Morgunblaðið - 18.08.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 18.08.1962, Síða 2
MOXGUNfíLAÐIÐ Laugardagur 18. ágúst 1962 Afmælis Reykjavíkur minnst í Árbæ Eins os skýrt hefur verið frá' á sýningarsvæðinu. Jónsmessu- 1 fréttum hefur sú nýlunda verið vakan fór fram með mestu prýði tekin upp í sambandi við Árbæj ! arsafn, að efna til þjóðlegra skemmtana á útivistarsvæðinu um helgar. Á Jónsmessuvöku í sumar var þetta fyrst reynt og gafst þegar vel, en siðar hafa verið sýndir bæði sænskir og ís- lenzkir þjóðdansar á sýningar- palli á túninu og nú síðast glíma og hráskinnsleikur á laugardög- um kl. 5. Einkum hafa erlendir ferðamenn verið þakklátir fyrir að fá tækifæri til að sjá þessar þjóðlegu íþróttir, sem þeir hefðu annars ekki átt kost á að kynn- ast af sjón. Áhorfendasvæðið er aflíðandi brekka upp af sýningar pallinum og þar hafa menn set ið eða legið í grasinu, þegar þurrt var. Þjóðdansafélag Reykjavík- ur og Glímudeild Ármanns hafa séð um þessi skemmtiatriði. f dag, sem er laugardagur og ber upp á afmæli Reykjavík- urborgar, verður til hátíðabrigða boðið upp á bæði fyrrnefnd skemmtiatriði, þjóðdansasýningu kl. 4.15 og glímusýningu kl. 5,15 en að auki mun Lúðrasveitin Svanur leika þjóðleg lög við Ár- bæ kl. 3.15 ef ástæður leyfa. Útivistarsvæði verður opnað sem að vanda kl. 2 en lokað kl. 7. Strætisvagnaferðir verða frá Lækjai torgi kl. 2, 3 og 4 auk Lækjaihotnsferða kl. 1,15 og 3,15 en heimferðir aukalega kl. 6 til 7 eftir þörfum. Venjulega er ekki seldur að- gangur að útivistarsvæðinu, held ur aðeins safnbúsunum kr. 10 fyrir fullorðna og kr. 5 fyrir börn án fylgdar. Þegar skemmtiatriði eru höfð, er hinsvegar krafizt aðgangsey-ris af öllum, hins sama og venjulega. Gildir að- göngumiðinn þá vitanlega að safrihúsunum og kirkjunni og veitir auk þess forgangsrétt að borði í Dillonshúsi ef aðsókn er það mikil, að taka verði upp dyravörzlu við veitingahúsið. Að þessu sinni verður ekki dansað á palli eins og á Jóns- messuvökunni, þar sem snemma tiúmar að og engin lýsing komin þrátt fyrir fjölmenni. Verði veð- ur hagstætt, er ekki ástæða til að ætla annað, en að afmælis- fagnaðurinnur í Árbæ geti orð- ið öllum til ánægju. Stokkhólmi, 17. ágúst. (AP) S Æ N S K heilbrigðisyf ir- völd veittu á föstudag leyfi til þess að eytt verði fóstri bandarísku konunnar Fóstri frú Finkbine verður eytt Sherri Finkbine. Frú Finkbine, sem er 30 ára að aldri og kunn sjónvarps- stjarna í Bandaríkjunum, neytti í byrjun meðgöngu- tímans allmargra skammta af lyfinu thalidomide, sem síð- ar var sannað, að valdið hefði vansköpun mikils fjölda barna víða um heim. Er frú Fink- bine óskaði fóstureyðingar í heimaborg sinni, Phoenix í Arizona-fylki í Bandaríkjun- um, var beiðni hennar synj- að. Hélt hún þá til Svíþjóðar ásamt eiginmanni sínum þess ara erinda og hefur nú fengið hið umbeðna leyfi. — Sam- kvæmt sænskum lögum er læknaráð eiðbundið að gefa ekki opinberlega upplýsingar um slík mál og ákvarðanir um þau, en í þetta skipti var undantekning gerð, vegna þeirrar gífurlegu athygli, sem för frú Finkbine hefur vakið, og mikilla blaðaskrifa um mál hennar víða um heim. Fóstureyðingin verður ann- ars framkvæmd strax eftir helgina í Karolinska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi. iiMM1** iii^ F/ugmálafél agið efnir til flugkeppni [ NA 15 hnvior X Snjikoma 7 Skúrir y/M'Ragn- KaUaaki! H Hmh 1 if- -' SV 50 hnútar * Ohi <■<*- K Þrumur WX/.tvaAi ZS HitaakH LJ*sL FLUGMÁLAFÉLAG íslands mun efna til flugkeppni n.k. sunnudag 26. ágúst, ef veður leyfir. Keppt verður um bikar sem hlutafélag- ið Skeljungur gaf árið 1957. — Keppni þessi verður með sama sniði og á Norðurlöndum, keppt verður í þremur greinum, flug- leiðsögu, lendingum og sérþraut- um. . mn mmmmm ' - ÞESSAR myndir voru teknar fyrir tíu dögum austur við Skrúð. Þar kom eitt varðskip anna að mörgum vaðandi síld artorfum, og sýnir efri mynd in eina þeirra. Enginn sild- veiðibátur var nærstaddur, og k tilkynnti varðskipið bátunum og síldarleitinni á Seyðisfirði um síldina. Komu þegar marg ir bátar á vettvang, og sýnir neðri myndin fyrsta bátinn, sem kom á staðinn og kastaði Fengu margir bátar þarna ágætan afla. Ljósm. Helgi Halivarðss.) Keppnin er tvímenningskeppni og þátttaka heimil öllum íslenzk um flugmönnum — meðkepp- andi má vera handhafi annars íslenzks flugliðaskírteins, t.d. flugleiðsögumanns eða flugum- ferðastjóra. Keppnisstjórn ákveður flug- leiðina en keppendur gera sjálf ir flugáætlun og er það keppnis atriði að halda henni sem ná- kvæmast. Lendingarþrautir verða nauð- lendingar (marklendingar) með og án notkunar hreyfils, en sér- þrautir geta t.d. verið að þekkja kennileiti eftir lýsingu eða mynd um, eða að varpa niður hylkjum. Hin síðarnefnda þraut er mikil þjálfun fyrir flugmenn sem þurfa að koma skilaboðum t.d. til leitar flokka á jörðu niðri. Fyyrir hverja grein keppninn ar verða gefin stig samkv. sér- stakri stigatöflu, 60% fyrir flug leiðsögu, 25% fyrir lendingar og 15% fyrir sérþrautir. Sérstakar jöfnunarreglur gilda til þess að tryggja flugvélum af ýmsum gerðum sömu vinnings- möguleika, þrátt fyrir mismun- andi flughraða. Innritun stendur yfir, gert er ráð fyrir að allt að 12 einkaflug vélar taki þátt í keppni þessari. SV-mið: Austan kaldi, skýj- að. SV-land og Faxaflói: Hæg- viðri, víðast skýjað, skúrir á stöku stað siðdegis. Breiðafjörður til Norður- lands: Austan og NA gola, víð ast úrkomulaust, víða þoka í nótt. Faxaflóamið til NA-miða: Hægviðri. skýjað og sums staðar þoka. NA-land og Austfirðir: Hæg viðri, víða léttskýjað. SA-land, Austfjarðamið, SA mið og austur djúp: Austan og SA gola, víðast skýjað. VEÐUR var gott um allt land í gær. Klukkan 15 var alls staðar þurrt nema í Reykja- vík. Austan lands var víða heiðskírt, og á Egilsstöðum og í Möðrudal var 15 stiga hiti. Allar horfur eru á að svipað veður haldist inn helgina, ágætt ferðaveður suðvestan lands gæti þó dregið til skúra síðdegis. — Gelmfaramir Framhald af bls. 1. landið tækifæri til að fylgjast með hátíðarhöldunum. 1 fylgd með Krúsjeff Krúsjeff forsætisráðherra mun taka á móti geimförunum á Vnukovo-flugvellinum, en þang- að munu þeir koma nálægt á- degi eftir íslenzkum tíma. Mun forsætisráðherrann síðan a.ö.l. aka með þeim í opinni bifreið inn til Rauða torgsins, þar sem hann mun halda ræðu. . ( ✓ ^ t Hentist 8 m. af Vespu Ivö umferðarðarslys I Kópavogi TVÖ umferðarslys urðu í gær- dag í Kópavogi. Annað varð um kl. 12 á hádegi á mótum Álfhóls- vegar og Bröttubrekku. Ungur maður á Vespu varð fyrir bifreið, og hlaut nokkra áverka á höfði, en mun þó ekki vera alvarlega slasaður. Hitt slysið varð síðdeg- is, er 8 ára gamall drengur varð fyrir bíl á Kársnesbraut. Hanu mun aðeins hafa hlotið minni háttar áverka. Um kl. 12 á hádegi í gær var ungur maður, Bent Bjarnason, á leið suður Brötttcbrekku. Ók hann Vespu, G-2055. Er hann kom á móts við Álfhólsveg, kom þar að bifreið, R-3934, er ekið var vestur götuna. Skipti það engum togum, að Vespan lenti fyrir bifreiðinni. Bent hentist af Vespunni, og kom niður við girðingu, um 8 m frá árekstursstaðnum. Er að var komið, kom í ljós, að hann hafði hlotið áverka á höfði og blæddi úr. Ekki mun þó hafa verið um alvarlegan áverka að ræða, eftir því sem blaðinu var sagt, er það leitaði upplýsinga um líðan hans í gærkvöldi. Lögreglan í Kópavogi skýrði svo frá, að Bent hefði verið með flugfarseðla í fórum sínum. Voru þeir fyrir lið fimleikadeildar Ármanns, er flaug utan til Færeyja í gærkvöld. Ekki veit blaðið, hvort Bent varð af utanför fyrir vikið, en hann mun vera gjaldkeri deildar- innar. Hitt slysið várð um kl. 4 síð- degis, er ungur drengur, 8 ára gamall varð fyrir bifreið á Kópa. vogsbraut. Var hann á reiðhjóli, en sveigði fyrir bifreið, er kora þar og lenti fyrir henni. Kvart- aði drengurinn um eymsli í maga, en var þó ekki illa hald- inn. Mun hann ekki hafa orðið fyrir alvarlegura meiðslum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.