Morgunblaðið - 29.08.1962, Page 16
16
MORGVyBLAÐIÐ
Miðvrkudagur 29. ágúst 1962
HOWARD SPRING: _
25
RAKEL ROSING
Hinumegin húsagarðsins vOru
hesthúsin — nú bílskúrar, en úti
fyrir sumum þeirra stóðu snotr-
ir bílar og menn, sem voru að
þvo þá og fægja. Ailar gömlu
hurðirnar höfðu verið málaðar
með sterkum litum, og eins
gluggaumgerðirnar í litlum íbúð
unum, sem voru á efri haeðunum,
svo að ef manni tókst að gleyma
auða múrveggnum hinumegin,
var þetta einna likast snyrtilegu
brúðuhúsi, en símaskápur úti fyr
ir lokaði útsýninu til þeirrar
handarinnar.
Julian hafði skilið eftir opnar
mjóu dyrnar við hliðina á breiðu
bílskúrsdyrunum. Akbar hafði
þotið upp stigann innan við dyrn
ar og nú kom hann með allan
framhluta-nn út í glugga, másandi
með opinn kjaftinn, rétt eins og
hann aetlaði að fara að flytja
einhverjar fréttatilkynningar. —
Julian sagði ekkert en færði sig
að dyrunum, og Rakel á eftir.
Hann veik til hliðar og hún gekk
inn og svo hægt upp tréstigann
fyrir innan. Þegar hún var kom-
in alia leið upp, heyrði hún hurð
ina lokast og um leið varð al-
dimmt. Það var vindstroka, sem
hafði skellt aftur hurðinni eftir
að Afebar var kominn inn. Stattu
kyrr, sagði Julian. Eg rata. Eg
skal opna dyrnar.
Hún var enn að fálma eftir
hurðarlásnum, þegar hún fann,
að hann var kominn til hennar,
upp á litla ferhyrnda stigapall-
inn, í dimmunni. Hönd hans rakst
á hennar hönd og hún kippti
henni að sér, og varð þess vör,
að hjartað í henni hamaðist engu
síður en tungan í Afebar. Og
henni fannst einhvernveginn, að
hjá Julian mundi vera sama sag-
an. Ef hann rataði þarna al-
mennilega, var hann að minnsta
kosti lengi að opna dyrnar. Hann
straukst við hana og hún sagði:
Opnaðu dyrnar.
Orðin voru hvOrttveggja í senn
játning og ásöfeun, en hún þurfti
ekki að vera lengi í vandræðum,
|>ví að Julian hratt upp hurðinni
í sama vetfangi og sagði: Voilá!
Entrez, madame!
En hvað hér er vistlegt, sagði
hún um leið og hún gekk inn á
undan honum. Þetta var allstór
stofa, en ekki mikið inni i henni.
Veggirnir voru sítrónugulir, en
timburklæðningin svört. Á gólf-
inu var kókosábreiða, og eld-ur
brann í arni úr grófgerðum múr-
steinum. Tveir körfustólar, sem
virtust ætlaðir grannvöxnum
mönnum stóðu sitt hvorum meg-
in arinsins. Bækur voru þarna
ekki margar. Ennfremur var
þarna lítill flygill og skrifborð.
Julian sýndi henni ofurlítið
svefnherbergi með tveim rúmum
og svo baðherbergi, sem var enn
Þá minna. Þá er nú upptalið,
sagði hann. Við borðum úti. En
við höfum gasplötu til þess að
hita okfeur kaffi og þessiháttar.
Og nú ætla ég að sýna hvað hún
getur, með því, að hita okkur
kaffi.
En ég má ekkert standa við,
mótmælti Rakel. Eg ætlaði alls
ekki að koma hingað. Það var
allt honum Akbar að kenna.
Stóllinn þarna til vinstri sagði
Julian, á betur við vaxtarlag þitt.
Hanaka og handtösku má setja
á gólfið eða í glugg-ann eða arin-
inn.
Hún lét það eftir honum, að
aetjast. Julian opnaði hurð og þá
kom í ljós stór skápur með gas-
plötu, ketið, kaffikönnu og bolla
Hann var brátt önnum kafinn
við þetta. Síðan setti hann kaffið
á lítið borð milli stólanna og sett-
ist svo niður og teygði löngu
íæturna að arninum.
Jæja þá, sagði hann. Ekki datt
mér í hug, að þú yrðir komin til
London svona fljótt. Hefðirðu
litið inn til mín, eða hafðirðu
gleymt minni aumu tilveru?
Eg býst við, að ég hefði heim-
•ótt þig fyrr eða seinna. Hún
reyndi að vera eins kæruleysis-
leg og hún gat.
Segðu mér — lastu bókina?
Já. En ég botnaði ekkert í
henni. upp eða niður.
Með grönnum vísifin-gri sló
hann öskuna áf vindlingnum sín-
um í eldinn og hló hátt. Jæja,
ég ætla nú ekki oftar að gera
þjóðina að einu spurningarmerki.
Eg held ég sé búinn að hitta á
það rétta nú — lofesins. Nokfeuð,
sem fólk vill heyra Og skilja —
og borga. Hann veifaði hendi og
benti á skrifborðið, sem var þak-
ið blöðum. Þarna liggja auðæfin
mín. Það er efeki nema tímaspurn
ing.
Já, þau eru náttúrlega alltaf
auðveld þessi auðæfi, sem eru
ekki nema tímaspurning, sagði
Ra-kel. Er ekki svo. En það er
bara gallinn, að þessi tími verður
oft svO langur. Hún smellti fingr
unum eins og til að láta í ljós
fyrirlitningu sína á hégómagirnd
fólks og metorðagirnd.
Julian horfði á hana með ein-
beittri eftirtekt. Veiztu það sagði
hann, að þú gætir unnið þér inn
mikið fé, bara með því að segja
orð á þennan kæruleysislega og
vonsvikna hátt? Hefur nokkur
sa-gt þér, að þú værir fædd leik-
kona?
Seiseijá! Það hefur oft verið
sagt við mig. Þú sjálfur hélzt
að ég væri að leika, þarna um
kvöldið, þegar ég kom niður stig-
ann niður í forsalinn í gistihúsinu
í Blackpool. Var það ekki?
Hann mundi þetta: Hún
hafði bomið inn eins og aðals-
mær. Jæja, svaraði hann, hvort
sem það var leikur eða leikur
ekki, þá var það fullkomið í
sinni röð. Hver sem getur komið
þannig inn á svið, get-ur haft
áhorfendurna alveg í vasanum.
Þeir mundu halda niðri í sér and
anu-m og bíða eftir fyrstu orð-
unum.
Og hvað er það, sem þú vilt
segja mér — eru þetta kannske
orðin? sagði hún og benti á blaða
hrúguna á skrifborðinu. Ertu
kannske að semja leikrit?
Julian roðnaði. Já, satt að segja
er ég það, Og ég get trú-að þér
fyrir því, að það er fjandans gott.
Ekkert skýjabull í þetta sinn.
Eg er kominn yfir það. Slíkt ger-
um við allir meðan við erum
ungir. Þú skalt trúa því, að nú
loksins kemur eitthvað almenni-
legt frá mér.
Til hamingju með það, sagði
Rakel, og röddin var ekki laus
við kald-hæðni. Hún setti frá sér
bollann og stóð upp. Nú verð ég
að fara.
Æ, nei, farðu ekki ....
— Ég á ekkert til að fara í á ballið í kvöld. Gallabuxurnar v' ...g
eru allar nýjar.
Jú, víst. Hvað heldurðu að
maðurinn minn segði .... daginn
eftir brúðkaupsdaginn okkar?
Það kom mér nú heldur betur
á óvart. Efeki hafði ég nokkra
hugmynd um, að þið hr. Banner-
mann ætluðuð að gifta ykkur.
En það hafði ég, sagði Rakel.
En það var heldur efeki nema
hugmynd. Eg var alls ekki viss.
Eg held, að þú sért einhver
furðulegasta kona, sem ég hef
nokfeurntima hitt. Og sú falleg-
asta um leið. Hann stamaði dálít
ið á orðu-num, er hann snerti
rjómagulu rósina, sem hún var
með. Gefðu mér þessa.
Hú-n var með hanzkana í hend
inni og sló þeim nú framan i
■hann. Hann hörfaði aftar á ba-k,
hissa, en hún sagði: Þetta er ann-
að, sem menn gera meðan þeir
eru ungir. Eg ky-nni miklu betur
við þig ef þú kynnir betur að
stilla þig. Og svo brosti hún svo
yndislega, að það var líkara því,
að hún hefði kysst hann en löðr
ungað. Þú ættir að minnsta kosti
að láta sem þú tækir mig ekki
sem sjálfsagðan hlut.
Hún tók í tauminn á Afebar.
Julian opnaði dyrnar. Er mér
fyrirgefið? spurði hann. Hún
yppti ofurlítið öxl-um og fór.
Marilyn Monroe
eftir Maurice Zolotov S3I
Hvað marga diska þvoði hún
upp?
„O, hún þvoði aldrei neina
diska og skúraði heldur aldrei
salerni. Það mesta, sem hún gerði
var að hjálpa til að þurrka diska,
einn klukkutíma á viku. Það var
nú allt og sumt. SvO varð hún
að búa u-m rúmið sitt og halda
sinum hluta af telpnastofunni
hreinum. Þá er upp talið.
„Og hvað var henni borgað?
„Þetta var ekki raunverulegt
kaup. Það hefði verið helmingi
hægara fyrir okkur að sletta
bara tíu sentum í krakkana á
viku og láta þar við sitja, vegna
þess að þau gera í rauninni ekki
annað en aukna fyrirhöfn, þeg-
ar þau eru að hjálpa í eldhúsin-u.
Þau eru bara fyrir. En okkar
skoðun er sú, að það að gefa barn
inu fimm sent á viku — eins og
Marilyn fékk — sé gott fyrir
börni-n siðferðilega, því að þá
finnist þeim þau vera til einhvers
gagns. Engin up>peldisstofnun get
ur fullkomlega komið í stað góðs
heimilis eða fósturheimilis. Það
vitum við sjálfar manna bezt.
Við vitum, að börnin hérna þjást
af útskúfunarkennd. En með því
að fá þeim smáverk í hendur,
sem þau fá borgun fyrir, gefum
við þeim ofurlitla sjálfsmeðvit-
und. Við gerum þetta enn í dag.
Á sama hátt og Marilyn
Monroe talar jafnan um munað-
arleysingjahælið með hatri,
þannig talar hún sjalda-n með ást
eða virðingu um Grace McKee
Goddard og minnist yfirleitt
sjaldan á hana. Samt kom Grace
að heimsækja hana á hverjum
la-ugardegi, og færði henni bæði
sælgæti og leikföng. Það lætur
einkennilega í eyr-um, þegar hún
segir við ungfrú Wolfson, að frú
Dewey hafi verið fyrsta mann-
veran sem sýndi henni ást. —
Graee frænka elskaði hana inni-
lega — allt frá fæðingu hennar,
og ennfremur brá hi-n-u sama fyr
ir hjá móður hennar og jafnvel
lika hjá ensku leikarahjónunum.
Síðusta innfærsla í skýrslurn-
ar er dagsett 4. október 1947, tíu
árum eftir að Marilyn fór úr
hælinu. Norma Jean Baker var
þá orðin 21 árs og var ekki leng-
ur skjólstæðingur hins opinbera,
en frú Dewey var enn ekki meira
sama um hana en svo, að hún
skrifaði frú Goddard, til þess að
vita, hvernig henni liði. Aðeins
tvær setningar hafa vprðveitzt úr
svari frú Goddard: „Norma Jean
Baker hefur átt velgengni að
fagna í kvikmyn-dum og líkur til,
að hún verði stjarna. Hún er
mjög fögur kona, og leikur nú
undir nafninu Marilyn Monroe“.
m.
f móður stað
Þegar Norma Jean var orðin
lil ára, 1937, efndi Grace frænka
loforð sitt og frelsaði hana úr
munaðarleysingjahælinu. Hún
kom að sækja hana einn dag
síðdegis. Hún fór með hana í
fomfálegt hús á svæðinu milli
Santa Monica ög Culver City,
þar sem bjó frænka Grace, Ana
Lower, piparmey, 62 ára að aldri,
og Norma Jean kallaði hana alltaf
fræn-ku. Hún heldur því fram,
að Ana hafi haft mest og varan-
legust áhrif á sig, allra manna,
i uppvextinum, enda hlustaði
hún ekki einungis á dagdrauma
telpunnar, heldur hafði líka trú
á fegurð hennar og gáfum, og
þóttist viss um, að Norma Jean
mundi komast það, sem hún ætl-
aði sér.
Ana frænka trúi ekki á raun-
veruleik lasleika, veikinda, mót-
lætis, mistaka eða d-auða. En hún
trúði á óendanleik sálarstyrksins
til að framkvæma hvað það, sem
hver setti sér. Atvinna hennar
var huglækningar, og hún lækn-
aði sjúka með handaálagningu og
fyrirbænum. „Guð er í öllu og
Guð er kærleikur". Norma Jean,
sem var nú tekin að dýrka sína
eígin spegilmynd og hafði sökkt
sér í alls konar drauma sem hún
sjálf bjó til skildi þetta þannig,
að guð elskaði hana og mundi
áreiðanlega hjálpa henni til að
verða kvikmyndastjarna, en það
hafði verið efst í huga hennar
allt frá því að hún heyrði móður
sína og Grace frænfeu minnast
á slíkt fyrst.
Hverjum þeim, sem „móður-
sýkiaðferðin" hefur orðið hjálpar
hella til að komast af í fjandsam
legu umhverfi, geta kenningar
Shristan Science komið að gagni
á annan hátt, jafnvel þótt þær
nægi ekki til að lækna sjúkdóma.
Sá ,,móðursjúki“ hallast oft að
þeirri trú, að veruleikinn kring
um hann, sé það, sem hann gerir
hann að í huga sínum.
Og einmitt þessi móðursýki-
eiginleiki er nauðsynlegur hverj-
um leikara. Leikkona getur kom-
izt af án tilfinninganæmi, án feg-
urðar, án sterkrar raddar — en
hún getur ekki fært áheyrendum
sínum ímyndaða reynslu án
„móðursýki“-gáfunnar. En þar
sem „móðursýki" þýðir venjulega
það, að mannvera sleppi töfeum
á sjálfri sér skal það tekið fram,
að hvað Marilyn snertir, á ég alls
ekki við það, að hún fái eða hafi
nofckurntíma fengið köst og
sleppt sér. Því fer svo mjög
fjarri, að sjálfsstjórn hennar er
augljós jafnvel þeim, sem þekkja
hana lítið. En það, sem ég á við,
er eiginleiki í skapgerðinni, sem
er nauðsynlegur, ekki einungis
leikurum heldur og öllum ska-p-
andi mönnum, sem fjalla um til-
finningar skáldskaparpersóna.
Það var þessi gáfa, sem gerði
Tilstofry það kleift á fullorðins-
aldri að setja sjálfan sig í spor
Natasha, unglingsins, og finna
fyrstu ástarhræringarnar. Það er
þessi gáfa, sem fær leikkonuna
til að rétta þannig út höndina eft-
ir vatnsglasi, að áheyreradum
finnist h-ún hljóti að vera að
fram komin af þorsta, enda þótt
hún hafi ef til vill d-rufekið mörg
glös af vatni áður en hún kom
inn á sviðið.
Eg spurði einusinni Lee Stras-
Fyrsta giftingin
berg, einn helzta fræðimann una
leiklist nú á tímum, hvaða ei-gin-
leika hann teldi leikaranum vera
•nauðsynlegastan. Hann svaraði:
— Það er hæfileikinn til að láta
gervi-hressingarmeðöl verka á
sig jafnsterkt og raunveruleg
æsimeðöl. Það er að svara óraun
verulegum atvi-kum, eins og þau
væri raunveruleg. Manni finnst
sjálfum þau vera raunveruleg,*
og það finnst lei-karanum lífca
meðan hann er að leika atriðið.-