Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 12
r 12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 18. ágúst 1962 Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og fósturmóðir ÍSFOID VÉFREYJA JÓHANNESDÓTXIR Snorrabraut 40, andaðist á heimili sínu 9. þ.m. Útförin hefur farið fram. Gissur Baldursson, Baldur Gissurarson, Erla Gissurardóttir, Gissur Gissurarson, Þór Karlsson, Svanlaug Þorsteinsdóttir. Aðfaranótt 16. ágúst lézt í sjúkrahúsinu Sólvangi Hafnarfirð'j Frú VILBORG J. KJERULF frá Hábæ í Vogum. Anna Guömundsdóttir, Sveinn Pálsson. Konan mín ELÍNBORG GTJÐMUNDSDÓTTIR andaðist fimmtudaginn 16. ágúst. Loftur Sigurðsson. Eiginkona mín ÞORBJÖKG EINARSDÓTTIR Garðastræti 45, lézt í Landakotsspitala 17. ágúst. Ásgeir Torfason. Móðir okkf.r og tengdamóðir IiELGA JÓNASDÓTTIR Laufásvegi 37, andaðist í Landsspítalanum 17. þessa mánaðar. Lilý Tryggvadóttir, Áslaug Tryggvadóttir, María Tryggvadóttir, Gunnar Kristinsson. Hjartkær ejginmaður minn GUÐNI HANNESSON, klæðskeri, lézt að heimili sínu Skeiðarvogi 13 16. ágúst. — Fyrir hönd sona, móður, tengdadóttur, barnabarna, fóstur- bama og systkina. Vaigerður G. Óladóttir. JÓN GUÐBRANDSSON forstjóri, andaðist í Kaupmannahöfn 27. júlí 1962. Fór bálför hans fram í Kaupmannahöfn 3. ágúst s.l., en jarðsetning í Reykjavikurkirkjugarðt 16. þ.m., hvorttveggja í kyri'þey samkvæmt ósk hins látna. Við þökkum innilega auðsýnda hluttekningu. Bergþóra Brynjúlfsdóttir, Kristján Guðlaugsson, Björn Br. Björnsson, Ellen Björnsson, Erlingur Brynjúlfsson, Unnnr Samúelsdóttir. Hugheilar þakkir til allra þeirra er sýnt hafa vinsemd og samúð við andlát og jarðarför ÞÓRU MARTU ÞÓRÐARDÓTTUR Túni Stokkseyri. Systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir til skyldra og vandalausra fyrir hlý- hug og samúð vegna andláts og jarðarfarar ÓLAFAR SVERRISDÓTTUR Öldugötu 9, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunar- fólki Elli og lijúkrunarheimilisins Sólvangs fyrir þeirra góðu hjúkrun. Vegna vandamanna. María Guðnadóttir, Valtýi Sæmundsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarð arför mágs míns og bróður okkar ÞORÐAR JÓNSSONAR Mófellsstöðum, Skorradal. Guðfinna Sigurðardóttir og systkini. Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýnt hafa okkur samúð, vinarhug og hjálp við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar PÁLS PÁLSSONAR Jóhanna Jóhannesdóttir, Greta Pálsdóttir, Páll Pálsson, Jóhannes H. Pálsson. Sextíu ár frá stofnun Alþjúð- lega hafrannsdknarráðsins STJNNUDAGINN 22. júlí sl. voru lioin sextíu ár frá stofnun Al- þjóðlega hafrannsóknarráðsins (The International Council for the Exploration of the Sea). 1 til efni þessa afmælis skrifaði dr. Arni Friðriksson, framkv.stjóri ráðsins afmælisgrein fyrir Kriste ligt Dagblad í Kaupmannahöfn, þar sem hann rekur sögu þessar- ar stofnunar og starfshætti. Hér fer á eftir fyrri hluti greinar dr. Árna. Hinn 22. júlí eru liðin sextíu ár frá stofnun Alþjóðlega hafrann- sóknarráðsins. Það var gert í Kaupmannahöfn, þar sem ráðið hefur síðan haft bækistöð. í upp hafi starfseminnar var tekin á leigu fimm herbergja íbúð á neðstu hæð hússins nr. 2 við Östbanegade, beint á móti Öster port járnbrautarstöðinni. Þar var aðalbækistöð ráðsins í nokkvr ár, en þá var hún flutt í álíka stórt húsnæði í Jer.s Kofodsgade. Skömmu eftir lok heimsstyrj- aldarinnar fyrri var bækistöðin flutt, ásamt dönsku líffræðistofn minni, til Villa Eltam við Strande vejen 34 og árið 1936 var tekið síðasta skrefið til þessa, er bæki stöðin var flutt í Charlottenlund höllina. -- XXX ---- Enda þótt hafrannsóknarráðið sé barn tuttugustu aldarinnar er það þó eldra en flestar aðrar al þjóðastofnanir hennar. Forsaga stofnunar þess hefst þegar á 19. öld og var nátengd þróun fisk- veiðanna í Norðursjó, Skagerak, Kattegat og Eystrasalti. Um árið 1875 höfðu brezkir togarar „upp götvað“ allan Norðursjó og stund uðu þar miklar fiskveiðar. Eink- Dr. Arui Friðriksson um voru það seglskip, sem not- uðu bómutroll. í byrjun níunda tugs aldarinnar var byrjað að nota gufuskip og árið 1894, er farið að nota hleratroll í stað bómutrolls, — en það er til muna mikilvirkara veiðitæki og er enn notað í ýiniss konar útfærslu. — Þegar farið var að nota vélar í minni skip um aldamótin, batn aði mjög öll tækni fiskiflotanna, bæði á miðunum á Norðursjó og öðrum miðum í Evrópu og úr því varð þróun í fiskiveiðitækni stöðugt örari. Gufutogarar höfðu ekki lengi stundað veiðar í Norðursjó, er uppgötvað var, að veiðin fór minnkandi og þegar fyrir alda- mót var niönnum ljóst, að eitt- hvað varð að gera til þess að verja fiskistofnana gegn rán- yrkju. Jafnframt var augljóst að nánari rannsóknir voru aðkall- andL Sama vandamál kom í ljós á Lokað Skrifstofur vorar verða lokaðar laugardaginn 18. ágúst vegna skemmtiferðar starfsfólks. Sjóvátriji]qá| laqlslands Ingólfsstræti 5. Vegna jarðarfarar SIGMUNDAR SVEINSSONAR að Voðmúlastöðum, verða sætaferðir frá Bifreiðastöð ísiands í dag kl. 11 f.h. Afvinna Verkaracnn óskast til iðnaðarstarfa. Vélsmiðjan HÉÐINN Flakarar óskast strax. FROST HF. Ilafnarfirði — Sími 50165. öðrum fiskimiðum, einkum Katte gat og jafnvel á EystrasaltL , -- XXX ---- Svo vel vildi til, að í löndun- um, sem lágu að þessum haf- svæðum, komu fram á sjónarsvið ið nokkrir fxamsýnir og dug- miklir haffræðingar, þar á með al Otto Petterson í Svíþjóð, Frid thjof Nansen í Noregi og C. C. Joh. Petersen í Danmörku. Ef- laust hefur það verið fyrir frum kvæði Otto Pettersons og sam- starfsmanna hans, að sænski konunguxinn bauð nokkrum ríkj um að senda fulltrúa og sérfræð inga til alþjóðlegrar ráðstefnu í Stokkhólmi, þar sem málið skyldi ítarlega rætt. Fulltrúar á þessari sérlega mikilvægu ráð- stefnu, sem haldin var sumarið 1899, voru frá Danmörku, Noregi, Rússlandi, Bretlandi, Svíþjóð og Þýzkalandi, og þar var samið ná kvæmt uppkast að alþjóðlegri rannsóknaráætlun. Annar undir búningsfundur var haldinn i Kristianíu í maímánuði 1901. — Belgía og Finnland tóku einnig þátt í þeiin fundi, og þar var end. urbætt og samþykkt áætlunin frá Stokkhólmsfundinum. Fulltrúar urðu sammála um, að við það al þjóðlega samstarf, sem framund an var skyldi höfuðáherzlan lögð á að leysa þau vandamál, er snertu fiskveiðarnar. Á þriðja fundinum, sem haldinn var í Kaupmannahöfn í júlí 1902, var síðan samþykkt að stofna al- þjóðlegt ráð til hafrannsókna, og fékk það nafngiftina „The Inter- national Council for the Explor- aion of the Sea“. Ákveðið var, að aðalbækistöðvar ráðsins skyldu fyrst um sinn vera í Kaupmanna höfn, en jaínframt var stofnað svonefnt Centrallaboratorium 1 Kristiania. Það hefur fyrir löngu verið lagt niður. Öll ríkin, sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna í Kaupmannahöfn gerðust aðilar að þessum samtök um og flest bundust þeim fyrir næstu firnm ár. Þau tóku á sig skyldur um útvegun tækja til þess að setja á stofn rannsóknar stofu og búa út hafrannsóknar- skip og ennfremur að sjá fyrir nægilegu fjármagni til þess að unnt yrði að framkvæma áætlun, sem samþykki hafði verið. Þess skal getið, að það var samkvæmt þessari áætlun sem Johannes Schmidt fór hinar fyrstu ágætu ferðir sinar, fyrst með skipinu „Thor“ áxið 1903, síðar með gamla „Dana“. Þegar Bandaríki Norður-Ameríku gerðust aðili að ráðinu tíu árum síðar varð starf svið þess ríkis allt Norður-At- lantshafið. Þetta ágæta tímabil, sem kalla mætti „brautryðjenda tímabilið" fékk óvæntan endi er fyrri heimsstyrjöldin hófst árið 1914. Á styrjaldarárunum féllu Bandaríkin, Rússland og Þýzka- land úr leik — og í lok styrjald arinnar stóðu Norðurlöndin þrjú ein vörð um það, sem eftir var. En þegar, er storminn hafði lægt, var hafizt handa að nýju. Banda ríkjamenn tóku þó ekki aftur þátt í starfi ráðsins, en árið 1920 tengdust Frakkar ráðinu, árið 1922 Portúgal, Eistland Lithauen og Pólland árið 1923, Lettland og Spánn árið 1924, írland 1925, Þýzkaland 1926, Ítalía 1927 og ís land árið 1937. Síðan hófst heims styrjöldin síðari og aftur varð að endurskipuleggja starfsemina að henni lokinni. Nú eiga eftir talin sautján lönd aðild að alþjóð lega hafrannsóknarráðinu: Belgía, Danmörk, Finnland, Frakkland, Holland, írland, fsland, Ítalía, Noregur, Pólland, Portúgal, Sovétríkin, Spánn, Bretland, Sví þjóð og Vestur-Þýzkaland — og verið er að ganga frá þátttöku sautjánda ríkisins, sem er Afríku rikið Dahomey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.