Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 24
Fiéttasimar Mbl — eftir I o k u n — Erlentlar fréttir: 2-24-85 Innlendar tréttir: 2-24-84 IÞROTTIR sjá bls. 15 og 16. 183. tbl. — Þriðjudagnr 14. ágúst 1962 «ww»?yw//w »■ t-wmww y- vqw ■ " :< EINS og skýrt var frá í Mbl.. á sunnudag, hefur orðið vartj við ferðir stórs, pólsks síld-1 veiðimóðurskips við strendur Islands. Hefur það haldið sig upp við 12 mílna mörkin, og mun jafnvel hafa verið sótt um leyfi um að það fái að athafna sig í íslenzkri fisk- veiðilögsögu. Skipið mun um 10 þús. tonn að stærð og því fylgja úthafsskip. — Þessi mynd var tekin 4. ágúst sl., þegar skipið lá fyrir akker- um á 12 mílna mörkunum undan Stöðvarfirði. Xvö út- hafsskip láu utan á KASZU- BY, en svo nefnist móður- skipið, og var verið að flytja úr þeim fullar síldartunnur en setja tómar tunnur og fleira um borð í þau. — Skammt frá biðu önnur tvö úthafsskip afgreiðslu. (Ljósm. Helgi Hallvarðsson). Innan fiskveiði- takmarka undan Vík VESTMANNAEYJUM, 13. ág. — Kl. fimm í gærmorgun kom varð skipið Albert að v.b. Eyjabergi undan Vík í Mýrdal. Talið var, að báturinn væri liðlega eina mílu innan fiskveiðitakmarka, og fylgdust skipin að til Vest- mannaeyja. Réttarhöld fóru fram í dag og dómur kveðinn upp af dómaranum, Torfa Jóhannssyni, bæjarfógeta. Skipstjórinn viður- kenndi brot sitt og var dæmdur í 20 þús. kr. sekt. Afli og veiðar- færi var gert upptækt. Dóminum var áfrýjað — Björn. - Fjórir lands!:!s- menn meiddir — Þórður Jíónsson skorinn á hné á sfúkrahusi SJALDAN eða aldrei hefur isl. kapplið verið svo illa á sig kom- ið við heimkomu frá kappleik eins og það íslenzka er það kom frá írlandi í gaerkvöldi með Flug félaginu. Þórður Jónsson og Bjarni Felixson gátu vart gengið Trésmiðir boða verkfal! Fundur með deiluaðilium ■ gærkvöldi A LAUGARDAGSKVÖLD boð- aði Trésmiðafélag Reykjavíkur verkfall frá og með 20. þ. m., en eins og kunnugt er, var félagið dæmt í fjársekt í Félagsdómi sama dag fyrir brot á vinnulög- gjöfinni. Var kauptaxtaauglýs- ing félagsins talin hafa jafngilt ákvörðun um verkfall, en í aug- lýsingunni var félagsmönnum bannað að vinna hjá þeim, er Fjórir sækja um handrita- stofnunina HINN 7. þ. m. lauk umsóknar- fresti um embætti forstöðu- manns Handritastofnunar ís- lands. Umsækjendur um embættið eru: Dr. Einar ólafur Sveinsson, prófessor, Dr. Jakob Benedikts- son, Jónas Kristjánsson, skjala- vörður og Ólafur Halldórsson, lektor. Prentarar segja upp samniogum HIÐ ÍSLENZKA prentarafélag hefur sagt upp samningum frá og með 1. scptember. Sáttafundir hafa ekki enn hafizt. lægri t..xta gyldu en í auglýs- ingunni sagði. í gær bar svo við, að tré- smiðir mættu sums staðar illa til vinnu, þótt löglegt verkfall hafi ekki verið boðað fyrr en að viku liðinni. Mbl. átti í gær tal við Gissur Sigurðsson, form. Meistarafélags húsasmiða. Sagði hann, að mis- jafnlega hafi verið mætt á vinnu stöðum í gær. Sums staðar hefðu allir verið mættir, ekki síður á fjölmennum vinnustöðum, en annars staðar mætti minnihluti og jafnvel enginn. Á einum stað hefði einn mætt og spurt, eftir hvaða taxta sér yrði greitt kaup. Þegar honum var sagt, að það yrði skv. gildandi taxta, fór hann í burtu. Sagði Gissur, að að sjálfsögðu yrði litið al- varlegum augum á það af vinnu veitendum, ef menn mættu ekki til vinnu, þar til löglegt verk- fall hæfist. Gætu af slíku skap- azt háar skaðabótakröfur á hend ur þeim. Þá talaði Mbl. við Jón Snorra Þorleifsson, form. Trésmiðafé- lags Reykjavíkur. Sagði hann, að mikil vanhöld hefðu orðið á vinnustöðum trésmiða í gær, og kvaðst jafnvel ætla, að hrein undantekning væri, ef menn hefðu mætt til vinnu. Margar ástæður myndu liggja til þess- ara fjarvista. „Við bönnum eng- um að vinna“, sagði formaður, „heldur verður hver og einn að ráða því fyrir sig“. í gærkvöldi hélt sáttasemjari ríkisins fund með fulltrúum vinnuveitenda og trésmiða. Var honum ekki lokið, er blaðið fór í prentun. Góð síldveiði fyr- ir austan í gær GÓÐ síldveiði var í gærkvöldi, Hringsjá 468, Leifur Eiríksson um 40 mílur ASA af Kambanesi. 510, Sunnutindur 72i, Ólafur HÉRAÐ8IUOT Sjálfstæðismanna í Árnessýslu 18. ágúst HIÐ ÁRLEGA héraðsmót Sjálfstæðismanna í Árnes- sýslu verður haldið að Flúðum næstkomandi laugardag, 18. ágúst kl. 9 e. h. r~ Ólafur Thors, forsætisráð- herra, og Sigurður Ó. Ólafs- son, alþingismaður, flytja * . x* ræður. tju1 ' ? Þá verður sýndur gaman- 4<T W:-Jik 'Sr leikurinn „Mótlætið göfgar“ eftir Leonard White. — Með hlut-’erk fara leikarnir Val- ur Gíslason og Helga Valtýs- mr JHRRR Ólafur dóttir. Sigurður Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tvísöng- ur. — Flytjendur eru Kristinn Hallsson, óperusöngvari, Þórunn Ólafsdóttir, söngkona, og Skúli Halldórsson, píanó- leikarL — Dansleikur verður um kvöldið. Fengu margir þar veiði í gær- kvöldi. Þetta var góð og söitun- arhæf síld, ep ekkert var af smásíld. Fyrr um daginn fengu skip veiði 10 mílur ANA af Gietting, en sú veiði hætti um kvöldið, enda var hér um fremur lélega síld að ræða. Vel leit út í gærkvöldi fyrir austan, og gott veður var á miðunum. Á svæðinu SA af Kolbeinsey (út af Sléttugrunnshorni) fékkst engin veiði í gær, en skipin voru að byrja að kasta þar í gær- kvöldi. Lítil síldveiði var á sunnudag og aðfaranótt mánudagis. Var vit að um afla H skipa með alls 5.100 mál og tunnur, þar af var vitað um afía 6 skipa með 4.000 tunnur af svæðinu 25-28 mílur ASA af Kolbeinsey. Annar afli var SA af Skrúð og út af Dala- tanga. Bræla var á miðunum framan af og töluverður sjór. Veður- útlitið er nú betra og veiðihorf ur góðar bæði á svæðinu ASA af Kolbeinsey og fyrir austan land. Hafa leitarskipin orðið vör við mifcla síld. Raufarhöfn, 13. ágúst. Hér lönduðu í gær í bræðslu Framh. á bls 23 vegna meiðsla í hné, Hörffur Felixson var svo á sig kominn í öxl að hann mátti hvergi nema við með hana og Garðar er meff mikið sár á legg. Fleiri eru meff minni háttar meiðsli. Slik var harkan í leiknum. Meiðsli Þórðar munu alvar- legust. Hann var á sjúkrahúsi 1 nótt sem leið, en læknarnir töldu !þó meiðsli hans ekki alvarleg. En í morgun tóku læknamir þá ákvörðun að skera í hné hans og var sett einhver plastflís í lið- inn. Kunni Þórður ekki góð skil ó meiðslunum eða læfcnisaðgerð- unum, en hér mun þeim haldið áfram. Þórður gekk þó frá flug- vél Og til bifreiðar. r Bjarni Felixson var haltur all- an seinni hálfleik leiksins en 'harkaði þó af sér. I fyrrinótt og einkum í gærmorgun versnaði honum mjög og er á leið daginn gat hann vart gengið. í flugvél- inni leið yfir hann og varð að gefa honum súrefni.. Þrátt fyrir allt þetta var hinn bezti tónn í liðsmönnum. Þeir voru allir ánægðir með árangur- inn. „Helgi Dan var stjarnan en Hörður kannski bezti maður liðs- ins“ sagði einn „en annars var liðið allt óvenjulega samstillt“. En um það allt og fleira má lesa á íþróttasíðu bls. 15 og 16. Viðir II. aflahæstur I LOK síffustu viku voru þess- ir þrir bátar afiahæstir á síld- veiffunum (tölurnar í máium| og tunnum): Víffir H. 19.854, Höfrungur H. 18.550 og Guff- mundur Þóröarson 18.188. Konunni líður betur KONAN, sem slasaðist á þjóð- hátíðinni í Vestmannaeyjum um fyrri helgi, er flugeldur lenti á henni, liggur enn á Landakots- spítala. Henni líður nú betur og er að komast til meðvibundar. HERAÐSIHOT Sjálfstæðismanna á Patreksfirði 18. ágúst HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Vestur-Barða strandarsýslu verður haldið á Patreksfirði næstkomand laugardag 18. ágúst kl. 8,30 e. h. Ingolfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, og Sigurður Bjarnason, ritstjóri, flytja í p- ræður. L Þá verður sýndur gaman- m í leikurinn „Heimilisfriður“ m eftir Georges Courteline, í þýðingu Árna Guðnasonar, magisters. Með hlutverk fara | Sigurffifr leikararnir Rúrik Haraldsson Ingólfur og Guðrún Ásmundsdóttir. Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tvi- söngur. Flytjendur eru óperusöngvararnir Guðmundur Jónsson og frú Sigurveig Hjaltested, og undirleik annast Fritz Weisshappel, píanóleikari. Dansleikur verður um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.