Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 11
f
MORGVNBLAfílÐ
11
Miðvikudagur 29. ágúst 1962
Grunsamleg
síld á Mæri
NOREGI, 16. ágúst. — Fyrir
rúmri viku fór að bera á því,
að smásíld og svokölluð feit-
síld, sem veiðist á Mæri um
þessar mundir, var hreisturs
laus á svo sem naglarstórum
blettum, aðallega á kviðnum,
en með gulum og rauðum blett
um. Kvað allmikið að þessu,
— síldin úr sumum snurpu-
köstunum var nær til helm-
inga með þessum grunsamlegu
einkennurn, en í mörgum köst
unum var nærri þriðjungur
skaddaður. Öll síldin var
veidd í herpinót og mikið af
henni síðan sett í „lása“, því
að ekki hafði við að verka
hana jafnhraðan. Smásíld
þessi er sem sé aðallega not
uð til „niðurlagningar" í smá
dósir, söltuð með ýmiskonar
kryddi.
Fiskirannsóknarstofunni í
Bergen voru send sýnishorn af
þessari sködduðu síld, en ekki
töldu fiskii 'ðingr rnir sér
fært að segja, hvort þessir
blettir á síldinni stöfuðu af
sjúkdómi eða af því, að hún
hefði orðið fyrir hnjaski og
meiðslum í snurpunótinni eða
síldarlásunum. Að fráteknum
gulu og rauðu blettunum á
roðinu var ekkert á síldinni að
sjá, hún var feit og falleg.
Fiskirannsóknarstofan gerði
því út sérfróðan mann til þess
að fara norður á síldarmiðin
við Molde og ná í síld nýja
upp úr sjónum og gera rann
sóknir á henni og rannsókn á
því hvort veirur eða aðrar
sóttkveikjur séu í síldinni,
verða gerðar jafnhraðan. Mun
þá verða hægt að skera úr,
hvort hér sé um sýkingu að
ræða eða hvort blettirnir stafi
Nokkrar síldar, sem Fiskirannsóknarstofan í Bergen fékk til rannsóknar Síldin er greinilega
feit og góð, en á kvið og síðum naglarstórir hreisturlausir blettir. Af því hvar og hvernig
þeir eru, er erfitt að ákvarða að þetta séu bara veiðarfæraskemmdir.
af veiðarfærunum eða öðrum
„mekaniskum" áhrifum. Til-
gátur komu þegar fram um
það, að ef til vill væru það
geislavirk áhrif sjávarins, sem
ættu sökina á þessu, en fræði
mennirnir telja það ekki geta
komið til mála.
En hvoru sem heldur er um
að kenna, sýkingu eða utanað-
komandi sköddun, er málið al-
varlegt fyrir þá, sem gera sér
þessa smásíldarveiði að at-
vinnu. Það er ekki hægt að
nota svona síld til þess, sem
hún fyrst og fremst er ætluð,
en til bræðslu er hún tiltölu-
lega lítils virði.
Á takmörkuðu svæði, útaf
Raumsdal, er um 20—50% áf
veiðinni „blettað". Og bannað
hefur veiið að nota síldina til
þess að krydda hana í dósir,
svo að verin sem þessa iðju
stunda eru aðgerðalaus, þang
að til úr því verður skorið
hvort hér er um sjúkdóm a8
ræða.
Það hefur komið fyrir áður,
að síld með svona blettum hafi
veiðst á sömu slóðum og nú,
og það mun hafa verið áður
en snurpinót var notuð til
veiðanna. En nú bíða allir
hlutaðcigendur á sjó og landi
eftir úrskurði fræðimannanna:
Er þetta sjúkdómur eða eru
það „meiðsli"?
Sk. Sk.
V.
I
Fénaður manna
og fóðurbirgðir
I MORGUNBLAÐI'NU sunnudag(
inn 13. maí 1962 er grein með
ofanskráðri fyrirsögn. Höfundur
inn er Sigurlaug Björnsdóttir frá
Veðramóti. Undiralda greinar-
innar beinist að Mývetningum,
.— hrakningum sem menn og sauð
fé urðu fyrir í áhlaupsveðrum á
Mývatnsfjöllum um mánaða-
mótin. nóvember og desember
1961. Gamall bóndi sem tekið
Ihefur svari Mývetninga, fær
nokkrar setningar, og bændastétt
in í heild afganginn.
IÞað er, vafalaust að þrautir
urðu miklar hjá mönnum og kind
um í hríðum þeim, víðar en í
mellöndum Mývetninga. En af
Iþví að þar voru menn er sögðu
frá, þá varð það fréttamatur.
Á einum stað 1 grein Sigur-
laugar er þetta: „Alíti menn að
vissar ástæður gefi þeim ein-
Ihvern einkarétt til þess að vinna
(þeim mein (dýrunum G. P. Ásm.)
mundi það vissulega kallast mik
111 misskilningur, og ber bæði
dýravemdunarfélögum og lands
lögum að skerast i leikinn", Eg
trúi því varla að Sigurlaug sé
«vo ung að hún, af þeim ástæð-
um, mundi ekki eftir svo nefndu
„Emstra máli“. Samkvæmt frétt-
um í tolöðum og útvarpi (ef ég
man rétt) reis málið út af því,
að Hvolhreppur í Rangárvalla-
sýslu á afréttarlandssvæði er
Emstrur-Emstiur nefnist. Hvol-
Ihreppur sendi menn I tvær ferð-
ir á svæði þetta til fjársmölunar.
Eitt haust vitnast bað, að kindur
eru þar eftir, fara þá menn og
sækja þær. Óskar svo eigandi
kindanna kostnaðargreiðslu úr
Ihendi Hvol'hrepps, en hann neit
ar. Og svo reis mál sem síðar var
dæmt í Hæstarétti. Dómsorð var
á þá leið: Hvolhreppur var sýkn
®ður. En eigandi kindanna varð
að borga drjúgan skilding um-
fram innleggsverð kindanna.
Eða, með mínum orðum sagt:
það er enginn menningarljóður
á Hvolhreppingum, bó sauðkind
ur verði eftir á Emstrum í ann-
arri leit, þær mega lifa þar og
þola allar vetranþrautir eða drep
ast af þeim. Dýraverndunarfélög
með horfellislög í höndum
m.m. yrðu hlægileg ef við sliku
vildu hreifa — Hvolhreppingar
hafa hæstaréttardóm, sem jafn-
gildir leyfi til að láta kindur
drepast, — ef þær þola ekki vetr
ar þjök á Emstrum.
Auðvitað sjá fáir — eða engir
þær kindur sem orðið hafa úti
á Emstrum eða hjara, svo enginn
segi frá, og því engin frétt. En
Mývetningar höfðu talstöð, og
sögðu frá, því varð frétt.
í niðurlagi greinar sinnar segir
Sigurlaug: „Óþarfari embættis-
maður í opinberri þjónustu er
efalaust til, en sá maður er falið
rði það starf að annast einung! •
þessi mál, éinskonar fóðurmeist
ari eða ráðunautur, er ferðaðist
á öllum tímum ársins meðal bú
endanna og ekki tæki starf sitt
sem sport eða gaman, en hefði
til þess bæði vilja og vald að láta
til skara skríða í garð þeirra
manna er ófáanlegir eru af sjálf
dóðum að annast öryggi búpen-
ings síns, fóðrun, eftirlit og um-
sjó alla, því enn þann dag virð-
ist vera sem það sé eitt af stærri
vandamálum íslenzks landbúnað
ar“.
1 þessari hugmynd er eittl.vað
gott. Samt ætla ég að setja hér
lítið dæmi. fárra ára gamalt:
Porðagæzlumaðuriinn fór um
(hreppinn á haustnóttum, eftir þá
umferð fréttist það að tveir bænd
ur skæru sig úr annar sem ég
nefni A. fyrir það að hann hafði
meiri umframfóðurbirgðL’ á
hverja ckepnu, hinn sem ég nefni
H, fyrir það hvað hann vantaði
mikið fóður handa sínum fénaði.
Báðir voru bændur þessir úr
flokki hinna smáu. I Góu-lok fór
forðagæzlumaður um hreppinn
aftur. Að þeirri ferð lokinni fór
hann til Búðardals, grennslaðist
um kjarnfóðurbirgðir, bað hann
svo kaupfélagsstjórann að skrifa
nöfn þeirra sem helzt þyrftu að
gan_a fyrir um kjarnfóðurkaup.
Var þar efstur á blaði bóndinn A
en H . ar ekki með.
Ekki er forðagæzlumanni ætl-
andi að hafa farið með lóf eða
last af ásetningi. Hvernig stóð
þá á þessu? — Ekki hafði A fjölg
að fénaði og ekki fargað fóðri
Og ekki 'hafði H fækkað sínum
fénaði eða bætt við ,sig fóðri,
Hvað vax?
Til hvers mundi Sigurlaug
Björnsdóttr frá» Veðramóti ætl-
ast af „fóðurmeistaranum“, ef
hann fengi haustnótta skýrslu
forðagæzlumanns, sem hér er
bent til? Ætlaðist hún til að beð-
ið yrði með aðgerðir til útmán-
aða, Mér skilst á grein hennar
að slíkt gæti ekki komið til greina
samanber orðalag ........... en
hefði til þess vilja og vald að
lóta til skarar skríða í garð
þeirra manna. .... “
Þótt „fóðurmeistarinn'* væri
sá hamfaragarpur, að hann kæm
ist yfir allar hreppsskýrslur og
úrskurðaði þær á e;nu hausti, er
hætt við að hann yrði ekki minni
skaðvaldur, en vanfóðrunnar-
fjandinn, er það þó ekkert smá-
ræði ef marka má sagnir.
Á öðrum og þriðja tug þessar-
ar aldar voru all'háværar raddir
um það, að íslenzkur jórturfén-
aður væri svo úrkynjaður, eða
eðlisléttur að nauðsyn bæri til
að bæta hann með innflutningi,
eða jafnvel að skipta alveg um
Til þ ass að bændur gleyptu betur
agnið var ríkissjóður látinn bjóða
fram allan kostnað, svo bænd-
ur þyrftu ekki fyrir öðru að hafa
en 'hirða gróðann. Svo kom inn
flutningurinn, lofið var ekki spar
að. Skömmin dugði ekki. Veru-
leikinn kom með skömm og skaða
í því feni situr við enn og ekk-
ert útlit fyrir að við losnum úr
því fyrir árið 2000, milljón þús-
undin verða þá orðin næsta
mörg. Svona fer oft þegar vonuð
vizka er sett ofar þekkingar.
Það væri okkur mikill menn-
ingarauki, ef við hefðum mann-
dómskjark til að láta hverja
skömm skella á réttum stað, en
vera ekki að smyrja henni vítt
breitt með alls konar íblöndu
Eg finn það hvergi í grein Sig-
urlaugar að hún vilji ekki vel en
það er ekki nóg að vilja vel. Van
fóður á fénaði er smán, auk skaða
Slíkt stafar ekki alltaf af fóður-
skorti — almennt séð. Sjúkdóm
ar valda vanfóðrun „fóðurmeist-
ara “ titillinn er ekkert annað
en froðuhnoðri á bylgjufaldi
blekkinganna, sem síðar mætti
nota í sæti fyrir pólitísk tirðil-
menni. Okkur vantar ekki bein-
línis bóklærða menn frá ýmsum
skólum, heldur menn með verks
vit og glaðvakandi ábyrgðartil-
finningu Það skiptir ekki máli
'hvort um er að ræða fasta mann
virkjagerð, ræktun jarðar og fén
aðar eða sagnasöfnuð. Mestu fjár
fellar á íslandi hafa staf. 5 af
innfluttum jórturdýrum á vegum
þeirra sem töldu sig vita og vilja
öðrum betur. En skorti svo
bæði drengskap og mannvits-
kjark ,þegar reynslan varð Ijós.
Meðan ríkisvaldið tekur á-
byrgðarlaus gaspurmenni á sína
arma í einhverri mynd, og gerir
þá að ráðgjöfum í þýðingarmikl-
um málum, er vansæmd á borð
við horfelli ekki skammlíf.
Guðm. P. Ásmundsson,
Krossi, Dölum.
Skák
fjölbreytt ttmarit
NÚ, þegar tímaritið Skák (júlí-
ágúst hefti) kemur út, hafa orðið
á því útgefendaskipti. Birgir
Sigurðsson, sem séð hefir um út-
gáfuna sl. átta og háift ár, lætur
af störfum en við ritinu taka
Arinbjörn Guðmundsson, Guðm.
G. Þórarinsson og Jóhann Þ.
Jónsson.
Hyggjast þeir halda áfram á
sömu braut og Birgir með því
að birta allar helztu innlendar
og erlendar skákfréttir, einstak-
ar skákir, skákdæmi og veita
nokkra kennslu í skák.
í fyrsta hefti þeirra þremenn-
inganna er meðal annars sagt
ítarlega frá móti norrænna spor-
vagnastjóra, er fram fór hér á
landi fyrir nokkru. Mynd er af
sigurvegaranum, sem varð Þórð-
ur Þórðarson. Rætt er um út-
varpsskák Inga R. og Sveins Jo-
hannessens. Ýmsar fleiri fréttir
eru af innlendum skákmótum. Þá
er Af erlendum vettvangi. —
Friðrik skrifar um áskorenda-
mótið í Curacao, töflur birtar Og
skák Keresar og Fisohers í 28.
umferð. Aiþjóðlegt mót í Rúm-
eníu 8.—26. apríl. Tafla er um
alþjóðaskákmótið. í Marianzke
Lazne 1962. Frétt frá mótinu í
Mar del Plata o. £1. Loks eru
skákdæmi og Lærið að „kombin-
era“.
Arni Siemsen lætur
af störfum ■ Hamborg
UM næstu mánaðamót lætwr Árni
Siemsen af störfum sem aðal-
ræðismaður Islands í Hamborg.
Hann hefur verið starfandi við
ræðismannsskrifstofuna í Ham-
borg frá 1949, fyrst sem vararæð-
ismaður og síðar sem ræðismað-
ur og forstöðumaður skrifstofunn
ar. Árið 1957 var hann skipaður
aðalræðismaður.
Árni er fæddur þ. 22. sept. 1888
í Hafnarfirði. Eftir skólanám og
verzlunarstört á íslandi hélt
hann til Þýzkalands 1904. Síðan
1908 hefur hann verði búsettur
í Lúbeck og rekið þar stórkaup-
mennsku frá 1919. í Lúbeck hef-
ur Árni einnig gegnt ræðismanns i
störfum og heldur hann því
áfram.
Þeir sem þekkja til Árna Siem-
sen vita, að þar fer óþreytandi
fulltrúi lands síns. Hann hefur
ekki talið eftir sér að fara fimm
daga vikunnar milli Lúbeck og
Hamborgar til að rækja störf sín
fyrir ístand. Á hinum langa
starfsferli í Hamborg hefur Árni
aflað sér þar .nargra vina og
kunningja meðal íslendinga og
Þjóðverja, seni verða nú að sjá
af honum til Lúbeck. Þeir þakka
honum fyrir eljusemi hans og
dugnað við að tengja og treysta
böndin milli íslands og Hamborg-
i ar. — Þ. E