Morgunblaðið - 28.08.1962, Qupperneq 12
MORGVNBLAÐ1Ð
Þriðju'dagur 28. ágúst 1962
12
msisitfrlðfrtt
Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
JVIatthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Áuglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
AFREKSMAÐUR
LÁTINN
TlMeð Vilhjálmi Stefánssyni
-*■” er til moldar hniginn einn
frægasti og gagnmerkasti
maður af íslenzku þjóðemi.
Enda þótt hann væri ekki
fæddur á íslandi og lifði alla
ævi sína í Vesturheimi, var
hann tengdur Islandi traust-
um böndum, sem aldrei slitn-
uðu. Hann heimsótti ættland
sitt hvað eftir annað og ritaði
um það merkar ritgerðir og
bækur, sem áttu ríkan þátt í
að kynna landið og þjóð þess.
Fyrir þetta er íslenzka þjóð-
in honum þakklát. Minningin
um Vilhjálm Stefánsson mun
jafnan lifa í hugum íslend-
inga. — Hann var einn af
mestu og mikilhæfustu son-
um íslands.
1 veraldarsögunni mun
nafn Vilhjálms Stefánssonar
lifa um aldir. Hann var mik-
ill vísindamaður, rithöfundur
og afreksmaður. Með ferðum
sínum og rannsóknum í
Norður-heimskautslöndunum
lagði hann fram dýrmætan
skerf til aukinnar þekkingar
á hinum köldu norðurslóðum
og því fólki, sem þar býr. —
Mannfræðin á honum miklar
þakkir að gjalda.
Það, sem einkenndi Vil-
hjálm Stefánsson og víðtæk
visindastörf hans var hug-
dirfska hans, einlæg sann-
leiksást og karlmennska. —
Hann gekk gunnreifur á hólm
við firnbulfrost og miðsvetr-
arbylji heimskautalandanna.
Vilhjálmur Stefánsson hik-
aði heldur ekki við að setja
fram nýjar skoðanir og kenn
ingar um heimskautslöndin
og íbúa þeirra. Hann kynnt-
ist Eskimóunum sennilega
betur en nokkur annar heim-
skautakönnuður. Við dauða
hans er afreksmaður og mik-
ilmenni til moldar hniginn.
EFLUM SKÓG
RÆKTINA
A ðalfundi Skógræktarfélags
íslands er nýlokið. Þar
hittust eins og jafnan áður
áhugamenn um skógrækt úr
öllum 1 andshlutum. Gerðar
voru ýmsar ályktanir um mál
efni skógræktarinnar, m. a.
var því fagnað að stjórn
norsku þjóðargjafarinnar hef
ur ákveðið að verja allt að
% hlutum gjafarinnar til að
koma upp tilraunastöð í skóg
rækt. Jafnframt taldi fund-
urinn að hinar gagnkvæmu
heimsóknir íslendinga og
Norðmanna, sem átt hafa sér
stað undanfarin ár á vegum
skógræktarfélaganna og Skóg
ræktar ríkisins hafi verið
mjög ákjósanlegar.
Norðmenn hafa veitt ís-
lenzkum skógræktarmálum á
undanfömum árum ómetan-
legan stuðning. Þann stuðn-
ing ber vissulega að þakka.
Hann hefur orðið íslenzkum
skógræktarmönnum mikil
hvatning í baráttu þeirra,
auk þess sem hann hefur fært
þjóðirnar saman og treyst
frændsemi þeirra og vináttu.
Á sl. ári voru gróðursettar
á vegum skógræktarfélag-
anna og Skógræktar ríkisins
rúmlega 1,2 millj. trjá-
plantna. Má segja að það sé
myndarlegt framlag til fram-
tíðarskóga íslands. En betur
má, ef duga skal. Frændur
okkar Norðmenn gróðursetja
árlega margar milljónir trjá-
plantna. í Noregi er trjárækt
in ábatasamur og merkilegur
þáttur í þjóðarbúskapnum.
Það getur hún einnig orðið
hér á landi, auk þess sem hún
gerir landið betra, fegurra og
byggilegra.
Á þessum síðasta aðalfundi
Skógræktarfélags íslands var
frá því skýrt að Fram-
kvæmdabankinn hefði ákveð
ið að verja árlega nokkru fé
til skógræktargirðinga og
lána það einstaklingum og fé-
lögum. Er fyllsta ástæða til
þess að þakka Frainkvæmda-
bankanum og forráðamönn-
um hans þennan skilning á
gildi skógræktarstarfsins.
LISTAMENN
DÆMDIR TIL
ÚTLEGÐAR
jt/foskvumálgagnið spyr s.l.
sunnudag:
„Hvenær verður lista-
mannsstarf metið að verðleik
um? Á það lengi að viðgang-
ast að allur þorri listamanna
sé dæmdur til fátæktar?“
Flestir íslendingar munu
sammála um það að starf ís-
lenzkra listamanna sé mikil-
vægt og það beri ekki aðeins
að meta heldur beri einnig
að styðja það eftir fremsta
megni. Það hefur íslenzka
þjóðin einnig reynt að gera,
enda þótt mikið bresti á að
íslenzkum listamönnum sé
veitt sú aðstaða til starfa sem
þeir þurfa að hafa. En að því
hlýtur að verða stefnt að gera
íslenzkum listamönnum í vax
andi mæli mögulegt að njóta
DANSKA logreglan hefur nú
handsamað piltinn, sem var vald
ur að morði á 14 ára stúlku í
Roskilde s.l. miðvikudag. Piltur
inn hefur játað, að hann hafi
skotið stúlkuna Nancy Doris
Olsen og ástæðuna telur hann
helzt hafa verið, að hún kallaði
hann aumingja, sem ekki þyrði
að skjóta.
•
> Pilturinn, Hans Ohristian Niel-
sen, er 17 ára vinnumaður á
bóndabæ. Hann hefur verið yfir-
heyrður og við yfirheyrsluna
sagðist hann, ekki hafa ætlað að
miyrða stúlkuna, sem hann þekkti
ekkert. Sagðist hann hafa ætlað
að nota hana sem gísl. Þegar
hann var beðinn um að útskýra
hvað hann meinti með því, sagði
hann, að hann hefði ætlað að
fremja bankarán í Kaupmanna-
böfn. Hafði hann stolna bifreið
undir höndum og ætlaði að
stöðva hana .fyrir utan banikann
og láta stúlkuna sitja í bifreið-
inni og hafa hana tilbúna til
brottferðar, þegar hann hefði
framið ránið.
Þetta var eina skýringin, sem
pilturinn gat gefið á því að
hafa brotizt inn til stúlkunnar,
sem dvaldist í stúlknaheimáli í
Roskilde.
Þessi mynd var tekin af Hans Christian Nilsen (t.v.)., skömmu
eftir að hann var handtekinn. Er hann í fylgd með lögreglu-
foringja.
17 ára piltur játar
morð 14 ára stúlku
Bifreiðin, sem hann hafði und-
ir höndum kvöldið, sem morðið
var framið, var önnur bifreiðin,
er hann hafði stolið á skömm-
um tíma í þeim tilgangi að nota
hana við bankaránið.
hæfileika sinna og þjóðinni að
njóta listar þeirra.
En hvernig skyldu komm-
únistar búa að listamönnum,
þar sem þeir ráða?
í Sovétríkjunum hefur list-
in verið gerð að þemu í póli-
tísku eldhúsi kommúnista-
flokksins, sem einn ræður
öllu í landinu. Þar hefur sjálf
stæði og sköpunarfrelsi lista-
mannsins verið afnumið. Rit-
höfundar, tónlistarmenn og
myndlistarmenn verða alltaf
að hugsa fyrst og fremst um
það, að þóknast valdhöfun-
um í listsköpun sinni. Ef þeir
ekki gera það er þeim kastað
út í yztu myrkur.
Allir muna harmsögu Past-
ernaks. Honum voru veitt
bókmenntaverðlaun Nóbels
unni að henni, hafi hún sagt: —
Þú þorir ekiki að skjóta ræfillinn
þinn. Þá sagðist hann hafa hleypt
af.
fyrir afrek sín á sviði bók-
mennta. En vegna þess að
herrunum í Kreml líkaði ekki
bókin, sem m. a. varð þess
valdandi að honum voru veitt
Nóbelsverðlaun, þá var hann
settur á svartan lista í heima
landi sínu og neyddur til
þess að afsala sér þeim heiðri,
sem Nóbelsverðlaununum er
samfara. Hann lifði síðustu
ár ævi sinnar einangraður og
útskúfaður í föðurlandi sínu.
Þetta er glöggt dæmi um
það, hvernig kommúnistar
umgangast listamenn, og
hvaða kjör þeim eru búin und
ir hinu kommúníska skipu-
lagi. Þeir eru dæmdir til út-
legðar ef þeir vilja ekki láta
nota sig sem pólitíska skó-
þurrku kommúnista. I
inn í sumarhús til að reyna að
finna akióflu til að losa bif-
reiðina og á meðan hann var að
leyta að skóflunni urðu roenn
hans varir og gerðu löigreiglunni
aðvart. Skömmu síðar var Hans
Christian handtekinn. Hann hef-
ur áður lent í kasti við lögregl-
una fyrir rán, þjófnað o.fl.
*
Uíbreiðsla giíi-
og klaufaveiki
hindruð
Nefnd Evrópuríkjanna, sem
fjallar um gin- og klauf'aveiki,
hefur samþykkt á aukafundi sín-
uim í Rómaborg að laggja til að
Matvæla- og landbúnaðarstofnun
SÞ (FAO) beiti sér fyrir því, að
6,5 milljónum dollafa verði varið
til þess að hindra það að hin
afríkanska tegund veikinnar, sem
nú geisar fyrir botni Miðjarðar-
hafs og í Tyrklandi, berist til
Evrópulanda. Fjárframlög í
þessu skyni eiga fyrst og fremst
að koma frá Evrópulöndunum
sjálfum, frá löndum sem hafa
viðskiptasambönd við Evrópu og
frá ýmsum alþjóðastofnunum. —
Framkvæimdastjóri FAO, B. R.
Sen, sagði á fundinum, að það
gæti haft hinar hörmulegustu af-
leiðingar ef þessi tegund gin- og
klaufaveiki bærist til Evrópu. —
Tjónið gæti numið milljörðuim
dollara. Dýralæknar, sem starfa
á vegum FAO, segja að virus sá,
SAT I, sem hér um ræðir, hafi
aldrei herjað utan Afriku fyrr
en í ár og mjög lítið sé til af
bóluefni gegn honum.
Hann hafði áður brotizt inn í
stúlknaheimilið í Roskilde til að
ná í stúlku til að vera með hon-
um í bifreiðinni og þá íór hann
af tilviljun inn í herbergi Nancy-
ar, sem hann þekkti ekkert. Hún
neitaði að fara með honum og
þá hvarf hann á brott. _ Þá var
hann vopnaður hníf. í síðara
skiptið, sem hann brauzt inn
til Nancyar var hann með byssu
og ógnaði stúlkunni. Segir hann
að þegar hann hafi beimt byss-
Pilturinn flýði síðan út um
baðherbergisglug'ga og út í bif-
reiðina, sem stóð fyrir utan. Lög-
reglan var að leita að hinni
stolnu bifreið og pilturinn ók út
á vegleysu til þess að forðast
leitarmennina, en bifreiðin sat
föst í sahdi. Pilturinn brauzt þá