Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 20
20 MORGljyiítÁÐlÐ Föstudagtir 31. ágúst 1962 HOWARD SPRING: 27 RAKEL ROSiNG Oharlie leit á hann ásakandi. Mér finnst samúðin þín vera svo- lítið rangeygð kaM minn. Mér mundi nú finnast hr. Banner- mann fara verst út úr þessu. ■ Fyrst kemur bílstjóraklaufi og mölvar á honum löppina, norður í Vatnahéraði. Sami unglingur gistir um nóttina í Blackpool í þeirri von að ná frá honum kvenmanninum. Þegar það mis- tekst, sendir hann villihund út af örkinni, til að fglla sjúklinginn við hans eigin dyr og segir svo kalt og rólega, að frú Banner- mann sé aðaUega vorkunn. Það er einna líkast J>ví, sem forsjón- in eða heill her af samverka- mönnum sé að leika kvenmann- inum í hendurnar á þér. Já, er það ekki því líkast? sagði Julian. Hann var alvarleg- ur á svipinn og barði í borðið með fingrunum meðan Charlie var að hella upp á kaffikönnuna. Julian tók stórt brauðstykki í aðrá höndina, en kaffiboMann í hina og settist við tóman arin- inn. Hvernig lízt þér á frú Banner- mann, Oharlie? sagði hann. Góði minn, ég er alls ekkert að hugsa um hana. Hvað veit ég um hana? Eftir áreksturinn hafði ég nóg að gera að hugsa um mann greyið. Þú verður að muna, að það varst þú, sem náðir í kvens- una og þeyttist með hana til Blackpool. Eg sá hvorki haus né sporð af henni. Eg veit ekki ann- að en það, að þér fannst hún gott tækifæri. Julian roðnaði og svaraði engu. Charlie fór með kaffið sitt og brauðið yfir að hljóðfærinu, settist niður og tók að hamra lagið, sem hann hafði samið dag- inn áður. Juiian stóð upp, hundleiður. Þú ert meira bölvað fífHð, sagði hann snöggt, um leið og hann gekk inn í baðherbergið og skrúf aði frá krananum. 2. Julian Heatih og Charlie Roe- buck skildu hvor annan til fulln- ustu, enda var samkomulagið gott hjá þeim í sambýlinu. Þegar þeir voru ekki að eyða pening- um, sem heppni eða dugnaður þeirra hafði borið upp í hendurn ar á þeim — og það var mein- laust slark, eins og ferðin, sem þeir höfðu verið í þegar þeir hittu Rakel Rosing — þá unnu þeir dugnaði, sem þeim fannst sjálf- um lofsverður. Á hverjum morgni hvarf Charlie úr íbúðinni. Hann skröiti þá út úr Anda- garðinum á bílbeyglunni, eða gekk sér til hressingar í skemmti görðunum, eða þó hann gekk eins og höfðingi um fínustu göt- urnar eða fór í klúbbinn og fletti þar dagblöðunum. Þetta fór allt eftir skapinu og veðrinu, en hvernig sem því tvennu var far- ið, yfirgaf hann aMtaf íbúð- ina stundvíslega klukkan níu á hverjum morgni. Milli níu og eitt, vann Julian alltaf að því, sem hann hafði með höndum þá stundina. Nú var það leikrit. Klukkan eitt fór hann og hitti OharMe í klúbbn- um og þeir átu hádegisverð sam an. Charlie teygði aldrei borð- haldið fram yfir klukkan tvö, Þá fór hann stundvíslega heim í Andagarðinn og tók til við tón- list sína. Einhvern daginn skyldi hann semja heilan söngleik, sem skyldi slá Charles B. Cochrane alveg flatan. Milli sex «og sjö kom Julian venjulega aftur heim. Þá höifðu þeir fataskipti og fóru út i kvöld verð og svo í leikihús eða dans- hús. Svei því þá aMa daga, sagði Juiian einusinni. Ef við erum ekki fyrirmyndar ungir menn, þá veit ég ekki, hvar þá er að finna í London. Hann teygði lappirnar að eldinum. Þetta var eitt kvöldið, þegar þeir ætluðu ekki neitt út. Þeir höfðu fengið sér bita í einhverri matsölu íþarna skammt frá, en síðan farið heim og sátu nú í körfustólunum við arininn og teygðu lappirnar frá sér. Þegar við sitjum hérna kall minn, sagði JuMan og ieit rannsóknaraugum um litla vist- lega herbergið — þegar við sitj- um hér með þessa tóbakskrukku miMi okkar — sem ég vil geta, rétt til gamans, að var síðast fyllt á minn kostnað — og gáf- urnar í þér fylla annan helming- inn af stofunni og mínar hinn — hvers getum við betra óskað meðan við erum að biða eftir að verða frægir — sem ekki getur nú orðið langt að bíða úr þessu. Gharlie skýldi loganum á eld- spýtunni með hendinni, saug snörlandi pípuna og umlaði eitt- hvað. Já, þeir voru hamingjusamir ungir menn. Vinir þeirra kölluðu íbúðina þeirra í Andagarðinum PestarbæMð, af því að enginn þeirra þörði að koma þar. Og það var einmitt alveg eins og þeir félagar vildu hafa það. Stundum á kvöldin las JuMan fyrir Char- lie það sem hann hafði lokið við af leikritinu um daginn, eða þá CharMe settist við hljóðfærið og sýndi, að hann hafði heldur ekki legið í letinni. Já, þetta voru hamingjusamir og efnilegir menn. En þegar Julian þennan morg- un las í blaðinu um slys Banner- manns, fannst honum hann ef til vill ekki vera neinn sérstakur fyrirmyndar maður. Hann raðaði vandlega upp pennum og blýönt- um á borðinu hjá sér, meðan OharMe var að búast til brott- farar. Svo hallaði hann sér út um gluggann meðan OharMe var að komast af stað á beyglunni öskr- aði einhverjar ráðleggingar með- an beyglan glamraði af stað og fyllti húsagarðinn af bláum óþef, og þegar hún var komin úr aug- sýn, stikaði hann fram og aftur um gólfið með hendur í vösum. Hann hafði eytt gærmorgninum til einskis, þegar hann var að færa Rakel hundinn, og svo tala við hana seinna þarna í íbúðinni. Hann ætlaði að eyða þessum morgni líka í iðjuleysi. Hann fann það alveg á sér. Svei því öMu saman, sagði hann við sjálf- an sig. Það væri illa gert að fara ekki til hennar og láta í ljós meðaumkun sína og sjá, hvernig stúlkugarmurinn bæri sig. Kannske ætti hann að hringja fyrst og vita, hvort hún vildi taka móti honum. En þá mundi hann skilnað þeirra, þegar hún sló hann með hanzkanum. Hún gat verið móðguð við hann, og — Þú bauðst mér í mat og nú er komið að mér. þá bannað honum að koma. Nú, ef hún vill ekki sjá þig, hvers vegna þá að vera að ónáða hana? Vegna þess, að þig langar til að sjá hana, bjáninn þinn. Jæja, vertu þá ekki að mæla gólfið hérna lengur. Farðu og hittu hana. Rakel fannst hún vera dauð. Þó var það ekki hryggðin, sem hafði slegið hana, heldur ein- hver kvíði fyrir ófyrirsjáanlegu mótlæti. Einmitt þegar öryggið og friðurinn hafði opnað henni faðminn, hafði allt hrunið sam- an og nú var ekki annað fram undan en dimma og óvissa. Að eiga að eyða ævi sinni með manni, sem var fyrirfram dæmd- ur til að vera farlama og ósjálf- bjarga, og þurfa að vera alltaf til taks og á höttunum að snú- ast kring um hann — allt þetta vakti uppreisn í sálu hennar og hugsanirnar um það héldu fyrir henni vöku á nóttinni. En hún fór ekki í rúmið. Hún sat á legubekk við arininn í her- berginu sínu og hana hitaði i svörtu þurru augun af hræði- legri geðshræringu. Henni fannst hún hafa verið svikin og blekkt — að örlögin hefði greitt henni svikahögg. Um miðnættið kom Rose Clham berlain inn og reyndi að fá hana til að hátta. Farðu út, sagði Rakel, án þesa að líta á stúlkuna. Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov d sér stað, þar sem engin dauðleg sál er til að finna hann, er sönn- un þess, að hin svonefnda sál býr sér sjálf til sársaukann, þ. e. sína eigin trú á sársauka". Ég spurði Marilyn einu sinni, hvort hún tæki Christian Science sér til hjálpar, til að eyða sárs- auka. Hún brosti og varð hugsi. ,,Ana frænka var vön að biðja með mér,“ sagði hún. „En það var eins og ég hefði svo sterka trú á sársaukanum, að hún gæti ekki þessvegna orðið honum yfirsterk ari. Ég hef lesið frú Eddy og reynt að notfæra mér kenningar hennar í lífinu, en þær koma ekki að gagni, hvað mig snertir. Ég er trúaðri á Freud en trúar- dulspeki, og þó hefur Freud sín- ar dulrænu hliðar — finnst þér ekki? Ég held ég gæti aldrei orðið verulega trúuð og samt veit ég, að það er svo margt, sem vísindin geta ekki útskýrt. Ég veit, að ég er sterkari og örugg- ari ef ég veit, að fólkið sem með mér er á sviðinu er mér hlynnt, kærir sig um mig, og hugsar vingjarnlega til mín. Það um- vefur mig einhverri ástarhulu, og þá held ég að ég sýni betri leik en ella. Gladys Rasmussen, ein hár- greiðslukona hennar, segir, að áður en Marilyn fer að leika eitthvert atriði, segi hún oft: „Hugsaðu hlýlega til mín, Glad- ys“. Ég spurði ungfrú Rasmus- sen, hvaða hugsanir væru þá efst í huga hennar, og hún svaraði: ,,Ég hugsa venjulega: „Góði guð, ég bið þig að láta allt fara eins vel og Marilyn óskar að það fari“. Út frá reynslu sinni af sárs- auka tók Marilyn að gera með- aumkun og ást að einu og sarna hugtaki. Hún trúir því, að hver só, sem ekki aumkar hana, þegar hún á bágt, geti ekki þótt vænt um hana, og hennar eigin ást á fólki stendur í nánu sambandi við meðaumkun — mi'klu meir en við girnd eða rómantíska dýrkun. Skilningur hennar á ást- inni kemur annars einkennilega vel fram í einni skáldsögu eftir Graham Greene. Aðalpersónan þar, Scobie majór kemst í ástar ævintýri með konu af því að þjáningar hennar vekja girnd hjá honum — og hann snýr aftur til konu sinnar, af því að henn- ar þjáning er meiri en hjákon- unnar. Þessi hugmynd er svo inngróin hjá Marilyn, að hún getur raun- verulega aldrei leikið „hættulega konu“ í kvikmyndum, jafnvel þótt hún reyni, eins og hún gerði t.d. í Niagara. Sálfræðingurinn Otto Fenichel segir í ritgerð sinni „Um leik- list“, að góður leikari geti í rauninni alls ekki sýnt tilfinn- ingu, sem hann hefur aldrei reynt sjálfur. „Góður leikari heldur, að hann sé að leika hlut- verk, en raunverulega er hann að leika sjálfan sig“, segir dr. Fenichel. Og þegar leikkonan er sett í hlutverk, þar sem aðalatriðið er í andstöðu við hennar eigin eðli, verður hún að snúa verkinu til samræmis við það. Marilyn Monroe þurfti að leika fégræðgi- kvenndi í Gentlemenn prefer Blomdes og How to Marry a Millionaire, næturklúbbstelpu í Bus Stop, afvegaleidda kynóra- drós í Seven Year Itch harðsvír- aða kórstelpu í Xhe Prince and the Showgiri, áfengissjúka hljóm sveitarsöngkonu í Some like it Hot. En alls staðar læðist fram einhver mjúkur sætleiki gegn um allar þessar kventegundir, sem hún sýnir. IV. Viffeiganidi eiginmaður Normu Jean var skilaff til lög- legs forráðamanns ains — Grace frænku — árið 1938. Ana frænka var veik og gat ekki séð um hana. En nú voru Goddardhjón- in komin í stærra húsnæði, svo að þar var einnig rúm fyrir hana. Það var þá sem Norma Jean fékk hvítu peysuna til láns og fann mátt sinn. Hún setti samt ekki óróann, sem hún vakti, neitt í samband við þörf hennar á ást. Fáfræði henn^r í ástamál- um á þessum tíma og raunveru- lega alveg fram að fyrsta hjóna- bandinu hefði fremur getað til- heyrt 19. öldinni. Og þá varð ástin lengi vel í hennar augum ekki annað en vald og notkun þess Einhverntíma, í einhverju hreinskilnikasti, trúði hún Flor- abel Muir, fréttaritara, fyrir eft- irfarandi: „Ef maður er fæddur með því sem heimurinn kallar kynþokka, þá lætur maður hann annað hvort spilla sér, eða þá notar hann sér til framgangs í harðri samkeppni leikstarfsem- innar, og það er ekki alltaf auð- velt að vita, hvora leiðina velja skal“. - En löngu áður en hún komst að leikstarfsemi var hún farin að nota kynþokka sinn sem vopn í baráttunni fyrir bættum lífskjör um. Tólf ára gömul hafði hún vakið eftirtekt í peysunni góðu, Og sumarið 1939 var hún tekin að stunda stefnumót. Nú á dög- um er það orðið algengt að þrettán ára stúlka, fer opinber- lega á stefnumót með pilti úr nágrenninu, en fyrir heimsstyrj- öldina síðari var slíkt óvenjulegt. Þessar skeytingarlausu aðfarir Normu Jean hneyskluðu vinstúlk ur hennar. Hún kom þrælmáluð í skólann. Ef að því var fundið, svaraði hún venjulega hvasst: ,Ætli ykkur komi það mikið við? _lg veit ekki befcur en ég eigi anflMtið á mér sjálf“. Hún gekk i augun á strákunum og fór helzt á stefnumót með þeirn, sem voru dálítið eldri — 17—lfl ára. Hún Dougherty, fyrsti maffur Marilynar. og að láta karlmenn koma kurteis lega fram við sig — þar á meðal gamlan lostasegg — 22 ára að aldri! — sem hélt að hún væri fullþroskuð kona. Og hún bar sig líka sannarlega eins og veraldar- vön kona. Hún hafði þegar lagt sér til sérstakt göngulag, og tök nú að æfa reglulegar mjaðma- hreyfingar í þröngu pilsi. Þegar hún fór niður að bað- ströndinni, fékk hún lánuð sund- föt hjá Bebe Goddard. (Hvað hefði komið eða ekki komið fyrir Marilyn ef fóstursystir hennar hefði ekki notað einu númeri minni föt en hún sjálf?). Marilyn minnist þess, hvernig hún hopp- aði og dansaði fyrir framan spegil í svefnherberginu og æfði sig í ýmsum girnilegum til'burð- tyn. Og uppnámið, sem peysan olli forðum, var hreinasta óvera, samanborið við áhrifin af sund- bolnum nú. Gamlir karlfauskar urðu frá sér numdir. Ungir menn veinuðu og blístruðu. Konur störðu og hneyksluðust. Norma Jean var að gera alla vitlausa. Hún var úti í bæ eða á baðströndinni sjö kvöld I hverri viku. Aðdáendur hennar voru allir einróma í hrósi sinu. Samt sem áður setti hún þesssa aðdáun ekki í samiband við neitt kynlíf. „Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir allan minn varalit og augnabrúnalit og fullorðinsvöxt, var ég jafn ómóttækileg fyrir áhrif og steingervingur .... Eg var vön að liggja vakandi á nótt unni Og brjóta heilann um, hvera vegna strákarnir sæktust svona eftir mér“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.