Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 13
MORGUISBLAÐIÐ 13 Laugarclagur 18. ágúst 1962 VETTVANGUR ' Fram. «v£ bls. 11 Ibeinu áhrif, sem þessi viðsíkipti geta haft, þegar þeir, sem í hlut eiiga, eru orðnir þeim of háðir. Stjórnendur SH virðast vera orðnir þeicm svo háðir, að þeir hafi gersaanilega glatað sjálfstæði sínu gagnvart hinum austrænu viðskiptavinum, og á sama veg inundi vafalaust fara fyrir þjóð- inni í heild, ef hún ætti of mik- ið undir þeim kornið. Kæmi það sannarlega ekki á óvart, þótt eeðsti umiboðsmaður heimskomm únismanns á íslandi, Einar Ol- igeirsson, teldi sér skylt fyrir Ihönd húsbænda sinna að þakka stjórn SH á einhvern háltt hina óvæntu liðveizlu og léti t.d. hjá líða að endurflytja á næsta Al- (þingi þingsályktunartillögu sína um skipun sérstakrar þingkjör- innar nefndar til rannsóknar á starfsemi SH, sem hann hefur flutt á undanförnum tveim þing- uml ' Ekki verður farið náfcvæmlega út í það hér, hvort austur-við- skiptin séu raunverulega til hags bóta fyrir íslenzkan sjávarútveg, eins og stjórnendur SH halda fram í yfirlýsingu sinni. Sú full- yrðing styðst sjálfsagt við þá staðreynd, að við höfurn á undan förnum árum selt mikinn hluta útflutnings okkar til járntjalds- landanna á sæmilegu verði. Marg ir benda þó á það á móti, að (þessi tiltölulega stöðugu viðskipti Ihafi leitt til þess, að sjávarútveg urinn hafi á undanförnum árum farið að miða framleiðslu sína um of við þennan markað, sem Ihafi leitt til stöðnunar í sjávar- útveginum og iðnaði í samibandi Við hann. Þanni.g hafi austurvið- skiptin beinlínis hindrað eðlilega þróun útflutningsatvinnuve,ga okkar. Og hinir sömu benda einn ig á, að með betri hagnýtingu sjá varaflans væri unnt að kornast inn á markaði, þar sem hærri kröfur eru gerðar til gæða vör- unnar og betra verð fæst fyrir Ihana. Það er því vissulega mik- ið vafamál, hvort austurviðskipt in hafi verið sjávarútveiginum „til haigsbóta", þegar á allt er iitið. Og fullvíst er, að þau hafa tjóns. Það er t.d. á almannavit- orðið neytendum til gífurlegs orði, að hækkað verð til fram- leiðenda fyrir íslenzkar sjávar- afurðir hafa hin höfðinglegu viðskiptalönd oklkar í austri ein- faldlega bætt sér upp með því að krefjast hærra verðs fyrir |þær vörur, sem þau selja okkur á mióti. Þannig eru það í raun og veru íslenzikir neytendur, sem etanda undir hækkuðu kaup- verði þeirra á sjávarafurðmium. Við þetta bætist svo það djón, Bem áður er minnzt á. 0 Þó að hér að framan hafi ekki verið fjallað beint um þá spurn- ingu, hver sé ástæðan til hinna furðulegu áfcúra stjórnar SH í garð þeirra blaða, sem réttilega Ihafa varað við of nánum við- ekiptatemgslum við korrumúnista- ríkin, hefur svarið komið fram óbeint, enda leynir það sér ekki. Aðstandendur SH eru orðnir hin- wm austræna markaði of háðir. Þeir óttast, að hin harða hríð, eem hér hefur að undanförnu ver »ð gerð að austurviðskiptunum, Ikunni að styiggja hina austrænu viðskiptavini. Það virðist því vera óttinn við reiði Krúsjeffs og þröng eiginhagsmunasjónar- mið, sem standa á bak við yfir- lýsingu þeirra. Hún er því að- eins enn ein sönnunin fyrir þvi, Ihve varhugavert það er fyTÍr ís- iendinga að verða of háðir hin- austrœna markaði. - Hörður Einarsson. — Svíþjóðarbréf Fram. af bls. 11 • Ný og bætt heildarskipan varnarmála gekk í gildi í Sví- iþjóð 1. júlí sl. — Hermenn fá nú dagpeninga, ef greidd orlofsferð tekur meiira en 8 klst. — Einnig fá kviðdómendur, ritari og fanga verðir bætt launakjör frá 1. júlí. • Hámarkshraði fyrir stærstu gerð áætlunarbíla Og þyngstu vörubíla hækkar úr 60 km á klst. í 70 km. Þó er 90 km hraði leyfð- ur á sérstökum aðalbrautum (motorvagar). Þar eru nú engin hraðamörk fyrir fólksbíla, en út júlímánuð er 90 km hámarks- íhraði í gildi í Svíþjóð á öðrum vegum. Hámarkshraði ökutækja er ekki sá sami alla mánuði árs- ins. • Strangara eftirlit með. gæðaflokkun garðávaxta gekk í gildi 1. júlí. En á undanförnum mánuðum hefur títt verið kvart- að um misjafna eða gallaða vöru, sérstaklega kartöflur. • Nýjar reglur um áritun hlutabréfa. Áður bar stjórnar- meðlimum hlutafélaga skylda til að undirrita hvert eitt og einasta íhlutabréf hlutaðeigandi fyrir- tækis með eigin Ihendi. Nú er prentun nafnsins leyfð með til- liti til þess hve algengt það er orðið, að sömu menn sitja í stjórn margra fyrirtækja. • Hin óháða útvarpsstöð „Radio Nord“ hættir störfum. Útvarpsstöð þessi hefur verið rekin nú um nokkurra ára skeið af erlendum, — ekki norræn- um, — aðilum frá skipi eða skip- um, sem staðsett hafa verið fyr- ir utan landhelgi Svíþjóðar — einnig hafa slík skip andæft við strendur Danmerkur og Noregs. Starfsemi þessi var dæmd ólög- leg af meiri hluta þingmanna á fundi Norðurlandaráðs í Helsing fors í vetur. Samkomulag hefur nú náðst um að leggja þessa starfsemi niður, — eða a. m. k. fjarlægja hana frá ströndum Norðurlanda. Sænska. útvarpið sendir nú 3 mismunanai dagskrár samtímis. Auk þess heyrast dagskrár danska, norska og finnlands- sænska útvarpsins ágætlega í flestum landshlutum Svíaríkis. Um margt er því að velja á skiljanlegu máli. — Og undirbúningur er hafinn að aukinni starfsemi sænska sjón- varpsins, þannig að áður en ýkja langt um líður, munu sænsk ir sjónvarpsnotendur einnig geta valið um fleiri en eina dagskrá. Sjónvarpið nýtur mikilla og stöðugt vaxandi vinsælda í Svi- þjóð og norrœnu sjónvarpsstöðv- arnar hafa með sér nána sam- vinnu. • Samvimnusamningur Norff- urlanda gekk í gildi 1. júlí sl. Það er viðtækur samningur um aukið norrænt samstarf, er rædd ur var á þingi Norðurlandaráðs í Helsingfors í vetur og nú hef- ur hlotið samþykki ríkisstjórna og löggjafarlþings norrænu frændiþjóðanna. Þannig hafa Nörðurlöndin 5 skuldjbundið sig þjóðréttarlega séð til að vinna skiplagsbundið að því að efla og auka norrænt samstarf á eins mörgum sviðum og unnt er. Eitt þeirra atriða, sem nor- ræni samvinnusamningurinn fjall ar um er að koma á fót stofn- unum, er stuðli að auknu nor- rænu samstarfi. — Eins og kunn ugt er bar prófessor Ingvar Svennilson, vararektor háskólans í Stokkbólmi, fram tillögu um Norræna stofnun í Reykjavík á fulltrúafundi Norrænu félaganna, sem haldinn var í Reykjavík í júlí 1960. Um tillögu þessa sömdu framkvæmdastjórar sænska og íslenzka félagsins síð- an ýtarlega greinargerð, sem í meginatriðum var byggð á til- lögu sænska piófessorsins. Til- laga þessi fékk síðan fastara form eftir umiræður á fulltrúa- íundi Norrænu félaganna, er haldinn var í Bergen í ágúst 1961, og var hún siðan samtimis send Norrænu Menningarmála- nefndinni og Norðurlandaráði. Menningarmálanefndin ræddi til- löguna á fundi sínum í september sl. í Oslo, og hlutaðist til um að skipuð væri nefnd er ynni að nánari athugun og framgangi málsins. Formaður þeirrar undir- búningsnefndar var og er hinn dugmikli, danski ritstjóri Bent A. Koch. Norðurlandaráð sarruþykkti ein- róma á fundi sínum í Helsingfors í marz í vetur, að mæla með þvi við ríkisstjómir Norðurlanda, að þær sameinist um að reisa Norræna stofnun í Reykjavík er styrkt gæti menningartengsl ís- lands og Norðurlanda í framtíð- inni. Það er ánægjulegt, hve þessi tillaga hefur hlotið góðar undir- tektir meðal frændlþjóðanna og standa vonir til, að Norræn stofnun verði reist í Reykjavík, áður en langir tímar liða. Norræni samvinnusamningur- inn er rauníhæfur og merkur áfangi á sviði norræns samstarfs, og líkegt má telja að fyrsta júlí 1962 verði í framtíðinni minnzt sem merkisdags í samstarfssögu norrænu frændlþjóðanna. Magnús Gíslason. Hinr þekktu vestur-þýzku HIJDSOIM sokkar, sem ekki fellur lykkja á, eru nú loksins fáanlegir í eftirtöldum verzlunum: Anit.u, Sokkabúðinni, Skeifunni, Óeúlus, Ölympíu, G. Jónasson & G. Halldórsdóttir Hafnarstræti, Tösku- & hanzkabúðinni Bergstaðastræti, Dömur kaunið eitt par af tegund 46 og reynið hvað margar vikur það endist. U TVECUM gtUDSON NAUÐSYNLEGUM SOKKA GEGN LEYFUM Davíð S. Jónsson & Co.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.