Morgunblaðið - 21.08.1962, Síða 1

Morgunblaðið - 21.08.1962, Síða 1
24 síður 49 árgangur 189. tbl. — Þriðjudagur 21. ágúst 1962 Prentsmiðja Morgunblaðslns [rur-inmrin«r~ini*iir irvn---- “*■ — - * ■ • •+. — • * ■ »■ ■ —■ ^^***-1*** Hátíðahöid í IVIoskvu 1 ' Sorg í Berlín MYNDIN hér að ofan var tck in á Rauða torginu í Moskvu á laugardag, er geimförum Sovétríkjanna, Nikolayev og Popovitsj var fagnað af ráða- mönnum og almenningi. Eins og myndin ber með sér, var torgið fánum skreytt, og fólk bar spjöld með myndum af hetjunum. Myndin hér til vinstri var tekin í Berlín daginn áður og sýnir aðra hlið á sósíalisman- um og kommúnismanum, sem skv. orðum Krúsjeffs „á að vera sú geimstöð sem maður- inn leggur upp frá til að sigra geiminn". Sú mynd sýnir er helsærður, ungur A-Þjóðverji er borinn burt af a-þýzku al- þýðulögreglunni, eftir mis- heppnaða flóttatilraun. tlngi maðurinn reyndi að klífa Berlínarmúrinn, ásamt félaga sínum, í leit að frelsi. Landar hans í lögreglubúningunum hófu skothríð á hann, liel- særðu hann og létu hann síð- an liggja í blóði sínu í fulla þrjá stundarfjórðunga — áður en þeim þóknaðist að láta flytja hann í sjúkrahús. Siðar var gcfin tilkynning um, að hann hefði látið lífið — eftir að hann komst í læknishend- ur. Sjaldan hefur gefizt betra tækifæri til að virða fýrir sér hin tvö andlit kommúnismans — það, sem sýnir heiminum „friðarástina, andlegan og efnahagslegan sigur“ — og hitt, sem er hið raunverulega andlit kommúnismans, andlit ofbeldis, svika, ófrelsis og manndrápa. Sjaldan hefur hinn sanni svipur kommúnism ans komið betur í Ijós en ein- mitt í því óhæfuverki, er framið var við Berlínarmúr- inn á föstudag. Framh. á bls. 10 [ Nýtt geisla 1 belti um- hverfis jorðu Boulder, Colorado, 20. ágúst. — AP — BANDARÍSKIR vísindamenn telja sig hafa fundið nýtt geislabelti í gufuhvolfinu um- hverfis jörðu, sem þeir segja að hafi myndazt er kjarn- orkusprengja var sprengd í háloftunum yfir Johnston- eyju í Kyrrahafi 9. júlí sl. Ekki er enn vitað margt um þetta belti, en það væru dr. James Warwick og samstarfs- menn hans við athugunarstöð Colorado háskólans sem frá þvi skýrðu, — en þeir vonast til að hafa komið svo langt rannsókn- um sínum 1. september nk., að nánari upplýsingar liggi þá fyrir. Það sem nú þegar er talið ljóst er að hið nýja belti kann að hafa svo mikil áhrif á menn, er send- ir verði út í geiminn, að fresta verði um hríð — um mánuði eða jafnvel ár — lengri geim- ferðum. Enn fremur, að beltið muni hafa áhrif á radiobylgjur og ef til vill tefja fyrir stjarn- fræðilegum rannsóknum. • Van Allen staðfestir Dr. Warwick segir belti þetta liggja í 060 km hæð yfir jörð og þar fyrir ofan en segir ekki hversu breitt það sé. Hann segir hálof tasprengingu Bandaríkj a- manna í síðasta mánuði hafa haft þau áhrif, að áhrif Van Allens beltisins svonefnda hafi aukizt — hið nýja belti myndi eins konar lag innan Van Allen beltisins. Dr. James A. Van Allen, sem fann fyrrgreint belti árið 1058, sagði í dag við fréttamenn, að hið nýja belti hefði í för með Framh. á bls 23 Rússar sprengja 12 megal. sprengju Uppsölum, 20. ágúst — NTB-TT. í MORGUN var tilkynnt, að mælzt hefði á tækjum jarðmæl- ingastofnunarinnar í Uppsölum, að kjarnorkusprengja hefði verið sprengd kl. 11.02 (að staðartíma) í gufuhvolfinu, á tilraunasvæði Rússa yfir Novaja Semlja. Sprengjan mun hafa verið 12 megalestir, eða samsvarandi tólf milljón lestum af TNT-sprengi- efni. Fyrsta togarasalan FYRSTI togarinn seldi í gær er- lendis eftir togaraverkfallið. Það var Karlsefm sem seldi 145 lestir fyrir 121 þús. mörk. Aflinn var af heimamiðum. Þá hafði ekki verið togarasala erlendis síðan 11. apríl. Einn togari mun relja í næstu viku, Röðull. >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.