Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 8
8 MORGUNBtJÐIÐ Laugardagur 18. ágúst 1962 Sigmundur Sveinsson Minningarorö. Sigmundur Sveinsson er að minni hyggju einn okkar sérstæð ustu og merkustu manna. Lífsorka hans var mikil og hugsunin frjó. Hann var glögg- ur að sjá verkefni, er vinna þurfti, og manna fúsastur sjálf- ur til að leggja það lið, er hann mátti. Líknarmál og mannúðar voru honum mál málanna og afl vaki þróttmiklu trúarlífi hans. Fegurst þótti mér störf hans fyr- ir _ fávitana að Sólheiifium í Grímsnesi. Hann kvaðst vera sannfærður um það, að ókleift væri að nálægjast Guð nema með því að læra fyrst að unna hver öðrum. Trú hans á kærleikann var svo heit og sterk, að hún hóf hann hærra og hærra upp yfir allan klíkuskap og kreddur. Kristur var æðsta hugsjón 'hans. Á 'hann trúði hann af öllu hjarta. En hvað er það að trúa á Krist? Sigmundur segir um það sjálfur: „Er það að hafa á- íkveðnar skoðanir á vissum atr- iðum í Nýja tes. imentinu og samsinna játningum kirkjuþinga? Eða er það að 'yllast úlfúð og ónotum við þá, er ekki hafa sömu skoðun á þessum atriðum og við sjálfir? Nei, er það ekki ■heldur hitt að ástunda öllu fram ar að láta líf okkar öllum stund- um og í öllu dagfari sýna trú okkar á Krist“. Kristur birti okkur kærleika Guðs að dómi hans. Því þoldi hann ekki kenninguna um eilífa útskúfun og ætlaði sér að skrifa gegn henni. Hvílík fásinna, að algóður, alvitur og almáttugur Guð varpi nokkru barna sinna í eilífa glötun. Og mundi ekki eitthvað gott búa í öllum mönn- um? Hann trúði fagnaðarerindi Guðs, sem skáldið lýsti svo: Mitt kærleiksdjúp á himins víðar hallir. í húsi mínu rúmast allir, allir. Sigmundur vildi vera boðberi kærleikans, 'hvar sem hann fór, og fram á tíræðisaldur hafði hann ærið að starfa hvern dag. Eins og Franz frá Assisi unni hann mjög dýrunum, svo að Atvinna — Afgreiðslustörf Reglusamur maður óskast til afgreiðslustarfa í bíla- varahlutaverzlun hér í bæ. Bílpróf æskilegt. Um- sókn ásamt uppiýsingum óskast send . afgreiðslu blaðsins fyrir 23. þ.m. merkt; „Atvinna — 7682“. Málverkasýning pORSTEINS hannessonar í Ásmundarsal Freyjugötu 41 verður opnuð í dag. Opin daglega frá kl. 14—22 dagana írá 17.—27. þ.m. óskast til eldhússtarfa. Veitingahusið MAUST íbúð Efri hæð og ris við Grettisgötu til söiu ný standsett og laus til íbúðar. — Upplýsingar í síma 33714. Tilboð óskast í byggingarlóð fyrir tveggjahæða íbúðahús á íógrum stað í Austurbænum. Tilboð send ist Morgunblaðinu fyrir 22. þ.m. merkt: „Hornlóð — 7030“. Sendisveinn óskast Virmutími kl. 9 — 6. Þarf að eiga skellinöðru. iðtttMiú hann taldi það t.d. eina af gæfu- stundum lífs síns, er hann bjarg aði uppi á heiði soltinni haga- mús frá hungurdauða. Hann vann einnig með líkum hætti af frábærri eljan að því, að kapell ur yrðu reistar. Hann lagði ennfremur kapp á það að vera manna sættir. í sjúkrahúsum var hann tíður gestur til þess ' að hressa og gleðja. Og á kvöldin áður en hann fór að sofa bað hann mál- efnum Guðs sigurs, og blessunar hundruðum manna, sem hann nefndi hvern og einn með nafni; Margir eiga houm mikið að þakka, því að hann hafði bæt- andi á'hrif á þá, sem hann var með. Þeim var það blessun, að hann skyldi biðja og iðja. Þannig gegndi hann hinum al- menna prestsdómi, sem haldið hefir uppi starfi kirkjunnar um iiðnar aldir. Hann var, eins og komizt er að orði í Nýja testa- mentinu, „máttarstoð í húsi Guðs“. Kristni fslands gleymir aldrei þessum góða syni. Asmundur Guðmuhdsson. HIN heilaga stund er komin, að kveðja þennan vin vorn hér á jörðu. Hanr. lc-itaði og fann veg- inn til Guðs, ekki aðeins fyrir sig, heldur fjölda annarra manna, sem hann af alúð og áhuga leit- aðist við að hjálpa á rétta braut í andlegum efnum. Hann hafði því náð hámarki lífsins, að finna fullnægju þess í viðleitni sinni að hjálpa öðrum. Þjónustustarfið var honum hið æðsta takmark og fulisæla. Sigmundur Sveinsson andaðist á borgarsjúkrahúsinu 12. þ.m. í dag verður hann jarðaður að Voðmúlastöðum, hið hlið konu sinnar. Sigmundur var fæddur í Gerð- um, Garði, 9. apríl 1870 og varð því 92 ára og er það óvenju hár aldur, einkum þegar þess er gætt hve vel hann hélt sér lengi og sínu dásamlega fjöri. Foreldrar hans voru Sveinn Magnússon frá Grund undir Eyjafjöllum og Eyvör Snorradóttir prests að Desjarmýri, Sæmundssonar prests að, Útskálum, hin mestu sæmdarhjón. Sveinn smiður góð ur og ft'ábær atorkumaður, en Eyvör vel aö sér og trúkona. Hefur Sigmundi því kippt í kyn- ið til beggja. Htyin ólst upp hjá foreldrum sínum og á áttunda ári byrjaði hann að fara á sjó og sjómertnsku stundaði hann, meðan hann dvaldi á Suðurnesj- um. Árið 1901, kvongaðist hann Kristínu Símonardóttur úr Land- eyjum, hinni ágætustu konu og taldi Sigmundur það eina af náð argjöfum Guðs. Hjónaband þeirra varð langt og farsælt. Börn in urðu 8. 4 synir og 4 dætur, sem öll lifa nema 1 sonur er andaðist fyrir allmörgum árum. Voru þau hjón fyrst í Hafnarfirði og fluttu þá að Brúsastöðum í Þingvalla- sveit og ráku þar búskap til 1919 og jafnframt veitingasölu í Val- höll. Nutu þau þar björtustu sólskinsstunda ævinnar. Frá 1920 til 1941 var hann umsjónarmað- ur Miðbæjarbarnaskólans. Eftir það hafði Sigmundur ekki fast starf á hendi, en vann að ýms- um áhugamálum sínum. Ein dóttir þeirra, Sesselja, fekk snemma áhuga á því að líkna vangefnum börnum og koma á fót hæli fyrir þau. í því skyni, að kynna sér þau mál, dvaldi hún um hríð á barnaheimilum og spítölum í Þýzkalandi. Upp. úr því spratt barnaheimilið Sólheim ar sem Sesselja hefir stjórnað síðan. Naut hún til þess öflugrar hjálpar foreldra sinna og syst- kina og hefir Sigmundur alltaf stutt heimilið af ráði og dáð. Árið 1944 missti Sigmundur konu sína og var hún jörðuð að Voðmúlastöðum í Landeyjum, en þar var hún fermd. Þar var áður kirkja, en var lögð niður 1910. Kristínu þótti mjög fyrir því og síðasta áhugamál hennar fyrir andlátið var, að þar yrði reist kapella. Og nú hófst einn dá- samlegasti þáttur í lífi Sigmund- ar. Hann taldi það' helga skyldu sína, að koma þessu áhugamáli sinnar ástríku eiginkonu í fram kvæmd. Með sigursælum dugn- aði og áhuga hófst hann þegar handa, að safna fé til kapellunn ar og undirbúa byggingu henn- ar. Og þó oft horfði óvænlega, var smíðinni lokið og kapellan vígð, áður en 2 ár voru liðin frá andláti konu hans og allt skuldlaust Nú er kapellan orðin vel efnuð og á mikið fé. Sigmundur hefir lokið löngu og merku líísstarfi,. fyrir náð Guðs og kærleika. Nafn hans mun lengi verða uppi í þakklátum huga hinna mörgu er kynntust honum og nutu kærleika hans og vináttu. Drottinn blessi þig og varð- veiti þig. Steindór Gunnlaugsson. ÞEGAR ég talaði við Sigmund síðast, sagði hann- við mig: „Ég er orðinn ósköp slappur, ég er hræddur um það fari að styttast hjá mér“. „Það getur ekki verið, Sigmundur niinn, þú sem ert svo ungur etmþá“. „Já, það segirðu satt“, var hann fljótur að svara, „það hefur aldrei amað neitt að mér, en nú er ég hræddur nm — ég má bara ekki fara strax, ég á eftir að gera svo margt“ bætti hann við. Þó ég hefði grun um, að Sigmunduv vinur minn, ætti ekki langt eftir ólifað, harkaði ég af mér: „Við megum ekki missa þig, strax“, sagði ég. „Þú átti eftir að vera hjá okkur lengi enn“. „Ég vona það“, sagði hann. Svo kvöddumst við. Síðan hef ég ekki hitt Sigmund. Og nú er hann farinn. Ég sá Sigmund fyrst ungur drengur í Miðbæjarskólanum og Stálgrindahus Bjóðum frá Bretlandi tilbúin til afskipunar nokkur ný bogaiöguð stálgrindahús með öllu tilheyrandi efni og útbunaði til samsetningar. Nánari uppl. gefa E. ÞORKELSSON og GÍSLASON símar 20345 og 13501. man vel eftir honum frá þeim dögum. Líklega hefur hann í senn verið vinur okkar og þjáningar- bróðir í þessari stóru útungunar- vél menntunar og þroska, sem stóð ómáluð en reisuleg við Tjörnina, í senn áminnandi og kröfuhörð eins og gömul kennslu kona. Það var á þeim árum, þeg- ar orðið atómsprengja var ekki til, en lífsævintýrið mikla fólst í setningu eins og þessari: „Við förum í jakahlaup í dag strákar“. Það var áður en jakahlaup lífs- baráttunnar og þeirra óvissu tíma sem fylgdu í kjölfar styrj- aldarinnar varð partur af hvers dagslegum störfum okkar. Leiðir okkar Sigmundar skildu fljótt á þessum árum, ég fór í Landakotsskólann, hann að kanna ökunna heima þeirrar ósönnuðu staðreyndar, sem við köllum iíf eftir dauðann. En við áttum eftir að hittast aftur og ég að fá hlutdeild í þessari könn- unarferð Sigmundar. Það * var mikið ævintýri og ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynnast honum betur, skoðunum hans, reynslu og trú. Fáum mönnum hef ég kynnzt, sem hafa orðið mér sá styrkur, sú hjálpar hella, sá viti sem Sigmundur var. Óbilandi trú hans á guð og fram haldslífið var það frækorn sem hann sáði í brjóst okkar allra, hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Það er trúa mín að Sig- mundur hafi gefið hverjum manni nýtt hjarta, sem honum kynntist. Mér eru ávallt minnisstæð þessi orð sem hann sagði við mig í samtali, sem birtist hér í blað- inu 9. október 1960: „Útskúfunar kenningin er djöfull og ekkert annað“. Ég spurði: „En er hún ekki samkvæmt biblíunni?“ Hann svaraði: „Þeir segja að þetta sé allt þaðan, jú það segja þeir. En ég hef bara ekki rekizt á það, hvað segir Páll postuli? „Frá Honum, fyrir Hann og til Hans eru allir hlutir“. Og hvað segir hann um kærleikann? Og samt á þessi algæzka að vera svo grimm að hún sendir fólk, sem dæmt er til að flækjast á . henni jarðarboru beina leið til f helvítis. Nei, þetta var hægt 1 gamla daga, en — “. Sigmundur þurfti ekki á slík- um fullyrðingum að halda fyrir sjálfan sig. Þetta var skoðun hans, byggð á langri reynslu, byggð á þeirri trú, sem heitir kærleikur. Nú veit ég að hann hefur reynt þessi orð sín að sann sögli. Ef einhvers staðar er fall- egur blettur á astralplaninu, þá er ég þess fullviss, að þar situr Sigmundur nú á tali við Kristínu konu sína. Eða kannski hann megi ekki vera að því, kannski hann unni sér engrar hvíldar frá því að hjálpa öðrum, koma með yl og ljós inn í líf lifandi og dauðra. Það mundi mér þykja honum líkast. Hann sagði ein- hverju sinni við mig: „Þegar við erum hættir að halda í þann jarðneska munað sem okkur þykir girnilegastur, erum við eiginlega fyrst dauðir fyrir alvöru. Og þá byrjar nýtt líf“, Þetta líf hefur nú komið til hans eins og lamb á vori með nýja sól og nýjan bláan himin. Astral- ^ bláan himin, getum við sagt. Ég þakka Sigmundi fyrir upp- eldið, fyrir öll þessi elskulegu orð, fyrir bænirnar og þessa hlýju hugsun, sem gat gert krafta verk, svo sterk var hún, svo ójarðnesk og góð. Leiðsögustefið ið í lífi hans voru þessi órð: „Ef fólk vissi bara hvað mér líður vel, gæti það margt af lífi mínu lært. Guð er mér svo góður‘% Lífshamingja Sigmundar og bak hjarl hennar ætti í sénn að vera íhugunarefni og leiðarljós þeirri kynslóð sem nú lifir í kvíða og ótta við þann vísindalega guð, , sem hún hefur keppzt við að jhylla í kapphlaupinu mikla um heimsyfirráð. ^ j Mattliías Johannessen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.