Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 2
2 MOXGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. ágúst 1962 ☆ HANN varð tiraeður hinn 1. maí sl. os er því litlu yngri en Hannes Hafstein, fjórum mán uðum eldri en Akureyrarkaup staður. Það er dálítið undar- legt að standa frammi fyrir slikum manni. ’-aff er erfitt að gera sér i hugarlund, að hann hafi átt foreldra og hafi einhvem tíma verið bara. Frammi fyrir þessum virðu- lega síðskegg, hefur maður það helzt á tilfinningunni, að hann hafi alltaf verið til. Tómas Tómasson, elzti borg ari Akureyrar hefua* verið blindur í 20 ár, en hugsunin er ec-.i skýr og þær munu fá-1 ar ættirnar á Norðurlandi, er Tómas kann ekki skil á. Fr Ittamaður blaðsins hafði I tal af honum, þar sem hann býr hjá syni sínum, að Helga magrastræti 4. Tómas hefur verið bóndi lengst af æfi sinni og hann hefur lifað við burðaríkasta skeið í sögu þjóðarinnar, en þrátt fyrir það segir hann sig ekki hafa upp liíað neina stóratburði. Lif hans hefur miðast við strit og amstur líðandi stundar. !>eg- — /yennuer ræðir oðild Bretlunds og Norðorlanda að EBE Tómas Tómasson Berlín, 28. áigúst — NTB Konrad Adenauer, kanzlari V-Þýzkalands kom í kvöld fram í sjónvarpi i Berlín. Hann sagði það vera skoðun sína, að líta ætti sem tvö aðskild mál, aðild Breta að efnahagsbandalaginu og aðild þeirra að væntanlegu stjórnmálasambandi Evrópurilkj anna. Síðan sagði Adenauer: „Þegar um það er rætt, hvort Stóra-Bretland eigi að verða að- ili að EBE, þá segi ég sem Evr- ópubúi og Þjóðverji: Ég býð Breta veLkomna. Það hef ég allt af sagt og það mun ég alltaf segja.“ hest. í Þverbrekku bjó ég í þrjú ár, síðan tvö ár að Bakka seli og þá þrjú ár að Egilsá í Skagafirði. Þá brá ég búi um hríð, þegar konan min missti heilsuna, en árið 1909 fór ég aftur að Bakkaseli og bjó þar til 1915. Þá flutti ég að Auðn um og bjó þar til ársins 1923, þá 'hætti ég búskap fyrir fullt og allt. Konan mín dó árið 1928 og hef ég síðan búið hjá Elíasi syni mínum. — Hvað eignuðust þið hjón in mörg börn? — Þau urðu fimm. Eitt dó ungt ,en hin eru Rósa, Egill, Elías og Aðalsteinn. Þeir Elí- Eldri en Akureyri Samtal við elzta íbuanci ar hann var 9 ára, réðust for eldrar hans 1 að byggja sér húskofa í Hraunslandi í Öxnadal og nefndu hann Vals nes. Þar bjuggu þau aðeins stuttan tíma og fór Valsnes í eyði við brottför þeirra og hefur ekki verið byggt síðan. Faðir Tómasar dó, þegar han.j. var á 12. árinu og :„_ið ir hans sex árum síðar. Faðir hans var Tómas Egils son, ættaður úr Eyjafirðinum s. stursonur Þorstcins á Skipa lóni, en móðir Tómasar hét Ástfríður Jónsdóttir, af Stein grímsætt úr Skagafirðinum. Er það sama ætt og af 'tom séra Jón Steingrímsson, eld- klerkur, sá sem með bænum sínum stöðvaði hraunflóðið, er rann í Skaftáreldagosinu 1783. ★ Hvað er tíðinda af fyrstu árum ævi þinnar, Tcmas? — Eg fæddist 24. maí 1862 að Tyrfingsstöðum í Skaga- firðinum og fyrstu árin var ég ýmist með afa mínum, eða á sífelldum húsmennskuhrakn ingi með foreldrum mínum og um skeið var ég á Silfra- stöðui hjá Rósu, föðursyst- ur minni. Nú, þegar foreldrar mínir voru báðir dánir, váí ég hjá ýmsum í vinnumensku til ársins 1885, er ég kvæntist Jóhönnu Sigurgeirsdóttur. Við vorum fyrst í húsmennsku, en hófum búskep árið 1897. — Var ekki erfitt að byrja búskap á þeim harðindaárum? — Mesti harðindakaflinn var að vísu afstaðinn, en árin milli 1880 og 1890 eru þau verstu, sem ég held að komið hafa yfir landið, en mér er minnisstæðastur veturinn 1891. Maður ko ist þá hvergi ferða sinna nema á skíðum og fannfergið var óskaplegt. Frost fór oft niður fyrir 30 stig, skepnurna. féllu og hung ur ríkti alls staðar. Þá var haf ís fyrir Norðurlandi fram á höfuðdag. Já, góði hvernig heldur þú, að þér líkaði að hafa ísbreiðu á Eyjafirðinum í ágústlok? Eitt sinn þegar kornmatarlaust ar orðið vor um við sendir sjö saman til Akureyrar til að ná í korn. Hveitið var í 130 punda sekkj um og við skiptum þeim til helminga. Eg hélt á 70 punda hveitipoka á bakinu, en snjórinn var svo illa lagað ur að við sukkum í klof í hverju spori og vorum bó á skíðum. Við vorum 14 tíma að komast upp á heiðarbrún- ina ,en venjulega er það ekki nema tæpra tveggja tíma ferð. - Hvenae komstu fyrst í kaupstað? — Það var, þegar ég var 11 árinu, að ég kom til Akureyr ar. Þá var öðru vísi um að litast en nú er, aðeins smá- kofar á stöku stað. — Gekkstu nokikurn tíma í skóla? — Nei, þess vár aldrei neinn bcstur, en ég lærði að lesa og draga til stafs og svo kenndi faðir minn mér að lesa á ýmsar bækur. ★ - Hvað er þér mir. isstæð ast af ævi þinni? — Það vill nú oft verða svo að maður man bezt þá atíburði sem gerðust í æsku. Þeir uxu í augu..i, þegar þeir skeðu og margfölduðust svo í hug"’. manns eftir því se:-„ árin ’iðu það var, þegar ég var í fyrsta sinn á leið yfir Öxnadalsiheiði og ég á fimm.ta ári. Þetta var snemma sum„.-s og var ég á ferð með foreldrum mín um sem voru að flytja vestur að Borgargerði í Skagaflr. - r..ðir minn rel." 'i mig f;**’r framan sig, en hjá móður minni sat systir mín, tveggja ára gömul. Snjóflóð var í Klifi og gatan lá tæpt í brött um og háum mel. Allt í einu sá ég, hvar hestur móður minn ar datt og tókst hún á loft fram af söðlinum. Rann hún niður allan melinn með barn ið í fanginu, en fór þó aldrei af fótum og nam að lokum staðar á stórum 'steini. Þetta fékk að vonum á okkur, en báðar voru þær mæðgurnar óskr. Jdaðar með öllu og efck- ert eyðilagðist nema skór móð ur minnar, sem að vonum voru ekki fagrir útlits eftir þessa heljar fótskriðu. ★ — Hvar hefur þú búið? — Eg var alla tíð fátækur, lenti á hrakningi og bjó við sífelld bústaðaskipti. Eg hóf búskap í Þverbrekku með I. ' lur lítinn bústofn 28 ær, 2 kýr aðra á leigu og einn as og Aðalsteinn. eru einir eftir af börnum mínum, en ég á orðið um 90 afkomendur. — Hvað finnst þér mest faafa breytzt síðan þú varst að alast upp? — Það er sannarlega erfitt að svana þvi, því allt hefur breytzt, meira og minna. Nú þarf enginn að vera svangur og allir geta haft miklu meira en nóg fyrir sig og sína, ef þeir eru duglegir. Það er öðru vísi en áður var, því menn lifðu í mestu eymd og basli, þótt harðduglegir væru. Fram farirnar hafa orðið svo óskap legar að við höfum engan tíma til að gera þeim nein skil. Nú fara mtnn á milli staða á færri klukkustundum en það tók daga, bæði í lofti og eftir vegunum. Eg man það, þegar byrjað var á að gera vegarómynd í Öxnadal. Árið 1880 var byrjað að krassa í smábletti og brúa verstu keldurnar í dalnum. Menn gátu þó ekki komið sér sam an um hvar vegurinn ætti að liggja og sífellt var verið að færa hann og það tók mörg sumur að gera brautina. Þeg ar henni var lokið, var þetta þó allra sæmilegasti vegur, hlaðinn og hélzt þannig þurr. Ekki var hann malborinn, nema það sem við bárum í pokum og settum í verstu pyttina. Hræddur er ég um, að breiddin á veginum þætti ekíki upp á marga fiska fyrir þau farartæki, sem nú þjóta um vegina, því hún var aðeins þrjár álnir, rétt svo að hross gátu mætzt. GG. Kanzlarinn svaraði spurningum fréttamanna í þættinum „Rætt við blöðin“. Hann sagði það að á- lit sitt að aukið efnahagslegt sam starf væri mjög til bóta. Hins veg ar liti hann þannig á, að ef af- staða eins ríkis ætti að ráða úr- slitum — eins ag í NATO — þá myndi söguleg þróun stöðvast. „Þess vegna tel ég ekki, að ræða eigi aðild Breta og þátt- töku þeirra í væntanlegu stjórn- miálasambandi sameiginlega. Nú vilja Bretar, Norðmenn, Danir, fslendingar og frar ger- ast aðilar að efnahaigsbandalag- inu og þá vaknar strax spurn- ingin um atkvæðisrétt og stjóra málasaanband. Nú erum við 6, en 5 lönd leita aðildar, og þá gætum við orðið 11. Vandamálið um atkvæðisrétt verður ekki auðveldara þá. Sama er að segja um það, hvOrt öll löndin í EBE eiga að ganga i stjórnmálasamband. Slíkt hefur aldrei verið ákveðið með neinum samningum. Ég er þeirrar Skoð- unar, að það sé ekki nauðsyn- legt fyrir öll löndin í EBE að gerast aðilar að stjórnmálasam- bandi“. Þá vék Adenauer að því, að vandamál hvers ríkis, þá sér- staklega smáríkjanna, yrði að íhuga vel, því að hvert um sig hefði sínar eigin hugmyndir. „Eigum við að veita þeim auka aðild einungs? Eg held ekiki, að við getum boðið Noregi og Dan- mörku aukaaðild. Þau eru í nán um .engslum við meginlandið, sérstaklega Danmörk. Það eru mörg vandamál, sem barf að ræða og leysa að það er von mín að allt gangi vel, er Macmillan hittir að máli forsætisráðherra Samveldislandanna 10. septem- ber. Eg vona að allt gangi vel eftir það, en afgreiðsla málsins tekur sinn tíma“. Adenauer var að því spurður, hvort hann áliti það hentugt, að samfaand V-Þýzkalands og Bretlands yrði tre. st, þannig að það yrði svipað og samband V- Þýzkalands og Frakklands. Hann svaraði þessu til: „Það á aldrei að íhuga vandamál, sem ótímabært er að leita lausnar á“. Þá vék Adenauer að favl, sem hann kallaði „hina leiðinlegu sögu stjórnmálasambandsins" — „Við höfðum allir vonað", sagði hann, „að málið yrði til lykta leitt á sl. vori. Þá komu belg- íski utanríkisráðherrann, Spaak, og hinn hollenzki félagl hans, Luns, með þá yfirlýsingu, að þeir vildu ekki ræða stofnun stjórnmálasambands fyrr en út- séð væri um aðild Breta. Ég held ekki, að Spaak sé fastur fylgismaður þessarar skoðunar, og ég veit ekki hver er afstaða Hollands nú. Það er leitt, að málið skuli tefjast svo lengi. Ég held, að hver stjórnmálamaður ætti fyrst og fremst að hugsa um það, hver áhrif ákvarðanir hans hafa á Krúsjeff“. Eggert Stefánsson og kona hans á Fjölmennt héraðs- mót oð Laugaborg SÍÐASTLIÐINN sunnudag efndu Sjálfstæðismenn í Eyjafirði og Akureyri til héraðsmóts að Lauga borg. Fór það hið bezta fram og var svo fjölsótt, að færri komust að en vildu. . Samkomur.a setti og stjórnaði Gísli Jónsson, menntaskólakenn- ari á Akureyri. Dagskráin hófst með einsöng Guðmundar Jónssonar, óperu- söngvara, undirleik annaðist Fritz Weisshappel, píanóleikari. Þá flutti Magnús Jónsson, al- þingismaður, frá Mel, ræðu. Síð an söng frú Sigurveig Hjaltested óperusöngkona, einsöng. Þessu næst flutti Bjarni Bene- diktsson, dómsmálaráðherra, ræðu. Fluttur var gamanleikurinn — „Heimilisfriður", eftir Georges Courteline, og fóru með hlutverk leikararnii Rúrik Haraldsscn og Guðrún Ásmundsdóttir. Eftir að sýningu lauk sungu þau Guðmundur Jónsson og frú Sigurveig Hjaltested tvísöng við undirleik Fritz Weisshappel. Var ræðumörinum og listafólk- inu mjög vel fagnað. Lauk sam- komunni síðan með því að stig- inn var dans fram eftir nóttu. Fór þetta héraðsmót Sjálfstæð- ismanna fram með mestu prýði og var eins og áður segir svo f jöl sótt, að margir urðu frá að hverfa. . sjúkrahúsi EGGERT STEFÁNSSON og kona hans hafa dvalizt á heim ili sínu í Schio síðan snemma á þessu ári. Það var ætlun þeirra að koma til íslands í haust, þvi Eggert ætlaði að sjá um útkomu á nýrri bók eftir sig. En fyrir nokkrum vik um veiktist frú Lelja mjög mikið og missti mátt í vinstra fæti. Hún hefur síðan dvalizt í sjúkrahúsi, en er nú á bata- vegL Eggert veiktist einnig nokkrn síðar af alvarlegum bjartasjúkdómi og era þau bjón bæði rúmliggjandi í sama sjúkrahúsinu í Schio. MbL óskar þeim góðs bata og vonar að þau komi brí^len heim heil heilsu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.