Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 17
MORGV1SBLAÐ1Ð 17 Föstudagur 31. ágúst 1962 Helga Sigurðardóttir skólastjóri — Minning i f D A G er gerð útför fröken Helgu Sigurðardóttur, fyrrver- andi skólastjóra Húsmæðrakenn- araskóla íslands. Fröken Helga var faedd á Ak- ureyri 17. ágúst 1904, en lézt í Reykjavík 26. ágúst sl. og varð jþví 58 ára gömul. Hún var dóttir Sigurðar Sigurðssonar, siðar búnaðarmálastjóra, og konu hans, I>óru Sigurðardóttur, og ólst upp á Hólum í Hjaltadal, þar sem faðir hennar var skóla- stjóri búnaðarskólans til 1919. Bæði eðli og uppeldi vakti fljótt hjá henni áhuga á búsýslu og skólamáluim. Hún stundaði nám við húsmæðraskóla í Danmörku 1922—2J og lauk húsmæðra- kennaraprófi við skóla Birgitte Ðerg-Nielsen í Kaupmannaihöfn 1926. Síðar hefur hún farið margar náms- og kynningar- ferðir til Norðurlanda, Englands, Hollands og Bandaríkjanna, einkum eftir að hún varð skóla- stjóri, bví að hún gerði stöðugar námskröfur til sjálfrar sín sem nemenda sinna. Síðast fór hún hressingarferð til Marokkó. eft- Ir að bún lét af skólastjórn í fyrra. Þegar ég spurði hana, hvort ferðin hefði ekki verið skemmtileg, svaraði hún: „Ég hef ekki gaman að neinu leng- Ur“. Starfið og skólinn voru gleði hennar. Og ég veit, að það- an vil'l hún láta kveðja sig með einurð og gleðibrag. Fyrst var Helga Sigurðardóttir matreiðslukennari við Austur- bæjarskólann í Reykjavík 1935 •—42, og formaður kennarafé- lagsins Hússtjórnar var hún frá sbofnun þess 1935. En lengst verður hennar minnzt fyrir það að hafa stuðlað að stofnun Hús- mæðrakennaraskóla íslands, mót að hann og veitt honum forstöðu fyrstu nítján árin, frá 1942 þar til á síðastliðnu ári, er hún sagði lau.su skólastjórastarfi sínu vegna heilsubrests. Upphaflega var' skólanum fengið húsnæði til bráðaibirgða í háskólabygging- unni nvju, og urðum við nokkrir atarfsmenn háskólans þá brátt stundakennarar við húsmæðra- kennaraskólann. En vist hans lengdist á þessum slóðum, stóð þar 14 ár, allt til 1956. Síðan lá skólinn niðri um tveggja ára skeið, vegna húsnæðisleysis, þar til hann tók aftur til starfa haustið 1958 að Háuihlíð 9, þar sem hann er nú t.il húsa við góð- an aðbúnað. Þegar á beim um- skiptum stóð, var fröken Helga að veikjast, en lét bað ekki aftra sér frá að búa sem bezt : haginn fyrir skóla sinn í nýju húsakynn- unum. Eftir að þangað kom, var hún aldrei heil heilsu, en hark- aði. af sér, eins og hennar var von og vísa, og vók ekki af hólmi fyrr en í síðustu lög. Ýmsum öðrum trúnaðarstörf- um gegndi fröken Helga, sem hér verða ekki talin. Einnig samdi hún upp undir tuttugu rit um matreiðslu og aðra hús- mæðrafræði, sum margprentuð. Lagði hún þar jafnan kapp á, að landsnytjar okkar mættu gagnast sem bezt. II Helga Sigurðardóttir var frem- ur lág kona vexti, en hnellin, fasmikil og háváer, svo að sóp- aði að henni og kvað að henni, hvar sem hún fór. Þannig gat að líta andhverfur þegar á yzta borði, litla konu og þó mikla í sjón. í eðli hennar voru lika miklar sveiflur, oft skammt milli hláturs og gráts, hörku og hlýju. En kjarninn, afltaugin, sem bar allt uppi og tengdi það saman, var viljafesta, skapstyrk- ur, starfslund. Atorka hennar, ein/beitni og ósérhlífni voru með fádæmum. En hún gerði lí‘ka miklar kröfur til annarra eins og sjálfrar sín, svo að stundum gat vii-zt jaðra við óbilgirni. Henni gat gleymzt, að fæstir höfðu sömu orku og hún. Henni fannst bágt að sjá menn slaka á, hvort heldur var við vinnu eða leik. En þess vegna var líka alltaf eitt- hvað um að vera, þar sem fröken Helga var í nánd, annir eða fjör, nema hvorttveggja væri. Eins og hún gat ekki séð neinn sitja auðum höndum, mátti hún ekki heldur sjá autt sæti í skóla sínum. Þar varð að fylla hvert rúm, hvað sem öðru leið. Fyrir vikið urðu nemendur stundum misjafnari að undirbúningi og getu en ella hefði orðið. En í húsmæðrakennaraskólanum hef ég líka kynnzt einhverjum ágæt- ustu nemendum, sem á vegi mín- um hafa orðið, að háskólanum meðtöldum. réðst, gat fröken Helga alltaf ag- að hvern flokk til samstilltrar, ör- uggrar og virðulegrar framkomu, en þó frjálsmannlegrar, svo að bar af flestu skólafólki okkar að mannasiðum. Háttvísi var meðal kennslugreina á stundaskrá, og það var meira en nafnið eitt. Yfir samkomum skólas og skemmtun um var líka sá svipur og stíll, sem ég þekki varla slíkan í skóla lífi okkar, en jafnframt sú áfenga æskugleði, sem enginn mjöður fær skapað. Skylt er að geta þess um slMt- an sérfræðiskóla, að fröken Helga hafði góðan skilning á gildi al- mennra menntunargreina, svo sem uppeldisfræði, sálarfræði og íslenzku, og vildi auka hlut þeirra innan skólans. En svo var henni annt um allt það, sem henni við kom, að um- byggja hennar gat orðið að ráð- ríki. Hún vissi, að nefndir og fundir verða framkvæmdum oft- ast til trafala, og voru t.d. kenn- arafundir sízt haldnir oftar en þörf krafði. Hún var eins konar einvaldsdrottning skólans. Hún átti það jafnvel til að leggja til skólans ný umráðasvæði, bæði í háskólanum og Háuhlíð, þegar biðlund brást eftir leyfi lands- drottna, og veit ég ekki annað en sú landvinningastarfsemi hafi orðið sigursæl, — enda hét fröken Helga fullu nafni Sieurhelga, þótt hún kallaði sig bað aldrei, — en hún var það. í kröfuhörku sinni var hún samt svo raungóð, að varla mátti nokkurri stúlku frá skólanum bægja, sem einu sinni var í hann komin. Af því verndarsvæði átti helzt enginn að hverfa. Menn áttu að vísu að leggja sig alla fram — en hljóta sigurlaun að leikslokum. Hjá fröken Helgu var hér því varla um bær mót- sagnir að ræða, sgm í fyrstu mátti virðast, — öllu heldur voru hér andstæður milli hennar annars vegar og okkar miskunnarlaus- ari kennaranna hins vegar. Að baki strangleika hennar ríkti mildin. Þegar hún varð að "°ra upp á milli réttlætis og kærleika, hafði kærleikurinn betur. III. Svo segir i Kennaratali á Is- landi, að Helga Sigurðardóttir væri ógift og barnlaus. En um nemendur sína lét hún sér annt sem börn sín, þótt öllu meira bæri á aga en dekri en að baki hvorutveggja bjó alúð, hjarta- hlýja. Það er siður i Húsmæðrakenn- araskóla íslands, þegar risið er undan borðum, að allir takast í hendur og þakka húsfreyju. Mér finnst eins og allir starfsmenn Og árgangar skólans standi um- hverfis eitt allsherjarborð og taki höndum saman, þar sem þakkirn- ar beinast til fröken Helgu, sem skipar öndvegi. Við samstarfsmenn Helgu Sig- urðardóttur flytjum systkinum hennar og öðrum ástvinum alúð- arkveðjur.þökkum henni ógleym- anleg kynni og árnum þessari miklu verklundarkonu góðs farn- aðar, — meira að starfa guðs um geim. Ég veit, að næg verkefni bíða endurfunda. Steingrímur J. Þorsteinsson. DAPURLEIKI sækir að manni er lát vina og kunningja fréttist. En í sumum tilfellum þakkar maður lausnina, telur hana vera hvíld. Slíkur var hugur minn er ég frétti lát Helgu Sigurðardótt- ur, skólastjóra Húsmæðrakenn- araskóla fslands. Ég hafði fylgst með veikindum hennar, og dáðst af þreki hennar, alveg fram á síðustu stundu. Það er erfitt að standa á miðj- um aldri og finna kraftana þverra vegna veikinda. Verða að hætta störfum meðan hugur er hvikur og fullur af áformum og óleystum verkefnum. Þetta varð hlutskipti Helgu Sigurðardóttur. Vinir hennar og samstarfsmenn fylgdust með baráttu hennar af innilegri samúð og skilninigi, og glöddust yfir hverjum vonar- neista, sem í ljós kom. Við lát frk. Helgu er brotið blað í sögu húsmæðrafræðslunn- ar á íslandi, þar sem hún var virkur þátttakandi um árabil. ötul, sístarfandi og leitandi að viðfangsefnum, sem að haldi mættu koma. Hún lét ekki sinn hlut, ef svo bar undir, og færði rök fyrir máli sínu með festu, sem ekki varð haggað. í starfi sínu hrósaði hún því oft sigri, og stundum svo miklum, að undr- un sætti. Helga Sigurðardóttir varð fyrsti skólastjóri Húsmæðrakenn araskóla fslands. Hún var braut- ryðjandinn, sem mótaði stefnu skólans og venjur og var áhuga söm svo af bar. Starf brautryðjandans er oft- ast erfitt, en það getur verið heillandi fyrir þá, sem horfa von glaðir fram á veginn, leggja ó- trauðir á brattann og telja ekki eftir sér að fara yfir torfær- urnar. Helga Sigurðardóttir hélt hiklaust áfram, nam hvergi stað- ar, en fór ekki troðnar slóðir. Hún hafði sitt eigið lag á að koma hlutunum í höfn. Það duldist engum, sem fytgd- ist með þróun Húsmæðrakenn- araskóla fslands, að frk. Helga hafði miklar mætur á starfi sínu, og mitli hennar og nemendanná voru sterk bönd, sem leiddu til vináttu. Engan hefi ég hitt á lífsleið- inni, sem átti jafn létt með að gleðjast á góðri stund og gera samstillta heild úr misjöfnum hópi. Þá var hún ætíð miðdep- illinn, sem allir hlýddu, hið ríka hugmyndaflug hennar kom í ljós, en bak við bjartar brár hlóg barnslundin, og góðvildin streymdi frá henni til umihverf- isins. Ég minhist hennar er hún kom stundum í heimsókn til Hús- mæðraskóla Reykjavíkur með nemendur sína. Við reyndum þá að vanda okkur sem mest við máttum, þvi frk. Helga kom með virðuleika, sem engum gat dul- izt, og hafði það jafnan miikil áhrif á hina ungu nemendur oikk ar. Er við sóttum skóda hennar heim var hún hin skemmtilega húsmóðir og skólastjóri. Ég tel það vafalítið, að á slíkri stund hafi draumurinn um húsmæðra- kennaranám fyrst skotið upp koll inum hjá mörgum ungum nem- anda. f síðastliðnum mlánuði var 1 heimsókn hjá frk. Helgu vin- kona hennar frá Noregi. Er þær höfðu kvaðzt gekk hún út að glugganum, stóð þar og horfði á eftir vinkonu sinni, rétti upp höndina í kveðjuskyni og brosti. Þetta er síðasta myndin mín af frk. Helgu. Hún stóð þarna og horfði út í lífið, viljasterk með bros á vör, þótt hún vissi að þetta væri hinzta kveðjan. Helgu Sigurðardóttur mun lengi verða minnzt. Blessuð sé minning hennar. Katrin Helgadóttir. Utsala — lltsala KJÓLAEFNI frá kr. 20/— pr. m. ULLAREFNI allskonar NÆLONSOKKAR ULLARSOKKAR ÍSGARNSSOKKAR ULLARGARN o. fl. o. fl. Verzlnn Ingibjargar Juhnsnn Lækjargötu 4 — Sími 13540. FNWNWIÐ RAFPRáPI- FARIP miiEa ME9 RAFTÆKI! Húseigendafélag Keykjavikur ÍTALSKA OG FRANSKA HAUST og VETRARTÍZKAN 1982 — 1963. GLÆSILEGT ÚRVAL AF ÍTÖLSKUM LUXUS SKÓM AUSTURSTRÆTI 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.