Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. ágúst 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 3 & Godthob, 30. ágúst (NTB) Eins og skýrt hefur verið frá lögðu tveir ungir Nofcðmenn, Björn Staig og Björn Beese af stað til Grænlands. Ætlun þeirra var að feta í fótspor Friðþjófs Nansens, fara sömu leið og hann fór 1882 yfir ís- inn frá austurströnd Græn- lands til vesturstrandarinnar. Margir höfðu varað ungu mennina við hættunum, sem þeim myndi mæta á leiðinni og var talið, að möguleikarn- ir á því að þeir kæmust til . ^ , S Staib og Reese benda á leiðina, sem þeir fóru yfir Grænlands isinn. Myndin var tekin áður en þeir lögðu af stað. I fótspor Nansens á 31 degi baka heilu og höldnu væru að eins 10%. I>eir létu þó ekki hafa sig ofan af áformi sínu og nú eru þeir komnir úr ferða laginu heilir á húfi. Þeir komu til Godthob í gær og höfðu þá verið 31 dag á leiðinni. Nansen var 42 daga. Ungu mennirnir höfðu hunda til að draga sleða sína en hann dró sinn sleða sjálfur. Staib og Reese lögðu af stað frá Umivik með sleða sína og 16 hunda, sem þeir keyptu í nágrenni Angmagssalik. Þá voru þeir með farangur, sem vóg hálft tonn, en á leið sinni yfir isinn urðu þeir að losa sig við mestan hluta farangursins og áður en þeir komu til strandar urðu þeir að drepa alla sleðahundana, því að vegna sýkingarhættu er bann- að að flytja hunda milli A- og V-Grænlands. Þegar Norð mennirnir komu til Godthob í gærkvöldi voru tveir bak- pokar eini farangur þeirra. Þeir sögðu frá ýmsum hætt- um, sem þeim hefðu mætt á ferðinni og sögðust ekki vilja ráðleggja neinum að ferðast yfir ísinn. Utsvarsálagningin í Reykjavík: , Niðurjöfnunarnefnd lýkur störfum í síðasta sinn Hefur starfað í 90 ár — en nú tekur f amtalsnefnd við nefnd og allar fyrir 1017. 60 jbús. tunnur í fyrradaig var undirritaður í Reykjavík samningur um fyrir- framsölu á 25.000 tunnum af flattri, sérverkaðri Suðurlands- síld til Vestur-Þýzkalands. Áætlað er að til þessarar framleiðslu þurfi um 60.000 tunnur uppmældar af vinnslu- hæfri síld. Fundur í Sjálfstæð isfélaginu Þjóðólfi MÁNUDAGINN 6. þ.m. var haldinn fundiur í Sjálfstæðisfé- laginu Þjóðólfi, Bolungarvík. Fundinn setti formaður félags- ins, Friðri'k Sigurbjörnsson, lög- reglustjóri, Bolungarvík. - Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Sjólf- stæðisflokksins flutti ræðu um skipulag og starfsemi Sjélfstæð- isflokíksins með tilliti til þeirra skipulagsbreytinga, sem nú eru gerðar á floikknum. Síðan fór fram kjör á fulltrú- l um félagsins í fulltrúaráð Sjálf- stæðisfélaganna í Norður-fsa- fjarðarsýslu og í kjördæmisráð Sjálfstæðisfloíkksins f Vestfjarða kjördæmi. Þá flufcti Sigurður Bjarnason, ritstjóri, ræðu og ræddi um flókksstarfið og hagsmunamál byggðarlagsins. f stjórn Þjóðólfs eru Friðrik Sigurbjörnsson, lögreglustjóri, formaður, Finnur Th. Jónsson, ritari, Sólberg Jónsson, gjald- keri, Guðmundur B. Jónsson, varaformaður og Högni Péturs- son. STAKSTEINAR NIÐUBJOFNUNARNEFND hefur nú um það bil lokið störfum í Reykjavík og átti útsvarsskráin að leggjast fram klukkan 9 í morgun. Er þetta í síðasta sinn, sem niðurjöfnunarnefnd fjallar um útsvarsálagninguna, því samkvæmt nýjum lögum nr. 69/1962 mun niðurjöfnun framvegis verða í höndum framtalsnefnda. Niðurjöfnunarnefndir hafa starf að í Reykjavík allt frá árinu 1®72. Fyrir þann tíma hafði á- lagning gjalda heyrt undir bæj- arstjórnina sjálfa, en í byrjun hafði bæjarfógeti annast hana ésamt 2 fulltrúum, sem kjörnir voru á borgarafundum og nefndir .taxereborgere“, íbúarnir voru 2000 ' Um það leyti, sem fyrsta nið- urjöfnunarnefndin tók til starfa, fyrir 00 árum, voru íbúar Reykjavíkur aðeins rúm 2000 og lögsagnarumdæmið innan við 1/10 af því, sem nú er. í nefnd- inni áttu fyrst sæti 7 menn, fjórir kjörnir af öllum kösninga- bærum mönnum í borginni og þrír af hæstu skattgreiðendum faöfuðstaðarins. Sú regla, að jafnað skyldi nið- ur „eftir efnum og ástæðum" hefur alla tíð verið við lýði og mátt kallast einskonar leiðarljós nefndarinnar. Starf nefndar- imanna byggðist þannig framan af fyrst og fremst á persónulegum kunnugleika þeirra á högum bæj- arbúa hvers og eins. Sú nauðsyn, sem talin var vera á því, að slík- ur kunnugleiki væri fyrir hendi í nefndinni, mun hafa verið ein aðalástæða þess, að jafnt og þétt var fjölgað í nefndinni og þegar fjölmennast var, var heim- ilað að nefndarmenn væru allt að 1‘5 talsins. Síðar varð mönnum -ljóst, að ekki yrði fært að fylgja fólks- fjölguninni í bænum eftir með þessum hætti og árið 1021 var gerð gjörbreyting á skipan nefnd- arinnar. Var þé ákveðið að í henni skyldu sitja 4 menn kosnir af bæjarstjórn og skattstjórinn í Rvík síðan vera sjálfskipaður formaður hennar. Hefur sá fjöldi haldizt síðan, nema hvað síðar var einnig farið að kjósa vara- menn, en frá árinu 1042 hefur bæjarstjórn kosið alla 5 nefndar- mennina og einn úr hópnum sér- staklega til formennsku. Kjör- tímabil nefndarinnar var fyrst 6 ár en síðast eitt ár í senn. Vöxtur útsvaranna Eins og að líkum lætur hefur heildarupphæð útsvara í Reykja- vík breytzt mjög á því tímabili, sem hér um ræðir. Um þetta gefa eftirfarandi tölur frá ein- stökum árum nokkra hugmynd: kr. Árið 1876 — 1000 — — 102ð — — 1030 — — 1045 — — 1060 — 8.041,00 31.106,00 180.730,00 2.005.662,00 31.047.805,00 214.113.805,00 Einn hefur setiff í 35 ár Ekki verður í fljótu bragði komið tölu á þann mikla fjölda bæjarbúa, sem átt hafa sæti í niðurjöfnunarnefndum frá fyrstu byrjun, Meðal formanna nefnd- arinnar voru fram á daga skatt- stjóranna tilskipaðir biskupar, dómarar, læknar og kennarar, en siðan, þ. e. frá árinu 1042, þeir Gunnar Viðar, síðar bankastjóri, dr. Björn Björnsson, hagfræðing- ur, og Guttormur Erlendsson, farl., aðalendurskoðandi, sem gegnt hefur formennsku síðan 1056. Enginn hefur setið eins lengi í niðurjöfnunarnefnd og Sigurbjörn Þorkelsson, kaupmað- ur, sem átti þar sæti árin 1917—1052 eða í 35 ár samfleytt. Ekki munu nema þrjár konur hafa skipað sæti í niðurjöfnunar- Ný lög — framtalsnefndir Á síðasta alþingi voru, sem fyrr segir, samþykkt ný lög, sem m. a. taka til niðurjöfnunar út- svara. Með þeim eru niðurjöfn- unarnefndirnar afnumdar, en í þeirra stað teknar upp framtals- nefndir, sem svo heita. Um leið er horfið frá hinni gamalgrónu niðurjöfnun samkvæmt „efnum og ástæðum" — og í hennar stað kveðið á um að fylgt skuli föst- um reglum í niðurjöfnuninni, þó þannig, að taka skal eða taka má tillit til sérstakra, nánar til- greindra, ástæðna gjaldandans. Fyrst verður kosið í framtals- nefnd á þessu hausti. Sagt frá útsvörum á morgun Eins og getið var í upphafi, er samningu útsvarsskrárinnar í Reykjaví'k nú lokið. Verður nán- ar greint frá heiztu niðurstöðum, þ. e.- heildarupphæð, hæstu út- svörum o. s. frv. í Mbl. á morgun. Bændur í Hjol- um kærðir fyrir netuvjiði BLAÐIÐ ÁTTI í gær tal við tló- hann Salberg sýslumann Skaga- fjarðarsýslu og spurðist fyrir um kærumál vegna meintrar ólög- legrar veiði í Miklavatni í Fljót- um. Sýslumaður kvað Stangaveiði- félag Siglfirðinga, sem hefir Fljótá á leigu, hafa kært bænd- urna á Hraunum út af meintri ó- löglegri netaveiði í Miklavatni, en í það rennur Fljótaá. Áin er talin allgóð laxveiðiá og hefir veiði aukizt frá því er hún var virkjuð við Stíflu. Sýslumaður rannsakaði málið að því er snerti netaveiði Hrauna bænda og hefir sú rannsókn nú verið send Saksóknara ríkisins til umsagnar. Síldarflutningar fara illa með lestar togaranna Verið að hreinsa lesfar R.víkurtogaranna TOGARARNIR, sem þátt tóku í síldarflutningum frá Austurlandi í sumar, eru nú allir hættir síld- arflutningum, sá síðasti, Pétur Halldórsson kom á fimmtudag. Liggja þeir nú í Reykja víkurhöfn og er verið að þrífa lestarnar. Lestar togara fara allt- af illa í síldarflutningum og á togurunum, sem byrjað er að hreinsa, hefur orðið að fjar- lægja nokkuð af einangrun í farmrými og setja nýja í stað- inn. Hér áður fyrr, þegar togarar voru á síldveiðum, var alltaf erf- itt verk að hreinsa lestarnar. Fóru þeir stundum á saltfisk- veiðar fyrstu túrana á eftir, en þetta kemur ekki eins að sök, þar sem lestar eru aluminium- klæddar, eins Og á nýju tpgur- unum Aluminium virðist ekki hafa skemmzt neitt af síldinni, en hinsvegar hefur vessi og lýsi úr síldinni sums staðar gengið út í einangrunina. Síldarflutningarnir frá Ausfcur landi í sumar hafa verið ákaf- lega mikilvægir og hafa verið flutt frá Seyðisfirði 225 þús. mál af síld, að miklu leyti af tog- urunum, en það er að verðmæti um 35 millj. upp úr sjó eða um 50 millj. að útflutningsverðmæti. Hafa síldarflutningarnir bjargað Ósómi A Ummæli Karls Kristjánssona* alþingismanns nm móffuharC- indi af manna völdum muaa lengi lifa sem dæmi um sérstakt ofstæki. Flokksbróffir Karls, Ágúst Þorvaldsson alþingismaff- ur, er þó enginn eftirbátur hana í hóflausum, en um leiff kjána- legum málflutningi. Hann hefur haldiff því fram aff bændur landsins hafi „aldrei áffur barizt svo í bökkum sem nú“. Hann lætur þó ekki sitja við þessi um- mæli og hefur nú bætt við þau eftirfarandi: Þannig hefur viffreisnarvind- urinn í ríkisstjórninni gert jarff- ir bænda verfflausar svo aff eng- inn hefur lengur áhuga á bú- skap, þar sem margir menn sjá hvernig landbúnaður er nú hornreka valdhafanna". Minna má ekki gagn gera en aff halda því fram aff enginn hafi lengur áhuga á búskap. Vera má aff í kunningja- og skoffanabræffrahópi Agústs Þor- valdssonar sé þetta svo, enda hefur hann og hans líkar snúizt gegn hagsmunamálum landbún- aðarins, ekki sízt hinu stærsta þeirra, sem er endurreisn lána- sjóffa landbúnaðarins. En Mbl. getur fullvissaff Agúst Þorvalds- son um, aff þaff eru ekki allir sama sinnis og hann. Þvert á móti er nú ríkjandi bjartsýni og gróandi í íslenzku þjpðlífi og ungir og athafnasamir menn munu gjörbreyta þjóðfélagsaff- stöffunni og iifskjörunum á ör- skömmum tíma, hvaff sem aft- urhaldsseggir segja. Framleiðsluaukning Eins og Mbl. hefur skýrt frá varff mikil aukning landbúnað- arframleiffslunnar sl. ár þó að Agúst Þorvaldsson og affrir slíkir svartsýnismenn reyni aff mála þann gamla á vegginn. Þannig gaf aukning mjólkur- magns á svæði Mjólkurbús Flóa- manna bændum nálægt 10V6 millj. kr. og verffhækkunin á mjólk þeirri, sem framleidd vnr fyrir svipaða upphæð. Mjólkur- aukning og verffhækkun á síff- asta ári gerffi þannig milli 21 og 22 millj. kr. Þaff er nálægt 19 þús. kr. á hvern innleggjanda mjólkur að meffaltali, en inn- leggjendurnir eru 1137. Djarft tiltæki Þaff er ekki ofsögum sagt af því aff þaff var djarft tiltæki af Alþýðublaðinu í gær aff minn- ast á stjórn Kristins Gunnars- sonar á Bæjarútgerff Hafnar- fjarðar, því að á almanna vit- orffi er aff hann kom Bæjarút- gerff Hafnarfjarffar i einstakt öngþveiti skuldafens og niður- Iægingar. Alþýðublaffið telur sig hafa efni á því aff ráffast að bæjarstjóra Hafnarfjarðar og nýskipuffum forstjóra Bæjarút- gerffarinnar og ætlar sér aff dæma þá fyrirfram, en þeir munu áreiðanlega meff störfum sínum sanna hæfni sína. Sér- staklega telur Alþýðublaðið þaff ámælisvert aff Othar Hansson skuli hafa veriff skipaður for- stjóri Bæjarútgerffarinnar, þar sem hann sé ekki sérlega hrif- inn af opinberum rekstri. Sann- Ieikurinn er sá, aff hann er ein- mitt hæfari, vegna þess aff hann gerir sér grein fyrir því, hvé margháttaðir erfiffleikar eru viff rekstur opinbers fyrirtækis. — Hann heldur ekki eins og Krist- inn Gunnarsson og hans líkar aff nægilegt sé aff sölsa fé borg- aranna í bæjarrekstur og þjóff- nýtingu. Þá muni allt ganga af sjálfu sér. Þvert á móti mun hann eins og stjórnendur Bæj- arútgerffar Reykjavíkur gera sér grein fyrir því, aff þaff verff- ur aff reyna aff halda eins vel á málefnum fyrirtækisins og unnt er, þótt þar sé um opinberan rekstur aff ræffa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.