Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 13
íf ií'óstudagur 31. Sgúst 196í MÖRCUNBL AÐIÐ 13 Tónlistarfélagið þrjátíu ára Fjölbreyttir tónleikar í haust NÚ í haust eru liðin þi játíu ár frá því Tónlistarfélagið tók til starfa, en með til- komu þess urðu þáttaskil í íslenzku tónlistarlífi. Á þess- um þrjátíu árum hefur fé- lagið fengið hingað til hljóm- leikahalds tugi heimsfrægra listamanna. Vetrarstarfsemi félagsins fer nú senn að hefj- ast og verða allmargir og fjölbreytilegir tónleikar á næstunni í tilefni afmælisins. í naestu viku leikur fiðluleikar inn prófessor Karel Snebergr frá Prag en síðar í mánuðinum eru væntanlegir frá Bandaríkjunum La Salle kvartettinn og Marl- Iborouglh tríóið — og fraeg söng- toona frá Bússlandi. í októberbyrj un kemur hingað bandaríski píanóleikarinn Ann Söhein, en hún lék hér fyrir nokkrum árum við miikla hrifningu, en var þó aðeins 19 ára. Ennfremur verða tónleikar með íslenzkum listamönnum. Átta manna kammersveit leikur undir stjórn Björns Ólafssonar og ungur íslenzkur söngvari, Ól- afur Jónsson heldur sína fyrstu hljómleika með undirleik Rögn- valdar Sigurjónssonar. Fréttamaður Morgunblaðsins gekk á fund Björns Jónssonar, framkvæmdastjóra í gær og bað hann segja sér nokkur orð frá starfsemi félagsins á undanförn um árum og þeim tónleikum, sem framundan væru. — Það var í júlímánuði árið 1932, að Tónlistarfélagið var form lega stofnað sagði Björn, en þá um haustið tók það til starfa — tók þá við rekstri tónlistarskól- ans, sem þá var tveggja ára og Hljómsveitar Reykjav. Fyrstu Prófessor Karel Snebergr tónleikarnir voru haldnir i Iðnó 14. desember, en þá lék Hljóm- sveit Reykjavíkur undir stjórn Dr. Franz Mixa og Margrét Eiríksdóttir, fyrsti nemandi Tón listarskólans, lék einleik á píanó. Árið 1936 var byrjað að safna styrktarfélögum og voru þann vetur haldnir sjö tónleikar — lék Prag kvartettinn á þeim fyrstu. Ekki leið á löngu áður en tvítaka varð alla hljómleika og nokkrum árum síðar var þeim fjölgað upp í tíu á ári hverju. Styrlktarfélagar eru nú orðnir 1600 og aðsókn að tónleikum allt af mjög góð. — Hvað hafa verið haldnir margir tónleikar frá upphafi? — Það man ég nú ekki í augna blikinu. En þeir eru margir — auk framangreindra tónleika fyr ir styrktarfélaga hefur félagið gengizt fyrir flutningi stórra kór verka, óperettusýninga og óperu. — Hvert var fyrsta stóra kór- verk félagsins? — Það var „Sköpunin" eftir Haydn, sem flutt var undir stjórn Páls ísólfsonar. Þá var mikil stemning. Tónleikarnir voru haldnir i Páskavikunni í bifreiða skála Steindórs, vestast á Hring brautinni, og áheyrendur um 1500. Húsið var ágætt en við vor um dálítið kvíðnir fyrir veðrinu, þvi að í hvassri norðanátt hefði brimgnýrinn yfirgnæft kórinn. En við vorum heppnir, það var blæjalogn. ■— Hverja teljið þér merkasta þeirra tónlistarmanna, sem hing að hafa komið undanfarin ár? — Þeir eru svo margir, að ó- gerlegt er að telja þá upp. Mér sjálfum oru einna minnisstæð- astar heimsóknir Adolfs Busch Rudolfs Serkin og André Segovia annars er ómögulegt að velja nokkra einstaka úr. — Og nú er von góðra gesta í haust? — Já, í næstu viku leikur tékkneidki fiðtulleikarinn Karel Siföbergr, prófessor frá Prag Síðar í september eigum við von á La Salle kvartettinum og Marl borougfh tríóinu frá Bandaríkj- unum, mjög fínum listamönnum — og Ann Schein kemur aftur 'hingað í byrjun október og held ur tónleika. Þá er væntanleg rússneska söngkonan Heine- Wagner. Svo höfum við ýmis á- form á prjónunum fyrir fram- tíðina. Hin nýja og glæsilega bygging tónlistarskólans er stærsta átak félagsins til þessa — en þótt það sé skuldum vafið þessa stundina erum við bjartsýn ir á framtíðina, sagði Björn að lokum. Fyrirlesftrar um leiðir ftil að öðlasft innri frið I BYRJUN september kemvu- danski lífsspekingurinn Martinus hingað til lands í boði vina sinna hér. Hann mun flytja fyrirlestra hér í Reykjavík og á Akureyri. Þetta er í fjórða sinn, sem hinn spakvitri fyrirlesari heim- sækir ísland. Hann er heillaður af fegurð landsins og frjálsmann- legri framkomu landsmanna, og honum finnst eins og hann sé kominn til kærra ættingja, þegar hann gistir ísland. Hann er nú 73 ára, en samt ern og léttur í öllu fasi og hreyí- ingum. Martinus leggur áherzlu á það í kenningum sínum, að vilji mað urinn öðlast innri frið og lífs- hamingju, verði hann að læra að þekkja sjálfan sig og þau lög- mál, sem stjórna framvindu alls lífs. Heimsmynd hans felur í sér kjarna allrar þeirrar lífsspeki, er andlegir fræðarar fortíðarinn- ar hafa boðað en er sett fram í samfelldum og aðgengilegum rökfræðilegum búningi. Efni þeirra fyrirlestra, sem Martinus flytur hér, gefur nokkra hugmynd um kenningar hans. Aðalefni fyrirlestranna verður: „Heimsmyndin eilífa“, og þar verður m. a. tekið til meðferðar: Hin lifandi vera, hið dularfulla jarðlíf efnislíkamans, alheimur- inn er opinberun eilífs guðdóms, sem umlykur allt, örlög eða or- sök og afleiðing, frumöfl, hring- rásir og tilverusvið, svið myrk- urs og Ijóss, hreinsunareldur, daglegt líf handan dauðans. Fyrirlestrarnir verða haldnir I bíósal Austurbæjarskólans við Vitastig. Sá fyrsti þriðjudaginn 4. september kl. 20.30. Gefið verð ur stutt yfirlit á íslenzku yfir höfuðatriði fyrirlestranna. Bókaútgáfan Leiftur hefur gef- ið út í vandaðri útgáfu 20 fyrir- lestra eftir Martínus, nefnist bókin: „Leiðsögn til lífsham- ingju“. Þýðinguna gerði Þor- steinn Halldórsson. Meðal ann- ars eru þessir fyrirlestrar í bók- inni: Gegnum tóm himingeims- ins, Musteri sálarinnar, Vitundin og hamingjan, örlagaleikur lífs- ins Heiðni og kristindómur, Bar- áttan gegn illum örlögum Efnis- leg og andleg reynsla, Óeðlileg þreyta og Vitund föður og sonar. (Fréttatilkynning). Listkynning MbL í GLUGGA Morgunblaðsins sýn ir um þessar mundir ungur mað ur, Jónas Guðlaugsson listmálari. Sýnir Jónas þar 18 myndir, allt vatnslitamyndir. Jónas hefur mál að frJ bernsku, hefur stund- að nám í Myndlistarskólanum í 2 ár og einnig hefur hann kynnt sái íyndlist í París og Róma- borg. Myndirnar í glugganum eru til sölu. Þórir Einarsson skrifar Vettvanginn í dag: — Um ræðismannaskipti í Ham- borg. Utanríkisráðuneytið „á góðri leið með að reisa sér óbrotgjarnan minnisvarða með sparnaði“. — Thailand og ísland. TILEFNl þessarar greinar eru væntanleg skipti á aðalræðis- mönnum íslands í Hamborg. Um næstu mánaðamót lætur Árni Siemsen af störfum en við tekur þýzkur skipamiðlari. Til- gangurinn er að draga í efa hag-_ kvæmni þeirrar skipulagsbreyt- ingar, sem til grundvallar ligg- ur, nefnilega að hverfa frá fast- launuðu ræðismannsembætti og taka upp kjörræðismennsku, en starfið er þá jafnan ólaunað og er unnið sem aukastarf af kaup- sýslumönnum á staðnum, sem sjá sér heiður í því. Gagnrýn- inni ráða einungis málefnalegar aðfinnslur og er henni ekki ætl- að að kasta rýrð á þá einstakl- inga, sem hlut eiga að máli. Margt virðist benda til þess, að höfuðsjónarmiðið við skipu- lagsbreytinguna sé sparnaður í ríkisútgjöldum. Á fjárlögum fyr ir 1962 voru ætlaðar 210 þús. kr. til aðalræðismannsskrifstof- unnar i Hamborg. Spurningin er, hvort sparnaðurinn á fjár- lagaliðnum réttlæti þessa breyt- ingu á aðalræðismannsstarfinu. 1 fljótu bragði virðist þessi lausn vera bæði heppileg og var anleg, því að ýmsir ræðismenn íslands eru orðlagðir fyrir lip- urð og höfðingslund og má nefna nú síðast Bossert ræðismann í Múnchen. Þó er sá hængur á, að verkefni kjörræðismanna eru þrengri og takmarkaðri en launaðra ræðismanna, enda er •kki hægt að ætlast til, að þeir inni umfangsmikil störf af hönd um í hjáverkum. Verkefni þeirra eru í flestum tilfellum fólgin í að veita almennar upp- lýsingar um landið og aðstoða þá íslendinga, sem þangað leita fyrirgreiðslu og er þá ýmist, að þeir hafi búsetu í héraði ræðis- mannsins, svo sem námsmenn í stærstu borgum Þýzkalands, eða séu ferðamenn. Aðalkostnaðar- liðir hjá kjörræðismanninum, sem hann greiðir úr eigin vasa, eru þá risna og frímerki! Um verkefni aðalræðismanns- skrifstofunnar í Hamborg hefur frá byrjun gegnt allt öðru máli, því að þar er það viðskiptagildi borgarinnar, sem setur svip sinn á starfsemina. Hamborg er ekki aðeins stærsta hafnarborg Þýzka lands og aðalmiðstöð utanríkis- viðskipta landsins, heldur hefur hún einnig einstök flutningasam bönd við austur- og miðevrópu- ríkin. 1 móttöku, sem Engelhard borgarstjóri hélt viðskiptamála- ráðherra Islands um miðjan sl. mánuð í ráðhúsi Hamborgar, rakti borgarstjórinn viðskipta- tengslin milli íslands og Ham- borgar allt frá dögum Hansa- tímabilsins til þessa dags og lagði sérstaka áherzlu á hinn stóra hlut Hamborgar í inn- flutningi Þjóðverja frá Islandi á fiskafurðum. Orðrétt sagði hann að lokum: „Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að með aukinni sölutækni af Islands hálfu megi finna góðan markað í Hamborg fyrir fleiri íslenzkar afurðir." (Die Welt, 17.7. 1962). Þessi ummæli gefa til kynna mikilvægi Hamborgar fyrir við- skiptin milli íslands og Þýzka- lands og benda jafnframt til tækifæra, sem enn eru ónotuð í því skyni að afla íslenzkum vörum markaða í Þýzkalandi og að sjálfsögðu víðar en í Ham- borg. Áherzlan á hin ónotuðu tækifæri eykst að sjálfsögðu, ef ísland hyggur á tengsl við Efna- hagsbandalagið. Hagurinn af þátttöku í stærri markaðsheild verður rýr, ef hann liggur að mestu í ónýttum tækifærum. V Ofantalið stutta yfirlit segir ótvírætt til um aðalstarfsemi ræðismannsskrifstofunnar í Ham borg, fyrirgreiðslu ýmis konar við einstaklinga, fyrirtæki og opinberar stofnanir á íslandi á- samt opinberum embættisskyld um. Þess má geta, að einstök embættisverk eins og utankjör- staðakosning eru bundin því skilyrði, að ræðismaður sé ís- lenzkur eða mæli á íslenzka tungu. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá, að slíkri starfsemi sinnir ekki að fullu neinn þýzkur kaupsýslumaður, jafnvel ekki með íslenzkan skrif stofumann. Aðeins íslendingur með trúnað inn- og útflytjenda og viðskiptaþekkingu getur sinnt slíku starfi og aukið það í samræmi við nýjar kröfur, og því aðeins, að hér sé um laun- að starf að ræða. Telja má víst, að nóg sé af ungum mönnum í utanríkisþjónustunni til að taka slíkt starf að sér. Það er því augljóst, að hin nýja tilhögun með kjörræðis- manni leiðir óhjákvæmilega og skýlaust til samdráttar á verk- efnum. Á móti vegur sparnaður á einum liði ríkisútgjaldanna. En er brottfall einstakra fjár- lagaliða eini mælikvarði ríkisins á sparnað? Ef spurningunni er svarað játandi, er rökrétt að koma allri utanríkisþjónustunni erlendis sem fyrst á hendur er- lendra kaupsýslumanna, sem sjá sér heiður í slíkum störfum. Réttara er, að ríkið sem eini aðilinn, er gætir hagsmuna þjóð arheildarinnar, hlýtur að hafa aðeins einn mælikvarða á sparn að í útgjöldum sínum, nefnilega sparnað á þjóðhagslegum til- kostnaði, en ekki lækkun út- gjalda hvað sem það kostar. Tvím^ialaust er um sparnað á þiáonagslegum tilkostnaði að ræða, ef verkefnin, sem hverfa eru þjóðinni óþörf. Sama er að segja, ef aðrir aðilar leysa verk- efnin betur af hendi eða ef rík- ið hagræðir svo störfum sínum, að verkefnin krefjist minni til- kostnaðar. Öðru máli gegnir um nauðsyn lega þjónustu, eins og fjöl- breytta ræðismannsstarfsemi, sem hverfur eða minnkar við sparnaðarviðleitnina (svo að ekki sé nú minnst á hin ónotuðu tækifæri) eða er haldið uppi af einkaaðilum með meiri tilkostn- aði en hjá ræðismannsembætti erlendis. Þá á sér stað annað hvort aukinn þjóðhagslegur til- kostnaður eða hreint tap. Sparn aður er enginn. í Hamborg eru sem stendur 54 ræðismannsskrifstofur og að- eins ein borg í heimi skákar henni í því efni, New York. Aðalræðismannsembættin eru 47 talsins en hin eru venjuleg ræðismannsembætti og gegna þeim þýzkir kjörræðismenn. Aðalræðismennirnir koma hins vegar allir frá heimalandinu nema einn. Aðalræðismaður Thailands er Þjóðverji. í hans hóp bætist hinn nýi aðalrseðis- maður íslands. Hvers vænta öll þessi lönd af fulltrúum sínum? Eyðslusemi yrði líklega svar utanríkisráðu- neytisins sem er á góðri leið með að reisa sér óbrotgjarnan minnisvarða með sparnaði. Vera má, að sú sparnaðarhugsjón sé eina leiðin fyrir okkur fslend- inga til að skjóta frændum okk- ar Norðmönnum ref fyrir rass, en þeir eru svo ósvinnir að hafa við aðalræðismannsskrifstofuna í Hamborg bæði fiskveiðifull- trúa og verzlunarfulltrúa. Þeim í k''U kemur. Þórir Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.