Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 1
24 siður 49 árgangur 198. tbl. — Föstudagur 31. ágúst 1962 PrentsmiSja Morgunblaðsins Borgarastyrjold yfirvofaudi í Alsír Herir hliðhollir Ben Bella á leið til Algeirsborgar 4. svæðisherinn ætlar að verja borgina Alsír, 30. ágúst — (NTB-AP) STJÓRNABNEFND Ben Bella £ór þess á leit í dag við her- Btyrk þann, sem henni er hliðhollur, að hann kæmi til Al- geirsborgar, til að koma á ró í borginni, eins og sagði í yfir- lýsingu frá stjómamefndinni. Hluti þessa herstyrks er nú á leið til borgarinnar. 3. og 4. svæðisherirnir, sem andsnúnir eru stjórnarnefndinni lýstu því yfir, að þeir mundu verja Algeirsborg með öllum ráðum. Sá hluti hersins, sem hlið- hollur er stjórnarnefndinni er miklu fjölmennari og betur hiiinn, en 3. og 4. svæðisherinn. Yfirmaður 4. svæðishers- ins lét í gærkvöldi dreifa flugritum þar sem hann lýsti því yfir, að mikil hætta væri nú á því að borgarastyrjöld bryt- ist út í Alsír. • Stjórnarnefndin vísaði dag á bug miðlunartillögu, sem Ben Khedda, forsætisráðherra útlagastjórnar Serkja, bar fram í gær. — Belkacem Krim, sem er einn af helztu andstæðingum Ben Bella, kom til Algeirsborg- ar í dag frá Tizi Ouzou í Kabyla- héraði. ★ Myndin sýnir Atlas-Agenta eldflaugina, sem flutti geiim- farið Mariner 2 á braut til Venusar, er henni var skotið á loft frá Canaveral-höfða. Eldfiauigin er 10 þrepa oig af stærstu gerð, sem Bandaríkin eiga. Mariner 2 er nú á leið ti'l Venusar og menki, sem berast frá geimfarinu gefa visinda- mönnuim til kynna, að allt gangi samikvæmlt áætlun. Geimfarið fór, sem kunnugf er lítillega út af fyriiihugaðri braut og kemst þar af leið- andi ekiki eins nálæigt Ven- usi og áœtlað var í upphafi. Vísindamenn telja þó, að mik i'll árangur muni verða af geimskoti þessu. Samkvæmt fregnum frá áreið- anlegum heimildum í Alsír kom hluti herliðsins, sem styður Ben Bella og stjórnarnefnd hans, 1 morgun inn á svæðið umhverfis Algeirsborg án þess að mæta mótspyrnu og í kvöld skýrði franska fréttastofan AFP frá því, að miklir liðsflutningar ættu sér stað í áttina til borgar- innar. Væru herir þeir, sem næst væi*u komnir borginni, að- eins 300 km frá henni í flugritum þeim, sem yfir- maður fjórða svæðishersins, sem hefur völdin í Algeirsborg í sínum höndum, lét dreifa í gærkvöldi, sagði hann, að borg- Framh. á bls 23 Krúsjeff og U Thant. Myndin var tekin er þeir hittust nálægt Yalta á Krímskaga, en þar dvelst Krúsjeff nú í sumarleyfi. Krúsjeff ekki vidsfaddur setningu allsherjarþingsins, sagði U Thant, að loknum viðræðum við forsætisráðherran Moskvu, 30. ágúst — (NTB — AP) — Heimsókn U Thants fram- kvæmdastjóra SÞ til Sovét- ríkjanna lauk í dag, en þá flaug hann til Varsjár, þar sem hann mun dveljast í tvo daga og ræða við pólska stjórnmála menn. Áður en U Thant fór frá Moskvu hélt hann fund með fréttamönnum og sagði m.a., að Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hyggðist ekki vera viðstaddur setningu alls- herjarþings SÞ í september n.k. Ennfremur sagði hann, að Krúsjeff hefði lýst áhuga sín um á því að deilurnar um Þýzkaland leystust sem fyrst, en ekki sagðist hann hafa fundið neinn hljómgrunn, er hann ræddi Kongómálið við forsætisráðherrann og hann teldi stefnu Sovétríkjanna í málinu toyggða á ótta og tor- tryggni. U Thant sagði á fundinum með fréttamönnum, að hann teldi ekki útilokað, að Krú- sjeff kæmi til New York á meðan að allsherjarþing SÞ starfaði þó að hann yrði ekki við opnun þess. Sagði U Thant að Krúsjeff hefði mikinn á- huga á að ræða við Kennedy Bandaríkjaforseta og látið í ljós þá skoðun, að slíkur fund ur gæti orðið þýðingarmikill. Er Krúsjeff og U Thant ræddu Þýzkalandsmálin, sagði U Thant, að forsætisráðherr- ann virtist hafa mikinn áhuga á því að leysa þetta vandamál, sem væri síðustu leyfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Bætti U Thant við, að hann teldi ekk ert benda til þess, að Krúsjeff myndi leggja Berlínardeiluna fyrir allsherjarþing SÞ, en sú skoðun 'ar látin í ljós í Wash ington í gær. U Thant sagði, að stefna hans í Kongómálinu hefði ekki fallið í góðan jarðveg, er hann ræddi hana við Krúsjeff. U Thant minntist ekki á það við Krúsjeff hvort hann myndi styðja endurkjör hans til / embættis framkvæmda- stjóra SÞ. Ekki ræddu þeir heldur tillögu Sovétríkjanna um alþjóðlega ráðstefnu um verzlunarmál eða landamæra deilur Indverja og Kínverja. Krúsjeff hefði rætt um að- ild Kína að SÞ og afstöðu A- og V-Þýzkalands til samtak- anna. Framþ. á bls 2 V-þýzk blöð gagnrýna ummœli Adenauers — um Stóra-Bretland, Efnahagsbandalagið og stjórnmálasamband Evrópu BONN, 30. ágúst — (NTB- Reuter) — „Flest blöð . í V- Þýzikalandi gagnrýndu í dag, fimmtudag, ummæli Adenau- ers, kanzlara, um Stóra- Bretland, Efnahagsbandalag- ið og stjórnmálasamband Evrópu. Eitt blaðið segir, að nú sé tími til kominn, að kanzlarinn segi af sér“. Þannig segir í skeytd NTB- Reuter í gær. „Frankfurter Rundschau" seg- ir, að mikill meirihluti stjórn- arinnar og þingsins óski eftir þátttöku Stóra-Bretlands í stjórn málasambandi Evrópu. Aden- auer valdi orð sín þannig, að þau brytu í bága við meirihluta á þingi. Auk þess virðist líta út fyrir, að hann vildi vinna gegn (torpedere) aðild Breta að efna- hagsbandalaginu. Hamborgar-blaðið „Die Welt“ segir, að þeir hlutar bréfs Mac- millans, sem birtir voru á mið- vikudag, sýni greinilega, að ummæli brezka forsætisráðherr- ans í neðri málstofunni brjóti ekki í bága við það, sem hann sagði í bréfi sínu til Adenauers. „Deutsche Zeitung“ í Köln, sem styður stjórnina, segir kanzlarann halda, að það verði hindrun í áætlaðri stjórnmála- sameinihgu Evrópu, ef Stóra- Bretland og e.t.v. Norðurlöndin fái atkvæðisrétt í Brússel. Þá muni einnig gæta í auknum mæli áhrifa evrópskra sósíalista, sem gætt hefur undanfarin 10 ár, og komið hafi í ljós í píla- grímsferðum til Moskvu eða til- lögum, sem séu í anda ráða- manna þar“. Framihald á bls 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.