Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 16
16 MORGVVBLAÐIÐ Laugardagur 18. ágúst 1962 HOWARD SPRING: 17 RAKEL ROSING sjálí eini draugurinn, sem þar var á ferli. Hún leit fram og aft- ur eftir götunni í síðasta sinn og svo upp í himinn, sem var lítið betri. Og síðan var eins og hún tæki boði guðs og menn inn í bsenir sínar, bölvaði hún öllu þessu, sem hún sá. Nei, aldrei framar, sagði bún við sjálfa sig. Heldur skal ég ljúga, svíkja og hórast. Allt er heiðar- legt, sem getur losað mann við þetta. Allt! Síðan gekk hún burt úr Cheetham, í síðasta sinn. Hún hefði gjarna viljað fá sér leiguibíl til járnbrautarstöðvar- innar, en það má vera merkileg tilviljun, ef slíkur fyrirfinnst á aðalgötunni í Cheetham. Hún vissi, að ekki mundi vera mann- margt á þessum tíma dags í spor- vögnunum, sem óku til miðbæjar ins, svo að hún steig upp í einn þeirra og settist inn niðri, þar sem loftið var tiltölulega sæmi- legt. Henni varð hugsað til Mau- rice og enn fann hiún broddinn, sem rak hana til að reyna að nota sér hann eftir föngum. Það var rétt eins og allt þetta, sem hún var að flýja, rétti nú hend- urnar eftir henni og við það greip hana ný og áköf löngun eftir öryggi. En svo róaðist hún smámsaman. Um að gera að hleypa sér ekki í neinn æsing. Hún hafði sagt Cheetham mein- ingu sína, en nú var kominn tími til að snúa sér að hagrænni hlutum. Og um leið og hún steig út úr vagninum, birtust þessir hagrænu hlutir í mynd fallegra blóma, sem hún sá í körfu hjá götusala. Það var hugsanlegt, að Mau- rice hefði ánægju af að fá nokk- ur í herbergíð sitt. Henni hafði aldrei dottið það í hug fyrr að gefa horium blóm til að hafa hjá sér. Hún tók því fullt fangið af blómum og skundaði inn í fyrsta farrýmis vagn í lestinni. Um leið og hún lagði blómin upp í netið tók hún eftir andliti sínu í speglinum fyrir neðan það. Guð minn góður, sagði hún við sjálfa sig. Og þegar lestin var komin af stað, lokaði hún glugg- unum, til þess að hafa notalega hlýju, tók af sér hattinn og fór að laga á sér andlitið. Hún var lengi að því. Það var hvort sem er ekki annað að gera, hugsaði hún. Gat hún haft annað þarfara fyrir stafni nú er hún átti að hitta Maurice innan skamms? Hún kunni þessu verki vel. Hún leit á sjálfa sig í speglinum frá ýmsum hliðum. öll merki geðs- jhræringar voru vandlega þurrk- uð út.. Já, þetta ætti að duga, sagði hún við sjálfa sig. Svo kyssti hún blómin. Veriþ þið mér góð, sagði hún. Látið hann verða hrifinn af mér. 3. Þetta var slæmur dagur hjá Maurice. Allt gekk á afturfótun- um. Fyrst hafði hann reynt að halda áfram með skáldsöguna sína. Það fór sæmilega um veika fótinn og ekkert var til að trufla hann. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann hafði getað gefið sig almennilega að verkinu, síðan kvöldið góða í Manchester. En útkoman varð hin sama. Loksins fleygði hann frá sér ritblokkinni yfir þvert herbergið. Svo tók hann upp skáldsög- una hans Julians Heath. Hún snerist um hina fornu þjóðtrú, að handan við súlur Heraklesar fyndust ýmislegir dýrðlegir hlut- ir, og þarna var reynt að færa nútímatrú manna heim sanninn um það, sem lægi á mörkum hins raunverulega lífs og reynslu manna. Maurice þreyttist skjótt á lestrinum Og fleygði bókinni sömu leið og pappírnum. Honum fannst þessi heimur, sem hetja Julians Heath lifði í, vera tál og ginningar. Fólk reyndi að komast inn í þann heim, ekki af því að þessi venjulegi væri því of lítill, heldur af því að hann væri of stór. Hann hræddi fólkið. Hann gat ekki skilið, hvernig svona alvanalegur bíladelluí>ési eins og Julian Heath — því þannig kom hann honum fyrir sjónir — gæti farið að því að hugsa alvarlega. Eða gerði hann þá það? Nei, hugsaði Maurice. Hann gerði það ekki. Þess vegna var bókin það moð, sem hún var. Maðurinn trúði, ekki vitleysunni í sjálfum sér. Hann var bara ungur og metorðagjarn. En hvað sem því leið, þá gat mannfjandinn skrifað: Og upp úr þessari vit- leysu mundi hann vaxa og senni lega verða eitthvað. Það gat ver- ið ómaksins vert að þekkja hann. Þarna kom nokkuð, sem hann gat gert fyrir Rakel Rosing. Ef hann þekkti eitthvert fólk, sem hann kom henni í kyni við gefið bókina, eða svo hlaut að það. Og honum datt í hug, að hún þekkti þegar Julian Heath. Það var henni, sem hann hafði gefið bókina, eða svo hlaút að vera, úr því að hann sjálfur hafði fengið hana úr hendi Rakel ar. Hann þekkti hana þegar svo vel nú þegar, að hann vissi, að hún hefði aldrei farið að kaupa bók. Og eini tíminn, sem hann vissi, að þau hefðu verið saman, var þessi stund frá árekstrinum Og til Blackpool. Honum þótti það ólíklegt, að jafnvel ungir rithöfundar gengju með bækurn- ar sínar á sér til þess að gefa þær þeim, sem þeir hittu á förn um vegi. Og svo var náunginn ekki einusinni í sínum bíl, datt honum snögglega í hug, heldur í fína bílnum hans sjálfs! Þá hlaut hann að hafa hitt Rakel síðan, og það hafði hún ekki nefnt á nafn. Ef Maurice hefði nú haft tvo fætur til að ganga á, hefði hann stikað fram og aftur um herberg ið. í stað þess lét hann sér nægja að hafa hugann fullan af ringl- uðum hugleiðingum. Hann sakn- aði Rakelar — já, saknaði henn- ar illilega. Þetta var í fyrsta sinn síðan slysið, sem hann hafði verið einn síns liðs, og það sýndi honum bezt hvaða þýðingu þessi þögla nærvera hennar hafði fyr- ir hann, nú orðið. Líka þjáðist hann af iðjuleysinu, sem hann var svo óvanur. Hann hafði sagt skilið við önnum kafinn frama- feril og leið illa meðan hann var að venjast hinu nýja lífi. Að öllu samanlögðu leið hönum fjanda- lega og nú snerust allar hugsan- ir hans upp í von og þrá, eftir að Rakel kæmi bráðlega til hans aftur. Hann hringdi á járnbrautaáætl un til að sjá hvenær lestir kæmu frá Manchester. Hann gerði ráð fyrir, að hún myndi taka fyrstu ? lest eftir tetíma. Og stæði það \ heima, gat hún komið á hverri stundu. Hann gaf fyrirskipun: Þegar ungfrú Rosing kemur aft- ur, biðjið hana að tala við mig. Að því búnu fannst honum hann eins vel geta lagt sig aftur á bak og hvílt sig og jafnað sig. Hann vildi ekki líta út eins og taugaveiklaður bjáni þegar hún kæmi. Hann var vakinn af þjónustu- stúlku, sem spurði, hvort hann vildi leggja drög fyrir kvöldverð. Hann leit á úrið sitt Og sagði: Er ungfrú Rosing komin? Eg skal vita um það. Ungfrú Rosing var ekki kom- in. Hann tók aftur ferðaáætlun- ina. Síðasta lest, sem var komin til borgarinnar, hafði komið fyrir tuttugu mínútum — ekki hafði hún komið með henni. Þá kæmi hún ekki fyrr en eftir klukku- stund. Nei; hvæsti hann. Eg kæri mig ekki um mat. Segið þeim að senda bíl á stöðina eftir ungfrú Rosing, þegar næsta lest kemur frá Manchester, og ef hún er ekki í þeirri lest, þá við hverja lest eftir það. Sjálfsagt. Og gerið svo vel að rétta mér bókina þá arna. Stúlkan sótti „Súlur Herakles- ar“ út í horn, og Maurice athug- aði bókina, til þess að sjá, hvort þar væri nokkur áritun, sem sér hefði sézt yfir. Nei, ekkert af því tagi. En hann hélt áfram að hleypa brúnum. Hann var klaufi í því að blekkja sjálfan sig. — Hann lifði í heimi raunveruleik- ans. Hann vissi vel, að hann var að verða fertugur, að hann var farinn að fitna og að margir mundu freistast til að kalla hann Júða-afskræmi. En svo var hins vegar þetta fína nafn: „Sonur Upavöns lávarðar“. Það var aldrei að vita, hvaða hégóma kvenfólk gat sótzt eftir. Aðalsnafn, þó þó. Eins og hann hefði ekki getað keypt sér það fyrir einnar viku vasapeninga. En Maurice átti eftir að fræð- ast talsvert um Rakel Rosing. — Hún hefði getað afþakkað há- sætið í Saba, ef ekki fylgdu þvi nógu margir apar, fíla'beinsgrip- ir og páfagaukar. Hún var í rólegum sigurvegara —• ham, þegar lestin lenti í Blackpool. Hótelbílstjórinn heils- aði. Hr. Bannermann er orðinn langeygður eftir yður, ungfrú. Alveg að sleppa sér. Hún svaraði engu en smeygði sér inn í bílinn, berandi blómin eins og gullbúinn veldissprota. Ekki hafði húh gert ráð fyrir, að töf hennar hefði svona mikil áhrif. Hvaða áhrif? Jú, einhver áhrif, vonaði hún. Og þá ekki síður þegar hótelstjórinn endur- tók ummæli bílstjórans og sagði, að hr. Bannermann væri orðinn mjög óþolinmóður. Þakka yður fyrir, sagði Rakel og brósti með sjálfri sér. Samt þaut hún ekki beint til herbergis Maurice, heldur til síns eigin herbergis, tók ofan hattinn, burstaði hárið og horfði á spegil- mynd sína með kunnáttusamri athugun þess, sem vit hefur á. Þetta er allt í lagi, sagði hún við sjálfa sig. Síðan tók hún upp blómin, rétt eins Og þau væru dagskrá, sem hún ætlaði að bera inn á nefndarfund. En jafnskjótt sem hún var komin út í ganginn, fór um hana hrollur og titringur og hún tók blómin í fangið, aug- un blikuðu eins og stjörnm-, rétt eins og þeim hefði öðlazt leyfi til að horfa á kraftaverk. Hún barði dyrnar og leið síðan inn, án þess að bíða eftir svari hans. Rakel! Þú kemur svo seint, og ég hef verið svo hræddur um þig. Hún staðnæmdist skammt frá honum og brosti með blómin i fanginu. Þetta hefur verið svo yndis- legur dagur, en yndislegast af öllu er, þó, að þú skulir hafa saknað mín. Þú sérð hvort ég hef ekki líka hugsað til þín, sagði hún og rétti fram blómin. Láttu mig finna vasa undir þau. Nei, nei. Settu þau þarna og kömdu hérna, sagði Maurice. Eg hef verið að hugsa mér þig und- ir strætisvögnum og í alls konar vandræðum. Hún staðnæmdist við stólinn og hann greip hönd hennar og strauk hana blíðlega. Og allan þenna tíma, sagði hún, var ég í heimsókn í Chet- ham. Cheetham? Guð minn almátt- ugur! Hvað varstu að gera þang- að? Eg var bara að kveðja. Eg fann það á mér, að ég myndi aldrei koma þangað oftar. Hann togaði mjúklega í únlið- inn á henni, þangað til hún féll á kné við stólinn. Þá lagði hann arminn utan um hana og dró hana að sér. Þú þarft ekki að sjá þann stað oftar, Rakel, sagði hann. Þú skalt ekki þurfa að sjá neitt ruddalegt og Ijótt framar. Eg vildi geta gert þér lífið eins fagurt og þú ert sjálf. Hverju svaraðu því? Hann hélt henni svo fast að sér, að hann gat séð augnahárin bera við rafgula kinnina, en sjálf augun gat þann ekki séð. Hún hafði vit á að loka þeim, svo að hann skyldi ekki sjá sigur- glampann, sem út úr þeim skein. Hverju svaraðu? sagði hann og herti á takinu. Hún svaraði engu, en djúpt andvarp leið frá henni um leið og hún horfði upp, án þess að opna augun og andlit hennar lagðist fast að hans andliti. Hann slökkti á borðlampanum svo að þarna var ekkert ljós inni nema birtan frá arninum. Það léði andliti hennar svo annarlega og dásamlega fegurð, að hann bauð henni varirnar eins og ósjálfrátt. gHÍItvarpiö Laugardagur 18. águst. ^ 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón* leikar — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 Óskalög sjúklinga (Ragnheiður Ásta Pétursdóttir). 14.30 í umferðinni (Gestur Þorgríms* son). 14.40 Laugardagslögin. — (15.00 Frétt* ir). 16.30 Vfr. — Fjör í kringum fóninnf Úlfar Sveinbjömsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Frú Ólöf Húnfjörð velur sér hljómplötur. 18.00 Lög fyrir ferðafólk. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregn* ir. 19.30 Fréttir. 20.00 Smásaga: „Systrabrúðkaup" eftir Guðmund Frímann. Höfundur les. 20.20 Tónleikar: a) Forleikur að „Kátu konurnar frá Windsor* eftir Otto Nicolai. — Óperuhljómsveitiin í París leikur. Stjórnandi: Pierre Der- vaux. b) ,.Sögur úr Vínarskógi" eftir Johann Strauss. — Konung- lega fílharmoníuhljómsveitin í Lundúnum leikur. Sir Malcolm Sargent stjórnar. 20.40 Leikrit: „Morðinginn og verj- andi hans" eftir John Mortimer. Þýðandi: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Leikstjóri: Lárua Pálsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Ranelög. 24.00 Dagskrárlok. — Ef þú verður þægur, skal ég gefa þér byssu með venju- legum skotum. X- X- * GEISLI G EIMFARI X- X- X- GJOW Bl/CK'S FR/EHDS FACE AH AEOH/Z/HG ÞE- CISION,,, WWCH COULD COST WS L/FE •— Herrar mínir. Ég skil ,að þið eruð áhyggjufullir vegna Geisla, sem er um borð í skipinu .... < En Draco hefur eldflaugaáætlan- imar í sínum höndum. Takist hon- um að láta smíða eldflaugina, mun hann fara með gjöreyðingarstríð á hendur okkur öllum, en ég stöðvað hann. Og nú verða vinir Geisla að taka þungbæra ákvörðun, sem gæti kost- að hann lífið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.