Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 2
MOKGVNRLAÐIÐ
Föstudagur 31. ágúst 1962
T augaveikibróðir hef-
ur fjarað út að fullu
Mbl. hefur borizt eftirfarandi greina
gerð frá borgalæknisernbættirni um
„taugaveikibróður" í Reykjavík. Seg
Ir jþar að ekki verði annaö séð en
aö faraldurinn hafi nú fjarað út
að fuihi. Andabúið á Minni-Vatns-
leysu, þar sem sýkillinn fannst, hef-
ur verið lagt niður og sótthreinsun
verið framkvæmd þar. Einnig hefir
starfslið í fyrirtæki því sem may-
onnesan var framleidd , og verzlan-
ir þess verið rannsakað og gengið úr
skugga um að af því stafi engin
smitunarhætta .Hefir framleiðsla
mayonnesu því verið leyfð þar á ný.
Greinagerðin fer hér- á eftir.
Gangur veikinnar
Ekki verður annað séð, en að far-
aldur sá, er gekk í Reykjavik og
nágrenni mánuðina júní og júlí 1
sumar og almennt var kallaður tauga
veikisbróðir, hafi nú fjarað út að
fuUu.
Gang veikinnar má sjá á töflunni
hér á eftir, en hún er byggð á viku-
skýrslum lækna í Reykjavík, rann-
sóknum gerðum í Rannsóknarstofu
Háskólans og öðrum upplýsingum,
sem skrifstofa borgarlæknis hefir afl-
að sér. Taflan sýnir tölu sjúklinga í
Reykjavík í viku hverri, og í síðari
dálknum sést tala sjúklinga með iðra-
kvef, en sá sjúkdómur gengur hér
árið um kring.
Taugaveiki*-
Iðrakvef
Fynstu sjúklingamir, sem kunnugt er
um, veiktust hinn 8. maí, eiga heim-
fli í Kópavogi og eru því ekki taldir
með í töflunni, fremur en aðrir sjúkl-
ingar utan Reykjavítour. En skrifstofa
borgarlæknis barst vitneskja um 35
sjúklinga búsetta utan Reykjavíkur,
aðallega úr Kópavogs-, Hafnarfjarðar-
Keflavíkur- og Álafoss læknishéruð-
um, og virðast öestir þeirra hafia
smitazt í Reykjavík eða af mat keyptu
þar.
Taflan sýnir, að sjúklingar með iðra
kvef eru óvenjulega margir sumar
vikuraar; og þar sem ekki er hægt
með vissu að greina á milli þessara
tveggja sjúkdóma nema með sýkla-
rannsókn á saur frá sjúklingum, má
BlaSa-
manna-
klúbburinn
Blaðamannaldúbburinn opinn
telja fullvíst, að margir þeirra sjúkl-
inga, sem taldir eru með iðrakvef,
hafi í rauninni sýkst af taugaveikis-
bróður, Þá má telja líklegt, að menn
hafi tekið veikma og ekki leitað til
læknis, þannig að sjúklingar munu
hafa verið allmiklu fleiri en tölurnar
gefa til kynna.
Eins og taflan sýnir, færðist faraltd-
ur þessi mjög í aukana um miðjan
júlímánuð. Mátti rekja flestar þær
sýkingtar til mayonnesu frá fyrirtæki
hér í borg. Laugardaginn 21. júlí var
framleiðsla mayonnesu stöðvuð hjá
þessu fyrirtæki, og þar með var tek-
ið fyrir faraldurinn. Af þeim 7 sjúkl-
ingum, sem skráðir eru síðustu 3
vikurnar, sem taflan nær yfir, veikt-
ust 4 dagana 22. og 23. júlí og hafa
þeir tekið sýkilinn 1 til 2 dögum áður
en hinir 3 munu hafa smitazt af smit-
berum, sem þeir voru samvistum við.
Eftir 5. ágúst er ekki kunnugt um
neina nýja sjúklingta.
Eins og fyrr er frá skýrt, hagar
veiki þessi sér líkar matareitrun en
farsótt að því leyti, að hópsýkingar
eru tíðar skömmu eftir neyzlu sýkitra
matvæla og að hún er lítt smitandi
manna á milli. En sýkillinn er skyld-
ur sýklum þeim, er valda taugaveik-
isbróður, og þessvegna gengur sjúk-
dómurinn oft undir því nafni. Sýk-
illinn hefir áður fundizt hér á landi
við rannsókn á saur frá fólki, en
aldrei valdið hér faraldri fyrr en
nú, svo að vitað sé. í nágrannalönd-
bróðir unum er veiki þessi alltíð, og getur
3. — 9. júní 4 37 sýkillinn að sjálfsögðu borizt hingað
10. — 16. júní 14 48 með matvælum, fóðurvöru, rottum og
17. — 23. júní 17 89 eftir öðrum smitleiðum.
24. — 30. júní 12 61 Fyrstu vikurnar, meðan sjkúdóms-
1. — 7. júlí 6 41 tiifelli voru fá og strjál, var ekki
8. — 14. júií 45 51 hægt að geta sér tn um uppruna
15. — 21. júlí 93 100 veikinnar. Eigi að síður var þegar
22. — 28. júlí 5 69 hafizt handa um leit að sýklinum
29. — 4. ágúst 1 18 og tekin sýnishorn af margskonar
5. — 11. ágúst 1 37 neyzluvörum og fóðurvörum. M.a.
voru rannsökuð hænuegg og andar-
Samtals 198 551 egg, þar á meðal frá andabúinu að
Minni Vatnsleysu. Starfsfólk í nokkr-
um fyrirtækjum, sem grunur beind-
ist að, var rannsakað. Eftir að böndin
bárust að mayonnesu, sem fyrr segir,
var mjög hert á leitinni í hænsna-
og andabúum þeim, sem viðkomandi
fyrirtæki skipti við, og leitað þar
bæði í eggjum og saur. í nokkur
skipti fengust til rannsóknar leifar
af mat, sem grunaður var um að hafa
valdið veikinni, en í þeim fundust
aldrei framangreindir sýklar.
Það var ekki fyrr en leitað var í
nýklöktum andarungum, að sýkill-
inn fannst. Skýringin á því, hve erf-
iðlega getur gengið að hafa upp á
sýklinum í matvælum, er sú að mik-
ill fjöldi sýkla þarf að vera fyrir
hendi í sýnishornunum, til þess að
hann finnist. T.d. finnst hann oft
ekki í saur frá sjúklingum, sem full-
víst er að séu með veikina.
1300 sýnishorn frá sjúklingum
í»að hefir valdið erfiðleikum hve
rannsóknarskilyrði eru t akmörkuð
vegna þrengsla í RannsóknarsltcdJu
Háskólans, þar sem flestar rannsóknir
voru framkvæmdar, og vegna vönt-
unar á faglærðu fólki. Mikill fjöldi
rannsókna var einnig gerður í Til-
raunastöðinni að Keldum og í gerla-
rannsóknardeild Fiskifélags íslands.
Kl. 12 í gær var lægðasvæði
fyrir suðvestan land. Regn-
svæði var við Suðvesturland,
en skýjað í sveitum fyrir norð
an. Á síldarmiðunum var hæg
ur vindur, alskýjað og súld
fyrir Norðurlandi.
SV-land, SV^mið og Faxa-
flóamið: AlUivass austan og
rigning í nótt en sunnan sfinn
ingskaldi og þ-okusúld á morg
un.
Faxaflói: Austan oig síðar
SA kaldi, rigning öðru hverju
einikum í nótt.
Breiðafjörður, Vestfirðir og
miðin: Austan gola og síðar
SA kaldi, víða rigning á
morgun.
Norðurland til Austfjarða,
miðin og austurdjúp: Hæg-
viðri og síðar SA kaldi, skýj
að en úrkomulítið.
SA-land og miðin: Austan
og síðar SA kaldi, dáiítil rign
ing eða súkL
Horfur á laugardag:
Suðlæg átt, dálítí'I súld eða
rigning sunnanlands en úr-
lands.
Fullvíst tallð að Kamp-
mann segi af sér
i kvöld í Turnherberginu á Hótel Bortg kl. 8.30-1 e.h. TU marks um það, hve víðtæk þessi Framhald á bls. 23.
I NA /5 hnútar 1 S V 50 hnutar K Sn/iktma » úii V Skúrir S Þrumur WZz, Kutíoshl HittskH H.Hmi L* Lmoi
Einkaskeyti frá fréttaritara,
Mbl. í Kaupmannahöfn,
30. ágúst.
T A L IÐ er nú fullvíst, að
Viggó Kampmann, forsætis-
ráðherra, muni segja af sér
og Jens Ottó Krag, utanríkis-
ráðherra, taki við embætti
hans. Gert er ráð fyrir, að
Per Hækkerup, þingmaður,
verði utanríkisráðherra. —
Veikindi Viggós Kampmanns
eru ekki talin hættuleg lífi
hans, en sl. nótt fékk hann
tvisvar hjartakrampa og þarf
að hafa mikið næðL
Þegar hann hefur náð sér eft-
Kjördœmis
þing á
Egils-
stöðum
KJÖRDÆMISMNG ungra
Sjálfstæðismanna ’í Austur-
landskjördæmi verður haldið
á Egilsstöðum n.k. sunnudag
2. september og hefst kl. Z e.h.
Rétt til þátttöku hafa félag-
ar í félögum ungra Sjálfstæð
ismanna í hjördænsinu svo og
fulltrúar frá svæðum, þar sem
ekki eru félög samkvæmt nán
ari ákvörðun kjördæmisþings
hverju sinni
Að öðru leyti vísast til 20.
gr.laga Sambands ungra Sjálf
stæðismanna um val á full-
trúum.
Sjóm S. U. S.
- U Thant
Framhald af bls 1
Stefnan byggð á ótta og
tortryggni.
Moskvu-útvarpið skýrði frá
því í dag í útsendingu sinni á
ensku, að U Thant hefði beint
þeim orðum til rússnesku þjóð
arinnar áður en hann fór frá
Moskvu, að hann væri þess
fullviss, að hún myndi styðja
aðgerðir SÞ í Kongó, ef hún
skyldi vandamálin, sem við
væru að stríða, til fullnustu.
Samkvæmt fregnum útvarps-
ins, sagði hann ennfremur, að
stefna Sovétríkjanna í Kongó
málinu byggðist á ótta og tor-
tryggni og yrði hann að slá
því föstu, cð þjóðin skyldi mál
ið ekki til fulluustu.
ir þessi veikindi kemur í ljós
hvort heilsa hans gerir honum
kleift, að halda áfram þing-
mennsku og gegna áfram for-
mennsku sósíaldemókratafliofkks
ins.
Opiriberrar tilkynningar uim
breytingar á ríkisstjórninni er
vænzt n.k. sunnudag eða mánu-
dag.
Talið er að komið geti til greina
að Hækkerup verði ekki utanrík
isráðherra heldur verði það Erl-
ing Christiansen ráðgjafi um ut-
anríkismál, sem hefur verið nán
asti samstarfsmaður Jens Ottó
Krag í viðræðunum við Efna-
hagsbandalagið.
Vaíinn, sem leikur á því hver
verði utanríkisráðherra, stafar
af því, að talið er að vinstri arm
ur sósíaldemókrataflokksins
vilji síður, að bæði utanríkisráð
herrann og forsætisráðherrann
tilheyri hinum borgaralega armi
flokksins, en það gera bæði Krag
og Hækkerup.
Á tímabili leit út fyrir að for
maður félags smiða, Hans Rasmus
sen gæti orðið Krag hættulegur
keppinautur um forsætisráðherra
embættið, því að sterk öfl innan
launþegasambandanna styðja
smiðinn. Nú er sagt, að Rasmus
sen styðji útnefningu Krag í em
bættið.
Ýmsir gera ráð fyrir, að fleiri
breytingar verði gerðar á stjórn
inni eftir, að Krag hefur tekið
við embætti fors'ætisráðherra.
Rytgaard
Sl. sunnudag var landlega á
SiglufirSi. Veðurguðirnir
hröktu síldveiðiflotann úr góð
veiði á Rifsbanka og margir
tugir báta sneru stefnum til
Siglufjarðar. Meðfylgjandi
mynd sýnir skóg siglutrjáa,
sem undirstrika nafngift fjarð
arins. Sjómennirnir notuðu
tækifærið til hvíldar og upp-
lyftingar, sem von var, þetta
er önnur landlegan á sumrinu.
Allt var þó með friði og spekt
í þessurn gamla síldveiðibæ. —
Síðla mánudags lagði flotinn
úr höfn, þótt veður væri enn
óstillt. Þeim nægði batnandi
spá og vonin um veiði á Rifs-
banka. Myndina tók Ólafur
Ragnarsson. — Stefán.
— Adenauer
Framhald af bls 1
Síðar í gær barst eftirfarandi
fréttaskeyti frá NTB-Reuter:
Brezki Verkamannaflokkurinn
óskar eftir því, að öll bréfa-
skipti Harolds Macmillans, for-
sætisráðherra, og Konrads Ad-
enauers um efnahagsbandalagið
verði bicL
Annar aðalfulltrúi flokksins 1
neðri málstofunni, George
Brown, sagði á fimmtudag, að
sú spurning, hve náin tengsl
Stóra-Bretlands og Efnahags-
bandalagsins verði, sé svo þýð-
ingarmikil, að ekki megi vera
um að ræða neina tvöfeldni í
orðum, grunsemdir eða mis-
skilning. Aður en brezka þingið
og brezkur almenningur taki
endanlega afstöðu til málsins,
verði það að þekkja allar stað-
reyndir.
>á sagði Brown enn fremur,
að ef stjórnin hafi engu að
leyna, þá eigi hún að birta bréf
þau, er þeim hafi farið á milli,
Macmillan og Adenauer.
Hver er nú slóði?
1 ÞJÓÐVIUANUM 19. ágúst
sl. er á bls. 4 viðtal við Ægi
Ólafsson, forstjóra Mars
Trading Co. — Þar kemur
m. a. fram að fyrirtæki bans
hefur umboð fyrir harðtex
frá Sovétríkjunum. — Enn
segir: „Að Rússar og aðrar
viðskiptaþjóðir okkar eystra
eru ævinlega tiibúnar að
taka upp viðræður um lækk-
un á verði til samræmis við
heimsmarkaðsverð. Að sjálf-
sögðu verða umboðin að fara
fram á þessar umræður og
komi það fyrir að boðnar
séu dýrari austanvörur en
sambærilegar vestrænar, er
engu öðru um að kenna en
SUÓDASKAP VIÐKOMANDI
UMBOÐS".
Nú auglýsir Mars Trading
Co. í Mbl. 24. 8. sl. harðtex á
kr. 79.30 (söluskattur innifal-
inn), eða kr. 23.74 pr. ferm.
1 greinargerð Félags ísl.
byggingarefnakaupmanna
kom hins vegar fram, a3
finnskar úrvalsplötur úr
harðtexi, kostuðu i útsölu
hér aðeins kr. 20.00 pr. ferm
a3 viðbættum 3% söluskatti
= kr. 20.66 per. ferm.
Verð á harðtexi er því sem
hér segir (pr. ferm):
Finnskar: kr. 20.66
Rússneskar: kr. 23.74
Tékkneskar: kr. 27.14
Pólskar kr. 28.98
Væri ekki afbragð, að hinn
snjalli forstjóri Mars Trading
Co. hefði nú forystu um það,
að umboðsmenn austan-
manna léttu af sér slóða-
nafninu hið fyrsta, og kæmu
fram verðlækkunum þeim,
sem hann telur svo auðvelt
að ná?