Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 31. ágúst 1962 Guðríður Jónasdóttir — Minning GUÐRÍÐUR Jónasdóttir frá Sólheimatungu andaðiit hér í Reyikjavík hinn 27. þ. m. og verður til moldar boria í dag. >ar féll enn einn kvistur af merk um borgfirzkum ættarstofni, en hafði þó náð fullum aldri, kom- in vel yfir hálfan áttunda ára- tuginn. Þegar ég var krakki dvaldist ég mörg sumur hjá fwendfólki mínu að Lundum í Staflholts- tungum, og nú 40—50 árum síð- ar finnast mér orð Jónasar Hall- grlmssonar eiga við: „I>á riðu hetjur um héruð“, þegar ég minnist hinna þróttmfklu bænda höfðingja í Stafholtstungum á þeim árum. Einn af þessum kjarnakörlum var Jónas Jóns- son í Sólheimatungu, aðsópsmik- ill, með mikinn skalla og skj annahvítt vangaskegg. Hann var höfðingjasonur, þvi að faðir hans var Jón stúdent Árnason á Leirá, en móðir hans Ragnhild- ur Ólafsdóttir frá Lundum. Þar hafði hann alizt upp að nokkru eftir lát föður síns; Guðmundur Ólafsson, bóndi, á Lundum og hann voru systkinasynir. Jónas var tvíkvæntur. Hét fyrri kona hans Guðríður Tóm- asdóttir frá Skarði. Hún var systir Jóns bónda í Hjarðar- holti, annarrar af þessum gömlu kempum, sem ég minnist frá bernskuárunum, föður Þorvalds, sem nú býr í Hjarðarholti, Ás- laugar, konu Ingvars Vilhjálms- sonar, -g þeirra systkina. f»au Jónas og Guðríður bjuggu allvíða, fyrst á Norðtungu hálfri en síðast á Laxfossi. Þar fædd- ist Guðríður dóttir beirra 3. desember 1895, og var heitin eft- ir móður sinni, sem dó skömmu eftir að dóttirin fæddist. Guðríð- ur átti tvö alsystkini sem upp komust, Tómas er bjó eftir föður sinn í Sóilheimatungu, en er nú látinn, og Ragnhildi, sem átti Jón Björnsson, kaupmann frá Svarfhóli. Hún lifir enn og er kynslóðum Borgnesinga og raun- ar Borgfirðinga allra minnisstæð fyrir fegurð og höfðingsskap. Á fyrsta ári fluttist Guðríður með foreldrum sínum og syst- kinum að Sólheimatungu, höfð- ingjasetri af guðs náð, en bá illa setinni jörð. Þar breyttist nú allt skjótt til batnaðar, húsin voru byggð upp, túnið sléttað, grip- unum fjölgað. Sex árum síðar keypti Jónas jörðina á uppboði, og sagði hann svo frá síðar, að aldrei hefði hann orðið annarri stund fegnari en þeirri, þegar hamarinn féll og jörðin var orð- in hans eign. Fáum árum eftir betta kvænt- ist Jónas öðru sinni, Kristínu Ólafíu Ólafsdóttur frá Sumar- liðab:., systur Jóns alþm., Boga yfirkennara og allraj þeirra merku systkina. Synir þeirra voru Gústaf heitinn ráðuneytis- stjóri, eitt hagorðasta gaman- vísnaskáld síðari áratuga, og Karl Sigurður læknir. Jónas í Sólheimatungu vildi frama barna sinna sem mestan. Sendi hann Guðríði fyrst á Kvennaskólann og að loknu námi þar á Verzlunarskólann. Eftir að hún hafði lokið námi þar urðu skrifstofustörf atvinna hennar, unz starfsdeginum lauk, skömmu eftir að hún hafði náð sjötugs aldri. Fyrst vann hún á vegum mágs síns, Jóns frá Svarf- hóli, sem þá rak verzlun í Borg- amesi með alnafna sínum frá Bæ, — Jón Björnsson & Co., og vissi enginn við hvorn Jóninn fyrirtækið var kennt. Síðan vann hún hjá Naflhan & Olsen í Reykjavík. Smá-endurminning frá þeim árum getur sýnt æsku- lýðnum í dag, hve skammt er til forneskjunnar i lifnaðarhéttum hér í Reykjavíik. Ég minnist þess að það var Guðriður frænka mín sem fyrst lýsti fyrir mér hinni óskaplegu nýjung, raf- magnsljósinu, sem Carl Olsen og Nathan félagi hans hö'fðu látið leggja í hið nýja skrifstofuhús sitt við Pósthússtræti (nú Reyk j avíkurapótek). Undir lok fyrri heimsstyrjald- arinnar hélt Guðriður vestur um haf til 7/innipeg með Árna Egg- ertssyni frænda sínum (hann var bróðursonur Jónasar í Sól- heimatungu), sem hafði setið hér aðaifund Eimskipafélagsins, svo sem hans var siður um langan aldur. Ekki undi hún þó vestra lengur en 4 ár, kom þá aftur til Reykjavíkur. Starf- aði hún síðan hjá H.F. Alliance I nær 34 ár. Áratuga skrifstofustarf er kannski ekki mikið frásagnar- efni, hver dagurinn oft öðrum líkur, en þó mikils vert að vel sé unnið. En það er ekki þetta starf sem gerir okkur vinum Guðríðar hana minnistæða, held- ur persónuleiki hennar. Hún var fríð kona, dökkhærð unz hárið hvítnaði með aldrinum, tæplega meðalhá. Prúðmenni var hún einstakt í öllu fasi, tilhaldssöm með smekkvísi, hafði yndi af fal- legum hlutum, bæði í klæðnaði og til híbýlaprýði. Orðvör var hún og umtalsgóð, en eklki svo að ræða hennar væri ekki salti krydduð. Var hún því hinn mesti aufúsugestur er hún sótti vini sína heim. Einhverjum lesanda kann að hafa þótt ég langorður um frænd'lið Guðríðar í þessum minningarorðum. Aldrei myndi hún þó hafa kvartað undan þvi, •jt Léleg kvittun Nýlega sendi ég nokkur bréf út fyrir félagsskap hér í bæn- um, og þar sem póstburðar- gjald þurfti að færast inn í bók hald sem kostnaður, bað ég sendilinn, sem fór með bréfin, um að fá kvittun. Þessa kvitt- un ætlaði ég að sjálfsögðu að leggja fram um leið og ég tæki við endurgreiðslu á þessum út lagða kostnaði. Þetta er svosem ekki í frásögur færandi, og gera þetta vafalaust fjölmagir dag- lega. En kvittunin, sem ég fékk og átti að leggja fram sem sönn- unargagn um að ég hefði eytt þessum peningum í póstburðar því að hún var allra manna ætt- ræknust og bezt frændfólki sínu, og mæli ég þar af eigin reynslu og minna móðurfrænda. Guðríður heitin átti lengst af góðri heilsu að fagna, en var skorin upp við alvarlegum sjúk- dómi fyrir_ réttu ári. Náði hún sér alveg um hríð, en nú fyrir tveim mánuðum eða svo fór heilsu hennar að hraka aftur, og varð nú ekki að gert. Fjölmennur hópur frænda og vina þessarar ættræknu og vin- föstu konu minnist henar með þakklæti. Pétur Benediktsson. í D A G er gerð útför Guðríðar Jónasdóttur. Hún var fædd 3. desember 1885 að Laxfossi í Borgarfirði, dóttir hjónanna Guðríðar Tómasdóttur frá Skarði í Lundarreykjadal Jóns- sonar og Jónasar Eggerts Jóns- sonar, er bjó í Sólheimatungu í í Borgarfirði frá árinu 1886 til ársins 1926. — Jónas var sonur Jóns stúdents Árna- sonar bónda að Leirá og konu hans Ragnhildar ólafsdóttur frá Lundum Þorbjarnarsonar. Al- systkini Guðríðar eru þau Ragn- hildur ekkja Jóns Bjömssonar frá Svarfhóli, kaupmanns í Borg gjöld fyrir félagið, var þannig í stuttu máli: Efst stendur „Reikningur", þá lína sem byrj ar á til og hefur verið útfyllt þar STGR. Nú kemur prentað- ur langur listi yfir frímerki af margvíslegum stærðum. Yfir alla þessa runu er strikað, nota bene niður að þar sem stendur alþjóða svarmerki á 500 aura, eyðublöð, kvittanabækur loft- bréf 400 aura. Ég þarf víst ekki að taka fram, að það sem ég hafi keypt voru frímerki á nokkur bréf innanbæjar. Jæja, neðst kom svo heildarútkom- an kr. 32.00 og undir stafirnir L.O., sýnist mér, en þar sem póststimpill á líklega að koma, arnesi, og Tómas, bóndi í Sól- heimtatungu. Seinni kona Jón- asar var Kristín Ólafía ólafs- dóttir Þórðarsonar bónda frá Sumau-liðabæ í Holtum, og eign- uðust þau tvo syni, Gústaf, ráðuneytisstjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem and aðist í fyrrasumar, og Karl Sig- urð, lækni. Guðríður fór ung í verzlunar- skóla, og skrifstofustörf, og þá aðallega bókhald, urðu aðalstörf hennar á lífsleiðinni. Hún starf- aði fyrst hjá mági sínum í Borg- arnesi, og einnig nokkurn tíma hjá firmanu Nathan & Olsen í Reykjavík. Eftir fyrra stríðið fór hún til Ameríku og dvaldist þar í 5 ár. Árið 1922 réðst hún til fiskveiðahlutafélagsins Alli- ance og vann þar við bókhald 1 34 ár. Hafði hún með höndum lengst af allt bókhald fyrir tvo togara og fyrir Hf. Bræðing, sem á eignina Þormóðsstaði við Skerjafjörð. Guðríður var mjög góður starfsmaður, samvizkusöm, á- reiðanleg og sérstaklega vand- virk. Hún skrifaði mjög fallega og læsilega hönd, og var allur frágangur á bókunum hjá henni til fyrirmyndar. Borgarfjörðurinn var henni mjög kær, og þangað fór hún í flestum sínum sumarleyfum og annars þegar hún gat því við komið, og dvaldist þá hjá syst- kinum sínum og vinum. Guðríður bar fyrir brjósti öll réttindamál kvenna, og sérstak- lega hafði hún mikinn áhuga á því, að komið yrði upp hér í Reykjavík húsi er gæti verið samkomu- og dvalarstaður fyr- ir konur, og átti hún þar við Hallveigarstaði. Ég, sem þessar línur rita, þakka Guðríði öll hennar störf fyrir það fyrirtæki er hún vann lengst fyrir; hún leysti störfin vel af hendi og af trúmennsku, og er það hverju fyrirtæki mik- ils virði að háfa slíka starfs- menn. Blessuð sé minning hennar. Ó. H. J. í dag verður gerð jarðarför Guðríðar Jónasdóttir. Hún var fædid 3. desemlber árið 1886, að Laxfossi í Staflholstungum, dóttir hjónanna Guðríðar Tómasdóttir og Jónasar Eggerts Jónassonar, sem síðar varð þjóðkunnur at- er stimpill með dagsetningunni 9.8. 1962 Reykjavík. Þetta undarlega plagg átti víst að heita kvittun? Og ég þarf varla að taka það fram, að ég skammast mín fyrir að bjóða þetta fram sem sönnun um að ég hafi tekið úr sjóði kr. 32.50 og notað þær til að senda bréf út til félaganna um bæinn. Lítið skynbragð á eðli kvittana Annars er þetta eina tilfelli ekki neitt vandamál. En það leiðir hugann að því hve lítið skynbragð fólk hefur á því hvað kvittun er og hvaða hlut- verki hún gegnir. Kvittun, sem orfcumaður. Skömmu eftir fæð- ingu Guðríðar lést móðir hennar. Guðríður var ekki áragömul þegar hún fluttist að Sólheima- tungu og ólst þar upp á heimili föður síns og síðari konu hans, Kristínar Óiafsdóttur. Þegar Guðríður hafði aldur til var hún sett til mennta; fyrst í Kvennaskólanum í Reykjavík, og síðar í Verzlunarskóla ís- lands. Að afloknu náimi réðist hún til firmans Nathan & Olsen, og þar starfaði hún í nokikur ár. Þaðan fór hún til Ameriku og dvaldi þar um 4 ára skeið og stundaði verzlunarstörf. Uim vest urförina hefir ef til vill mestu ráðið frændríki vestra og ekki síður það, að hún vildi litast um erlendis og kynnast þeim æfin- týraheimi, sem svo margar sög- ur fóru af. Þegar Guðríður kom heim aftur réðist hún til Fiski- veiðahlutafélagsins Allianoe, og hjá því finma starfaði hún sem bókari á fjórða' tug ára. Að hún hefir þar innt af hendi mikið og erfitt starf var öllum, sem til þekktu kunnugt. Það orkar ekki tvímælis, að Guðríður stundaði öll þau störf, sem henni var trúað fyrir af sérstakri vandvirkni og trú- mennsku, enda ágætlega undir það búin bæði að menntun og lyndiseinkunn. Þeim, sem hiöfðu kynni af Guðríði var ljóst, að hún var óvenjulega trygiglynd Oig vel gef- in kona, sem hafði tamið sér aðra og siðmenntaðri framikamu en almennt tíðkast nú til dagis; mátti t.d. stundum heyra hana ræða um það, að hún taldi helst til mikið los komið á gamdar og góðar kurteisisvenjur, en á þær var hún sjálf mjög fastheldin. Guðríður átti fallegt heimili, sem hún hafði sjálf fegrað og prýtt þann veg að engurn gat dulist að hún var listfeng og hafði sérstaikt lag á þvi að láta allt sem hún snerti við fara vel úr hendi. Á þessu heimili áttu dætur Ragnhildar systur hennar jafnan atlhvarf meðan þær stund uðu nám hér og svo vel hugsaði hún um velfarnað þeirra, sem væru þær hennar eigin deetur. Ekiki þýkir mér óliklegt, að hún hafi líka viljað þann veg endur- gjalda góðri systur umhyiggju frá ægkuárunum því Ragnhildur er um 6 árum eldri. á stendur reikningur og ekki er með stimpli stofnunarinnar og að auki ekki getið um hvað keypt var, er ekki virði papp- írsins, sem hún er skrifuð á. Ég hefi orðið var við það víðar, að ef beðið er um kvitt- un, kemst afgreiðslufólk í hálf gerð vandræði, og sumir skrifa bara staðgreitt og upphæðina, og rita ekki einu sinni nafnið sitt, hvað þá fyrirtækisins. Undirskriftarlaus kvittun er að sjálfsögðu engin kvittun, og er þetta vafalaust frekar gert af fáfræði en til að „svindla". En fólk við afgreiðslu, hlýtur að verða að geta gefið kvittun. Ef viðvaningur byrjar starf, er þetta hlutur, sem þarf að út- skýra fyrir honum og kenna honum. Reikningurinn frá póst húsinu var aðeins eitt dæmið, og alls ekki það versta, sem ég hefi séð um vanþekkingu á gildi kvittana. Og úr því pósthúsið er til umræðu get ég ekki látið hjá líða að geta um bréf, sem mér barst í hendur sl. þriðjudag, þann 28. þ.m., kom þá í pósthólf Mbl. Sendandinn er á Kirkju- bæjarklaustri og hafði sent bréf ið viku áður þaðan, enda er póststimpillinn 2*1. 8. Þar eð máli skipti að innihaldið bærist mér í hendur fyrir laugardag, hringdi hann á föstudagskvöld, sem betur fer. Nú vitum við bæði að ekki er hægt að treysta því að bréf komist á skemmri tíma en viku þessa leið yfir hásumarið. En erum að sjálf- sögðu harla óánægð með það. Framh. á bls 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.