Morgunblaðið - 18.08.1962, Side 3

Morgunblaðið - 18.08.1962, Side 3
f l^augardagur 18. ágðst 1962 MORGU NBLAÐIÐ 3 J ACQUELINE Kennedy dvelst nú í sumarleyfi við Miðjarðarhafsströndina í litl- um bæ, sem heitir Ravello. Með henni er Carolina, dótt- ir hennar. Jackie býr í sum- arhöll, sem systir hennar, Lee Radziwill, prinsessa, leigir þetta sumar. Eins og vænta mátti varð uppi fótur og fit á strönd- inni, þegar fréttist um komu forsetafrúar Bandaríkjanna. Fyrsta morguninn fór Jackie með Carolínu út á flóann í litlum ítölskum hraðbát og lék sér þar á sjóskíðum á kröppum öldunum góða stund. Carolína fékk einnig að taka þátt í leiknum — en eftir svo sem hundrað metra stungust þær mæðgur á nefið og fengu hressandi bað. Uppi á ströndinni biðu kringum 50 ljósmyndarar með vélarnar á lofti, og gerðu hin- um 60 bandarísku og ítölsku lífvörðum forsetafrúarinnar gramt í geði. En Jackie lét einn þeirra synda til þeirra með svohljóðandi skilaboð: „Gef ykkur tíu mínútur til að taka myndir“. Þeir tóku til óspilltra málanna og ljós- mynduðu hana frá öllum hlið um, svo og Carolínu, sem var í bleikum stuttbuxum. Jackie var aftur á móti í grænum sundbol, með laufamyndum. En Carolína litla notar sínar aðferðir við blaðaljós- myndara. Hún dró fram úr Jackie baðar ‘ig í Miðjaröa rhafinu. IVIeð tignarfólki á sjó og landi pússl sfnu barna-ljósmynda- vél. „Húrra“, hrópuðu áhorf- endur. Carólína smellti af og út úr myndavélinni spratt trúðshaus, sem rak út úr sér tunguna. Fremst á tungunni var rautt kirsuber. En það eru fleiri en Jackie Kennedy sem kunna vel við sig í sjávarloftinu. Philipp, prins, stjórnaði 34 tonna skútu ekki alls fyrir löngu í Bátnum hvolfdi og Philipp sjóinn. kappsiglingu undan Solent, og varð annar í röðinni. Með- limur konungsfjölskyldunnar brezku hefur ekki tekið þátt í þeirri íþrótt, síðan Georg konungur V sigldi Britannia árið 1935. En Philipp varð fyrir ó- heppni á sjónum nokkru síð- ar. Hann var staddur um borð í litlum bát, ásamt skútukarl- inum og rithöfundinum Uffa Fox, þegar bátnum hvolfdi. Mönnunum var bjargað og báturinn dreginn til hafnar. Þegar hala átti bátinn upp á bryggjuna, losnaði bóman á krananum og féll hún nokkra faðma frá þeim tví- menningunum. „Bóman féll það hægt að ég gat skotizt til hliðar", er haft eftir Philipp. Svo bætti hann við kaldhæðn islega: „Hefði hún skollið beint niður, hefðu lík fund- izt á reki í höfninni". Hlutlausír i Genf vilja: Takmarkað bann við kjarnorkutilraunum að ekki væri um kjamorku- sprengingu að ræða. í Genf er talið, að Bretar muni e.t.v. vera fúsari en Bandaríkja- menn til að ganga að takmörk- uðu banni; munu þeir m.a. vera reiðubúnir til að ræða ítalska tillögu, sem fram er komin, þar að lútandi. Eftirlit óhjákvæmilegt. Hver svo sem niðurstaðan verð ur þyfcir fullvíst, að Vesturveld- in muni ekki telja sig geta fall- ist á algjört bann við kjarnorku- sprenigingum, nema Sovétveldið sætti sig við eftirlit í einhverju formi. Athugasemd vegna elds á bíl ÚT af frétt í dagblaðinu „Tím- inn“ 1'5. ágúst um íkviknun í Kjarna-áiburði óskar Áburðar- verksmiðjan h.f. að -taka fram eftirfarandi: Umræiddir áburðarpokar voru teknir hjá verksmiðjunni í Gufu nesi um kl. 9,30 laugardaginn 11. ágúst. Síðan mun bifreiðin hafa farið aftur í bæinn og tekið aðr- ar vörur, þ.e. tóma strigapoka, og ekki lagt af stað austur að Hvols velli, fyrr en eftir hádegi. Elds- ins í farminum varð síðan vart um kl. 14.00. Á palli bifreiðar- innar var því ekki eingöngu Kjarni, heldur og vara, sem auð veldlega getur brunnið. Um Kjarna-áburðinn sjálfan er það að segja, að hann brennur ekki, og um sjálfsíkveikju í honum get ur ekki verið að ræða. Umbúðir hans, þ.e. pappírspokarnir geta þó að sjálfsögðu brunnið. Hins vegar verður að hafa að- gæzlu um meðferð elds í návist Kjama, svo og að gæta þess, að innan um eða í kringum Kjarna- poka sé ekki staflað efnum, sem auðveldlega geta brunnið eða fal ið í sér eld, vegna þess að hann er eldnærandi (oxidizing agent), svo sem stimplað er á hvem poka. Heldur hann því við eða magnar eld, sem umhverfis hann er, nái hann að hitna í um 200<>C. STAKSIEIIVAR Moskvumenn ánægðir Pulltrúar Moskvuvaldsins vi® Þjóðviljann ráða sér varla fyrir gleöi um þessar mundir. Ástæð an er auðvitað ekki sú, að þeir hafi unnið nein stórafrek i þágu íslenzku þjóðarinnar heldur eru það síðustu geimferðir Rússa, sem þessari ánægju valda. Blað- ið segir sigri hrósandi, að for- stöðumaður athugunarstöðvarinn ar í Jodrell Bank hafi „meira að segja tekið svo djúpt í árinni að telja, að með þessu (þ.e. geim- ferðunum) hafi Sovétríkin sann að að þau gætu nú drottnað yfir geimnum." Enda þótt helmingur þeirra manna sem búa við kommúnisnra í heiminum svelti og hinn helm ingurinn hafi svo léleg lífskjör að engum manni þyrfti að bjóða upp á þau í vestrænum löndum, þá telur Þjóðviljinn það fagnað arefni, ef þessu þjóðskipulagi tækist að drottna yfir geimnum. Nú eru heimsyfirráð ekki nóg! Óskað til hamingju f forystugrein segir Þjóðvilj-. inn ennfrem.ur í gær: „Afrek Sovétríkjanna á sviði geimrannsóknanna eru nýr og glæsilegur sigur mannsandans í þekkingarleit hans. Það er ástæða til þess að óska þeim og mann- kyninu öllu til hamingju með þennan sigur." Þjóðviljinn hefur áður óskað til hamingju. Hann óskaði Rauða hernum til hamingju, þegar hann barði niður byltingu austur- þýzkra verkamanna 17. júní 1953 og hann óskaði Rauða hern um enn til hamingju þegar hann stofnaði til blóðbaðsins í Ung- verjalandi 1956 og framdi eitt mesta níðingsverk á nágranna- þjóð, sem um. getur í veraldar- sögunni. Genf, 17. ágúst — NTB — HLUTLAUSAR þjóðir, sem fulltrúa eiga á 17 ríkja af- vopnunarráðstefnunni hér í Genf, leggja nú aukna á- herzlu á, að reynt verði að koma á takmörkuðu banni við kjarnorkutilraunum, þanpig að bannaðar verði all- ar tiiraunir aðrar en neðan- jarðar. Á fundi ráðsfcefnunnar á föstu- dag lagði brasiliski fulltrúinnn, Araujo Castro, það til, að áherzl- an yrði nú lögð á bann við til- raunum í og fyrir utan gufuhvolf ið. Þeim mun meiri ástæða væri til að einbeita sér að þessum þætti málsins, sem sýnt væri„ að austur og vestur gætu ekki komið sér saman um bann við tilraunum neðanjarðar, vegna á- greinings um eftirlit með slíku banni. Vilja algjört bann. Bandaríski fulltrúinn, Arfchur Dean, lýsti því yfir á blaðamanna fundi, að Bandaríkin leggðu höf uðáherzlu á að komið yrði á al- gjöru banni. Og ýmiskonar minni jarðliræringar, sean fram kæmu á mælum, væru þess eðlis, að ekki væri unnt án athuigunar á staðnum, að fullvissa sig um, Vilhjálmur Hjálm- arsson slasast Sl. Þriðjudagskvöld varð það slys að Brekku í Mjóafirði að dráttavél valt og ökumaðurinn, Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. alþingismaður slasaðist og var fluttur á sjúkrahúsið á Norð- firði. Vilhjálmur var að aka heim heyi er dráttarvélin valt og varð hann undir henni. Síðu brotnaði hann og marðist mikið. Vilhjálmur var fluttur með báti til Neskaupstaðar og liggur hann Tillaga Norður- landa var felld í DAG hefst Evrópumeistara- mótið í sundi í Leipzig og meðal keppenda í dag eru Guðmundur Gíslason í 400 m órsundi ein- staklinga. j í gær var haldið þing aliþjóða sundsambandsins. Norðurlöndin öll lögðu þar fram tillögu um að Evrópumeistaramótið yrði hald- ið annað hvert ár, og þá odda- töluár . o að þau bæru ekki upp á Olympíuár. Tillagan var felld og eftir sem áður verða Evrópu- mótin haldin 4. hvert ár. Aðal- ástæðan fyrir því að tillagan var felld er fjárhagsörðugleikar. Á sama fundi var ákveðið að næsta Evrópumeistaramót skyldi haldið í Utrecht i Hollandi. Kjöt og smjör Við þurfum ekki að fara Iangt til að sjá, hvemig lífskjörum almennings í Sovétríkjunum er háttað. Landbúnaðurinn þar er í rúst, eins og kunnugt er af fréttum, og með einu penna- striki hækkaði Sovétstjórnin verð á smjöri og kjöti um 30%. Um þetta skrifar fréttaritari Þjóðviljans í Moskvu m.a. í blaff ið í gær: „Landbúnaðurinn hefur aftur verið á dagskrá hjá stjórninni. Verð á kjöti og smjöri var hækk að um 30% eins og menn muna. Slík ráiðstöfun er borgarbúum auðvitað ekkert fagnaðarefni. Miðstj. flokksins og ríkisstjórn in skrifuðu bréf til almennings unr. þetta mál, þar er rætt um þær ráðstafanir sem að undan- förnu hafa verið gerðar til að styðja búið, þær hafa efeki reynzt nógu róttækar. Árið 1961 var meðalframleiðslukostnaður á sentner (100 kg) af nauta- kjöti 88 rúblur, en verð til bú- anna var aðeins 59,1 rúbla. M. ö. o. flest ríkis- og samyrkju bú töpuðu á kjötframleiðslu og því meir sem þau framleiddu meira.“ Jafnvel Krúsjeff getur ekki i annað en viðurkennt ofskipulag kommúnismans. Samkvæmt frá sögn fréttaritara Þjóðviljans sagði hann m.a. fyrir skemm.stu: „Við förum illa með vinnuafl. kannski er aftan í 20 mjaltakon ur hnýtt þrem starfsmönnum til þess eins að skjalfesta mjólkina, einatt gera þrlr menn það sem einn gæti gert." Þessi litlu dæmi ættu að nægja um það „fyrirmyndarþjóðfélag“ sem Þjóðviljinn óskar eftir að drottni í heimi og geiml.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.