Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 19
í Laugardagur 18. ágúst 1962 MOBGTJTSBI.AÐIÐ 19 Kosningarnar í Alsír: F ramboðslistar birtir um helgina ALGEIRSBORG, 17. ágúst (NTB) — Kosningabaráttan I Alsír mun að öllum líkind- um geta hafizt um helgina, en samkvæmt fréttum út- varpsins í Algeirsborg á föstu Fundur Sjálfstæð- ismanna á Þingeyri IÞANN 1. ágúst sl. var fundur í Sjálfstæðisfélagi Dýrafjarðar. Fundurirui var haldinn á Þing- eyri. Formaður félagsins, Jónas Ólafsson, Þingeyri, setti fundinn og stjórnaði 'honum. Fundarritari var Arngrímur Jónsson, skóla- stjóri, Núpi. Þorvaldur Garðar Kristjlá.ns- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæð isflokksin„, flutti erindi um skipu lagsmál Sjálfstæðisflokksins og ræddi sérstaklega um flokksstarf ið í Vestfjarðakjordæmi. Á furdinum voru kjörnir full trúar í Fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna 1 Vestur-ísafjarðar- sýslu og í kj ördæmisráð Sjálfstæð isflokksins i Vestfjarðakjördæmi. Stjórn félagsins skipa: Jónas Ólafsson, Þingeyri, formaður, Erla Sveinsdóttir, Þingeyri, Bjarni Einarsson, Þingeyri, Gunnar Jónsson, Haukadal og Hjörtur Jónsson, Núpi. Soustelie handtekinn í gœrkvöldi Milano, 17. ágúst (AP/NTB).1 ÍTALSKA lögreglan upplýsri á föstudagskvöld, að Jacques Soustelle, fyrrum landsstjóri Frakka í Alsír og síðar Alsír- málaráðherra, hefði verið handtekinn í Milano. Var jafn framt skýrt frá því, að Soust-; elle hefði borið falskt vega-( foréf, sem Jean Albert Sen-i eque, en síðar viðurkennt hið rétta nafn sitt. Soustelle snerist sem kunn-; |Ugt er gegn Alsárstefnui 'rönsku ríkisstjórnarinnar og| tefur um skeið farið huldu öfði. Honum mun verða vís-i áð úr landi á ítalíu. Er búizt |við, að ítalska lögreglan munii flytja hann til svissneskul iandamæranna. ^Yfirlysing AF gefnu tilefni vil ég undir- ritaður 1. vélstjóri á ms. „Heklu“, •taka fram að ekkert hefur fund- izt athugavert á mínu starfssviði né hjá vélstjórum eða öðrum vélgæzlumönnum um borð í sam bandi við afgreiðslu og leit toll- gæzlumanna er skipið kom hing að úr síðustu Norðurlandaferð. • . Reykjavík, 17. 8. 1962 - Bergsv. Bergsveinsson. dag, var þess vænzt, að fram boðslistar lægju fyrir ein- hverntíma kvöldsins og yrðu birtir annaðhvort á laugardag eða sunnudag. Um leið og framboðslistarnir liggja fyrir getur kosningabar- áttan hafizt. Hún átti, sem kunn- ugt er, að hefjast síðastliðinn miðvikudag, en var þá frestað vegna ósamkomulags um skipan listanna. Þar sem FLN-hreyfing- in ein hefur leyfi til að bjóða fram lista við kosningarnar, verð j ur skipan hins væntanlega þings kunn, jafnskjótt og listarnir hafa verið birtir. Leiðtogi alsírska þjóðflokksins <P.P.A.), Messali Hadj, lýsti því yfi-r á föstudag, að kosningaund- irbúningurinn væri ólýðræðisleg- ur og kvað hann minna mjög á nýlendustjórnina áður fyrr. í bænum Constantine í Austur- Alsír voru á föstudag gerðar ýms ar öryggisráðstafanir, eftir að skipzt hafði verið á skotum þar fyrr í vikunni, Rannsókn áflugslysi Melbourne, 15. ágúst — NTB — Reuter — Ástralski flugherinn hefur hafið nákvæma rannsókn til þess að komast að raun um, hvers vegna fjórar orustuþot- ur steyptust allar í einu til jarðar, meðan á flugsýningu stóð Flugmennirnir voru allir mjög hæfir menn og sérstak- lega þjálfaðir í sýningarflugi. Flugvélarnar sýndu bakfalls lykkjur, og voru á niðurleið, er þær réttu sig ekki við, og rákust á jörðina á fullri ferð. Flugmennirnir létu allir lífið auk tveggja áhorfenda. Istanbul, 15. ágúst — NTB — Reuter. — Tyrknesk yfirvöld hafa til- kynnt, að iranskar orustuflug- vélar hafi í dag gert vélbyssu árás á tyrkneska landamæra- verði. — Flugvélarnar eru sagðar rússneskar að uppruna, af MIG -gerð. Tveir landa- mæraverðir létu lífið. Árás- inni var svarað, en án ár- angurs. — Tyrkland hefur lagt fram mótmæli vegna at- burðarins. Bandaríkin taka aftur upp stfórn samband við Washington, 17. ágúst — (NTB — AP). — Bandaríkin tóku í dag upp að nýju stjórnmálasamband við Perú. í yfirlýsingu, sem gefin var út um þetta efni í Hvíta húsinu á föstudag, var m.a. sagt að her- foringjastjóm Perú hefði nú gert þýðingarmiklar ráðstafanir til þess að koma aftur á löglegum stjórnarháttum í landinu. Ennfremur er áformað að fram fylgja á ný áætlun um 81 millj. Eldur í Silfurtúni HAFNARFIRÐI, 15. ágúst. — Rétt fyrir klukkan 3 var Slökkvi liðið kallað að Faxatúni í Silfur túni. Er það fokhelt timburhús og bilskúr áfastur við. Var tals- verður reykur í bílskúrnum og logaði í kössum með hólmi í, umbúðum undan gleri. Komst eld urinn í þakið og einnig eitthvað í þakið á íbúðarhúsinu. Skemmidist þakið á bílskúrn- um mikið, en steyptur gafl er á milli húsanna. Húsið sjálft slapp að mtestu, en reykur var í því. Enginn var í húsinu og talið að krakkar hafi verið með eld í bíl skúrnum. Var fyrst hringt í slakkviliðið í Reykjavík, en slökkviliðið í Hafnarfirði er nær. Hefði slökkviliðið ekki komið svo fljófct og slökikt, var húsið í hættu. — G.E. Sovézkir þotuhreyflar smíðaðir í Indlandi Nýju Dehli, 17. ágúst (NTB). SOVÉZKIR þotuhreyflar í or- ustuþotur, sem fljúga munu hrað ar en hljóðið, munu a.ö 1. verða framleiddir í Indlandi frá og með næsía ári. Indverski landvarnaráðherrann, Krishna Menon, skýrði frá þessu á þingi í dag. Samningar við Rússa Til svars fyrirspurn, skýrði Menon frá því, að Indland hefði undirritað samning við Sovétrák- in um smíði slíkra hreyfla í flug- vélaverksmiðju ríkisins í Bang- alore á Suður-Indlandi. Hreyfl- arnir verða til að byrja með not- aðir í þotur af gerðinni HF 24, sem smíðaðar eru á Indlandi. Áreiðanlegar upplýsingar segja, að sovézku hreyflarnir séu af gerðinni „RD 9“, en staðhæft er að þeir geti knúið þoturnar upp i 1600 km hxaða á klukkustund. Þotukaup rædd Sérfræðilegur ráðunautur ind- verska varnamálaráðuneytisins, dr. Bhagwantam, hélt á föstudag flugleiðis til Moskvu, til að halda áfram samningaviðræðum um kaup á MIG-orustu þotum til Indlands. dollara efnahagsaðstoð við Perú, en tekin verður til endurskoðun ar áætlun um 22 millj. dollara hernaðaraðstoð. Bandaríkin slitu stjórnmála- sambandi við Perú, eftir að her- foringjar steyptu forseta lands- ins, Manúel Prado, og ríkisstjórn hans af stóli hinn 18. júlí sl. Þá var ennfiemur frestað um sinn allri aðstoð við landið bæði efna hagslegri og hernaðarlegri. Mörg ríki, sem slitu stjórnmála sambandi við Perú, vegna stjórn byltingarinnar, hafa upp á síð- kastið tekið það upp að nýju, þar á meðal Noregur. Creco ballettinn Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ kemur hinn heimsfrægi Greco ballett til Reykjavíkur með leiguf lugvél Flugfélags ís- lands. Dansflokkurinn, 26 manns, kemur á vegum Þjóð- leikhússins. Fyrsta sýning Greco-ball- ettsins verður á þriðjudags- kvöld og hefst miðasala kl. 1.16 i dag. Selt verður á þrjár sýningar. Eins og áður hefur verið sagt frá í blöðum, er hér um að ræða einn þekktasta og vinsælasta spánska ballett- flokk, er nú starfar og hefur hann sýnt í flestum stórborg- um Vestur-Evrópu og Amer íku. Koupo A-Þjóðverjur 4 þúsund tonn ni freðsíld til viðbótnr? Á FUNDI fréttamanna í gær með verzlunarfulltrúa sovézka her- námssvæðisins skýrði hann m.a. frá þvi, að fyrirspumir hefðu borizt frá hernámssvæðinu um kaup héðan á freðsíld. Sagði hann ákveðnar fyrirspurnir vera komnar í hendur réttum aðiljum •hér, þar sem farið væri fram á kaup á 4.000 tonnum af frystri síld. Væri þetta nú í athugun hér. — Þá kvað hann einnig vera til athugunar á sovézka hernáms svæðinu í Þýzkalandi að kaupa héðan eitthvert magn af sait- síld. Ekki myndi það þó enn kom New York, 15. ágúst — NTB — Reuter. — Ákveðið hefur verið, að ut- anríkisráðnerra Bandaríkj- anna, Dcan Rusk, ræði tillög ur Bandaríkjamanna um lausn Kongódeilunnar við U Thant, innan skamms. — Bandarísku tillögurnar ganga út frá því, að saméining Katanga og Kongó muni því aðeins ganga fyrir sig á næstunni, að sett verði viðskiptabann á Kat- anga Ekki fleiri landakröfur — Segir Sukarno forseti Indónesíu DJAKARTA og HAAG, — 17,- ágúst f NTB) — Sukarno, forseti Indónesíu, lýsti yfir því á 20.000 manna fjöldafundi á frelsistorginu í Djakarta í dag, að Vestur-Guínea mundi vissu lega ekki verða nýtt Kongó af neinu tagi. Jafnframt hvatti hann Indónesa til að spara stóryvði í garð Hollendinga — og lagði áherzlu á, að ekki yrði um fleiri landakröfur að ræða af Indónesa hálfu. — Ræðu sína hélt Sukarnó í til- efni þess, að á föstudag voru liðin 17 ár, síðan Indónesía öðl aðist sjálfstæði frá Hollending um. ið á umræðustig hér. Helzt yrði um að ræða Suðvesturlandssíld, sem ekki mætti vera of feit fyr- ir austur-þýzkan markað. — Þess má að lokum geta, að Þjóðverjar sem búa á sovézka hernámssvæð inu, hafa þegar í ár keypt 4 þús. ton-n af freðsíld, og eru seinustu þúsund tonnin af því magni nú á leið til Rostock. — Úrslitakostir Framhald af bls. 1. Bretar muoi ekki fást til að styðja þau áform, sem uppi eru um efnahagslegar þvinganir gegn Katanga. Tshombe á heimleið. Samkvæmt fregnum frá Salis- bury hefur Moise Tshombe átt þar viðræður við forsætisráð- herra Rhodesíu-ríkjasambands- ins, Sir Roy Welensky, en er síð an farinti af stað til Ndola í Norð ur-Rhodesíu Tshombe heldur för inni áfram með bifreið, sökum þess að yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna hefur bannað allar flug ferðir til Katanga annarra en þeirra, sem farnar eru á vegum samtakanna. Tshombe er á leið heim, frá Sviss, þar sem hann hefur verið til lækninga síðustu vikur. Svar Kimba. f svari við orðsendingu Sam- einuðu þjóðanna, heldur utanrík- isráðherra Katanga-stjórnar, Ev- ariste Kimba, því fram, að það hafi verið hermenn ríkisstjómar- innar, sem réðust til atlögu, en árás þeirra verið brotin á bak aftur. Að svo búnu hafi á fimmtu dag verið gefin út fyrirskipun til herfylkisins um að fresta um sinn öllum liðsflutningum og sú fyrir skipun verið endurtekin á föstu- dag, segir í svari Kimba.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.