Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 16
16 MOncinsnT. aðið Þriðjudagur 14. ágúst 1962 J'" p&í&jí&s/l it Langstökkið Vil'hjálmur vann langstökkið örugglega með 7,27 m stökki. En baráttan um næstu sæti varð sérstaklega hörð. Þorvaldur Jóns son tryggði sér „silfrið“ með 7,16 m stökki og nokkuð jafnri „seríu“ en Úlfar Teitsson virtist öruggur með 3. sætið með 7,08 í 5. stökki og 7,09 í síðustu umferð. En skyndilega blandaði Einar Frímannsson sér í leikinn og Beztu afrek mótsins VILHJÁLMUR EINARSSON vann bezta afrek Meistara- mótsins með 15,31 m < þrí- stökki. En keppnin um bezta afrekið var geysihörð. Fimm beztu afrekin voru þessi: Vilhjálmur Einiirsson ÍR 15,31 m í þrístökki, sem gefur 1041 stig. Kristleifur Guðbjömss. KR í 3000 m hindrunarhlaupi 9.07.7, sem gefur 1030 stig. Jón Þ. Ólafsson ÍR, fyrir 1,96 m í hástökki, sem gefur 992 stig. Gunnar Huseby KR fyrir 15,75 í kúluvarpi, sem gefur 967 stig. Valbjörn Þorláksson ÍR, fyrir 4,30 m í stöng (í tug- þraut) sem gefur 950 stig. ic Óþekktir unnu í 80 m hlaupinu varð keppni ákaflega tvísýn og skemmtileg. óþekktur hlaupari á þessari vegalengd kom þar skemmtilega á óvart og vann með nokkrum yfirburðum á góðum endaspretti. Hinar stærri stjörnur vantaði í þetta hlaup, en Kristján sýndi að hann á framtíð fyrir sér þarna. Valbjörn brá sér í 400 m grinda hlaup öllum að óvörum. Hlaupið sýndi hversu reyndur hann er í greininni, en tíminn varð 58,6 sek. og Valbjörn kom óþreyttur í mark. Það er víst fátt i frjáls- um íþróttum sem Valbjörn ekki getur, og jafnvel í 400 m grinda- hlaupi gæti hann án efa ógnað — eða bætt — ísl. metið. ★ Valbjö.rn var mun slappari síð- ari daginn og fór nú aðeins 3,70 m í stangarstökki. Hann hafði áð- ur sigrað og lét hækka mjög mik- ið og komst aldrei yfir þá hæð. Hefði sennilega verið ráðlegra að hækka minna í einu en oftar. Úrslit mótsins urðu þessi: Meistaramótið f frjálsum íþr. . ÚRSLIT FYRRI DAGS: 200 m. HLAUP: 1) Valbjörn Þirláksson, ÍR, 2) Skafti Þorgrímsson, ÍR, 3) Þórhallur Sigtryggsson, KR, 4) Höskuldur Þráinsson, HSÞ, KÚLUVARP: 1) Gunnar Huseby, KR, 2) Jón Pétursson, KR, 3) Guðmundur Hermannss., 4) Arthur Ólafsson, Á KR, HÁSTÖKK: 1) Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 2) Ingólfur Bárðarson, UM-FS 3) Valbjörn Þorláksson, ÍR, 4) Halldór Jónsson, ÍR, 800 m HLAUP: 1) Kristján Mikaelsson, 22,7 23,0 23,2 24,0 15,75 14,73 14,71 14,08 1,96 1,80 1,75 1,75 2.01,3 100 m HLAUP: 1) Eirvar Frímannsson, KR, 10.9 Framinald á bls. 17. Kristján fer í lánsskóna frá Valbirni. (Ljósm. Sv. í>orm.) Kristján vann mjög óvænt - en Huseby eins og vant er Á lánuðum skóm og láoað spjót með ÓVÆNTASTA sigurinn á meist- aramótinu í frjálsíþróttum vann 20 ára gamall Hafnfirðlnigur, Kristján Stefánsson FH, sem frægari er fyrir handknattleik. Daufri og tilþrifalausri spjót- kastskeppni breytti hann skyndi- lega í eftirminnilegan sigur og sýndi enn hvílíkum hæfileikum hann býr yfir, þó hann því mið- ur hafi að mestu snúið baki við frjálsum íþróttum. Kristján blandaði sér lengst af ekki í baráttuna um 1. sætið í spjótkastinu. En í 5. umferð, fékk hann lánaða kastskó Val- bjarnar og stálspjót hjá Jóel Sig- urðssyni. Skórnir og spjótið reyndust svo vel, að nú náði Kristján 62,22 m kasti og lengdi sig um 7—8 m. Kristján var með 'þessu kasti 4% m á undan næsta manni. — Ég hef ekki snert á spjóti í nær heilt ár, sagði Kristján á eftir. Ég fékk skóna og stál- spjótið og skórnir voru afbragðs- góðir. Ég hljóp hægt að, en spyrnan var mjög góð og svo flaug spjótið. Það mætti aðeins spyrja: Hvað gæti Kristján, ef hann æfði? Annað eftirtektarvert afrek var unrnð í kastgrein. Það var gamla kempan Gunnar Iluseby, sem enn einu sinni sigraði í kúlu varpi. Þó er þetta 26. árið sem Færeyingor til Keflovíkur FÆREYSKA landsliðið í knatt- spyrnu keppti við Akurnesinga sl. laugardag. Jafntefli varð 2 mörk gegn 2. Var þetta lang 'bezti leikur færeyska liðsins í íslandsferðinni. Á miðvikudagskvöldið leika þeir sinn síðasta leik. Verða Þeir gestir Keflvíkinga á miðviku- dag og um kvöldið verður leikur við bezta lið IBK. Fer leikurinn fram á grasvellinum i Njarðvik og hefst kl. 8.30. Fyrir leikinn verður kappleik- ur í 3 flokki milli færeyska liðs ins HB sem hér er á vegum Vík- ings og jafnaldra þeirra úr IBK. Gunnar keppir. Og Gunnar gerðl reyndar meira en aðeins að sígra. Hann var rúman meter á undan næsta maiuni. Þó Gunnar sé nú með meter styttra varp en þeg- ar hann náði sínu bezta, er hann ennþá meter á undan næsta keppinaut. Þetta er afrek full- orðins manns sem er einstætt og vert er að minnast. Þetta er einn af áhorfendum að frjálsíþróttamótinu. En hugurinn var hálfur í Dubl- in. Útvarpstæki hafði hann með sér og hlusetaði á Sig- urð Sigurðsson. Og svo æpti hann upp er Islendingar skoruðu. Þetta vakti fögnuð í stúkunni. 7.09 m í langstökki nægðu ekki til verðlauna á M.Í. Myndavél varð oð skera úr úrslitum i 100 m hlaupi MEISTARAMÓTSINS í frjálsum íþróttum 1962 verður lengst miiunzt fyrir árangur í stökkum. Bezta afrek mótsins var unnið í þrístökki, þó Vilhjálmur næði nú „aðeins" 15,31 m. En hin jafna keppni í langstökki var einstök í sinni röð. 7,09 m stökk nægði ekki til að komast á verð- launapalliriin og er slíkt næsta fátítt jafnvel hjá þjöðum sem eru margfalt mannfleiri en við Má til gaman geta þess, að sænski meistarinn stökk 7,00 m á meist- aramóti Svía á dögunum. <5 '■» stökk í síðasta stökki 7,12 m og komst á pallinn. Þetta er ein- stæð langstökkskeppni hér á landi og myndu fleiri þjóðir á- nægðar með slíkan árangur. Að- stæður voru líka eins hagstæðar og hugsast gat. ★ Hörðust keppni Hörðust var keppnin í 100 m hlaupi. Mátti vart á milli sjá Einars Frímannssonar : og Val- bjarnar meistarans frá í fyrra. Og Valibjörn var slappari en vant er þennan seinni dag mótsins og •varð af 7. meistarapeningnum. 2) Halldór Jóhannesson. HSÞ, 2.03,6 3) Valur GuSmundsson, KR, 2.05,7 4) Tryggvi Óskarsson HSÞ, 2.07,4 SPJCTKAST: 1) Kristján Stefánsson, FH, 62,22 2) Kjartan Guójónsson, KR, 57,70 3) Björgvin Hólm, ÍR 57,42 4) Jóel Sigurðsson ÍR, 54,61 LANGSTÖKK: 1) Vilhjálmur Ennarsson, ÍR, 7,27 2) Þorvaldur Jónasson, KR. 7,16 3) Einar Frímannson, KR. 7,12 4) Úlfar Teitsson, KR, 7.09 5000 m HLAUP: 1) Kristleifur Guðbjörnss. KR, 15.24.2 2) Agnar Leví, KR 15.43,2 400 m GRINDAHLAUP: 1) Valbjöm Þorláksson, ÍR, 58,6 2) Björgvin Hólm, ÍR, , 59,6 3) Hjörleifur Bergsteinsson, Á, 61.9 ÚRSLIT SÍÐARI DAGS: Ungar Breiðabliksstúlkur töfðu újslitin í Kópavogi — sigruðu FH með 5 gegn 4 Útihandknattleiksmóti kvenna átti að ljúka um helgina, en síð- asti leikur mótsins var milli FH og Breiðabliks. FH nægði jafn- tefli til að vinna mótið. En hinar ungu Kópavogsstúlkur gáfu leik inn ekki fyrirfram, náðu tveggja marka forskoti í upphlaupi, börð ust vel allan tímann og unnu með 1 marki 5—4. Var leikurinn hinn skemmtilegasti. Vegna þessara úrslita verður FH og Ármann að leika auka- i leik til úrslita í mótinu. Bæði liðin hafa 10 stig eftir 6 ieíki. FH vann Ármann fyrir nokkrum dögum, en Breiðalblik setti þetta ' strik í reikninginn fyrir FH. Úr- j slitaleikurinn er ákveðinn 21, ágúst n.k. Á laugardag lauk keppni í 2. flokki kvenna á sama móti. Þar fór Breiðablik með sigur a.f hólmi unnu Ármanns-stúlkur í úrslita- leik með 4—3 eftir mjög jafnan og spennandi leik. Einar og Valbjörn í markinu. Skafti er þriðji.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.