Morgunblaðið - 25.08.1962, Page 19
Laugardagur 25. águst 1962
MORGUNBLAÐIÐ
19
☆
TVEIR af kjarnorkukaf-
bátum Bandaríkjamanna
hafa átt „sögulegan fund‘“
á Norðurpólnum. Það var
Kennedy Bandaríkjafor-
seti, sem tilkynnti þetta í
upphafi blaðamannafund-
ar síns um miðja vikuna.
— Kafbátarnir, sem hér
komu við sögu, voru
„Skate“ og „Seadragon" —
en atburðurinn átti sér
stað síðasta daginn í júlí-
mánuði.
Þetta er í fyrsta skipti,
sem kafbátar mætast undir
ísbreiðunni á pólnum. Áður
hafa bandarískir kjarnorku-
kafbátar hins vegar farið
þangað einir síns liðs. Kaf-
bátarnir „Skate“ og „Sea-
dragon“ stunduðu ýmsar æf-
ingar undir ísnum í þessari
för sinni. Sá fyrrnefndi til-
heyrir Atlantshafsflota Banda
ríkjanna en hinn Kyrrahafs-
flotanum.
— Berlín
5Íá&!ÍS&£&í&*iz8á&tiiíð&*t&es\
Áhafnir kafbátanna skiptast á fánum.
Þeir hittust á Norðurpól
hringsóluðu
ina.
í kringum jörð-
Upp um vök
Eftir að kafbátarnir höfðu
hitzt, komu þeir báðir upp
um vök á ísnum skammt frá
og þar fór fram athöfn, til
þess að minnast þessa merka
áfanga. Skiptzt var á kveðj-
um og bandaríski þjóðsöng-
urinn leikinn. Áhafnirnar
heimsóttu hvor aðra — og
nokkrir fengu sér „göngu
umhverfis hnöttinn“ við
heimsskautið.
Að svo búnu var haldið á
brott. Nokkrum dögum síð-
ar, þegar kafbátarnir voru
aftur að æfingum undir ísn-
um, heyrðu þeir fregnina um
að sovézku geimfararnir
Nikolajev og Popovitsj væru
komnir út í geiminn og
"■■ ■ ... ■ '
Kagbátarnir „Skade" og „Seadragon", er þeir komu upp á yfirborðið við Norðurpól.
Jóna Solveig Ein-
arsdóttir - Minning
Fædd 13.1. 1907. Dáin 19. 8. 1962.
HÚN fæddist að Asgarði í Dala-
sýslu.
Foreldrar hennar voru Einar
Einarsson, bóndi þar, og seinni
kona hans, Helga Jónsdóttir.
Þau áttu saman 2 dætur, Jónu
Sólveigu og Sigríði.
Mann sinn missti Helga Srið
1923, og eftir það dvöldust þær
xnæðgur hjá ættingjum sínum í
Dölum, unz þær fluttust til
Reykjavíkur árið 1929.
Héldu þær þar saman heimili
og unnu systurnar ýmis störf.
Samband þessara mæðgna var
svo fagtirt og gott, að kunnug-
um er minnisstætt.
Haustið 1934 giftist Jóna
Kristni Jónssyni frá Hrafntóft-
um í Rangárvallasýslu, og reistu
þau bú að Selalæk á Rangár-
völlum. Þar bjuggu þau góðu
búi næstu 5 árin, en fluttust þá
oö Hellu og byggðu þar eitt af
fyrstu húsum þorpsins á bakka
Jftri-Rangár.
Nefndu þau húsið Brúarland,
þar stóð heimili þeirra síðan.
Þau hjón eignuðust 3 börn,
sem eru:
Svavar og Einar, verzlunar-
menn, og Anna Helga. Hafa
synirnir báðir stofnað eigin
heimili á Hellu, en dóttirin er
enn heima.
Helga, móðir Jónu, dvaldist
hjá dóttur sinni og tengdasyni
síðustu æviárin og naut þar frá-
bærrar aðhlynningar. Lézt hún
háöldruð árið 1949.
Kynni okkar Jónu hófust fyr-
ir tæpum tveim áratugum. Ein
fyrsta minning mín um þau er
frá dimmu skammdegiskvöldi.
Ég sat með drenginn minn,
| veikan. Vindurinn gnauðaði við
gluggann og niðurinn í Rangá
lét framandlega í eyrum. Þá var
drepið létt á dyr, og inn gekk
kona. Það var Jóna á Brúar-
landi, létt í hreyfingum, fíngerð
og háttprúð að vanda.
Með fáum uppörvandi orðum
hratt hún öllum kvíða á brott.
Mér er þetta atvik minnisstætt.
Það var heldur ekki í síðasta
sinn, sem hún flutti yi og gleði
inn á heimili mitt. Jóna var
skemmtileg kona, glaðlynd og
góðgjörn. Þess vegna var alltaf
gott að hitta hana. Veit ég, að
það var álit allra, sem þekktu
hana vel. Með okkur tókst vin-
átta, sem aldrei bar skugga á.
Við skammsýnar manneskjur
eigum oft erfitt með að skilja
það, hve örskammt er milli hins
þekkta og lifandi heims og
tjaldsins, sem hylur hið óþekkta,
og við getum aldrei sætt okkur
við að sjá á bak vinum okkar
yfir landamærin. Svo fer fyrir
mér í þetta sinn. Það var bjart
yfir heimilinu að Brúarlandi.
Þar var hamingjan hýst ásamt
gestrisni og góðvild. Jóna var
góð húsmóðir, hagvirk, þrifin og
reglusöm, svo af bar. Heimilið
Aður á heimsskautinu
Báðir bandarísku kafbát-
amir, „Skate“ og „Seadrag-
on“, hafa áður farið í heims-
skautsferðir. — „Skate“ var
fyrsti kafbáturinn, sem kom
upp á yfirborðið við pólinn;
'það var hinn 17. marz 1959.
„Seadragon" fór um Norður-
pólinn, þegar hann var flutt-
ur frá Atlantshafsflotanum
yfir á Kyrrahaf í ágúst 1960.
Árangursrikar æfingar
Samkvæmt upplýsingum
sjóhersins gengu æfingar
þær, sem kafbátarnir höfðu
með höndum, þegar þeir hitt-
ust, mjög að óskum. Voru
þær m.a. fólgnar í könnun á
fjarskiptaskilyrðum neðan-
sjávar og ýmsu öðru, sem á
kynni að reyna í styrjöld.
Með kafbátunum voru ýmsir
vísindamenn utan hersins,
sem fylgdust með tækjum og
söfnuðu margvíslegum upp-
lýsingum.
Báðir kafbátarnir eru nú á
leið heim. — Geta má þess að
lokum, að kjarnorkukafbát-
arnir eru báðir 2,600 smálesta
— og lengd þeirra 268 fet.
skreytti hún með fallegum
blómum og högu handbragði.
Þaðan eiga vandamenn og vinir
margar góðar minningar, því oft
hefur verið gestkvæmt í vist-
legu stofunum á Brúarlandi.
Jóna var trygg, vinföst og í
ríkum mæli gædd því ágæta
einkenni að hafa jafnan fyrir
satt það, sem réttara reyndist.
Óhult og einlæg gekk hún
götu sína, hófsöm og prúð í öllu
dagfari.
Hún naut þeirrar gæfu að sjá
börnin sín vaxa og verða gott
fólk og mannvænlegt.
Hún var góð móðir og eigin-
kona. Sínar beztu stundir átti
hún með börnum sínum og eig-
inmanni. Við hlið mannsins síns
gekk hún hinztu sporin hér á
jörð.
Hún var gæfukona.
Með þessum fátæklegu orðum
vildi ég mega binda lítinn sveig
til minningar um góða vinkonu
og votta ástvinum hennar ein-
læga samúð.
Hún er horfin sjónum okkar
um sinn — þessi dóttir breið-
firzkra byggða — Kölluð héðan
óvænt á hásumri til nýrra starfa.
Jóna Einarsdóttir var mæt
kona. Með þakklæti og sárum
söknuði er húsmóðirin að Brúar-
landi kvödd í dag hinzta sinni.
K. E.
Framhald af bls. 1.
að undanförnu, kom í dag til
Berlínar. Urðu hermennirnir
ekki fyrir neinum óþægindum
á leiðinni gegnum A-Þýzkaland.
Tveimur tókst að flýja
Tveimur mönnum tókst að
flýja frá A-Berlín til V-Berlínar
sl. sólarhring, var tilkynnt i
Berlín í dag. Annar þeirra
komst yfir borgarmörkin nokkr-
um klukkustundum eftir að her-
maðurinn, sem reyndi að flýja í
gærkvöldi, var skotinn.
Nokkrir unglingar reistu í dag
kross nálægt staðnum þar sem
hinn ungi hermaður var skotinn.
Getum verið án slíkra ráða
Willy Brandt, borgarstjóri í V-
Berlín, hélt fund með frétta-
mönnum í dag, sagði hann, að
morðið á hermanninum í gær-
kvöldi myndi eflaust fá ein-
hverja til að segja, að Berlínar-
búar yrðu að sýna stillingu, en
þeir geta verið án slíkra ráða,
sem gefin eru úr hanaséls-
samkvæmum. Hann sagði, að
Berlín yrði að krefjast þess, að
ástandið í borginni batnaði, og
kvað það skyldu sína, sem borg-
arstjóra, að biðja um alla þá að-
stoð, er hægt væri að fá, því að
hugleysi og tregðu andspænis ó-
réttlætinu, þekkjum við frá tím-
um nazismans, sagði borgar-
stjórinn.
Brandt var spurður hvað hann
meinti er hann talaði um ráð,
sem gefin væru úr hanastéls-
samkvæmum. Hann sagði, að
það væri auðvelt að sitja í fjar-
lægð og gefa ráð í góðri mein-
ingu, en þeir, sem byggju í
Berlín stæðu andspænis raun-
veruleikanum.
Brandt sagði, að Vesturveldin
yrðu að vera viðbúin því, að á
eftir herstjóraskiptin í A-Berlín
í gær, gæti komið, að Sovétríkin
fælu austur-þýzkum yfirmanni í
hendur æðstu herstjórn í Aust-
ur-Þýzkalandi.
Brandt sagði ennfremur, að
Berlínarbúar gætu treyst Vest-
urveldunum í Berlín.
— Leytin
Framh. af bls. 1
einnig tveggja manna, sem taí
ið er að séu meðal forsprakka
OAS í Frakklandi, Rene Ser-
gent, fyrrv. höfuðsmanns o,g
Jean Curutdhet, fyrrv. fall-
hlífahermanns í útlendinga-
hersveitinni. Lögreglan telur
sennilegt, að þessir menn hafi
skipulagt tilræðið við de
GauIIe, þó að fullvíst þyki, að
þeir hafi ekki tekið þátt í
því.
Talið er að tilræðismenn-
innir hafi komið á staðinn, þar
sem árásin varð í þremur bif-
reiðum, skildu þeir þar eftir
sendiferðabifreið og í henni
fann lögreglan skotvopn og
sprengjur. Bifreiðin er nú í
vörzlu lögreglunnar.
Lögreglan hefur sýnt fólki,
sem vinnur á bifreiðastöð, þar
sem tilræðismennirnir fengu
sendiferðabifreiðina lánaða
myndir af Sergent og Curu-
tohes, en ekkert af starfsfólk-
inu kannaðist við andlifin.
★
Danksa blaðið B.T. skýrir
frá því í gær, að Argoud of-
ursti, sem talinn er einn af
forsprökkum OAS í Frakk-
landi hafi í sumar skrifað blöð
um og fréttastofum í París
bréf, þar sem hann sagðist
ætla að ráða de Gaulle af dög-
um. Segir blaðið, að hann hafi
staðið bak við banatilræðið
s.l. miðvikudag.
Barngóð stúlka
óskast í vist í nágrenni Kaup
mannahafnar á heimili systui
minnar. Kaup 300 danskar kr
á mánuði og frítt far til Dan-
merkur.
Sigríður Haraldsdóttir.
Sími 36028.