Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 23
Föstudagur 31. ágúst 1962 MOP CTINBT AÐIÐ 23 K Á móti aðild Svía að E.B.E. Stokkhólmi, 31. ágúst (NTB) í Svíþjóð er komið út rit, sem nefnist „Við og V-Evrópa“. — Höfundar þess eru þrír framá- menn í sósíaldemókrataflokki landsins. í ritinu er fjaliað um Efnahagsbandalagið og hugsan- lega aðild Svía að því og segir m.a., að aðild Svía að bandalag- inu sé ekki spurning um efna- hagsmál heldur stjórnmái. Aðild eða tengsi þjóðarinnar við banda lagið geti ekki samrýmst hiut- leysisstefnu hennar. Rit þetta er álitið hafa mikla þýðingu varðandi afstöðu Svía til aðildar að EBE og kosningar, sem haldnar verða í landinu inn an skamms, en talið er að afstað an til EBE geti haft mikil áhrif á þær. Það er hinn þekkti hagfræð- ingur, prófessor Gunnar Myrdal, Hord Ekstrom, sem einnig er hag fræðingur og Roland Pálsson, sér fræðingur í utarifíkismálum, sem eru höfundar ritsins, en ekkert er gefið upp hvern kafla. hver hefur ritað Höfundarnir segja að nauðsyn legt sé að hafa hugfast hvaða stjórnmálalegar afleiðingar efna hagsleg áhrif geti haft. Það sé ein kennilegt, að í sænska frumvarp inu um aukaaðild að EBE sé gert ráð fyrir því, að hún fáist þannig, að hún brjóti ekki í bága við ým- is atriði utanríkisstefnu Svíþjóð- ar og minna á, að það sé á þess- um forsendum, sem ríkisstjórnin byggi umsókn sína um aðild. Höfundar ritsins telja óvíst, að Noregur gerist aðili að Efnahags- bandalaginu, þó að Bretland fái aðild og minna á þær umræð- ur, sem orðið hafa í Noregi um hve mikla aðild Noregur eigi að sækja um, ef Svíþjóð gerizt ekki aðili að EBE. Telja þeir jafn mikið atriði fyrir Svía hvort þeir eigi að sækja um aðild, ef Nor- egur standi utan við EBE. Sigfús sýnir i Hafnaríirði SIGFÚS HALLDÓRSSON, tón- skáld og listmálari, opnar á laug ardag málverkasýningu í Hafnar firði. Sigfús sýnir að þessu sinnl rúmlega 60 myndir, allar frá Hafnarfirði. Eru það bæði oliu- myndir, vatnslitamyndir, manna- myndir, olíupastelmyndir, rauð- kritarmyndir og svartkrítarmynd ir. Allar eru myndirnar gerðar á undanförnum tveimur árum. Sig fús hefur oft áður efnt' til sýn— inga, einn og með öðrum, þar á meðal hefur hann tekið þátt í • sýningu í Bergen í Noregi. Síð- asta sýning Sigfúsar var fyrir tveimur árum í Reykjavík. Sýningin verður opnuð kl. 4 á laugardag og verður opin daglega frá kl. 2—10 í Iðnskólanum. — Henni lýkur 10 september n.k. Lýst eftir bifreiðorstj óra, sem tiutti Þjáðveija ó Þingvöll LÖGREGLAN sneri sér til blaðs ins í gær og bað fyrir orðsend- ingu til bifreiðarstjóra, sem um hádegið sl. miðvikudag tók Þjóð verja einn upp í bíl sinn á Þing- vallaveginum. Þjóðverji þessi, sem hér er á ferðalagi snéri sér til lögregl- unnar og sagðist hafa verið tek inn upp í gráa Chevroletbifreið af eldri gerð með Reykjavíkur- númeri. Tók bifreiðin hann skammt vestan Þingvalla og I flutti hann niður á Þingvelli. Svo óheppilega vildi til að Þjóðverjinn gleymdi myndavél sinni í bílnum. Biður lögreglan nú bifreiðarstjórann að hafa sam bad við sig vegna atviks þessa. Stefán Ly..^dat Minning ÞAÐ vill alltaf verða svo að þegar menn deyja, þá á maður bágt með að trúa því, og ennþá verra með að sætta sig við það, að þeir séu horfnir héðan fyrir fullt og allt, jafnvel þó maður sé löngu áður búinn að gera sér það ljóst að bata er ekki að vænta, þar sé aðeins um stund- arfrelsi að ræða. Og þannig fór einnig fyrir mér þegar vinur minn Stefán Lyng- dal andaðist hér á Militærhospit- alet þann 22. ágúst, aðeins 48 ára gamall. Það eru nú um 25 ár síðan að leiðir okkar Stefáns lágu fyrst saman og hefi ég því margs að minnast og mikið að þakka, hann var glæsimenni í sjón og raun, mikill selskabsmaður, og hrókur alls' fagnaðar á gleðistundum, músikalskur með afbrigðum, og 6vo skemmtilegur og fyndinn að manni leið ve' í návist hans, enda naut hann sín hvergi betur en á beimili sínu með hóp af kunn- ingjum í kringum sig, og að vera veitandi, en það gat hann alltaf verið, sem betur fer. Mega þeir nú muna, sem hann rétti hjálparhönd, þegar halloka fór, og vissi ég oft til þess að hann hjálpaði gömlum félögum, þegar að eitthvað bjátaði á, og var þá hvorki að vonast eftir þakklæti eða endurgreiðslu, þannig var hann, og þannig lifði hann, og svona sagði hann að þetta ætti að vera. Hann var duglegur verzlunar- maður, og mjög áreiðanlegur í öllum viðskiptum, og mátti ekki vamm sitt vita í einu né neinu, það sem hann sagði stóð eins og stafur á bók, enda var eins og allt yrði að gulli í höndunum á honum. En enginn gengur óstuddur, og þannig var einnig með Stefán, hann var giftur Herdísi Sigurð- ardóttur, ættaðri úr Straumfirði í Mýrarsýslu hinni mestu myndar og dugnaðarkonu, sem stóð við hlið manns síns í öllum hans veik indum, eins og aðeins góðar kon ur gera, enda var hann konu sinni og dætrum ástríkur heimil- isfaðir, sem allt vildi fyrir þær gera. Var mér persónulega kunn- ugt um að hann mat konu sína mikils og áttum við oft tal um það saman. Þau eignuðust 2 dætur, Svölu 20 ára og Elsu 13 ára, báðar í heimahúsum. Heimili þeirra stóð ávallt opið, öllum hans vinum og kunningjum, viðmótið og gest- risninni var viðbrugðið, og þar leið öllum vel. Eigum við hjónin margar ógleymanlegar ánægju- stundir frá veru okkar á heimili þeirra. Því miður höfum við ekki ástæðu til að fylgja honum síð- asta spölinn sem hann átti þó svo sannarlega skilið, en Stefán verður mér ógleymanlgeur fyrir margra hluta sakir, hann var ekki allra, en vinátta hans var órjúfanleg, þeim sem eignuðust hana. Konu hans og dætrum, syst- kinum, og öldruðum foreldrum, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðju, á þessari stundu, þegar Stefán er nú kallaður í burtu í blóma lífsins. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Kaupmannahöfn, 23. ágúst 1962 H. Aðalfundur F.U.S. við ísaf jarðardjúp Aðalfudur Félags ungra Sjálf- stæðisumianna við ísafjarðardjúp var haldinn að Reykjanesi þann 5. ágúst s.l. Baldur Bjarnason bóndi, Vig- ur, formaður félagsins, setti fund inn og stjómaði honum. Fundar- ritari var Páll Aðalsteinsson, skólastjóri, Reykjanesi. Axel Jónsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, flutti erindi um skipulags- mál flokksins og ræddi sérstak- Iega um flabksstarfið í Vest- fj arðakj ördæmi. Þá fór fram stjórnarkjör. Stjórn félaigsins skipa: Páll Aðalsteinsson, Skólastjóri, Reykja nesi, formaður, frú Steinunn Ingimundardóttir, ‘ Reykjafirði, Reykj afj arðarhreppi, Geir Bald- ursson, bóndi, Skálavík, Reykja- fjarðarhreppi, Ingi Hermannsson bóndi Skálavík, Reykjafjarðar- hreppi, Gísli Indriðason, Þernu- vík, Ögurhreppi. Á fundinum fór fram kosriing fulltrúa í Kjör- dæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Sigurður Bjarnason, ritstjóri ávarpaði fundinn. — Taugaveikibróðir Framh. af bls. 2 rannsökn hefir verið, skal þess getið, að skoðuð voru um 650 sýnishorn af neyzluvörum o.fl., og um 1300 sýnis- hom af blóði og saur frá 9júklingum. Af ráðstöfunum, sem gerðar voru til að hefta útbreiðslu veikinnar, má nefna það, að sjúklingum, sem tekið höfðu veikina og fólki á sama heim- ili, var bannað að vinna við hvers konar neyzluvöru út á við, unz geng- ið hafði verið úr skugga um með rannsókn, að smitunarhætta stafaði ekki af þeim. Og brýnt var fyrir sjúklingum og almenningi að gæta hreinlætis 1 hvívetna. Eins og þegar hefir verið frá skýrt, hefir andabúið að Minni-Vatnsleysu, þar sem sýkillinn fanst, verið lagt niður og sótthreinsun framkvæmd þar. I>á hefir starfslið í fyrirtæki þvf, sem umgetin mayonnesa var framleidd f, og í verzlunum þess, verið rannsak- að og gengið úr skugga um, að af þvf stafi engin smitunarhætta. Hefir fram leiðsla mayonnesu því verið leyfð þar á ný. Þar eð allt er á huldu um hina eiginlegu uppsprettu þessa faraldurs skal ekkert um það fullyrt, hvort hann hafi verið kveðinn niður fyrir fullt og allrt, eða hvort sýkillinn kann að verða landlægur hér á landi eins og meðal nágrannaþjóða okkar. Um lxádegisbilið á þriðju- dag komu ferðamenn á leið að i norðan að þessum bil, þar sem hann lá utan við veginn í Vatnsdal. Farþegar höfðu ekkert meiðst er hann valt og voru á bak og burt. Meistaramót drengja og kvenna á Akureyri KVENNA- og drengjameistara- mót íslands, sem háð verður á Akureyri n.k. laugardag og sunnu dag (1. og 2. sept.) hefst kl. 13,30 báða dagana. Keppendur eru þeg ar skráðir 95 frá 11 félögum og héraðssamböndum. Eru yfir 20 keppendur í sumum greinum. — FRA biður keppendur að mæta hálfri klst. áður en mótið hefst til skráningar og hafa með sér aldursvottorð undirritað af farar stjóra eða formanni viðkomandi flokks. — Minning Framihald af bls. 6. Tvo bræður átti Guðríður: Gustav Adolf, sem var skrifstofu stjóri í Dómsimálaráðuneytinu, hann lést á s.l. ári, og Karl Sigurð læknir hér í borginni. Alla æfi, allt fram til ársins 1961, bjó Guðríður við ágæta heilsu, en þá tóik heilsufar henn- ar skyndilega ðheillavænlegum breytingum. Þegar svo veikindin steðjuðu að fyrir alvöru þá reyndist Karl læknir, bróðir hennar, og hans ágæta kona, frú Guðrún, henni sannir hollvættir og rómaði hún mjög umhyiggju þeirra og nængætni, enda voru þau hjá henni öllum stunduim uns yfir lauk. Systkini og aðrir vandamenn og vinir Guðríðar Jónasdóttir, eiga á bak að sjá trygguim vild- arvini, sem lætur eftir ljúfar og hugstæðar mirmingar. Henni þökkum við hjónin ágæta við- kynningu, en þeim vottum við samúð okkar. J. Á. Ráðherraskipti Washington, 30. ágúst — (NTB) — Tilkynnt var í dag, að Kennedy Bandarikjaforseti hefði skipað Willard Wirtz verkalýðsmálaráð herra í stað Arthurs Goldberg, sem í gær tók við embætti Felix Frankfurter, hæstaréttardómara. Wirtz var aðstoðar verkalýðsmála ráðherra. — Alsir Framhald af bls. 1. arastyrjöld vofði nú yfir í Alsír. Herir, sem styddu Ben Bella og stjórnarnefndina væru á leið til Algeirsborgar. Sagði hann enn- fremur, að Ben Bella hefði beð- ið deildir úr 1., 5. og 6. svæðis- hernum, að koma til Algeirs- borgar og ná henni á sitt vald. 1 flugritunum var skorað á íbúa borgarinnar, að fara kröfu- göngur um götur hennar til að láta í ljós andstöðu sína við þessa ákvörðun Ben Bella. ★ Sagt er að her undir stjóm Bou Madania, hgrráðsforingja þjóðfrelsishersins, hafi 40 þús- und hermönnum á að skipa og sé vel vopnum búinn, en sá her er aðeins hluti herstyrksins, sem styður Ben Bella. Madania fór í dag frá aðsetursstað sínum um 350 km fyrir utan Algeirs- borg, en ekki er vitað hvert för hans var heitið. Herina á 3. og 4. svæðinu skipa 20 þús. menn, en þar af eru aðeins um 2 þús. í Algeirs- borg. Leynilegar viðræður Þrátt fyrir hina miklu ólgu, sem ríkir nú í Alsír, telja sum- ir, að von sé til þess að borgara- styrjöld verði afstýrt og deilu- aðilar muni gera lokatilraun til að komast að samkomulagi áð- ur en í odda skerst. Er haft eft- ir áreiðanlegum heimildum, að hafnar séu leynilegar viðræður milli deiluaðila. Frakkar fá fyrirskipanir Þeim hluta franska hersins, sem enn er í Alsír hefur verið gefin skipun um að halda sig utan við vopnaviðskipti, ef tii þeirra kemur. Freignir, sem bor- izt höfðu um liðsflutninga Frakka innan Alsír, voru bornar til baka og ekki sagður neinn fótur fyrir þeim. Starfsstúlku vanfar í eldhús frá næstu mánaðamótum. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Veilingas!of<m Óðinstorg Þórsgötu 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.