Morgunblaðið - 29.08.1962, Qupperneq 19
Miðvikudagur 29. ágúst 1962
MORGVN BLAÐIÐ
19
Ir
Fulltrúar bænda vilja hækkað
verð — hóta ella sölustöövun
Á mánudag var haldinn fund-
ur í Borgarnesi meJ búnaðar-
sambandsstjórum og fulltrúum
Kvöldfognaður
Finnlondsvina
r Finnlandsvi nafélagið Suomi
heldur kvöldtagnað að Hótel
Borg í kvöld, (miðvikudag) kl.
9.20 til heiðurs karlakórnum
Muntre Musikanter. Mun finnski
kórinn syngja 1 fagnaðinum, sýnd
verður litkvikmynd af Heklugos
inu og fleira verður til skemmtun
ar. Aðgöngumiðar verða afhentir
félagsmönnum og gestum þeirra
í bókaverzlun Lárusar Blöndal,
Skólavörðustíg 2.
— 6 þúsund volt
Framh. af bls. 20.
kvæmt upplýsingum, sem
hann hefði fengið , hefði
hvorki flugturninn né ffcig-
mennirnir tilkynnt Rafmagns-
veitunni um slitnu línuna.
. Fékk hún ekki vitneskju um
slysið fyrr en kvartanir tóku
að berast frá rafmagnsnotend-
i um, sem fá raímagn um lín-
una. Gekk Rafmagnsveitan þá
úr skugga um hvað olli því
og var línan tekin úr sam-
bandi.
Indriði sagði, að áður hefði
það komið fyrir hér á landi
að flugvélar rækjust á raf-
magnslínur. Sagðist hann þó
ekki minnast þess, að meiri
háttar slys hefðu hlotizt af
þrátt fyrir hina miklu hættu,
sem af þessu stafaði.
á aðalfundi Stéttarsambands
bænda af Suður- og Vesturiandi.
Tvö mál lágu fyrir fundinum:
verðlagsmál landbúnaðarins og
afurðavíxlalán út á landbúnað-
arvörur. Segir í fréttatiikynn-
ingu um fundinn, að allir ræðu-
menn hafi virzt „á einu máli
um, að verðlagsmáilum landbún-
aðarins væri nú svo komið, að
bændur gætu nú ekki leugur
við unað“.
Að lokum voru samiþykktar
tvær tillögur um fundartilefnin.
Segir m. a. í annarri ályktun-
— Rússar hafna
Framhald af bls I
annað en kvöð, sem hægt er að
víkja sér undan með 60 daga
uppsagnarfresti, er greinilega
bezta leiðin eins og ástandið er
nú. Enn þýðingarmeira er slíkt
bann, þar sem nú má gera ráð
fyrir, að Kínverjar hefji senn
kjamorkutilraunir. — Nú geta
allar þjóðir heims séð, hver er
afstaða Rússa til síðustu tillagna
Breta og Bandaríkjamanna,
sem eru stórt skref í áttina til
banns við tilraunum, sem leiða
af sér lífshættulegt geislavirkt
úrfall“.
Kuznetsov lýsti afstöðu Rússa
með þeim orðum, að takmarkað
bann myndi aðeins leiða til
harðnandi hernaðarkapphlaups
og tillögurnar stefndu aðeins að
því að lögleiða neðanjarðartil-
raunir Bandaríkjamanna.
Lá við stórbruna
í Miðbænum
A FIMMTA tímanum í gær
mátti litlu muna, að stór-
bruni yrði í Miðbænum, eða
nákvæmara til tekið í Kirkju-
hvoli við Kirkjutorg, sem er
gamalt og stórt timburhús,
múrhúðað,
Verið var að tengja utan á
húsið rafmagns-auglýsinga-
skilti, sem gert var fyrir svo-
nefndan núll-leiðara, en skilt-
ið var tengt við rafmagns-
leiðslu inni í húsinu með
tveimur venjulegum leiður-
um. Leiddi þá annar beint út
í múrhúðunarnet hússins, sem
glóðhitnaði á einum stað, þar
eem viðnámið var mest, og
kveikti í timbrinu. Þegar raf-
magn kemst í múrhúðunar-
net, getur eldur brotizt út
hvar sem er, eða þar sem mót
staðan er mest. Skiltið var
fyrir ofan glugga, en eldurinn
Umbætur í
óhoríendasol
í Iðnó
MBL. frétti í gær, að nokkrar
zneiri háttar breytingar væru
ýmist í framkvæmd eða undir-
búningi hjá Leikfélagi Reykja-
víkur í Iðnó, sem allar miðast
við að gera leikhúsgestum dvöl-
ina þægilegri.
Nú er fyrirhugað, ef nægi-
legt fé fæst til, að skipta um
sæti í húsinu. Þá verða öftustu
bekkirnir hækkaðir, þannig að
t. d. 9. og 10. bekkur hækkar
um 18 cm og 13. og 14. um 35
cm. Ætti því ekki síður að sjást
ef aftari bekkjum en þeim
fremri. Að lokum er ætlunin að
breikka svalirnar.
kviknaði fyrir neðan haam.
Svo vildi til, að fólk tók þeg-
ar eftir því, að farið var að
rjúka, enda var þetta á þeim
tíma dags, þegar margt fólk
er statt í húsinu og við það.
Kom slökkviliðið tafarlaust á
vettvang og tókst að koma í
veg fyrir, að eldurinn næði
útbreiðslu.
inni, að fundurinn lýsi yfir
„fyllsta stuðningi sínum við til-
lögur bænda í 6 manna nefnd
árið 1961 og treystir stjórn Stétt-
arsambandsins og fulltrúum þess
í 6 manna nefnd að standa fast
á þessum tillögum við verðlagn-
ingu búvara á komandi hausti,
að viðbættum þeim hækkunum,
er síðan hafa orðið á rekstrar-
kostnaði landbúnaðarins. — Fari
svo, að ekki fáist viðunandi verð
— á þessu hausti, telur fundur-
inn óhjákvæmilegt, að bændur
leitist við að ná rétti sínum með
sö-lustöðvun". — í hinni áljrktun-
inni er m. a. farið fram á, að
tryggt verði, að 70% lán verði
veitt út á birgðir allra land-
búnaðarvara.
PáU Árdal
K. N. Júlíus
Leiðrétting við fylgiblað
ÞAU mistök urðu við prentun
á fylgiblaði Mlbl. í dag, Akur-
eyrarblaðinu, að á bls. 6 hafa
víxlast nöfn undir myndum. —
Undir 2. mynd frá v. á að standa
K. N. Júlíus og undir 3. mynd
Páll Árdal. Þetta eru lesendur
góðfúslega beðnir að athuga.
Og hér birtast myndirnar m«8
réttum texta.
Vilhjálmur Stefánsson
veiktist í samsæti
Kanadisk blöb hafa getið
hans lofsamlega
FRÁ ÞVf «r skýrt í forsíðufrétt
„New York Times" á mánudag,
hvernig dauða Vilhjálms Stefáns
sonar bar að böndum.
Vilhjálmur lézt af völdum
slags, er hann fékk á mánudag í
fyrri viku. Þs sat hann boð, sem
haldið var til heiðurs vini hans,
Erske Brun, ráðuneytisstjóra í
Grænlandsmálaráðuneytinu
danska, en Brnn var í heimsókn
í Hanover.
Þá var skýrt frá því í einka-
skeyti til Morgunblaðsins í gær,
frá AP-fréttastofunni, að kana-
diska blaðið „Montreal Star“ hafi
m.a. ritað eftirfarandi Um Vil-
hjélmi Sbefánsson, er fréttist um
fráfall hans:
„Það verður að teljast vafa-
samt hvort heimskautahéruðin
munu nokkurn tíma, af megin-
þorra manna, verða álitin hlýleg
og vingjarnleg héruð. Vilhjálmur
Stefánsson eyddi miklum tíma i
að reyna að sannfæra menn um,
að svo væri.
Löngu fyrir andlát hans, nú um
helgina, hafði samt svo margt
komið frarn af því, sem hann
hafði spáð, að enginn getur talið
þær skoðanir hans, sem lengst
ganga, rómantiskar eða fráleitar.
Til þess að sanna hinar róttæku
skoðanir sínar lagði hr. Stefáns-
son í a.m k. fimm leiðangra til
þess svæðis, sem hann sagði að
væri langt frá því að vera ógisti
legt“.
Blaðið „Ottawa Citizen" sagði
m.a.: Vegna þess að hann lagði
sig ekki fram við að fara í „áber
andi“ heimskautaferðir, þá hlaut
Stefánsson ekki eins mikla frægð
og Peary eð? Amundsen. Hann
sagðist vera vísindamaður, ekki
ferðamaður. Það er ekki ósenni-
legt, að sagan muni skipa honum
í æðri sess en þessum mönnum,
úr hópi þeirra, sem heimsótt hafa
heimskautahéruðin. Sem vísinda
maður er hann éf til vill líkari
Friðþjóf Nansen, sem fór held
ur aldrei til Norðurpólsins'*.
Kynning á námi stúdenia erlendis
Fundur í íþoku á fímmtudag
NK. fimmtudagskvöld kl. 8 efnir
Samband islenzkra stúdenta er-
lendis til kynningarkvölds í
Iþöku, þar sem stúdentar geta
fengið fræðslu og upplýsingar um
nám, kjör o. s. frv. við erlenda
háskóla og Háskóla Islands.
Eins og kunnugt er, verða marg
ir erfiðleikar á vegi nýstúdenta,
sem eru að hefja nám við há-
skóla. Skortur á upplýsingum um
tilhögun námsin's og námsstað-
inn sjálfan veldur því, að tafir
geta orðið á því, að námið hefj-
ist. Úr þessu er ætlunin að bæta
með kynningar- og fræðslufund
um eins og þeim, sem nú er efnt
tik
Samband fsl. stúdenta erlendis
(S.Í.S.E.) var formlega stofnað
13. ágúst 1961 Menntamálaráðu-
neytið staðfesti samþykktir þess
30. sept. 1961 og viðurkenndi rétt
þess til að tilnefna mann í stjórn
Lánasjóðs íslenzkra námsmanna.
Hefir Þórir Bergsson, trygginga-
fræðingur, setið í Lénasjóðsstjórn
inni eftir tilnefningu S.Í.S.E.
Hann annast einnig að mestu
starfsemi S.í S.E. hér heima.
Eitt aðalmarkmið sambandsins
er að kynna nám og kjör stú-
denta erlendis. Þegar í síðasta
bekk menntaskóla þurfa stú-
dentaefnin að fara að gera sér
grein fyrir hvaða framhaldsnám
þeir ætli að stunda. Það hefur ver
ið allmiklum erfiðleikum bund-
ið að afla upplýsinga um það,
sem máli skiptir, fyrir þá, sem
hug hafa á að stunda nám í grein
um, sem ekki eru kenndar hér
við Háskólann. Ætlun S.Í.S.K er
að reyna að bæta nokkuð úr
þessu með því að hafa árlega
kynningu á námi og kjörum er-
lendis.
Upplýsingar af öllu tagi
Nk. fimn.tudag kl. 20 — 23
verður fyrsta kynning sambands
ins haldin í íþöku. Þar verða
mættir stúde-ntar frá flestum há-
skólum erlendis, sem íslenzkir
námsmenn hafa verið við, svo og
Háskóla íslands, en þaðan mætir
enn fulltrúi frá hverri deild. Á
fundinum munu mæta stúdentar,
sem stundað hafa nám í allt að
30 borgum. Geta, stúdentar, sem
hyggja á nám erlendis, svo og
nemendur menntaskóla, Ieitað
sér hvers kyns upplýsinga á fund
inum, sem verður óformlegur.
Fulltrúar sambandsins munu
veita upplýsingar m. a. um náms-
tilhögun við hina ýmsu háskóla,
skólatíma, lengd námsins, kjör
stúdenta í hinum ýmsu borgum,
húsnæðisútvegun, uppihaldskostn
að, aðstöðu til styrkja og lána,
bæði frá innlendum og erlendum
aðiljum c. s. frv. Þá geta þeir
fengið upplýsingar um, hvert
þeir eigi að snúa sér, þegar til
námsborgarinr.ar er komið, hag-
nýt heimilisföng og annað það,
sem hverjum er nauðsynlegt að
vita.
Næsta ár mun reynt að hafa
slík kynningarkvöld fljótlega
eftir stúdentspróf.
Einnig er ætlunin, að hafa
opna skrifstofu ákveðinn tima á
viku, og er unnt að snúa sér til
hennar um upplýsingar. Þar
munu liggja frammi bæklingar
frá erlendum háskólum.
★
Stjórn S.f.S.E. skipa nú: Hilm-
ar Ólafsson, formaður, Elín Ótafs
dóttir, ritan, Andri ísaksson, Þor
steinn Gunnarsson og Markús
Einarsson.
— Nýtt lyf
Framlhald af bls 1
að unnt verði að nota efnið sem
vörn við vírussjúkdóm, er veld-
ur skemmdum á hornhimnu aug-
ans, og leiðir stundum til blindu.
Þá er það skoðun þeirra, sem
að rannsóknum á efninu hafa
mest unnið. að það kunni að
reynast vel í baráttunni við vír-
ussjúkdóma yfirleitt. Það hjálpar
frumunum til að sigrast á vírus
eftir að hann hefur setzt að í
frumunum, auk þess sem það er
talið vera vörn gegn öðrum vír-
usum, er kynnu að herja frum-
urnar fljótlega á eftir.
Áhrif ekki langvarandi
Hins vegar er á það bent, eins
og að ofan greinir, að áhrifa
efnisins gæti ekki lengi, og því
sé það ekki sambærilegt við þau
efni, sem notuð eru til bólusetn-
ingar.
Mörgum spurningum ósvarað
Mörgum spurningum er enn
ósvarað um áhrif „Interferon".
Þannig vildu sérfræðingar gjarn-
an komast að því, hvort „Int-
erferon“ hefur ætíð myndast í
frumum, er sýkzt hafa af virus-
um, eða hvort hér er um að ræða
nýjan áfanga í þróunarsögunni.
Þá hefur það einni-g þýðingu að
athuga, hvort svipuð myndun
efnisins á sér stað í frumum
baktería, plantna og skordýra.
Þá hefur þeirrar skoðunar einn
ig gætt, að „Interferon" sé að
staðaldri fyrir hendi í frum-
unum, en magn þess aukist við
vírussýkingu, vegna ákveðinnar
þróunar, er átt hefur sér stað í
frumum líkamans.
Lcóís hefur ekkert svar feng-
izt við þeirri spurningu, sem
e.t.v. er þýðingarmest, þ.e. —
hvað er það í frumunum, sem
örvar framleiðslu „Interferon"?
Þótt „Interferon" hafi verið
gefið í sprautum í einstöku rann-
sóknartilfellum, m.a. til að rann-
saka áhrif kúabólusetningar, eins
og áður greinir, þá er alls óvíst
um fjöldaframleiðslu efnisins
sem lyfs. Þó munu tvö brezk
fyrirtæki, Imperial Chemical
Industries og Glaxo Ltd. hafa
tekið höndum saman um að
rannsaka hvort unnt sé að hefja
slíka framleiðslu.
Sérstaða vírussjúkdóma
Helzti munur bakteríusjúk-
dóma og vírussjúkdóma er sá,
að bakteríur eru mun stærri en
virusar og setjast ekki að í frum-
unum sjálfum. Vörn líkamans
við bakteríum eru hvítu blóð-
kornin.
Vírusar herja aftur á móti I
frumunum sjálfum, og þótt vitað
hafi verið, að líkaminn hafi haft
einhverjar varnir við vírusum,
þá hefur ekki verið vitað með
neinni vissu í hverju þessar varn
ir eru fólgnar. „Interferon" og
sú vitneskja, sem nú hefur feng-
ist um verkanir þess, eru hins
vegar nýtt spor í þá átt.
Þess má loks geta að féVkalyf
vinna ekki á vírusum.