Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. águst 1962 MORCVISBLAÐIÐ 5 „HVAÐ rná bjóða ybkur ofan á brauð? Skiniku, rúllupylsu, hrátt svínakjöt, filet — ham- borgara já.“ Beittur hnífurinn skar væna flís af rauðbrúnu kjötinu, sem brátt var horfið ofan í maga blaðamannanna. Þrjátíu kjötiðnaðarimenn stóðu við langborð með upp- reidda hnífana og kepptust um að skera álegg fyrir gesti sína. Borðið var ríkulega hlað ið pylsum og uppvafning- um, margvíslegum að lögun og gerð: smásýnishorn af kunn- áttu þeirri, sem þeir höfðu til- einkað sér á nýafstöðnu nám- skeiði, sem Félag kjötiðnaðar- manna og Félag kjötverzlana stóðu fyrir, með aðstoð frá Sláturfélagi Suðurlands, Sam- bandi ísl. samvinnufélaga, Búr felli og Kjötveri. Þetta er í annað sinn sem efnt er til slíks námskeiðs hér á landi og var hið fyrra hald- ið 1952. Dansíkur sérfræðing- ur, Kaj V. Andersen, ráðu- nautur hjá Teknologisk Insti- tut í Kaupmannahöfn, var að þessu sinni fenginn til að veita námskeiðinu forstöðu og hélt hann fyrirlestra, sýndi kvikmyndir og hafði verklega kennslu, þar sem kenndar voru ýmsar nýjungar. Stóð námsikeiðið í tæpan raánuð. Kaj V. Andersen sagði við fréttamann Morgunblaðsins, að hann hefði lítið nýtt haft fram að færa, og stafaði það fyrst og fremst af því að hér væri annað og minna úrval hráefnis, en hann ætti að venjast. Aðalnýjungarnar hefðu verið fólgnar í breytt- um og hagikvæmari starfsað- ferðum, meðferð véla o.s.frv. T.d. væri miklu snyrtilegra að sjóða rúllupylsur í þéttum plastumbúðum en sauma þær saman, auk þess sem fólk þyrfti ekki að stanga þráðinn úr tönnunum, þegar það snæddi pylsurnar, svo eitt hvert dæmi væri nefnt. Þá gaf hann okkur að bragða á pylsum, sem voru nýstárlegar að því leyti að í þeim var ekfcert mjöl, aðeins kjöt. Kjötiðnaðarmenn töldu þó ekki horfur á að hægt yrði að koma þeirn á markaði hér, þar sem óhjáfcvasmilegt væri að selja þær á hærra verði en pylsur þær, sem nú eru á boðstólum. Mikill áhugi ríkir meðal kjötiðnaðarmíanna að halda þessi námskeið tíðar en hing- að til hefur verið gert. Væri árangur námskeiðsins geysi- mifcill, enda hefðu verið mjög örar framfarir í kjötiðnaði hin síðari ár og væri mjög mikilsvert að íslenzkum kjöt- Kaj V. Andersen brýnir sveðjuna. iðnaðarmönnum gefist tæki- fœri til að fylgjast með þeim og tileinka sér þá reynslu, sem færustu menn á því sviði hafa fengið. Laeknar fiarveiandi Árnf Guðmunðsson til 10/9. (Björg- vin Finnsson. Alfreð Gíslason 16/7 til 7/9. Btaðgengill: Bjarni Bjarnason. Arinbjörn Kolbeinsson til 24/9 ( Bj arni Konráðsson). Arnbjörn Ólafsson, Keflavík. tll 18/8. (Jón Kr. Jóhannsson). Árni Björnsson 29. 6. í 6—8 vikur. (Einar Helgason sama stað kl. 10—11). Björgvin Finnsson 9/7 til 7/8. (Árni Guðmundsson). Björn L. Jónsson 1/8 til 20/8. (Kristján Jónasson, sími 17595). Bergsveinn Ólafsson um óákveðinn tíma (Pétur Traustason augnlæknir, Þórður Þórðarson heimilislæknir). Bergþór Smári til 3/9. (Karl Sig. Jónasson) Friðrik Einarsson í ágústmánuði. Grímur Magnússon til 23/8. (Einar Helgason). Guðmunður Björnsson til 19/8. Staðgengill: Pétur Traustason Guðmundur Eyjólfsson til 10/9. (Erlingur Þorsteinsson). Gunnar Guðmundsson til 30/8. (Kjartan R. Guðmundsson). Halldór Hansen til ágústloka. (Karl S. Jónasson). Jón I»orsteinsson, ágústmánuð. Jónas Bjarnason til 27/8. Karl Jónsson 15/7 til 31/8. (Jón Hj. Gunnlaugsson). -Áristjana Helgadóttir til 15. okt. (Einar Helgason, Klapparstíg 26. við- talstími. 10—11, sími 11228). Kristján Sveinsson til mánaðamóta. (Pétur Traustason augnlæknir, Jónas Sveinsson heimilislæknir.) Kristinn Björnsson til ágústloka. — (Andrés Ásmundsson). Heimasími 12993. Richard Thors frá 1. júlí í 5 vikur. Ragnar Sigurðsson til 3/9. (Andrés Ásmundsson). Stefán Björnsson 1. júlí til 1. sept. (Víkingur Arnórsson, Hverfisgötu 50. Viðtalstími 2—3.30 e.h. alla daga, jiema miðvikudaga 5—6. e.h. ■ Sveinn Pétursson um óákveðinn tíma (Skúli Thoroddsen). Tómas Jónasson til 17/8. (Einar Heigason). Valtýr Bjarnason 17/7 tll 17/9. Btaðgengill: Hannes Finnbogason Viðar Pétursson til 15/8. Þórarinn Guðnason til 16/8. Eggert Goða það líkast unun er andspænis sitja móti þér og stjörnu sjá, þá birtu ber, á brúna himni tindra. Hefi ég þá í huga mér svo harla margt að segja þér, en orð frá vörum ekkert fer, því eitthvað málið hindrar. (Eftir Saffó). Söfnin Árbæjarsafn opið alla daga kl. 2—6 e.h. nema mánudaga. Á sunnudögum til kl. 7 e. h. Tæknibókasafn IMSÍ. Opið alla virka daga frá 13—19 nema laugar- daga. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud.. fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1,30 til 4 e.h. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túní 2, opið dag'ega frá kl. 2—4 e.h nema mánudaga. Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 1.30 til 4 e.h. Listasafn Einars Jónssonar er frá 1. júní opið daglega frá kl. 1:30—3:30 e.h. Ameríska bókasafnið er lokað vegna flutninga. í>eir sem enn eiga eftir að skila bókum eða öðru lánsefni, vinsamlegast komi því á skrifstofu Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, Bændahöllinni við Hagatorg II. hæð. Bókasafn Kópavogs: — Utlán þriðju daga og fimmtudaga í báðum skólun- Ég samfagna fátækum ungum mönn um, með pví að hafa fæðzt í þeim fornu og heiðvirðu sporum að vera tilneyddir til þess að neyta krafta sinna til þess ýtrasta. ■— A. Carnegie. Virtu fyrir þér gerðir þessa eða hins, rannsakaðu hvatir hans, gefðu gaum að þeim hlutum, sem honum eru til ánægju. Hvernig fær þér þá dulizt, hver hann er í raun og sann- leika? — Konfucius. Reyndu alltaf að vera það, sem þú villt sýnast. — G. Sharp. GUÐRÚN feg'urðardrottninig 1962, tekur þessa dagana þátt í fegurðarsamkeppni í Istan- bul. Meðfylgjandi mynd var tekin af henni og fjórum öðr- um fegurðardrottningum um borð í Tyrfclandsfarinu Kara- deniz í Barcelona, þegar voru að halda af stað Keppninnar. Stúlkurnar talið frá vinstri: Defy frá Ítalíu, Maria Rosa Fern- andiez fré Portúgal, Bjarnadöttir frá fslanidi, Di- ana Idalgie frá Belgíu og Gene- vieve Mercier frá Frakfklandi. Stúlka með stúdentspróf vill taka að sér heimavinnu við bók- hald, prófarkalestur eða þýðingar. Uppl. í síma 34025 eftir kl. 6 í kvöld og næstu kvöld. Vinna Stúlkur vanar saumaskap óskast. Uppl. að Brautar- holti 4, III. ihæð. Gullúr Vöggusett í miklu úrvali. Sængurfatn aður barna og fullorðinna, hagstætt verð. Húllsaumastofan Svalbarði 3, Hafnarfirði. Sími 51075. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í tólbaks og sælgætisverzlun. — Sími 12130. tapaðist á Akureyri í júlí- mánuði. Skilvis hringi í sima 1343, Akureyri; 35416, Reykjavík. Hver getur leigt hiús fyrir nokkra hesta á vetri komandi. Tilb. leggist inn til Mlbl., merkt: „Hesthús — 7604“. 2—3 herb. íbúð óskast til leigu 1. októlber. Uppl. í síma 22621. 2—3 herb íbúð óskast til leigu. Reglusemi. Góð umgengni. Uppl. í síma 38085. er komið í hljóðfæraverzlanir og kvöldsölustaði. í heftinu eru þessir metsölutextar: ★ HULDA ★ KVÖLD í MOSKVU ★ MAMMA MÍN ★ NONNI ★ SHIP-O-HOJ . ★ KENNDU MÉR ★ GLAÐA LÍF AÐ KYSSA RÉTT ★ HÉR ER LÍF auk 23 annarra vin- OG FJÖR sælla texta o. fl. Heftið sem allir hafa beðið eftii l\!ýleg 3ja herb. íbúð við Hátún til sölu. Sérhitaveita. Fyrsti veðréttur óbundinn. íbúðin getur verið iaus tii íbúðar í næsta mánuði. JÓN ÞORSTEINSSON, lögfræðingur .. Óðinsgötu 4 — Símar 24772 og 22532. STIJLKA óskast til aigreiðslustarfa í sérverziun í miðbaenum allan eða hálfan daginn (síðari hluta dags). — Umsóknir sendist í afgr. Mbl. sem fyrst merktar: ,,B — S — 7509“ er tilgreini nafn, heimilisfang, símanumer og aldur. Vélskólinn í Reykjavík Umsóknir um upptöku í skóiann þurfa að berast undirntuðum fyrir 5. sept. Inntökuskilyrði eru: í vélstjóradeild: Iðnskóla- próf og 4 ára nám á vélaverkstæði. í rafvirkjadeild: Iðnskólapróf og 4 ára nám í raf- eða rafvélavirkjun. Umsóknareyðublöð fást hjá húsverði Sjómanna- skólans og undirrituðum á Víðimel 65. GIINNAR BJARNASON, skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.