Morgunblaðið - 21.08.1962, Síða 10
MORCIN RT 4ÐIÐ
ÞrlSJurJagur 21. Sgðst 19ð2
- 10
— Sorg i Berhn
Framh. af bls 1
Atburðurinn vakti andúð,
viðbjóð og fyrirlitningu
þeirra V-Berlínarbúa, er
horfðu upp á þessar hryllilegu
aðfarir. Gerð voru hróp að
a-þýzku lögreglunni og lang-
an tíma tók að sefja fólkið.
Þessi atburður spurðist ekki
til Moskvu, þar sem menn
komu saman, geimfarar og for
ingjar til að faðmast, almenn-
ingur til að hrifast.
Á framhíið grafhýsis Lenins
í Moskvu blasti við stór mynd
af Lenin, auk fána hinna 15
Sovétvelda f>á var sögusafnið,
er snýr út að Rauða torginu
skreytt með risastórum mynd-
um af geimförunum „Vostock
111“ og „Vostock IV“. 52 metra
langri eldflaug var og komið
Krúsjeff, forsætisráðherra, faðmar Popovitsj, ofursta, við komuna til Vnukovo-flugvallar fyr-
ir utan Moskvu, á laugardag. Xil hægri fallast þ eir í faðma, Anastas Mikoyan og Nikolayev,
majór. —
Karlakossar í Moskvu
fyrir þar á torginu, sem lýst
er upp að kvöldi, þannig að
mest líkist því, sem um raun-
verulegt geimflug sé að ræða.
Krúsjeíf. forsætisráðherra,
gerði hlé á sumarleyfi sínu til
Krúsjeff stendur ásamt Nikolayev <t.v.) og Popovitsj
miðju) á grafhýsi Lenins við Rauða torgið í Moskvu.
að taka á móti geimförunum,
er þeir komu til Moskvu. Flug
vél þeirra lenti á Vnukovo-
flugvellinum 12 km fyrir utan
borgina, en síðan var ekið inn
í Moskvu. þar sem mannfjöld-
inn hafði beðið þess síðan í
dögun að fá að fagna hetjun-
um.
Þar hélt Krúsjeff ræðu, lýsti
sigri sósíalismans og bar lof
á afrekið.
Landvarnáráðherra Rússa,
flutti ræðu í tilefni geimflugs
ins, þar sem hann benti „auð
valdsríkjunum" á, að veldi
Rússa vær nú slíkt, að óhugs -
andi væri fyrir nokkurn að
efna til átaka, af því hlytist
gereyðing árásaraðilans.
Sjónvarpað var frá hátíð-
inni í Rússlandi, og myndir
voru einnig sendar til Evrópu,
þar sem sjónvarpseigendur
gátu séð, hvað fram fór.
í lok hátíðahaldanna var til-
kynnt um enn eitt afrek Rússa
á sviði geimvísinda. Þeir
höfðu sent á loft nýjan gervi-
hnött, „Kosmos VIII“.
Þótt Rússar hafi valið árs-
afmæli Berlínarmúrsins til
þesá að efna til mestu geim-
ferðar sögunnar, þá felur það
ekki tilveru múrsins. Það
kom líks í ljós, að þrátt fyrir
öll geimvísindaafrek kommún
ista, þá hættu menn enn lífi
sínu til að klifa múrinn í Ber-
lín til frelsisins, eins og fram
kom á föstudag. Hins vegar
mun fæstum til hugar hafa
komið, að villimennska komm
únista væri komin á það stig,
að þeir létu helsærða menn
liggja óhreyfða langtímum
saman, fyrir augum alheims.
Hátíðahöldin á laugardag
megna ekki að fela slíkan við-
bjóð.
Jdna Pálma-
iéitir — Kveðfa
Jóna Pálmadóttir forstöð r*
kona Þvotta'bússins Dríi'u lézt I
Landsspítalanum sl. laugardag,
og' var jarðsungin í gær.
Jóna Pálmadóttir stofnaði
ásamt öðrum, Þvottahúsið Drífu
á Baldursgötu 7 fyrir 32 árum
og hefur alla tíð rekið bað með
miklum myndarorag. Hún skildi
gildi þjónustunnar, leysti öll sín
störf af hendi á þann hátt að alla
viðskiptavini og samstarfsfólíc
eignaðist hún a'ð vinum. Vand-
virkni var hennar eir.kenni og
hoðorð.
Árið 1948 mynduðu öll þvotta
húsin í Rey'kjavík „Félag þvotta
húseigenda". Jóna var kjörin
fyrsti formaður þess og gegndi
því starfi til h'.nztu stundar.
Jóna vnnn ötullega að sam-
eiginiegem áhugamálum þvotta-
húsa og reyndist í því starfi s‘oð
og styíta sinna eigin keppmauta.
Eg átti því láni að fagna að
kynnast Jónu íyrir nokkvum ár
um og þau kynni voru traustvekj
andi. Hún valdi rínar eigin ieið
ir en vegur hennar var bjaitur
og traustur. Eg þakka fyrir þau
kynni.
Félag þvottahúseigenda þakk-
ar henni ómetanlegt starf i þagu
samtakanna.
Blessuð sé minning hennar.
Sigurjón Þórðarson.
Jarðariör Sigmund-
ar Sveinssonar
drólegt á Spáni
Námum lokað — Plasfsprengingar
í aðsetrum blaoa
ÞAÐ var ánægjulegt að kjósa í
Miðbæjarbarnaskólanum árið
1944 um lýðveldisstjórnarskrána.
Allir brostu vinsamlega hver til
annars, likt og ferðafélagar í
óbyggðaferð. 97% af þjóðinni var
"*einu sinni sammála.
Einn af fyrrverandi starfsmönn
um Miðbæjarbarnaskólans, Sig-
mundur Sveinsson, 92 ára var
jarðsettur um helgina. Hann var
einn af þeim fáu útvöldu, sem
átti vini og kunningja á öllum
aldri og öllum stjórnmálaflokk-
um, og sem allstaðar kom fram
til góðs.
Lýðveldisárið missti hann konu
sína eftir margra ára fársæla sam
búð. Hþn var ættuð úr Land-
eyjum og fermd að Voðmúlastöð
um. Unni hún þeim stað mikið.
Hún og sum fermingarsystkini
hennar söknuðu þess, þegar kirkj
an þar var lögð niður um 1910,
og töluðu oft um það, að gaman
r-væri að endurreisa kirkjuna. En
í dagsins önn varð ekki af fram-
kvæmdum.
En Sigmundur mundi eftir þess
arri óslr konu sinnar og eftir lát
hennar vann hann að þvi með
vinum sínum í nágrenni Voðmúla
staða og fjölskyldu, að kirkjan
yrði byggð. Nú stendur þarna
vinaleg hvítmáluð kirkja.
Eins og íslendingar voru sam-
mála um lýðveldi sitt 1944 voru
vinir og kunningjar Sigmundar
heitins á einu máli, um að sýna
honum lotningu sína í verki.
Sl. föstudag fór fram virðuleg
minningarathöfn í Dómkirkjunni.
Síðar um daginn var kistan flutt
að Voðmúlastöðum. Þegar þang-
að kom var þar fyrir presturinn
sr. Sigurður á Bergþórshvoli og
fólk af næstu bæjum, spariklætt.
Það hafði lagt niður vinnu um
heyskapartímann til þess að
heiðra minningu vinar síns Sig-
mundar, sem kom í sína síðustu
heimsókn til þeirra. Presturinn
flutti bæn og bauð hann velkom-
inn. Aðstendendur, sem þarna
voru viðstaddir, hafa sagt mér,
að þessarri samúð og hlýju
gleymi þeir aldrei.
Jarðarförin fór fram daginn
eftir. Margt fólk úr Reykjavík
langaði til að vera við jarðar-
förina á Voðmúlastöðum. Þá var
það sem Ólafur KetilssOn frá
Laugarvatni, bauð endurgjalds-
laust, fallegasta bilinn sinn til
fararinnar. Þarna stóð svo Ólafur
á B.S.Í. kl. 9,30 f.h. á laugardag,
í hvítri skyrtu við hliðina á
,,fáknum“ sínum og við stigum
upp í bílinn.
Nokkrar konur höfðu köku-
kassa með til erfidrykkjunnar.
Jón ísleifsson organleikari hafði
boðizt til að spila. Þegar við kom
um að Voðmúla, var kirkjan full-
setin, og margt manna stóð fyrir
utan. Var okkur boðið inn i heim
ilið á Voðmúlastöðum og sátum
við og hlustuðum þar á athöfnina
frá hátalara.
Við útgöngulagið gengum við
í kirkjugarð og sáum þegar kist-
an var borin út. Það voru hraust
legir bændur, sem báru kistuna.
Kórinn, aðallega konur, sungu
yfir kistunni við gröfina, Sig-
mundur Sveinsson var kominn
til konu sinnar. Sveitungar henn-
ar báru hann síðasta spölinn hér
á jörð, og sungu yfir honum að
lokum.
í Gunnarshólma, félagsheimili
sveitarinnar, þáðu á annað
hundrað manns veitingar hjá
börnum Sigmundar. Þarna voru
börn hans, tengdabörn og barna-
börn. Sigmundur hafðí verið
hraustur og lífsglaður alla ævi.
Hann hafði gefið lýðveldinu okk
ar myndarleg börn og farsæla
þjóðfélagsþegna.
Auður Jónasdóttir.
Stöndum enn
framar
— segir Seaborg
Washington, 20. ágúst —
NTB Reuter.
DR. Glenn Seaborg, formaður
bandarísku kjarnorkumálanefnd-
arinnar segir í viðtalt, sem birt-
izt í nýútkomnu hefti af banda-
riska tímaritinu U. S. News &
World Report, að hann sé þeirrar
skoðunar, að Bandaríkjamenn
standi enn framar Rússum um
framleiðslu kjarnorkuvopna —
þrátt fyrir þann árangur, sem
Rússar hafi náð með síðustu til-
raimniM ^íntitn.
Madrid, 20. ágúst — NTB-AP —
H A F T er eftir áreiðanlegum
heimildum, að héraðsstjórinn í
Asturias-héraðinu á Spáni hafi
látið loka fjórum kolanámum
vegna óhlýðni námaverkamanna.
Meðal þeirra náma er sögð nám-
an La Nicolasa, en þar átti upp-
haf sitt verkfallsaldan, sem gekk
yfir landið í vor.
Fréttir, sem bárust til Madrid
síðdegis í dag, hermdu, að óeirð-
ir hefðu nú byrjað við Ventura-
námuna, en verkamenn þar
höfðu tekið til sinna ráða til
stuðnings einum úr þeirra hópi,
er hafði verið hótað uppsögn.
Manninum var ekki sagt upp,
en námunni lokað.
í La Nicolasa-námunni í
Mieres-héraðinu, San Jose-nám-
unni í Turren-héraði og í þriðju
námunni, sem er ónafngreind,
en sögð lítil, kröfðust náma-
verkamenn sama vikulega vinnu
tíma og tíðkast í brezkum nám-
um. Vinnuveitendur höfnuðu
kröfunni þegar í stað og verka-
menn gerðu þá verkfall. Þessu
svöruðu yfirvöldin í héruðunum
með verkbanni.
í Madrid er bent á, að þótt
enn sé órói þessi á takmörkuðu
svæði, sýni hann að námaverka-
menn hafi ekki misst moðinn fra
, . s tu ftoAe
i vor.
1 Barcelona og Madrid hafa
allmargar smáar sprengjur
sprungið síðustu daga og valdið
nokkrum skemmdum. Síðast í
dag særðust tveir blaðamenn
alvarlega þegar plastsprengja
sprakk fyrir framan skrifstofur
blaðsins La Vanguardia í Barce-
lona. Var það þriðja sprenging-
in, sem verður við aðsetur
spænskra blaða á tólf klukku-
stundum. Hinar sprengjurnar
sprungu i Madrid, önnur í
prentsmiðju blaðsins „J Y Ya“,
sem er málgagn kaþólskra og
hin í skrifstofu blaðsins „Pu-
eblo“, sem styður falangista. f-
báðum tilfellum urðu skemmdir
litlar og engin meiðsl á mönn-
um.
f gær sprakk allstór sprengja
tæpa þrjú hundruð metra frá
sumarhúsi Franco hershöfðingja
í San Sebastian, en hann var
væntanlegur þangað í orlof í
dag. Fjölskylda hans var þegar
komin þangað, en ekki er vitað
um skemmdir. Haft er eftir tals-
manni stjórnarinnar, að fyrir
sprengingunni í San Sebastian
hafi ugglaust staðið Baskar, en
þeir grípi til sTíkra aðgerða á
hverju ári.