Morgunblaðið - 21.08.1962, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.08.1962, Qupperneq 15
jfuiðjudagur 21. Sgílst 1902 MORGUNBLAÐIÐ 15 EINS og áður hefur verið sagt frá í fréttum, varð leik- konan Jayne Mansfield fyrir árás á kvikmyndahátíð í Fiuggi á Ítalíu. Atburðarás- in var í stuttu máli sú, að spönsk dansmær, Alma del Rio, stökk eins og köttur að Jane, rétt eftir að hún hafði tekið á móti kvikmyndaverð láunurn, sökkti löngum og hárbeittum nöglunum í hold leikkonunnar og hrópaði: „Hví skyldi hún fá kvik- myndavcrðlaun en ekki ég“. Nokkrir fílefldir karlmenn Hcurinn er helma" — segir Sigurhur Björnsson, sem er ráðinn til óperunnar i Stuttgart Alma del Rio: stökk eins og kötíui að leikkonunni. IMótt hlnna löngu nagla skárust í leikinn og reyndu að skilja konurnar að, og eru meðfylgjandi myndir teknar við það tæKifæri. Eins og sjá má oc Alma del Rio í víga- hug; hún klóraði og reyndi að bíta aðstoðarmennina, en Jayne Mansfield var reist gætilega við. Hún var með glóðarauga þegar hún flaug frá Ítalíu daginn eftir áleiðis til Bandaríkjanna. Þegar þangað kom, spurðu fráttamcnn leikkonuna, hvaða atburður hefði_ haft mest áhrif á hana á Ítalíu. Stjarnan svaraði: „Messa í Vatikaninu, ég er að hugsa um að snúast til kaþólskrar trúar“. Jayne Mansfield: ætlar að taka kaþólska trú. — Próf. Jóhann Framhald af bls. 13. eðlisfræði í stærðfræði, tungu- málum og ýmsu öðru vita þeir ellgóð skil, en vita sára lítið um eina halstu stofnun þjóðfélagsins kristina kirkju, sem þeir heyra (þó sjálfir flestallir frá barn- æsku. bótt kirkjan hafi öidum saman verið einn helzti merkis beri þjóðlegrai menningar, þá. eru margir mcnntamenn eins og „börn í skilningi" á því hvað kirkjan er í raun og veru. Þótt menn tali stundum fagur lega á hátíðlegum stundum og segja þá að menning vor sé grundvöllur á kristindóminum og hinni grísku heimspeki, þá stoða slík fögur orð harla lít.ið ef ejiginn hljómgrunnur er fvr- ir hendi í skilningi áheyrend- anna. í öðrum löndum læra menn ekki aðeins að þetta er á þennan veg, heldur kynna sér hvernig á þessu stendur, eins og samboðið er hugsandi mönnurn, sem vilja vita skil á grundvelli menningar, lýðræðis og kristin- dóms. „Hvað höfðingjarnir liafast að“. Ungir menntamean dagsins í dag eru „höfðingjar" framtiðar- innar og vonandi verða þeir föð urbetrungar. En það fordæmi, sem þeir fá af feðrum sínum, er í stuttu máli á þessa leið: 1) Menn eru meðlimir kirkj- unnar, skírðir, fermdir, greiða sitt kirkjugjald, eiga atkvæðis- rétt í málefnum kirkjunnar og eru þar með kirkjunnar menn. 2) Menn kaupa af kirkjunni hátíðarblæ yfir ákveðnar fjöl- skylduhátíðir, skírn fermingu, hljónavígslu og jarðarfarir. Og það er kirkjunni sízt til sæmdar hér á landi að hún heldur yfirleitt í það gamla hátterni, sem aðrar kirkjur hafa fyrir löngu lagt nið ur, að láta greiðslu koma fyrir þessa þjónustu sérstaklega, í stað þess að öll fjármál séu óháð hin um helgu at'höfnum. 3) Menn ganga flestsr fram hjá þungamiðju hins kirkjuiega starfs, boðun orðsins og veitingu sakramentanna í guðsþjónustu kirkjunnar, en eru þó fúsir til að styrkja hana til húsabygginga skreytinga, helgigrip rkaupa o.fl. Þar með sýna þeir að ætlun þeirra er halda kirkjunni við, þannig að siarf hennar leggist ekki niður. 4) Hinum mikla alþjóðlega félagsskap kristinnar kirkju og á hrifum hans eru flestir mennta- menn nálega ókunnir eða þeir eru mjög fáfróðir um hann. Frá 'sagnir sumra mentamanna af sumu því, sem þexr hafa séð og heyrt í kirkjulegu lífi erlendis, eru stundum svo furðulegr.r og fullar af fordómum að auðskiiið er að þeir hafa staðið eins og glópar gagnvart einföldum og eðlilegúm fyrirbærum. Hið innra líf kirkjunnar verður þeim lítt s’kiljanlegt eða óskiljanlegt, bæði heima og erlendis. Sem dæmi má nefna að íslenzkur menatamað- ur lætur þá skoðun í Ijós að fólk Þýzkalandi, sem lifað hefir veldi Hitlers og síðari heimsstyrjöldy hafi komizt í „andlega kreppu“ við að hlusta á einnar klst,. ræðu flutta af Billy Graham. Og ýmis legt annað er ef.ir þessu. Til samanburðar. Nú er skólakerfi vort þannig úr garði gert að þeir unglingar, sem vilja fá framhaldsþekkingu á kristnum fræðum, geta ekki fengið hana í almennum skólum að neinu ráði. Guðsþjónustur eru heldur ekki almennar í sambandi við hina æðri skóla. Nú stefnir ástand þjóðfé’agsins yfirleitt að 'því að öll æska verði um skeið skólaæska. En af almennum skól um fyrir unglinga er aðeins emn Hlíðardalsskóli, sem Aðventistar hafa stofnað og starfrækt, er hef ir kristinfræði að höfuðnámsgrein og tekur að öðru leyti tillit til þeirra skólalífinu. Guðfræði deild Háskólans og Kennaraskóli Íslands eru sérskólar, er sér- mennta starfsmenn skóla og kirkju. Nú er það almennt kunnugt að skortur er þegar á fullmenntuð um mönnum fyrir báðar þessar stofnanir, skólann og kirkjuna. Er þá ekki orðin ástæða til að spyrja um orsakirnar, sem valda og leita sumra þeirra a.m.k. í sjálfu skólakerfi pjóðarinn'ar? Samanburður við frændþjóðir vorar á Noiðurlöndum sýnir að ástandið í þessum elnum hjá oss er hvorki glæsilegt né eðlilegt. þær eiga skóla, sem skortir með öllu hjá oss. Þeir eru til á öll rtn Norðurlöndunum. Norðmenn eiga t.d. 30 æskulýðs- og lýðháskóla, þar sem kristin fræði eru ein hö'fuð-námsgrein. Þessir skólar eru allir fullskipaðir. í mennta- skólum sínum kenna þeir einnig kristin fræði og taka próf í þexm f kennaraskólum beirra er veitt mjög góð kennsla í kristnum fræðum og siðfræði kennd svo rækilega að litlu munar á þekk ingu kennara og presta í þeirri grein. Auk þess eru í Noregi 4-5 sérskólar fyrir ahnenning, er veita mikla framhaldsmenntunn í kristnum fræðum og nokkrum öðrum hugvisindum, svo sem sálarfræði og uppeldisfræði. Þess ir skólar nefnast Biblíu-skóiar, þótt þeir veiti kennslu í morgu fleiru en notkunn Biblíunnar. Þeir eru einkaskólar og eru ekki í sjálfu fræðslukerfinu, en hafa afburða kennurum á að skipa. í Danmörku eru lýðháskólar um 400. f sambandi við fræðslukerf ið var sl. sumar stofnuð ný deild við Háskólann í Osló til bess að búa kennara hinna æðri skóla undir að kenna kristiu íræði og tekur það sérnám 3 missiri. Það sýnir hve mikilvæg kristin fræði eru að dómi norsku skólayfir- valdanna. Víkjum aftur að kjörorði Jóns Sigurðssonar: „Það, sem almerm ings heillum viðnemur, á að.vera öllum kunnugt". Hva lengi ejga kristin fræði að vera undanskil in? Því fátt hefir fremur en þau stefnt að almennings heillum öld eftir öld í voru landi: Aristóteles var ekki kristinn maður, en sagði þó: Að ætla manninum eitthvað sem ekki nær út yfir hið mann- lega, er að svíkja manninn“. í DAG fer utan til Þýzkalands Sigurður Björnsson, söngvari frá Hafnarfirði, en eins og kunnugt er, var hann í júlímán- uði sl. ráðinn til eins árs að óperunni í Stuttgart. Er frétta- maður Mbl. ræddi við Sigurð nú fyrir skömmu, kvaðst hann eiga að vera mættur utan til æfinga 27. ágúst, en sýningar hæfust í óperunni um miðjan september. — Hver eru tildrög þess, að þér farið til Stuttgart? — Ég sótti um starf þar um miðjan júlí og söng þar til reynslu og var samstundis ráð- inn. — Eru ekki margir söngvarar við óperuna í Stuttgart? — Þar eru 43 fastir óperu- söngvarar auk margra gesta, sem alltaf koma þangað. Sýn- ■ingar eru á hverju kvöldi og oft syngja 2—3 menn sama hlut- verkið í óperunum. — Vitið þér, hvert verður yð- ar fyrsta hlutverk? — Nei, ég hef. enga hugmynd um það, og fæ ekki að vita það, fyrr en ég kem til Stuttgart. ■Ar t Tónlistarskólanum — Þér hafið dvalizt í Þýzka- landi undanfarin ár? — Já, ég hef stundað nám við tónlistarháskólann í Miinchen síðastliðin 6 ár. — En skólagangan hefur auð- vitað hafizt í Hafnarfirði? — Já, ég var þar í Flensborg- arskólanum, en síðan lá leiðin með fiðluna undir hendinni í Tónlistarskólann hér í Reykja- vík. Þar stundaði ég nám í fimm ár undir handleiðslu Björns Ól- afssonar, eða þangað til söng- deildin var stofnuð árið 1955, að ég fór í hana. Þar var kennari minn Kristinn Hallsson, en áður hafði ég reyndar verið í einka tímum hjá Guðmundi Jónssyni og Pétri Jónssyni. Burtfararprófi lauk ég svo frá skólanum vorið eftir. — Þér leikið þá heilmikið á fiðlu líka? — Nei, nei, ég lagði það alveg á hilluna eftir að ég hóf söng nám í alvöru. Það er ekki hægt að þjóna þannig tveimur herr- um. — Eruð þér þá ekki fyrsti nemandinn, sem lokið hefur burtfararprófi í söng frá Tónlist- arskólanum? — Jú, og mér vitanlega sá eini. ★ 1 Þýzkalandi — Og eftir það lá leiðin til Þýzkalands? — Já, þá hélt ég til Múnchen og settist þar á skólabekk. — Hver var kennari yðar? — Fyrstu fimm árin var ég undir handleiðslu hins heims- fræga söngvara Gerhard Húsch, en þá fór hann austur til Japan og kennir nú við listaakademí- una í Tókíó. Eftir það stundaði ég nám hjá Hanno Blaszke. — Ferðuðust þér ekki tals- vert, meðan þér voruð við nám í Múnchen? — Jú, jú, m.a. fór ég fjórum sinnum til Spánar, þar af tvisv- ar með Húsch. Við sungum þar báðir í Mattheusarpassíu Bachs. Mér fannst það mikil öryggis- tilfinning að sitja við hlið Húsch á sviðinu. — Hvaða hlutverk sunguð þið? — Húsch söng hlutverk Krists, en ég söng hlutverk guð- spjallamannsins. Einnig sung- um við saman í Sköpuninni eft- ir Hayden. Þá söng ég á Spáni í 9. sinfóníu Beethovens, Requi- em og Krönungsmessu eftir Mozart o. fl. Ég fór þessi ferða- lög einkum í páskaleyfinu og söng því í páskavikunni. — Fóruð þér til fleiri landa? ★ Söngkeppni — Já, einnig ferðaðist ég til Hollands og söng þar m.a. í H- moll messu Bachs á Holland Festival í Amsterdam í fyrra. Þá tók ég árið 1960 þátt í al- þjóðlegri söngkeppni í borginni Hertogenbosch í Hollandi. Þessi keppni er dálítið frábrugðin öðrum söngkeppnum, því að þess er krafizt, að þátttakendur Sigurður Björnsson syngi læði ljóð, oratorio og ó- perur, en venjulega nægir ann- aðhvort ljóð og oratorio eða þá óperur. — Voru margir þátttakendur í þessari kepipni? — Já, þeir' voru yfir hundrað frá fimmtíu þjóðum. Tvenn verðlaun vorú veitt fyrir hverja rödd, 1. og 2. verðlaun, nema fyrir tenórsönginn, þar voru veitt tvenn 2. verðlaun, og var ég svo heppinn að hljóta þau ásamt öðrum. Þá hef ég sungið í 'Belgíu, Tékkóslóvakíu, Aust- urríki, Noregi og Danmörku, en að sjálfsögðu heíur Þýzkaland verið aðallandið. — Hvenær komuð þér fyrst fram opinberlega hér? — Það var árið 1953 í Þjóð- leikhúsinu, að ég söng Indriða í Pilti og stúlku. — Og síðan? — Síðan hef ég sungið hér með Karlakórnum Fóstbræðrum og Sinfóníuhljómsveitinni úti á landi. Auk þess söng ég á veg- um Tónlistarfélagsins x januar í fyrra og í fyrrahaust hélt ég sjálfstæðar söngskemmvanir í Reykjavik, Keflavík, Akureyri og Hafnarfirði. Framh. á bis. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.