Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 11
! Laugardagur 18. Sgúst 1962 IUOROVNBLAÐIÐ II / KUNGALV í j'úlí. — Hinn 1. júlí Bl. gengu ýms ný lög og lagatil- ekipaniir í gildi í Svíþjóð. Þa3 er siður að miða ýmsar Gildis- tökur, ráðningar embættismanna ©g aðrar slíkar breytingar við 1. júlí. Þá er almanaksárið hálfn- að. Þau misseraskipti og þó sér í lagi sumarleyfin marka hlé í 6törfum einstaklings og stofnana, sem gera það vel til fallið að láta slíkar breytingar ske um (það leyti. Meðal nýmæla og nýrra á- kvæða, er gengu í gildi 1. júlí sl. má nefna: • Ný fræðslulög. í þeim skyldunámsskóla, sem nú er lög- boðinn í Svíþjóð og nefnist grundskolan, er 9 ára skóla- skylda. Sjö ára börn, sem hefja nám í haust, *eru skólaskyld til ársins 1971 en árið 1972 eiga nýju fræðslulögin að vera komin í framkvæmd um land allt. Á undanförnum árum hafa víða verið gerðar tilraunir með nýja fræðsluskipan í sænskum skólum þannig að um helmingur skóla- skyldra sænskra barna og ungl- inga nýtur nú þegar 9 ára skóla- skyldu. Nýi sænski skólinn greinist í Iþrjá áfanga, sem hver um sig tekur yfir þrjú ár. Tvo fyrstu áfangana eða sex fyrstu skóla- árin er sama námsefni lagt fyrir allar deildir hvers aldursflokks, en í 7. og 8. bekk skyldunáms- ins, — sem eru hliðstæðir 1. og 2. bekk íslenzkra gagnfræðastigs skóla, — eiga nemendur kost á að velja á milli nokkurra náms- eru 5 í 7. bekk og 9 í 8. bekk. Greining nemendanna í bekkj- ardeildir eftir námsgetu og hugð arefnum á sér fyrst stað í byrjun níunda skólaársins. Þar geta nem endur valið um 9 tegundir deilda, sem eru allfrábrugðnar hverri annarri hvað námsefni áhrærir. Fjórar deildanna eru verklegar. Nýju fræðslulögin gera ráð fyrir að skipting skóla og fræðslu stigs í barnaskóla, gagnfræða- skóla, kvennaskóla o. s. frv., hverfi, en í stað þessara skóla komi eitt samfellt 9 ára skólastig, sem kallast grundskalan, — eins og áður er sagt. En eftir þessa almennu 9 ára skólaskyldu eiga svo nemendur, sem eigi sækja um menntaskóla eða hætta skóla göngu, kost á tveggja ára sér- námi, þar sem um margt verður að velja ekki hvað sízt í hag- nýtum greinum. Sú fræðsla verð ur að mestu á vegum sveitar- og bæjarfélaganna. Þær fræðslu- stofnanir er áætlað að stofnsetja á árunum 1965—1970. Mörg athyglisverð nýmæli er að finna í nýju fræðslulögunum sænsku og þeim nýju námskrám og reglugerðum, sem þeim fylgja. Þar er m. a. gert ráð fyrir nýju einkunnakerfi, sem á að gilda í grundskolan. Tölustafirnir 1—5, en aðeins heilar tölur, verða not- aðar í stað þess að láta bókstaf- ina -A, a, AB, Ba, B, BC og C tákna einkunn. Eldra kerfið verð ur þó notað áfram í mennta- skólum, og við einkunnagjöf í reglusemi og hegðun verða bók- stafirnir A, B, C og D notaðir. an, nema sérstakur vanþroski kiomi til. Seinþroska og nemend- um, sem eru seinfærir í námi, verður hjálpað á ýmsan hátt. Mikil áherzla er lögð á notkun nýrra kennslutækja og ýmsar bættar starfsaðferðir við nám óg kennslu, þar sem reynt er að skapa hverjum einstaklingi með- al nemenda sem bezt skilyrði til vaxtar og þroska. Og sérstök á- herzla er lögð á bætta kennara- menntun. Þrír kennaraháskólar verða starfandi í Svíþjóð næsta vetur — í Stokkihólmi, Gauta- borg og Malmö. Væntanlega gefst síðar tæki- færi til' að segja nánar frá þeirri merku nýsköpun, sem nú á sér stað á sviði sænskra skólamála. Líkur eru til að mjög svipuð skipan verði á næstu árum kom- ið á bæði í Finnlandi og í Nor- egi. — Bergen hefur t. d. þegar ákveðið 9 ára skólaskyldu með svipuðuísniði og nú gildir í Sví- þjóð. • Burðargjöld hækka. Burð- argjöld innanlands og innan Nórð urlanda hækka úr 30 aurum sænskum í 35 aura, þ. e. burðar- gjöld einfaldra almennra bréfa. Jólakort er þó hægt að senda — þegar þar að kemur — gegn 2ö aura gjaldi og sömuleiðis póst- gíro-eyðublöð og þess háttar. — Öll almenn sendibréf eru send innbyrðis, gegn sama gjaldi og gildir innanlands í okkar ná- grannalöndum. Þetta gildir einn- ig um bréf, sem send eru til Íslands, en gildir ekki um hlið- stæðar póstsendingar frá ís- greina. En bekkjardeildunum er í meginatriðum haldið óskiptum átta fyrstu skólaárin. Valgreinar Nemendur verða yfirleitt ekki látnir sícja eftir eða endurtaka námið í sama bekk í grundskol- landi, — eins og kunnugt er. Þessi hækkun burðargjalda í Svílþjóð hefur aukið misræmið í þessum efnum. Burðargjöld al- mennra bréfa í Danmörku eru 30 aurar danskir, sem jafngilda 22% sænskum eyri, en burðar- gjöld hliðstæðra bréfa í Svíþjóð eru 35 aurar eins og áður er sagt. Mismunurinn er þannig I2V2 sænskur eyrir. Eitt sænsku dagblaðanna — Stockiholms tidningen — benti nýlega á, að það gæti borgað sig fyrir stór fyrirtæki í Suður- Svíþjóð að ráða sendisveina sem póstþjóna til daglegra ferða yfir Eyrarsund. Stór fyrirtæki, sem senda allt að því 200 bréf á dag, sum tvöföld eða margföld, gætu jafnvel sparað allt að því 50 s. kr. á dag til jafnaðar, sem yrðu 18 þús. s. kr. á ári. Ef keypt er mánaðarkort kostar ferðin fram og aftur 45 aura sænska með LB-ferjunum yfir Sundið. — Blaðið stingur upp á því, að ferjurnar verði skírðar upp og verði eftirleiðis nefndar ,,póst- báturinn". Og því er varpað fram, að áður en langt um líður verði sennilega snotur hópur sendla í póstþjónserindum í för • með þeim álitlega hópi sænskra húsmæðra, sem við og við sækja sér matvörur yfir Sundið, — en ýmsar matvörur, t. d. niðursoðn- ar vörur, eru ódýrari í Dan- mörku, annað, svo sem fatnaður, sérílagi barnafatnaður, er ódýr- ara í Svíþjóð. Viðskiptin eru gagnkvæm. • Rithöfundar fá hætt kjör. Bókasöfnin greiða nú höfundi 5 aura sænska fyrir hverja bók, sem lánuð er heim, gegn þremur aurum áður. • Almenn eftirlaun hækka. Hækkunin nemur 12 af hunuraði. Þannig fær nú einstaklingur 350 s. kr. aukningu á ári, en hjón 500 s. kr. meira en áður. Almenn eftirlaun verða þannig 3.250 s. kr. fyrir einstakling, en 5.090 s. kr. fyrir hjón. Frh. á bls. 13 i Höröur Einarsson stud. jur. skrifar Vettvanglnn í dag: — Furðuleg yfirlýsing stjórnar SH — Vill auka austurviðskiptin til tjóns fvrir neytendur — Ann- markar og hættur þessara viðskipta — Njósnir í skjóli þeirra — Launar Einar Olgeirsson SH? Yfirlýsing sú frá stjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna um viðskipti fslands við komm- únistaríkin í A-Evrópu og blaða- skrif um þau að undanförnu, sem birtist í dagblöðum borgar- innar sl. miðvikudag, hefur vak- ið hneytkslun og réttláta reiði meðal alls almennings. Einn hópur manna hér á landi tók henni þó með miklum fögnuði, þ.e. kommúnistar, sem birtu hana sigri hrósandi á forsíðu málgaigns síns með stærsta fyrir- sagnaletri blaðsins. Má e.t.v. segja, að í því felist nokkur vís- bending fyrir stjórnendur SH um málstað þeirra, að málgagn Moskvu á íslandi skuli telja sér fært að gera orð þeirra að sín- um athugasemdalaust. Efni þessarar furðulegu yfir- lýsingar, sem hér mun gerð nokkuð að umtalsefni, var í stuttu miáli það, að stjórn SH átaldi það atferli lýðræðisblað- anna að draga fram í Ijósið óve- fengjanlegar staðreyndir um við- skipti fslands og kommúnista- ríkjanna og lýsti þeirri skoðun sinni, að slík skrif væru „óheppi leg“ „og geti auðveldlega haft í för með sér, að menn komist að rangri niðurstöðu um málið." Ennfremur lýsti stjórn SH því yfir, að hún teldi þessi viðskipti sjávarútvegi landismanna „til haesbóta.“ Hér skulu ekiki rifjaðar upp □ þær umræður, sem að undan- förnu hafa farið fram í dagblöð- um um viðskiptin við kommún- istaríkin. Á það skal aðeins minnt, að í þessum umræðum hefur það t.d. komið fram, að vörur frá kommúnistarikjunum eru oft dýrari og lélegri en vör- úr sömu tegundar annars staðar frá, afgreiðslufrestur þaðan er óhæfilega langur, afgreiðslur eru tíðum stórlega sviknar, sum kommúnistaríkjanna skulda okk- ur milljónatugi vegna vanefnda þeirra á gerðum samningum og að þau hafa valdið íslenzkum neytendum stórfelldu og ómæl- anlegu tjóni. Þessar staðreyndir hefur málgagn komúnista ekki getað hrakið, og í yfirlýsingu SH er ekki gerð hin minnsta til- raun í þá átt. Þó að yfirlýsing stjórnar SH sé eklki löng og segi ekki margt berum orðum, má þó býsna margt af henni ráða. Það verður t.d. af henni ráðið að stjórnendur SH vilja mjög gjarna auka viðskiptin við komm, únistaríkin þrátt fyrir það stór- feostlega tjón, sem þau valda neytendum hér á landi. Eða er efcki líklegt, að þeir vilji þau viðskipti sem mest, er þeir telja íslenzkum sjávarútvegi „til hags bóta“? Verður síðar vikið dálítið nánar að þeim annarlegu og þröngu sérhagsmunarsjónarmið- um, sem hér koma fram. V Einnig er auðséð á yfirlýsingu SH, að þeir, sem þar ráða ríkj- um, eru gjörsamlega blindir á allar aðrar hliðar þessara mála en þá eina, sem að þeim sjálfum snýr. Þeir virðast t.d. láta sér í léttu rúmi liggja þær stjórnmálalegu hættur, sem margsinnis hefur verið bent á, að stafað geti af of nánum viðskiptatengslum við kommúnistaríkin, jafnvel hættur fyrir öryggi ríkisins. Fyrir nokkr um dögum vakti undirritaður (Mbl. 10. ágúst 1962) athygli á ummælum bandarisks höfundar í nýútkominni bók, þar sem nokk uð er ’ vikið að viðskiptatengsl- um fslands og Sovétríkjanna, er voru á þá leið, að aðeins fáum mánuðum eftir viðskiptasamn- ing ríkjanna árið 1958 hefðu Bandaríkjamenn orðið að kallá heim nokkurn hluta varnarliðs- ins hér á landi vegna krafna íslenzkra stjórnarvalda, þ.e. vinstri stjórnarinnar. Þessi um- mæli höfundarins, sem baft hef- ur aðgang að ýmsum opinber- um gögnum, verða ekki skilin öðru vísi en svo, að hann telji sig hafa vissu fyrir því, að Sovét- stjórnin hafi beinlínis beitt vinstri stjórnina viðskiptalegum þvingunum til þess að hún veikti varnir landsins. Höfundur þessarar greinar hefur auðvitað enga aðstöðu til að sannreyna þessi ummæli, en það er vissu- lega athyglisvert, að bæði stuðn- ingsblöð vinstri stjórnarinnar og aðrir aðstandendur hennar hafa látið ómótmælt til þessa. Þá er það alkunna, að komm- únistaríkin stunda víða um lönd umfangsmikla njósnastarfsemi einmitt í gegnum viðskiptasam- bönd sín og í skjóli þeirra. Ekki eru t.d. nema nokkrir mánuðir siðan við íslendingar fengum á- þreifanlega sönnun fyrir þessum tilgangi kommúnistaríkjanna með viðskipttasamböndum þeirra við okkur. Flestum er það sjálf- sagt enn í fersku minni, er tékkneski njósnarinn V. Stoc- hlov, sem hingað kom „í við- ský>taerindum“ að eigin sögn, var staðinn að því að gera til- raun til þess að múta íslenzkum manni til njósna um varnir lands ins í þágu heimskommúnismans og ætlaði við þá tilraun að færa sér í nyt erfiðleika þá, sem maður inn hafði lent í einmitt vegna viðskipta við Tékkóslóvakíu. Sjálfsagt fer stjórn SH jafnnærri um það og undirritaður, hvort þetta muni vera eina tilraun er indreka heimskommúnismanns í þessa átt hér á landi og hver árangur þessarar iðju hefur orð- ið. Viðskiptin við kommúnistarík in eru þannig í flestu tilliti það, sem heiðarlegt fólk kallar spill- ingu eða „racket". Þetta mundu stjórnendur SH einnig sjó, ef þeir gæfu sér einhvern tíma tóm til að leiða hugann að einhverju öðru en sinni eigin pyngju. V Með hliðsjón af þessu öllu er það vissulega furðulegt, að stjórnenduF íslenzks fyrirtsékis skuli telja það sóma sínum sam- boðið að átelja það, þótt nokkur dagblaða landsins hafi gegnt þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að leiða athygli almennings að þeim augljósu annmörkum og hættum, sem geta verið samfara viðskiptatengslum við hin kommúnisku einræðisríki. Væri þeim sæmra sem þjóðhollum fs- lendingum að þakka þessa við- leitni og meta. En þessi afstaða stjórnenda SH gefur e.t.v. ekki svo litla vísbendingu um þau Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.