Morgunblaðið - 21.08.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 21.08.1962, Síða 2
MÖHCUNRLAÐIÐ Þriðjudagur 21. ágúst 1962 1 Fjölmenni á héraðs móti í Reykjanesi HÉRABSMÓT Sjálfstaeðismanna við ísafjarðardjúp var haldið í Reykjanesi s.l. sunnudag. Sótti það fjölmenm víðsvegar að úr héraðinu. Sigurður Bjarnason ritstjóri setti mótið með stuttu ávarpi en ræður fluttu Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra og Þorvald ur Garðar Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins. Þá flutti Páll Aðalsteinsson skólastjóri í Reykjanesi ávarp. Minntist hann þess að á þessu sumri eru liðin 20 ár síðan Sig- urður Bjarnason var kjörinn þing maður Norður-ísfirðinga. Þakk- aði ræðumaður honum fyrir mik- ið og fjölþætt starf í þágu héraðs búa og forystu um mörg nytja- mál í þágu þjóðarinnar í heild. Tóku samkomugestir undir orð skólastjórans með öflugu lófa- taki. Guðmundur Jónsson óperu- söngvari söng einsöng við undir I Guðmundur ú Móum lútinnl GUE>MUNOlTR Guðmundsson Skipstjóri og bóndi á Móum á Kjalarnesi lézt á heimili sinu á sunnudagsmorgun 78 ára að aldri. Hann hafði átt við nokkra vaniheilsu að striða. Guðmundur var sonur Guð- muaidar bónda og útgerðarmanns Guðmundssonar á Nesi á Seltjain arnesi og Kristínar Ólafsdóttur. Hann var lengi skipstjóri á tog- urum Kveldúlfs og landsiþekkt- ur aflamaður. Árið 1932 hætti hann Skipstjórn og keypti Móa á Kjalarnesi. Þar bjó hann stór- 'búi til 1950, er Teitur sonur hans tók við búi. Guðmundur var mikill athafnamaður. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstcrfum fyrir sveit sína, var í hreppsnefnd í mörg ár og stjórn Búnaðarfél- ags Kjaiameshrepps. Guðmundur var kvæntur Krist írtu Teitsdóttur sem lifir mann sinn og eignuðust þau 4 böm, seim öll eru á iífi. Roíhlöðufyrir- tæki Hellesens 75 óru í DAG, hxnn 21. ágúst, er danska fyrirtækið A/S HELLESENE 75 ára gamalt. Fyrirtæki þetta er frægt um alla Evrópu og víðar fyrir rafhlöður sínar, sem náð hafa mikilli útbreiðslu. Frum- kvöðull fyrirtækisins vax Daninn Wil'hem Hellesen, sem á sínum túna náði mjög merkum árangri í framleiðslu á þurrum rafhlöð- um. Hlaut sú uppfinriir.g hans þegar mjög góðar viðtökur og hefur A/S H°besen æ síðan ver ið í allra fremstu róð rafhlöðu- fnamleiðenda. Fyrirtækið, sem Ihóf göngu sína í lítilii bifreiða- geymslu við Vodroffsvej í Kaup mannahöfn er nú stórt og vold- ugt og hefur aðsetur við Alders- rogade. — Sjálfur lézt Hellesen árið 1892 en ekkja hans hélt þá áfram rekstri fyrirtækisins um skeið og upp frá því hefur það verið í höndum ýmissa dugmik- illa manna, svo sem vegur þess og viðgangur ber vott um. jONDON, 20. ágúst — NTB-AP — Lady Churchill skýrði frá því dag, að Sir Winston Churchill rrði útskrifaður af Middlesex- ijúkrahúsinu á hádegi á morgun iþriðjudag). Sir Winston hefur m dvalizt í sjúkrahúsinu í 54 laga. leik Fritz Weisshappel. Einnig söng frú Sigurveig Hjaltesed ein söng. Fluttur var gamanleikur- inn „Heimilisfriður" eftir Georg es Courtline og fóru leikararnir Rúrik Haraldsson og Guðrún Ás- mundsdóttir með hlutverkin. Þá sungu þau Guðmundur Jóns- son og Sigurveig Hjaltested tví- söng við undirleik Fritz Weiss- happel. Ennfremur fór Rúrik Har aldsson með þátt úr „My fair Lady“. Bæði ræðumönnum og lista- fólkinu var ágætlega fagnað. Baldur Bjarnason bóndi í Vigur stjórnaði mótinu. Að lokum var dansað og lék hljómsveit frá ísa- firði fyrir dansinum. Fór þetta héraðsmót Sjálfstæðismanna við Djúp hið bezta fram. Enn átök við Ber- linarmúrinn Sefuliðsstjóri Russa hafnar viðræðum Berlin 20. ágúst. — NTB — REUTER • í DAG kom enn til átaka við múrinn í Berlín, en þar hefur mikil sorgarreiði verið ríkj andi vegna þess atburðar er austur-þýzkir verðir skuiu til bana átján ára piit, er reyndi að flýja til V-Beriín — og létu hann liggja meira en klukkustund í blóði sinu, án þess að gefa þvi gaum, hvort hanm væri lífs eða liðinn. • Hundruð manna hafa safn- azt að múmum í dag og austur- og vestur þýzkir iögreglu verðir skipzt á táragassprengj- um. • Setuliðsstjórar Vesturveld- anna í Berlín óskuðu í dag eftir því við setuliðsstjóra Rússa, að haldinn yrði fundur um málið, en hamn hefur meitað að tala við þá. — Sendi hann fundarbeiðni þeirra um hæi með þehn orðum að hann óskaði ekki að ræða efni hennar. Setuliðsstjórarnir og borgar- stjóm V-Berlinar sátu lengi á fumdum í dag, vegna þessa, og yfirborgarstjórinn Willy Brandt hefur hvatt borgarbúa til þess að sýna ró og stillingu. Segir hann lögreglu hafa fengið fyrirmæli um að gripa með hörku í taum- ana, ef bessum tilmælum hans verði ekiki sinnt. Ráðist var í dag með grjót- kasti á áætlunarbíl, sem flutti rússneska hermenn til sovézka minnismerkisins í V-Berlín. — Allar rúður voru brotnar í bif- reiðinni og talið, að einhver hafi meiðzt, en þegar hún kom að Friedrichstrasse, bægðu banda- rískir hermenn fólkinu frá og fylgdu Rússunum að minnismerk inu. íbúar Vestur-Berlínar hafa marg sýnt bandarískum hermönn um andúð síðan ungi maðurinn var skotinn, því að mörgum /^NA IShnitor 5V50hnútor H Snjúti » 05/ 7 Skúrir E Þrumur ^ . KuUoM Zs4 HiUih/t H Hm$ | L Lmt* I LÆGÐIN fyrir sunnan land varð kyrrstæð í gær, teygði sig jafnvel til norðausturs. — Lægðin SV af Grænlandi hreyfðist hins vegar aust- norðaustur, og virtist svo sem þessar tvær lægðir mundu sameinast í eina. Austan lands var þokuloft og rigning, en við Faxaflóa og Breiðafjörð var þurrt og víða bjart veður. — Hitinn komst í 15° í Reykjavík kl. 15. — Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV land og miðin: Breytileg átt, skúrir. Faxaflói, Breiðafjörður og ' miðin: Austan eða NA kaldi, þurrt vc-ður. Vestfirðir og miðin: NA kaldi, þekuloft og rigning norðan til. Norðurland til Austfjarða og miðin og austurdjúp: Aust- an kaldi eða stinningskaldi, þokuloft og rigning öðru hverju. SA-land og miðin: Austan kaldi, skúrii-. Horfur á miðvikudag: Austan og NA átt, dálítil rigning á Suðurlandi og Aust fjörðum en þurrt að mestu norðan- og vestanlands. finnst, sem þeir hefðu átt að taka í taumana og jaínvel að- stoða hann á flóttanum. Vestur- Þýzka blaðið Allgemeine Zeitung í Essen sem er óháð, skrifar í dag, að þessi afstaða Þjóðverj- anna sé heimskuleg. Eðlilegt sé, að tilfinningum manna verði Of- böðið, þegar slíkir atlburðir hendi, en að veita þeim útrás í andúð á Bandaríkjamönnum, sem hafi verið V-Berlínarbúum til traust og halds öllum öðrum fremur, sé marklaus heimska. KLUKKAN um hálf sjö í gær- kvöldi vildi það óhapp til á í- þróttaæfingu á Melavellinum að 15 ára gamall piltur, Halldór Einarsson, fékk spjót gegnum ristina. Var hann fluttur í Slysavarðstofuna. GAMLA húsið I Suðurgötu 2,’ sem einu sinni var vinsæll veitingastaður maddömu Sírí Ottesen, gegnir nú aftur sínu gamla hlutverki eftir flutn-| inginn í Árbæjarsafn. Þar var, setinn bekkurinn um helgina,' á 176. afmælisdegi borgarinn- ar. Yfir húsinu blaktir merki Reykjavíkur, en Norðurlanda fánarnir, að hinum færeyska; meðtöldum, framan við kaffi- pallinn, þar sem eru sæti fyr- ir um 40 manns. Gamli „píu- ball“-salur Reykjavíkur frá tíð maddömu Ottesen er nú kaffistofa og rúmast 40 manns við kaffidrykkju í sjálfu húsinu, en þar er auk þess mikið skarsúðarloft, þar sem setið er á gömlum fata- kistum með dýrindis söðul- áklæðum gömlum. Um helg- ina komu í Árbæjarsafn um 1200 manns, en þar var til skemmtunar, að tilefni af- mælisins, hornablástur lúðra- sveitarinnar Svan, glímu- sýning og þjóðdansar á palli Áströlsk stúlka sigr- aði á Langasandi Fegurðarsamkeppninni á Langa sandi er nú lokið og varð sigur- Stofnað Fulltrúa- ráð Vestur-Isa- fjarðarsýslu ÞANN 2. ágúst s.l. var haldinn stofnfundur Fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Vestur-ísafjarð arsýslu. Fur.durinn var haldinn á Flateyri. Fundarstjóri var Arn grimur Jónsson, skólastjóri, Núpi og fundarritarj Jón Kristjánsson, skólastjóri, Suðureyri. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins ræddi um skipulagsmál flokksins og lagði fram frumvarp að lögum fyrir Fulltrúaráðið og gat helztu verkefna þess. Stjórn Fulltrúaráðsins skipa: Arngrímur Jónsson, skólastjóri, Núpi, formaður, Jónas Ólafsson, Þingeyri, Óskar Kristjánsson, Suðureyri, Rafn A. Pétursson, Flateyri, Jón Kristinsson, Suður- eyri, Jón Stefánsson, Flateyri og Sturla Ebenezer, Flateyri. Funduiím kaus fulltrúa í kjör- dæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vestfj arðakjördæmi. Axel Jónsson, fulltrúi, ávarp- aði fundinn og árnaði hinu ný- stofnaða fuUtrúap'ði heilla í störfum. vegari áströlsk stúlka, Tania Verstak. Fulltrúi íslands María Guð- mundsdóttir, varð sem kunniugt er ein af þeim fimmtán, sem kepptu til úrslita, en hún komst ekki í hóp hinna fimm efstu. Eftir því sem blaðið veit bezt, mun María dveljast í Kaliforníu í vikutíma, þar sem íslendinga- félagið ætlaði m.a. að halda henni veizlu. Síðan fer hún til New York og verður þar í viku hjá tízkufyrirtæki, sem hún kem ur til með að starfa fyrir eftir áramóL Fékk málmflísar í kYÍðarholið VESTMANNAEYJUM, 20. ágús - Andrés Guðmundsson, bílstjó: var sl. laugardag að taka til hj sér og hlóð vörubíl fullan me dóti. Ók hann með það vestur hamar og ætlaði að henda þ' og kveikja í því þar. Með eir hverjum hætti varð sprenging ser þeytti málmögnum inn í kviðai holið á honum. Var hann fluttt á sjúkrahúsið hér. Um nóttir var líðan hans þannig, að sjúkr: húslæknirinn fékk sjúkrafluí vél og var hann sendur suði þar sem hann var skorinn up] Læknirinn veitti þær upplýsinj ar síðdegis í dag að líðan manni ins hefði verið eftir atvikum. -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.