Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 17
( Þriðjudagur 14. ágúst 1962 MORGUIVBLAÐIÐ 17 \ Þannig leit Fiatbíllinn út eftir að R 316 hafði rekizt á hann. Vaka flutti hann af staðnum. Fjonr bilar i a- rekstri á Hringbraut TJM SEXLEYTBD síðdegis á sunnudaginn varð mjög harður bilaárekstur á Hringbraut á mót- um Brávallagötu. Len.ti Chevr- olet fólksbíll á horni kassabíls, sem stóð við götuiua, beytti hon- um yfir graseyjuna á milli ak- brautanna þar sem hann lenti á öðrum bíl, en sjálfur hélt Ohevrolet bíllinn stjórnlaust á- fram yfir graseyjuna, lenti á tveimur bílum öðrum og stöðv- aðist loks við tröppurnar á hús- inu nr. 39 við Hringbraut. Nánari atvik voru J>au að Chevroletbílnum R 316 var ekið austur Hringbrautina. Á mótum Brávallagötu segir bílstjórinn að hann hafi séð gamalt fólk vera að fara út á götuna fyrir framan bílinn. Segist hann íþá hafa beygt til hægri til að forða slysi, en þá lenti bíllinn á R-5159, sem er 'kassabíll. og stóð mannlaus við götuna. Þeyttist kassabíllinn yfir graseyjuna á milli akbrautanna Og skall á R 5155, sem er Volks- wagenbíll, og stóð sunnan við eyjuna. Gekk stuðarinn á kassa- Ibílnum inn í hlið Volkswagen bílsins og skemmdist hann mikið. Af Chevrolet bílnum er það Bræðslusíldarafli Norðmann BRÆÐSLUSÍLDARAFLT & ís- iandsmiðum er nú eftir sjö vikur orðinn 1.250.000 hl. alls (um ©50.00 mál). Aðallega er síldin frá svæðinu austan Glettinganess, og veiðin er enn ágæt. Kl. 4.30 í nótt sendi fiskibátur- Inn Soland út neyðarkall, en Ihann var á leið heim af íslands- miðum með 2.500 hl. af síld. Skiipið hafði fengið mikla slag- síðu, þar sem síldin 1._runnið til. Allmikill stormur var og cals- verður sjór. Skömmu síðar baín- eði veðrið, Og var þá tilkynnt, að engin yfirvofandi hætta væri á ferðum. Soland, sem er frá Var- elds/berg, er 364 brúttótonn. að segja að bílstjórinn missti al- gjörlega vald á honum við árekst urinn. Segist hann hafa kastast fram á stýrið. sem gekk inn í bringspalir honum og auk þess rak hann hökuna í stýrishjólið. Bíllinn rann síðan stjórnlaust yf- ir graseyjuna og lenti á Fiatbíln um R 9782, sem stóð sunnan göt- unnar, snerti Taunusbílinn R 5683 og lenti loks á gangstétt við tröppur hússins nr. 39 við Hringbraut. Margt manna var á gangi á gangstéttinni á þessum tíma og má telja mikla mildi að ekki hlauzt slys af. Bílarnir eru allir meira og minna skemmdir og varð Vaka að flytja Chevroletbílin svo og Fiatinn af staðnum. Bílstjórinn á R 316 er ungur að árum. Var hann fluttur til læknisskoðunar og blóðrannsókn ar en niðurstöður lágu ekki fyrir í gærkvöldi. — Hlutfallsveiði Framh. af bls. 8. í Soginu veiddust 309 laxar, þar af 272 á stöng. f Brúará, sem er orðin laxlaus að heita, þótt hún sé með falleg ustu ám á landinu og kvik af laxi áður fyrr, veiddust nú aðeins 34 laxar á stöng. í Stóru Laxá í Hreppum veiddust 121 lax í fyrra sumar. Samanlögð laxveiði á vatna- svæðinu er 7,676 laxar, þar af 6462 í net en aðeins 1214 á stöng. Samanlögð veiði í bergvatns- ám á vatnasvæðinu var aðeins 464 laxar, og þar af voru 37 lax ar veiddir í net. Þegar litið er á þessar tölur er augljóst að bergvatnsárnar á vatnasvæði Hvítár og ölfusár eru hreinlega að verða ónýtar. Brúar á, sem undir öllum venjulegum kringumstæðum ætti að vera full af laxi, er ördeyða, en áður en hin mikla netaveiði í jökulvatn inu hófst, var feiknaleg laxgengd í Brúará. Vitað er að eitt sumar fyrir mörgum árum, þegar ill- viðrakafla slíkan gerði, að bænd- ur við Hvítá og Ölfusá komu ekki niður netadræsunum fyrir veðri og hríð, fylltist Brúará af laxi, þannig að augljóst virðist hverju um skal kenna laxleysið þar nú. Athyglisvert er að athuga töl ur um nlutfallsveiði í bergvatns ánum á þessu vatnasvæði frá 1924. Á tímabilinu 1924—1928 höfðu bergvatnsárnar 10% af veiðinni, 1958 9,4%, 1959 datt veið in í þeim niður í 6,8%, 1960 jókst veiðin aðeins eða í 7,1%, en í fyrra varð veiðin aðeins 6% og hefur hlutfallslega aldrei verið minni. Vonlaust er eins og er að reyna að rækta upp bergvatnsárnar og setja klak, sem fullvöxnu biðu aðeins þau örlög að lenda í nælon netjum í jökulvatninu á leið á hrygningarstaðina. Og er laxinn í bergvatnsánum, sem bókstaf- lega framleiða allan laxinn á um ræddu vatnasvæði, er að heita horfinn, hlýtur sú spurning að vakna hvort laxastofninum sé ekki stefnt í beinan voða meS hinni miklu netaveiði á vatna- svæði Hvítár og Ölfusár. Myndin synir hvernig „stuðan“ kassabilsins gekk inn í hlið Volkswagenbilsins. — Iþróttir Framhald af bls. 16. 2) Valbjörn Þorláksson, ÍR, 10.9 3) Skafti Þorgrímsson, ÍR, 11.3 4) Höskuldur Þráinsson, HSÞ, 11.8 STANGARSTÖKK: 1) Valbjérn Þorláksson, ÍR, 3.70 2) Valgarður Sigurðsson, ÍR, 3.60 3) Páll Eiríksson, FH, 3.60 4) Sig. Friðriksson, HSÞ, 3.50 KRINGLUKAST: 1) Hallgrímur Jónsson, A, 45,61 2) Jón Pétursson, KR, 45.34 3) Gunnar Huseby, KR, 45.07 4) Friðrik Guðm. KR, 44.46 1500 m HLAUP: 1) Kristleifur Guðbjörnss., KR, 4.06,4 2) Agnar Leví, KR, 4.08,9 3) Halldór Jóhannesson, HSÞ, 4.10,8 4) Tryggvi Óskarsson, HSÞ, 4.23,6 110 m GRINDAHLAUP: 1) Björgvin Hólm, ÍR, 16.5 2) Sigurður Björnsson, KR. 15.8 3) Kjartan Guðjónsson, KR, 16.6 ÞRÍSTÖKK: 1) Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 15.31 2) Þorvaldur Jónasson, KR, 14.06 3) Ingvar Þorvaldsson, HSÞ, 13.84 4) Jón Þ. Ólfasson, ÍR, 13,14 SLEGGJUKAST: 1) Þórður B. Sigurðsson, KR 49.46 2) Friðrik Guðmundsson, KR 45,41 3) Jón O. Þormóðssori, ÍR, 44.61 4) Gunnar Alfreðsson, ÍR, 43.88 400 m HLAUP: 1) Grétar Þorsteinsson, Á, 31.9 2) Kristján Mikaolsson, ÍR, 52.5 3) Valbjöm Þorláksson, ÍR, 53.9 — Minning Framh. af bls. 14. minnugur, kunni ógrynni af ljóð um, meðal annars margar bæja- rímur úr Borgafirði frá síðari hluta 19. aldar. Hygg ég að hann Ihafi bjargað eigi allfáum vísum frá gleymsku. Það er ótrúlegt, en ég heyrði hinn blinda mann oft lýsa útliti löngu látins fólks eftir lýsingum, er hann hafði Iheyrt. Þórður átti góða ævi á Mófells Bfcöðum. Hann var hrókur alls íagnaðar á heimilinu, en einnig má segja, að állt heimilisfólkið hafi borið hann á höndum sér, dáð hann og virt. Mófellsstaða- 'heimilið hefur nú um langan ald ur verið eitfc af ágætustu sveita- heimilum þessa lands éins og mörgum mun kunnugt. Þar hef- ur rikt samiheldni, hlýja og ást- úð og frábær rausn. Svo var í tíð Jóns og Margrétar, og svo er enn. Síðustu áratugina dvaldist Þórð ur hjá Vilmundi bróður sínum og Guðfinnu konu hans. Vilmund ur lézt fyrir þremur árum, en ekkja hans og börn voru Þórði Haraldur Guðmundsson Mlnning í D A G er til moldar borinn að Ingjaldshóli á Snæfellsnesi Har- aldur Guðmundsson, Melahúsi við Hjarðarhaga. Haraldur var fæddur í ólafs- vík 17. ágúst 1899, hann fluttist ungur að Hellissandi og átti þar heima mestan hluta ævinnar, eða til 1949, er hann fluttist til Reykjavíkur. Ungur að árum hefur hann sitt ævistarf en það var sjó- mennska, sem þá var aðallega stunduð á árabátum; einnig var hann lengi á þilskipum. Það fer vart á milli mála að sjómannsstarfið er eitt hið göf- ugasta starf, sem íslendingur getur unnið fyrir ættjörð sína. En til þess að ná þeim feng sem hafið gefur, þarf duglega menn og áhugasama, en þeim kostum var Haraldur búinn í ríkum mæli. Hin erfiðu kjör sem sjómenn undir Jökli urðu við að búa á fyrri hluta þessarar aldar, urðu aðeins til þess að stæla hann og herða. Langur barningur á ára- bátum, oft í veikri von með að ná upp undir land, en er að landi kom tók við brimlending á hafnlausri strönd, þá kom það sér vel að hafa traustar hendur og æðrulausa lund. Þeim mönnum er sækja björg í fang Ægis verða aldrei of- þökkuð störf, og minningin um þá mun vissulega lifa. Kona Haraldar var Elín Odds- dóttir og lifir hún mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra hjóna. Ég votta konu og börnum hins látna innilega samúð. Bergsveinn Breiðfjörð. Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu svo góð, sem bezt verður á kosið. Ævi Þórðar á Mófel 1 sstöðum ; er fagurt dæmi um það, hversu sigrast má á þungbærum örlög um með viljaþreki, skapfestu og j góðum hæfileikum. Þrátt fyrir hinn þunga kross, er hann t>£ir, finnst mér hann hafa verið einn hinn mesti hamingjumaður, sem ég hef kynnzt. Og lengi mun lifa minningin um völundarsmiðinin blinda á Mófellsstöðucn, hinn góða og glaða dreng, sem færði með sér birtu og gleði, hvar sem hann fór. Ólafur Hansson Ráðskona og slarfsstúlka óskast við heimavist Miðskólans í Stykkishólmi skólaáiift 1962—1963 Umsóknir sendist til skóla- nefndar Stykkisholms fyrir 1. september n.k. Nauðungaruppboð Það, sem auglýst var í 26., 29. og 33. töJublaði Lögbirt- ingablaðsins 1962, á Hrauntungu 7 (Lindarvegi 7) Kópa vogi, eign Jóhanns Sigurðar Gunnsteinssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 16. ágúst 1962 kl. 14, eftir kröfu Jóhanns Ragnarssonar, hdl. og Eggerts Kristjánssonar, hdl. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.