Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 1
20 siður V 49 árgangur 187. tbl. — Laugardagur 18. ágúst 1962 Prentsmiðja Morgimblaðslns Geimíararnir aka á Rauða torgið með Krúsjeff Mikil hátibahöld i Moskvu i dag MOSKVU, 17. ágúst — NTB — Á föstudag lauk í Moskvu und- irbúningnum að hinni miklu móttökuhátíð fyrir geimfarana Nikolajev og Popovitsj, sem fram á að fara á laugardag. Meðan þeir geimfararnir gengust undir læknisskoðanir og hvíldu sig nálægt Volgubökkum, voru Moskvu-búar í dag önnum kafnir við að setja upp fána- Btengur og annað skraut á hinu sögufræga Rauða torgi úti fyrir Kreml. Mikið um að vera Stór mynd af Lenin hangir nú Líðun Nennis betrí AOSTA, 17. ágúst (NTB) — Leið togi vinstri jafnaðarmanna á ít- alíu, Pietro Nenni, sem liggur í sjúkrahúsi hér í Aosta, eftir slys það er hann varð fyrir í hlíðum Alpa-fjalla á fimmtudag — var við mun betri líðan síðdegis á föstudag. Einn af læknum Nennis, próf. Giulio Cesare Dogliotti, skýrði blaðamönnum frá því, að ástæða væri til nokkurrar bjartsýni. í læknayfirlýsingu um líðan hans var sagt, að einkenni, sem bent hefðu til lungnasjúkdóms og or- sakað hefðu talsverðar kvalir á fimmtudag, væru horfin. Antonio Segni, forseti, og Amin tore Fanfani, forsætisráðherra, voru meðal þeirra hundraða manna, sem sendu Nenni kvðju í sjúkrahúsið á föstudag og ósk- uðu honum skjóts bata. — (Sjá nánar um slysið á bls. 10. — Utan úr heimi). uppi á framhlið grafhýsis hans og á veggjum Kreml getur að líta fána sovétlýðveldanna fimmtán. Sögusafnið, sem einn- ig snýr út að Rauða torginu, er skreytt með risastórum mynd- um af geimförunum Vostok 3 og Vostok 4, en fyrir framan þau eru brjóstmyndir af þeim Nikola jev og Popovitsj. Á miðju Rauða torginu hefur verið komið fyrir 52 metra langri eldflaug, sem að kvöldd dags 9 að lýsa upp með marg- litri birtu ljóskastara, þannig að sem líkast verði geimfari á ferð. — Útvarp og sjónvarp munu gefa.fólki um þvert og endilangt Framhald á bls. 2. „ÖFLUG kjarnorkusprenging braut á bak aftur vörn óvin- anna. Skriðdrekasveitir geyst ust siðan áfram á hámarks- hraoa og framkvæmdu fyrir- skipanir herstjórnarinnar.“ —• Á þessa Ieið var hin áhrifa- ríka lýsing „Rauðu stjönunn- ar“, blaðs rússneska hersins sem birt var með myndinni hér að ofan hinn 3. ágúst sl. — tveim dögum áður en hin ar nýju kjarnorkuvopnatil- Myndafölsun „Ra uðu stjörnunnar raunir Sovétrikjanna hófust. I texta með myndinni var enn fremur tekið fram að myndin hefði verið tekin „við heræf ingar nýlega". Pað var því ek^i að undra þótt erlendir frettamenn í Moskvu yrðu hissa, þegar blað ið barst í hendur þeirra. Höfðu Rússar sprengt kjarnorku- sprengju fyrr en þeir sögðust ætla og án þess að Vestur- v:ldin hefðu orðið þess vör? Ef þessi var reyndin, hlutu skriðdrekarnir að hafa verið hættulega nærri sprenging- unni. Þessar efaseindir og aðrar slíkar urðu tU þess, að nánar var farið að athuga myndina. Og niðurstaðan, sem þá fékkst var sú, „ð allar líku bentu tU þess að mökkurinn frá „kjarnorkusprengingunni“ hefði verið teiknaður eða fals aður með öðrum hætti á mynd af venjulegum skriðdrekaæf- ingum. SÞ sctja Katanga stjórn úrslitakosti Óljósar fregnir af alvarlegum átökum í Norður-Katanga SAMEINUÐU þjóðirnar lýstu því yfir í dag við stjórnina í Katanga, að samtökin myndu telja sig knúin til að grípa í taumana með öllum tiltæk- um ráðum, ef stjórnin gæfi ekki viðstöðulaust út fyrir- skipun til herja sinna í Norð- ur-Katanga um að draga sig í hlé frá bardögum við sveit- ir ríkisstjórnar landsins. l»að var æðstráðandi SÞ í Kjongó, Robert Gardiner, sem gerði Katanga-stjórn grein fyrir. þessum úrslitakostum samtak- anna og kröfum þeirra um að þeg ar yrði hætt fjandsamlegum að- gerðum gegn hermönnum ríkis- stjórnarinnar við Mukato í Norð- ur-Katanga. Litlu síðar vísaði talsmaður Katanga-stjórnar á bug fregnum um að katanskir hermenn hefðu lag-t til árása. Mobutu til Albertville. ' Yfirmaður Kongó-hers, Mo- butu ofursti, er farinn af stað til Albertville 1 Norður-Katanga, þar sem hann mun eiga viðræður við Victor Lundula hershöfðingja, sem er yfirmaður þriðja stjórnar hersins. Kongóska fréttastofan skýrði frá því í dag, að liðsveitir frá Katauga hefðu tekið þorpið Kyayo, 75 km suður af Al- bertville, og væru nú á leið lengra norður á bóginn. Einn ig mun svo hafa komið tU á- taka við Kitenge. Heimildir, sem að jafnaði eru taldar áreið anlegar, greina frá því, að her menn frá Katanga hafi borið hærri hlut í átökum við liðs- afla rikisstjórnar landsins milli Albertville og Kaholo. f úrslitakostum Sameinuðu þjóðanna segir m.a., að samtökun um hafi verið falið að koma í veg fyrir borgarastyrjöld í land- inu. Muni samtökin því koma til skjalanna. ef átökum verði ekki hætt. Alvarleg átök? Áreiðanlegar fregnir herma, að hernaðarátökin hafi verið hin al varlegustu En ennþá liggja ekki fyrir fregnir um tölu fallinna og særðra, eða hve fjölmenn lið hafi átt hlut að átökunum. Frá fréttamönnurn í Elísabtville ber ast þær fregnir, að Katanga- stjórn muni hafa látið til skarar skríða á fleiri en einum vígstöð- um. Áhyggjur u»n a/stöðu Breta. Utanríkismálaráðuneyti stjórn- arinnar í Leopoldville lýsti því yfir í dag, að rangar væru fregnir um að hún hefði í hyggju að slíta stjórnmálasambandi við brezku stjórnina. Engu að síður kvað hann Kongó-stjórn vera ljóst, það sem harm nefndi „brezka íhlut- un í Katanga-vandamálið“. Að á- liti fréttamanna hefur Stjórnin í Lenr>Id’'Ule áhyggjur af því, að Frh. á bls. 19 Elvis Presley | skemmtir LONDON, 17. ágúst (AP) — Elvis Presley var i dag settur á lista bandarískra skemmti- krafta, sem koma munu fram fyrir Elísabetu II. Bretadrottn ingu á konunglegri fjölleika- sýningu hinn 29. október næstkomandi Slík sýning fer fram. ár- lega og von- ast skipu- leggjendur hennar til að í þetta skipti taki einn- ig Þátt í henni þeir Frank Sinatra, twist-konungurinn Chubby Checked og píanó leikarinn og söngvarinn Ray. Charles. Sýningin verður hald in í hinu kunna Palladium leikhúsi í Lundúnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.