlegt hafi verið að hefja geimferðakapphlaupið við Bandaríkin, þar sem hann sjái fram á að innan tíðar verði Bandaríkjamenn komn ir langt fram úr Rússum á þessu sviði eins og öðrum. En það er þó fyrst og fremst annað, sem skyggir á þessi afrek Rússa, því að í gær var ársafmæli fangelsis- múrsins í Berlín og þess at- burðar er hvarvétna minnzt þrátt fyrir ný gervitungl, enda er þar um að ræða að- gerðir, sem í frásögur hefðu þótt færandi, þótt þær hefðu gerzt í grárri fomeskju, en ekki á síðari helmingi 20. aldar. Víst er um það, að Rússar hafa talið að geimferðasigrar þeirra mundu mjög auðvelda alla baráttu, en einnig á þessu sviði munu kommún- istaríkin dragast aftur úr, því að þau eru ekki einu sinni fær um að sjá borgur- um sínum fyrir naxðsynlegu lífsviðurværi. Ennþá sr Kongómálið óleyst, eftir tveggja ára sjálfstæði landsins og ástandið þar enn ískyggilegt. Það fer að verða óþarfi að kynna manninn á myndinni hér að ofan. Það er Moise Tshombe, forseti Kat- anga, og hann er hér að faðma að sér vin sinn og per sónulegan fulltrúa í París, Dominjque Diur. Myndin var tekin fyrir nokkrum dögum, er Tshombe kom til Genf til að leita sér lækninga. Veður var gott í Genf þegar Tshombe kom þangað og hafði hann orð á því að gott væri að koma þangað úr kuldanum heima.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.