Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 18. ágúst 196~ 1 Fimmtán millj. jafn. Keflavík KEFLAVÍK, 12. ágúst 1962 Nýlega er lokið niðurjötfnun útsvara í Keflavík. Alls var jafn- að niður 15.150.000.00 krónum á 1410 gjaldendur, þar af 1344 ein stáklingar og 66 félög og fyrir- tæki. Útsvör fyrirtækja og aðstöðu- gjöld voru 3.734.200.00 krónur. Við niðurjöfnun var notaður út- svarsstigi samikvaemt lögum um tekjuöflun sveitafélaga, en síðan voru öll útsvör lækkuð um 35%, og einnig notaðar heimildir sömu laga til annarra lsekkana. j Hæst útsvör einstaklinga bera: Jóharm Ellerup, . apótekari 105.600.00. Halldór Brynjólfsson, skipstjóri 74.600.00. .Magnús Berg Fundur Sjálf- stæðismanna á Flateyri I>ANN 2. ágúst sl. var haldinn fundur í Sjálfstæðisfélagi ön- undarfjarðar. Fundurinn var á Flateyri. Rafn A. Pétursson, formaður félagsins, setti fundinn og stjórn- aði honum. Fundarritari var Jón Stefánsson. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins flutti erindi um skipu- lag Sjálfstæðisflokksins og ræddi sérstaklega um skipulag og störf flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Á fundinum voru kjörnir full- trúar í Fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna í Vestur-ísafjarðar- sýslu og í Kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi. Stjórn félagsins skipa: Rafn A. Pétursson, formaður, Jón Stef- ánsson, Kristjón Guðmundsson, María Jóhannsdóttir og Garðar Þorsteinsson. Sýnir kvik- myndir um landið KJARTAN Ó. Bjarnason er að leggja af stað í sýningarferð út á land. Fer hann með 10 af kvik myndum sínum, þar á meðal myndina „fslenzk börn að leik og starfi til sjávar og sveita", sem hefur vakið athygli þar sem hún hefur verið sýnd. Kjartan fer fyrst um Vest- firði, sýnir fyrst á Patreksfirði á fimmtudag. Aðrar myndir, sem hann sýnir, eru: Skíðalandsmót- ið á Akureyri 1962, Holmenkoll- en og Zakopane, Knattspyrna (landsleikur milli íslands og Noregs og úrslit í næstsíðustu heimsmeistarakeppni milli Braz- ilíu og Svíþjóðar),’ Handknatt- leikur (Fimleikafélag Hafnar- fjarðar og þýzka liðið Essingen), Skátamótið á Þingvöllum, Þjóð- hátið í Eyjum, 17. júní í Reykja- vik, Kappreiðar, Listhlaup á skautum. mann, skipstjóri, 74.500.00. Ósk ar Ingibersson, skipstjóri 63.600.00. Gunnlaugur Karlsson, skipstjóri 59.600.00. Hæðst útsvör fyrirtækja bera: Kaupfélag Suðurnesja 281.100.00. Keflavík h.f. 259.000.00. Hrað- frystihús Keflavfkur h.f. 252.100.00. Jökull h.f. 216.600.00, Fiskiðjan s.f. 205.000.00. Lækkun á hinum lögboðna út- svarsstiga er talsvert meiri Keflavík en frétzt hefur til frá öðrum sambærilegum bæjum. — hsj — Umsóknir um húsbyggingalán NÆSTK. mánudag 20. ágúst kl. 5 e. h. lýkur endurnýjun allra þeirra lánsumsókna sem borizt höfðu fyrir 10. júlí sl. hjá Hús- næðismálastofnun rí>^ins. Eftir þann tíma verða þ ' taldar meðal lánshæfra u.. a. Að gefnu tilefni vill blaðið þó benda þeim umsækjendum sem nú eða á næstunni hyggjast leggja þar inn nýjar lánsum- sóknir ,að þeir eru ekki bundnir við framangreind tímamörk. — Móti slíkum umsóknum verður daglega tekið, eins og að undan- förnu. Rétt er þó að ítreka það sem fyrr hefur um þessi mál verið sagt að hyggilegast er að leggja lánsumsókn inn strax og búið er að teikna viðkomandi hús eða íbúð og áður en byggingafram- kvæmdir hefjast. Nokkrir brezku unglinganna í Hveragerði, sem ætluðu að hjóla til Heklu. (Ljósm.: Mbl. G.M.). Unglingar frá Lundúnum fara hjólandi til Heklu ÞEGAR Hvergerðingar vöknuðu sl. laugardagsmorgun, sáu þeir, að allstór tjald'búð var risin upp í nágrenni þeirra, og er verzl- anir opnuðu í Hveragerði þenn- an morgun, bar þar mikið á ungu fólki, jafnvel börnum. Auðséð var, að hér var erlent ungviði á ferð. Þetta fólk vakti forvitni mína eins og fleiri, svo ég brá mér út að tjaldborginni, til þess að ná tali af ungmennunutn. I ljós kom, að þau voru 24 talsins og á aldrinum 11 — 18 ára. Þetta voru allt Lundúnabúar, sem með í förinni, og er fararstjóri höfðu komið hingað til lands með Gullfossi. Unglingarnir voru öll félagar í sama félag- inu, sem hefur það eitt á stefnu skrá sinni að stunda útilíf. Ekki var verið að velja stytztu leiðina til Hveragerðis, því að þau létu sig hafa það að hjóla Krýsuvíkurleiðina. Aðspurð, íhvort vegurinn væri vondur, sögðu þau svo vera, en bað hefðu þau reyndar vitað fyrirfram. Ætlunin væri að hjóla til Heklu, og hefðu þau 16 daga alis til ferðalagsins. Tvennt fullorðið er kennari að nafni Eric Gander. ' Þetta verður að teljast hraust- lega gert af svona ungu fóiki, sem getur átt von á vondum veðrum og slæmum vegum. Höfðu margir orð á því, að þeir myndu ekki senda sín börn til fjarlægra landa við þessar að- stæður. Aðrir sögðu, að Bretar myndu sennilega þekkja mál- tækið: Enginn verður óbarinn biskup. — Georg. lífííir 1® :::::::::::: ::::::::: • Svifbrautir á íslandi Smáinnlegg um tæknimál frá framfarasinna: „f Lesbók þessa blaðs (22. júlí) birtist mög athyglisverð grein um svifbrautir eftir Harry Vilhelsson. Greinin er vissulea merkt og svo sem greinarhöfundur, átti ég einnig von á að hún vekti verðskuldaða athygli. En ekk- ert hefur borið á því ennþá. Tómlæti þar! Einhverjir íslendingar hljóta að fyrirfinnast sem hafa ein- hverja vitneskju eða þekkingu á farartæki þessu. Og ekki get- ur hjá því farið að allstór hóp- ur íslendinga hafi ferðazt með þessum farkosti. Mér virðist málið mjög merkilegt og á- reiðanlega rannsóknarefni. Vill nú ekki einhver taka sig til og koma hreyfingu á þetta um- ferðarmál, sem eitthvað þekkir til þess? Lítið hef ég um þetta að segja umfram það sem um getur í ofannefndri grein. Sennilega eigum við engan mann, sem hefur sérþekkingu á þesskonar farartæki. Bjóða mætti því erlendum manni til landsins, með þekk- ingu á þessum efnum. Og jafn- framt og um leið, í mat í Naustið og í ferðalag til Þing- valla, svo sem öðrum erlend- um ferðamönnum. Það munar engu að bjóða einum í viðbót, til að fá úr því skorið, hvort slík ferða- og flutningatæki henti okkur hér á landi. Það mál væri þá algerlega úr sög- unni í eitt skipti fyrir öll, ef slíkt ætti ekki framtíð fyrir sér. Þó held ég svona „by instinct", að þetta sé framtíðin landleiðis. 4 • Ófróðir um tækni Varðandi sérþekkingu á tæknimálum, mætti segja mér að við íslendingar værum helzt til ófróðir almennt, nema hvað iðnaðarmenn læri í iðn- skóla og svo má telja þá prakt- ísku þekkingu sem menn nema í iðn sinni. Utan þess held ég að tækniþekking manna sé mjög takmörkuð. Og hvernig á annað að vera? Hér er enginn tækniskóli. Og annað: Mér er kunnugt um það, að iðnaðar- menn láta sjaldan sjá sig í bókasafni sínu, Tæknibókasafni Iðnaðarmálastofnunarinnar. En þar er um margt að fræðast af úrvalsbókum um tæknimál og ýmiskonar efni, og þjónusta þar látin í té af lipurð og vel- vilja. Hver er ástæðan? Jú, ástæðan er einfaldlega sú, að iðnaðarmenn njóta ekki kennslu í ensku máli í Iðn- skólanum. Þar er aðeins kennd danska af erlendum málum og hún mjög takmörkuð. Mest allan fróðleik um tækni mál er að finna í enskum bók- um, og þann bezta. Sárafátt er um slíkt í dönskum bókum. Væri ekki ráðlegt að leggja höfuðáherzlu á ensku í Iðnskól- anum af erlendum mólum, en hafa dönskuna sem aukagrein. Það held ég. Á þessari atóm- og tækni- öld, hlýtur það að verða nauð- syn að geta kynnt sér bækur um þessi efni. Einkanlega þar sem búast má við að hér á ís- landi rísi upp stóriðja á næstu árum og áratugum. • Oflitlir idealistar á sviði athafna Hvað vitum við íslending- ar t.d. um framleiðslu á alumín- ium, alumíniumiðju og iðnað, sem óumflýjanlega hlýtur að skapast, ef reist verður hér alumíniumver? (örfáir menn eru nú t.d. leiknir í að sjóða saman alumínium). Eða um léttmálmaframleiðslu yfirleitt? Eða um efnaiðnað? Við þurf- um allt að læra í þessu sam- bandi. Auðvitað fáum við okk- ur kunnáttumenn erlendis frá með reynslu í þessum efnum. Enda munum við ekki hafa tíma né fjármagn til að gera tilraunir á þessum sviðum frekar en öðrum sviðum. Held- ur verðum við að taka þarna stökk fram á við — enda um enga tradisjón að ræða í stór- iðju hér. Engum dytti heldur t.d. í hug að læra frá grunni efnaiðnað eða annan tækni- •iðnað, þótt hann hæfi verk- smiðjurekstur. Ekki er ótrúlegt að hér á landi verði glæsilegt að lifa að nokkrum áratugum liðum, því ekki óttast ég að við getum ekki lært framleiðslu ýmiskon- ar varnings, léttmálma, efna- iðnað o. fl., því við erum greindar náungar. Aðeins helzt til of litlir idealistar á sviði athafna. Og meiri virðingu mættum við sína verknáminu. Idealista bókmenntanna dá- um við, og jafnvel kaffihúsa- fugla. En kjáni er hinn hug- myndaríki framfarasinni og loft kastelasmiður á sviði athafna. nema hann hafi þegar og á stundinni startað milljónafyr- irtæki og grætt offjár — á tap- inu eða gróðanum. Þetta breyt- ist vonandi! Páll Hannesson",

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.