Morgunblaðið - 21.08.1962, Síða 24
Fréttasímar Mbl
— eftir lokun —
Erler.dar fréttir: 2-24-85
Innlendat fréttir: 2-24-84
ofgvmliíaiíJi/íi
Fiskimálaráðstefna
Sjá bls. 8.
189. tbl. — Þriðjudagur 21. ágúst 1962
Sjómaður drukkn-
aði á miðunum
Fór með nótinni útbyrðis
NESKAUPSTAÐ, 20. ágúst. —
JÞað sviplega slys varð síðari
hluta dags í gær á síldarmiðun-
um, 90 sjómílur fyrir austan Dala
tanga, að einn skipverja af vél-
skipinu Þráni tók út með nót-
inni, þar sem skipið var að veið-
um, og drukknaði hann.
Skipverji þessi hét Þorgeir Ól-
afsson, 31 árs að aldri. Var
hann kvæntur og átti 2 börn. —
Hann var búsettur að Egilsstöð-
um á Völlum, var smiður að
menntun. Hafði stundað húsa-
smíðar að undanförnu, en brá
sér á síldveiðar í sumar. Lík
Þorgeirs heitins fannst ekki, þrátt
fyrir mikla leit á slysstað.
Vélskipið Þráinn kom hingað
til Neskaupstaðar í morgun og
hófust sjópróf út af slysinu í
Neskaupstað í dag. Er frétt þessi
byggð á upplýsingum, sem fengn
ar eru hjá bæjarfógetanum hér,
Ófeigi Eiríkssyni Skv. þeim eru
nánari tildrög slyssins sem hér
segir: Vélkipið Þráinn NK 70
vax í gær að veiðum 90 sjómíl-
ur austur hálft af norðri af
Dalatanga. Á Þráni eru 11 skip-
verjar undir skipstjórn Jóns
Ölverssonar. Skipið er 90 lestir
að stærð, nýlega uppgert og eign
Ölvers Guðmundssonar, föður
skipstjórans. Það stundaði síld-
veiðar með hringnót og kraft-
blökk.
Fastur i nótinni
Skipverjar köstuðu fyrir há-
degi í gær og fengu þá 500 mál.
Síðari hluta dagsins eða kl. 16.30,
var aftur kastað eftir lóðningu
sem sézt hafði á fisksjá skipsins.
Þegar verið var að enda við það
kast og skipið komið að bauju,
var það stöðvað eða að stöðvast.
Veður var gott, SV-andvari og
sléttur sjór. Skyndilega heyra
skipverjar Þorgeir Ólafsson kalla
að hann sé fastur í nótinni. Er
fþeir líta í áttina til hans e<r hann
að hverfa yfir borðstokkinn í
Framhald á bls. 23.
FLESTUM munu enn í fersku
minni hin dapurlegu endalok
þessarar dáðu kvikmynda-
stjörnu, enda skammt um
liðið. En marga mun fýsa að
kynnast nánar aðdraganda
þeirra, sem segja má að hefj-
i
Marilyn Monroe
ist þegar við fæðingu hennar
og hafi síðan þróazt, jafnt og
markvisst, þar til yfir lauk.
Blaðamaðurinn og rithöf-
undurinn Maurice Zolotow
hefur ritað ævisögu Maril.yn
Monroe, eftir beztu heimild-
um, sern fengizt gátu. Ævisag
an kom út í bókarformi fyrir
tæpur.i tveimur árum, eða í
októberrnánuði 1960. Morgun-
blaðið hefur nú fengið birt-
ingarrétt á ævisögunni, og
mun hún birtast sem fram-
haldssaga í blaðinu, næstu
vikur og mánuði, samhSiða
hinni sögunni, sem hafin er
fyrir nokkru.
HÉRAÐSMÓT
Sjálfstæðismanna
í Borgarnesi 25. ágúst
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Mýrarsýslu verður hald
ið í Borgarnesi nk. laugardag, 25. ágúst, kl. 8,30 e. h.
Ólafur Thors, forsætisráð- |
herra, og Ásgeir Pétursson,
sýslumaður, flytja ræður.
Þá verður sýndur gaman-
leikurinn „Mótlætið göfgar“
eftir Leonard White, í þýð-
ingu Vals Gíslasonar leikara.
— Með hlutverk fara leik-
ararnir Valur Gíslason og
Helga Valtýsdóttir.
Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tvísöng-
ur. — Flytjendur eru Kristinn Hallsson, óperusöngvari,
Þórunn Ólafsdóttir, söngkona, og Skúli Halldórsson, píanó-
leikari. — Dansleikur verður um kvöldið.
lafur
Ásgeir
V - v\v • S w.»»r-' • OM
Um hádegisbilið í gær var árekstur á Suður- landsbraut. Var traktor að koma inn eftir Suð-
urlandsbrautinni, þegar bifreið ók hiklaust af Holtavegi inn á aðalbrautina. Varð af því mik-
ið högg, er farartækin lentu saman, en ekki varð slys á mönnum.
Tjdn
af austurviðskiptunum
Greinargerð byggingarefnakaupmanna
sýnir að það hefur numið háum
fjárhæðum
GREINARGERÐ sem Fé-
lag íslenzkra byggingarefna-
kaupmanna hefur sent frá
r sézt, að húsbyggjendur
hafa orðið fyrir miklu tjóni
af því að vera tilneyddir að-
kaupa vörur, sem fluttar
hafa verið inn frá kommún-
istaríkjunum. Er þar oft um
lélegri vörur að ræða og
einnig allt upp í 40% dýrari
en á frjálsum mörkuðum.
Við aukið frjálsræði í inn-
flutningsverzluninni hafa
nokkrar úrbætur fengizt og
auðveldara er að semja við
þessi ríki, þegar þeim er
Ijóst, að okkur er ekki nauð-
ugur einn kostur að kaupa
vörurnar þaðan. Samt telur
Félag ísl. byggingarefna-
kaupmanna nauðsynlegt, að
allar byggingarvörur verði
settar á frílista, og þar með
T résmíðaverk-
falli aflýst
Samningar tókust eftir 20 tíma fund
SAMNINGAR tókust um kaup
og kjör milli Trésmiðafélags
Reykjavíkur og Meistarafélags
húsasmiða í Reykjavík, eftir að
fulltrúar deiluaðila höfðu setið
á fundi í rúma 20 tíma sam-
fleytt. Voru fundir í gærkvöldi
í báðum félögunum og var
samningurinn samþykktur af
báðum aðilum. Er því verkfalli
trésmiða aflýst.
Sáttasemjari boíaði fulltrúa
deiluaðila á fund kl. 9 á sunnu-
dagskvöld, en á miðnætti átti
að hefjast boðað verkfall. Lauk
fundinum ekki fyrr en kl. hálf
sex síðdegis á mánudag, en þá
skrifuðu fulltrúar undir kaup-
og kjarasamning. Samkvæmt
nýja samningnum fá trésmiðir
kr. 30,50 á tímann í dagvinnu,
og vélamenn kr. 32.50. Ákvæðis-
vinna hækkar um 8% og verk-
færapeningar verða kr. 1.45 á
tímann í stað 1,20.
Kaup- og kjarasamningurinn
gildir til 15. maí 1964, þó þannig
að ef vísitala hækkar um ákveð-
inn hundraðshluta, geta samn-
ingar verið uppsegjanlegir fyrr.
— Málefnasamningurinn gildir
hins vegar sMly 'ðislaust til 15.
maí 1964.
tryggð hagkvæmust innkaup
bæði frá austri og vestri.
Greinargerð Félags bygg-
ingarefnakaupmanna, sem
nefnist Austurviðskiptin frá
sjónarmiði byggingarefna-
kaupmanna, fer hér á eftir:
„VEGNA hinna mörgu og tíðu
skrifa um viðskiptin við Austur
Evxópu telur Fél. ísl. Byiglgingar-
efnakaupmanna rértt að skýra
almenningi frá þeim þáttum við
skiptanna, er snerta innflutning
byggingarefnis sem hefur verið
stór hluti þeirra viðskipta.
Flestar bygigingarvörur hefur
nú um langt árabil orðið að
flytja inn frá A u s tu r -Bv rópu
vegna svo nefndra jafnvirðis-
kaupa, eða með öðrum orðum,
útflutningur ofckar til þessara
landa hefur aðeins fengizt greidld
ur með því að kaupa af þeim
þeirra framleiðslu í staðinn,
hvort sem okkur lílkar þeirra vör
ur betur eða verr. í miörgum til-
fellum hafa þessi innkaup verið
svo óhagstæð að segja miá að út-
flutningur okkar hafi verið verð
bættur með hreinum skatti á hús
byggjendur.
Þar sem nú standa fyrir dyr-
Framih. á bls. 11
HÉRAÐSMOT
Sjálfstæðismanna
í Skúlagarði 25. ágúst
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Norður-Þingeyjarsýslu
verður haldið í Skúlagarði næstkomandi laugardag, 25.
ágúst, klukkan 9 e. h.
Bjami Benediktsson, dóms-
málaráðherra, og Bjartmar
Guðmundsson, alþingismað-
ur, flytja ræður.
Þá verður sýndur gaman-
leikurinn „Heimilisfriður“
eftir Georges Courteline, í
þýðingu Árna Guðnasonar,
magisters. Með hlutverk fara
leikararnir Rúrik Haraldsson
og Guðrún Ásmundsdóttir.
Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tví-
söngur. Flytjendur eru óperusöngvararnir Guðmundur
Jónsson og frú Sigurveig Hjaltested, o<? undúrleik aouast
Fritz Weisshappel, píanóleikari.
Dansleikur verður um kvöldið.
Bjarni
Bjartmar