Morgunblaðið - 29.08.1962, Side 1

Morgunblaðið - 29.08.1962, Side 1
44 siður (I. og II.) 49 árgangur 196. tbl. — Miðvikudagur 29. ágúst-1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Er nýtt efni, „Interferon", framtíðarvörn gegn vírusum? Þing sýklafræ&inga, er nú stendur i efni, sem fyrst fannst ári6 Kanada, ræð/r /957 A ALÞJÓSARAÐSTEFNU sýklafræðinga, er nú stendur yfir i Kanada, hefur verið gerð grein fyrir eggjahvítuefni, er fyrst fannst 'og var einangrað 1957 og nefnist „Interferon". Er talið, að Jjað kunni að verða árangursríkt í baráttunni við vírussjúkdóma framvegis. Það var dr. Alexander Isaacs og samstarfsmaður hans, Jean Lindeman, sem fyrstur fundu efnið við rannsóknir i „Medical Rtsearch Councils“ í Mill Hill í Englandi. Kom þá í Ijós, að er dauðum vírusum var sprautað í kjúklingafóstur, þá kom fram í frumum fóstursins efni, sem vann gegn áhrifum vírusins. Talið er, að „Interferon" kunni að gefa góða raun gegn vírus- sjúkdómum, sé til þess gripið áður en sýking á sér stað, eða þá á fyrstu stigum hennar. Hins vegar er ekki álitið, að „Interferon" gefi langvarandi vörn við virusum — á þann hátt, sem bólusetn- ing gerir menn ónæma um langan aldur við sjúkdómum. Það var Dr. Isaacs, sem skýrði sjálfur fró því, sem nú er vitað um „Interferon" og iþær rann- sóknir, er nú standa fyrir dyrum. fiinrbi—inm n nu~intii m n i~ Flogið án leyfis segir a-þýzkt blað Bonn, 28. áigúst — NTB-AP Adenauer, kanzlari V- Þýzkalands, hefur sent frönsku, brezku, bandarísku og sovézku stjórninni orðsend ingu, þar sem hann fer þess á leit, að þessi fjórveldi komi sér saman um viðræður um Berlínarmálið. Fer kanzlarinn þess á leit í orðsendingunni, að málið verði tekið fyrir hið fyrsta og rætt af skynsemd og still- ingu. Afstaða kommúnista kom enn fram i dag, er a-þýzka blaðið „Neuer Tag“ skoraði á Vesturveldin að taka upp samskipti við A-Þjóðverja um Berlínarmálið. Telur blað ið þýðingarmikið, að rætt verði við A-Þjóðverja um mál ið, sérstaklega, þar sem hald- ið sé uppi flugsamgöngum við V-Berlín í algeru heimild arleysi. Myndast í frumum Hugmynd vísindamanna er sú, að þegar vírus sýkir frumu, þá myndi fruman „Interferon", er varnar skemmdum á frumunni — Og er þá jafnframt um leið vörn við öðrum virusum, er sýkja kunna frumuna, þótt sú vörn sé ekki langvarandi, eins og áður greinir. Tilraunir, sem gerðar hafa verið styðja þessa hugmynd. M. a. telja menn nú skýringu fundna á því, hvers vegna tvær aðaltegundir inflúenzu „A“ og „B“ koma ekki upp sem farsóttir ó sama stað á sama ári. Er hún sú, að þeir, sem sýkzt hafa af annarri tegund inflúenzunnar, hafi vegna myndunar „Interfer- on“ í frumum líkamans, öðlazt vörn við hinni vírustegundinni um stund, a.m.k. Finnar fá Saima aftur Helsingfors, 27. ágúst. — NTB-AP — FINNAR og Rússar undirrit- uðu í dag samning, sem fær- ir Finnum aftur yfirráð yfir Saima-skipaskurðinum, er verið hefur undir stjórn Rússa síðan 1939. Finnar hafa þó haft afnot af skurð- inum. Saima-skurðurinn tengir norðurhéruðin við Helsingja- flóa. Hann er rúmlega 58 km langur og liggur milli Laurit- sala og Viborg. Skipaskurð- urinn var opnaður 1854. Tilraunir styðja hugmyndir Þá kom fram á ráðstefnunni, að gerðar hafa verið tilraunir með „Interferon" samhliða kúa- bólusetningu. Hópur sjálflboða- liða var tvíbólusettur á sama tíma. Helming 'þeirra, er bólu- settir voru, var jafnframt gefið „Interferon". Svo brá við, að á þeim, sem það efni höfðu fengið jafnframt, kom bólan aðeins „út“ á einum stað, en á tveimur stöð- um á hinum. Þetta styður huig myndina um verkanir „Interfer- on“. Vöm gegn kvefi og öðrum vírussjúkdómum? Það kom m. a. fram í ræðu Dr. Isaacs á ráðstefnunni, að nú verða gerðar rannsóknir á því, hvort „Interferon" getur komið að gagni við að lækna eða hindra kvef. — Þá kann einnig að vera, Framh. á bls. 19 ■Ma krampa. Þetta er í annað skipti á þessu ári, sem Kampmann fær hjartaáfall. Ekki er þó ótt ast uni líf hans. Kampmann var frá störfum frá 1. maí sl„ er sjúkdómsins var vart, og þar til fyrir hálf um mánuði, að hann tók aftur við embætti sínu. Forsætisráðuneytið gaf í dag út tilkynningu, þar sem segir, að Kampmann telji vafa leika á því, hvort hann muni, heilsu sinnar vegna, geta tekið við starfinu á nýjan leik. Endan- leg ákvörðun verður tekin eft ir nokkra daga í samráði við lækna. Jens Ottó Kragh, utanríkis- ráðherra, mun gegna störfum Kampmanns, nú sem fyrr á ár inu, og er hann talinn munu verða forsætisráðherra, ef svo fer, að Kampmann verður að draga sig í hlé. Fari svo, er gert ráð fyrir að Per Hækker up taki við embætti utanrikis ráðherra. Gert er ráð fyrir, að af heim sókn Ben Gurions til Danmerk Lætur Kampmann af störfum? Jens Otto Kragh tekur þá við embœtti forsœtisráðherra Einkaskeyti til Mbl. — Kaupmannahöfn, 28. ág. Viggó Kampmann, forsætis- ráðhcrra, var í morgun lagð- ur í sjúkrahús vegna hjarta- ur verði, þrátt fyrir veikindi Kampmanns. — ísraelski for sætisráðherrann dvelst nú Noregi, en mun síðar fara opinbera heimsókn til íslands. Rússar hafna tak- mörkuðu banni Allar þjóðir afvopnunarráðstefnunnar, nenta kommúnistaríkin, fylgja slíku samkomulagi Genf, 28. ágúst — NTB-AP. VASSILY Kuznetsov, full- trúi Rússa á afvopnunarráð- stefnunni í Genf, vísaði í dag á bug tillögu Breta og Banda ríkjamanna um bann við öllum kjarnorkutilrauniun, nema tilraunum neðanjarð- ar. l’ær tillögur gerðu ekki ráð fyrir eftirliti innan ríkja kjarnorkuveldanna. Þá hafnaði Kuznetsov einnig hinni tillögunni, sem borin var fram í gær, og ger- ir ráð fyrir allsherjarbanni með eftirliti. Fulltrúi Rússa lýsti af- stöðu Rússa á fundi undir- nefndar ráðstefnunnar í dag, áður en fulltrúi Bandaríkja- manna, Arthur Dean, komst til þess að skýra tillögurnar nánar. Ummæli fulltrúa Vestur- veldanna, eftir yfirlýsingu Rússa, voru á þann veg, að vart gæti hugsazt, að sov- ézka stjórnin hefði kynnt Verða stúdentarnir sóttir til saka? Hópur kubanskra stúdenta, landflótta i USA,hafa játað á sig árásina á Havana Washington, 27. ágúst — AP — BANDARÍSKA stjórnin hefur krafir.t þess, að rannsókn verði látin fara fram á því, hvort sækja skuli til saka kúbanska stúdenta, sem hæli hafa í Bandaríkjunum, fyrir árás þá, er gerð var á Hav- ana aðfaranótt laugardagsins sL Hópur stúdenta, er leitað hafa hæiis frá Kubu, en búsettir eru á Miamá, hafa játað á sig verkn aðinn, Þcir segjast hafa notað fallbyssubát, en neita að segja til um, hvaðan bátnum hafi ver- ið siglt. Bandarísk löggjöf telur það brot á hlutleysi, ef lagt er til árásar af bandariskri grund, án þess að Bandarikin hafi lýst þvi yfir, að þau eigi í styrjöld við það riki er árásin er gerð á. Rannsóknin mun því beinast að því, hvort stúdentarnir hafi siglt úr bandarískri höfn, eða haft bækistöð sína c.nnars staðar. Margir hneigjast til þess að taka ekki hart á framferði stú- dentanna, en hins vegar er bent á, að slíkt atíhæfi sé til þess eins fallið að styrkja Castro í þeirri kröfu sinni, að Rússar fái honum aiukið herlið til varnar. sér tillögurnar á einum sól- arhring, og því væri ekki hægt að líta svo á, að þessi afstaða væri endanleg. Tillögur þær, sem bornar voru fram af Bandaríkjamönnum og Bretum í gær, hafa víða vakið athygli, enda er þetta í fyrsta skipti, sem þessi ríki hafa stað- ið að tillögu um takmarkað bann, sem skref í átt til allsherj- arbanns. Vmmæli New York Times í gær Hafa ýmis stórblöð rætt mál- ið, og m. a. segir New York Times í gær: „Ef allar þjóðir styðja þessar tillögur Breta og Bandaríkjamanr.a. ... þá kann enn að vera, að hægt verði að knýja Rússa til fylgis við þær“. Þá segir blaðið í ritstjórnóir- grein: „Framtíð mannkyns kann að vera í húfi — Kennedy, for- seti, og Macmillan, forsætisráð- herra Breta, eru nú þeirrar skoðunar, að vísindalegar að- ferðir leyfi nú bann við öllum tilraunum í andrúmsloftinu, neðansjávar og í geimnum, án þess að til þurfi að koma eftir- lit — takmarkað bann, jafnvel þótt það kunni að vera lítið Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.