Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 18. sept. 1962 MORGUHBLAÐIÐ Gömul mannabein íinnast í Þorlákshöfn ÞBGAR verið var að grafa með jarðýtu vegna hafnar- framkvæmda í í>orlákshöfn fyrir skömmu, varð Eggert Waage Sigurðsson ýtumaður, var við 5 mannabein í upp- greftrinum. Vitað var að þarna hafði verið gamall grafreitur, því þetta er í þriðja sinn sem bein koma þar upp og voru nú grafnar upp margar beina grindur. Skúli Helgason í Árbæ fór austur. Sagði hann fréttam. blaðsins, að vitað væri að þarna hefði verið hálfkirkja líklega frá því um 1300, og var hún lögð niður árið 1806. Þetta var heimakirkja en ekki graftarkirkja sem kallað er, en jarðað var á Hjalla í Ölf- usi. í>ó mun hafa verið gefin undanþága til að jarða þarna, ef mikið lá við, sjóslys urðu eða ófærð var að vetrinum. Skálholtsbiskupar höfðu þarna t.d. útræði og mörg skip öld- um saman. Heimildir eru um að 1718, er danska herskipið Gothen- borg strandaði þarna fyrir framan með 180 manns og 6 þeirra drukknuðu. bá hafi þeir verið grafnir þarna. Eins eru munnmælasögur um að síðast hafi verið jörðuð þarna kona árið 1817. Beinagrindurnar sem þarna komu upp voru mjög fúnar þó í sandjarðvegi sé og engin Eggert Sigurðsson Waage, ýtustjóri, og Benedikt Jónsson, verkstjóri, skoða þrjár af hauskúpunum, sem fundust. leið að segja hve gamlar þær einni gröf, sem bendir til að eru .A einum stað lágu 5 í Þarna komu mannabeinin upp, þegar verið var ag grafa viff höfnina í Þorlákshöfn. um sjóslys hafi verið að ræða En allar lágu beinagrindurnar réttar, í austur og vestur, fætur vísuðu allir á Heklu, sem er í austurátt frá Þorláks höfn. Fréttamaður blaðsins sá beinahrúguna, sem geymd var í kössum. Hefur bomið til um r ^ðu að fara með þau suður til athugunar, en vafalaust verða þau jörðuð á Hjalla. Starfsmenn við hafnargerð ina fullyrða að alla menn (hefði dreymt vel á staðnum, þrátt fyrir þessi gömlu bein, jafnvel Eggert, sem mest hafði þó rótað í þeim. Sýndu þeir fréttamanni nokkrar heillegar hauskúpur, sem engin skemmd tönn sást í, og einnig myndar legan lærlegg, 46 sm langan. STAKSTEIMAR Ekki fúsari en aðrir Kommúnistar voru svo óheppnir að hefja árásir á ríkisstjórnina fyrir það að hún ætlaði að „eyði- leggja ..usturviðskiptin“. Þetta varð t. þess að málin voru kruf- ' in til mergjar á opinberum vétt- vangi. Þá kom. m. a. í ljós að íslendingar eru eina þjóðin í Vestur-Evrópu, sem enn viðheld- ur viðskiptum við kommúnista- rikin með beinum innflutnings- höftum, þar sem. bannað er að kaupa ákveðnar vörur annars staðar en fyrir austan járntjald. Það kom líka í ljós að komm- únistaríkin höfðu hagnýtt sér þessa einokunaraðstöðu til að selja okkur oft og tíðum mjög lé lega vöru á óhagstæðu verði. Xjón okkar af þessari tilhögun verður aldrei nákvæmlega met- ið, en það er gífurlegt. Síðan fjárhagurinn var reistur við og við eignuðumst gjaldeyrisvara- sjóði hafa viðskipti þessi þó nokk uð batnað, vegna þess að við höfum. verið fær um að segja viðsemjendum okkar í Austur- Evrópu að við myndum kaupa vöruna annars staðar, ef við fengjum verðið ekki lækkað og gæðin ekki bætt. Kommúnistar eru hinir örgustu yfir þvi að við- skiptahagsmuna okkar skuli vera gætt á þennan veg. En . oðal annarra orða: Myndu ekki „islenzkir" kommúnistar vilja treysta þessi viðskipti með því að hvetja flokksm.onn sína tii að nota eingöngu vörur frá kommúnistarikjunum, t. d. að aka allir í rússneskum bílum, nota pólskar ljósaperur og byggja úr tékkneskum þilplöt- um. Þess hefu. sem sagt ekki orðið vart að kommúnistar hér á Iandi væru fúsari en aðrir til izla Davids Ben-Gurions á laugardagskvold FGRSÆTISR.ÁÐHERKA ísraels David Ben-Gurion og frú lians héldu s.I. laugardagskvöld kveðju veizlu í Þjóðleikhúskjallaranum. Sátu hana nær 100 manns þ. á. m. forseti íslands og ráðherrar aðrir en menntamálaráðherra og utan- rikisráðherr.'t sem eru erlendis. Forsætisráðherra fsraels flutti við þetta tækifæri ræðu, þar sem hann þakkaði fyrir frábærar mót tökur á fslandi og bauð Ólafi Thors forsætisráðherra og konu hans að heimsækja ísrael. Ólafur Thors forsætisráðlierra flutti einnig ræðu, þakkaði for- sætisráðherrn ísraels og konu hans komu til íslands og lýsti því yfir að hann tæki boðinu til ísraels. Gestir í þessu boði forsætisráð- herra ísraels voru þessir: Ásgeir Ásgeirsson forseti ís- lands, Ólaf.ir Thors forsætisráð- herra og frú, Emil Jónsson félags málaráðherra og frúýBjarni Bene diktsson dómsmálaráðherra og frú, Gunnar Thoroddsen fjármála ráðherra og frú, Ingólfur Jóns- son landbúnaðarmálaráðherra og frú, Bjarne Poulsson sendiherra og frú, Von Hartmannsdorf, se'ndi herra og frú, Jóhann Cappelen sendiherra og frú, frú dr. Renana Ben Gurion Leshem, Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri og frú, Sigurjón Sigurðsson lögreglu stjóri og frú, Bjarni Guðmunds- son blaðafulltrúi og frú, Niels P. Sigurðsson deildarstjóri og frú, Samuel Bendor, F. Naschitz aðal ræðismaður og frú, Ármann Snævarr rektor og frú, Jón Þor- steinsson alþm. og frú, Gunnar Guðjónsson skipamiðlari og frú, Knútur Hallsson fulltrúi, Arie Aroch sendiherra, Eysteinn Jóns- son alþm. og irú, Þorleifur Thorla cius forsetantari og frú, Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstjóri og frú, Eggert Þorsteinsson alþm. og frú, Sigurður Bjarnason ritstjóri og frú, dr. Magnús Z. Sigurðsson og frú, Ólafur Ólafsson kristniboði og frú, Sr. Sigurður Einarsson og frú, Helgi P. Briem sendiherra og frú, Sigurður Nordal sendi- herra og írú, Þórir Kr. Þórðar- son prófessor, Kristján Eldjárn þjóðm.v. og frú, R. Ben Zwi, Gísli Ástþórsson ritstj. og frú, Hendrik Ottósson fréttamaður og frú, Sig- urgeir þigurjónssK. n aðalræðis maður og frú, Einar Arnalds yfir borgardómari og frú, Frú Guð ríður Magnúsdóttir, Amos Gor- don blaðamaður, Árni Tryggva- son hæstarétardómari og frú, dr. Halldór Hansen, Y. Eligur, Her- steinn Pálsson ritstj. og frú, Y Navon blaðamaður, Gunnlaug ur Pétursson borgarritari og frú, A. Maron blaðamaður, Kaminer blaðam., Þórarinn Þórarinsson ritstjóri og frú, Y Ben Porat, Frið jón Skarphéðinsson þingforseti, Frú Auður Auðuns forseti borgar stjórnar, Chaim Ben David liðs- foringi og KrLlján Albertsson sendifulltrúi. — Kommúnistar Framh. af bls. 2 ur verkefni en innheimtu félags gjalda, en hún er sem kunnugt er framkvæmd á þann hátt. að vinnuveitendur draga gjöldin frá kaupi og aflhenda Dagsbrún. í ræðu sinni úthúðar Eðvarð ennfremur verkamönnum fyrir |>á ósvífni að nota sér ákvæði félagslaga um að krefjast leyni- legrar allsherjaratkvæðagreiðslu. Mátti glöggt skilja, að slík vinnu brögð myndu ekki lengi við- höfð, ef kommúnistar fengju ein ir að ráða. Þá reyndi form. Dags- brúnar að gera sem minnst úr þeim undirskriftum, sem borizt befðu og enda þótt hann viður- kenndi, að þar væru a.m.k. nöfn 674 fullgildra félagsmanna, lét hann í það skína að raunveru- lega væri ekkert skylt að fara eftir því. Bkki kvað hann skrif- •tofuraenn Dagsbrúnar hafa „fundið" nöfn um 70 verka- ■aAnna, en láðust hinsvegar að gefa skýringu á því„ hversvegna þessir menn, sem allir stunda verkamannavinnu og hafa margir gert árum saman, skuli hvergi finnast í skrám stétt arfélags síns. Guðmundur J. Guðmundsson var mjög áhyggjufullur út af þvi, að einhverjum verkstjóra hefði verið sendur undirskrifta- listi. Ekki vildi hann gefa upp nafn verkstjórans, enda naum- ast við því að búast, þar sem eini verkstjórinn, sem vitað er um í Dagsbrún, er ritari félags- ins, Tryggvi Emilsson. í ræðu kommúnista komu fram hótanir um. að ýmsir þeir verka- menn, sem hefðu leyft sér að krefjast allsherjaratkvæða- greiðslu, mættu eiga von á góðu af hálfu kommúnista á næstunni. Lýsir það furðulegri óskamm- feilni að boða slíkar aðfarir á opinberum fundi og má forystu lið kommúnista í Dagsbrún vita það, að fylgzt verður að aðgerð- um þeirra næatu daga og þeim mætt með viðeigandi ráðstöfun- um, ef ástæða þykir til. Formannsefni lýðræðissinna í Dagsbrún frá því í vetur, Björn Jónsson, hélt stutta og málefna- lega ræðu. Kvað sig og nokkra félaga sína hafa verið sammála um, að ekki væri annað fram- bærilegt, en viðhöfð yrði allsherj aratkvæðagreiðsla í svo stóru fé- lagi, sem Dagsbrún væri, í stað þess að láta kosningu fara fram í húsnæði, sem rúmaði aðeins örlítið brot félagsmanna. Því hefðu þeir gengizt fyrir því, að safna undirskriftum og mótmælti hann því„ að þær væru ekki nægilega margar skv. lögum fé- lagsins og kvað sjálfsagt hafa verið unnt að fá fleiri undir- skriftir, ef þeirra hefði verið tal- in þörf. Björn kvaðst sjálfur hafa far- ið með undirskriftalista til nokk- urra félagsmanna og hefðu þeir undantekningarlítilð talið sjálf- sagt að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu. Þó hefði það kom ið fyrir að einstaka maður, sem lýst hefði fylgi við allsherjar- atkvæðagreiðslu, hefði ekki þor- að að skrifa undir af ótta við að verða hundeltur af komm únistum á vinnustað og annars staðar. Kvaðst hann í öllum til fellum hafa gengið úr skugga um, að menn væru fullgildir félagar. til þess að örugglega kæmi fram lögmæt krafa, sem ekki væri hægt að hundsa, nema með lögbrotum. Eins og fyrr segir hefur stjórn Dagsbrúnar neyðst til að láta fara fram allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör fulltrúa félags- ins á Alþýðusambandsþing. Allir þeir, sem stuðla vilja að lýðræðis legum starfsháttum í verkalýðs- hreyfingunni verða nú að leggjast á eitt með að sýna kommúnist- um styrkleika sinn. Sérstaklega þurfa þeir, sem haldið er í hálf- um félagsréttindum, enda þótt félagsgjöld séu af þeim tekin, að gæta þess að afla sér réttinda til að ráða málum félags síns. að i-ota lélegar og dýrar vörur, þegar þeir gátu fengið góða vör- ur og ótýrarL Hver fær of mikið „Hér er því að skapast alveg nýtt þjóðfélag, þar sem þjóðar- eignirnar og þjóðarauðurinn leitar á fáar hendur, en fjöldinn allur er eignalítill eða eigna- laus.“ Þannig hljóðar ein kenn- ing Tímans sl. sunnudag. Þessu hefur að vísu verið haldið fram á.ður í blaði Framsóknarflokks- ins, en þá spurði Mbl. hverjlr það væru, sem. of mikið bæru úr býtum. Við þeirri spurningn barst auðvitað ekkert svar, en síðan er þráðurinn tekinn upp aftur og fullyrt það, sem ekki er hægt að rökstyðja. Sem betur fer er bað einmitt svo að mjög mikill fjöldi manna hefur borið rikulega úr býtum að undan- förnu, ekki sizt í sambandi við síldveiðarnar, gagnstætt því sem Timinn heldur fram — að auðurinn hafi safnazt á fáar hend ur. En segja má að samræmi sé í ir.ilflutningnum, því að jafn- framt þessari fyrrgreindu kenn- ingu hafa Framsóknarmenn haldið því fram að kommún- istar væru aðalhvatamenn þess að fólk yrði sem flest efnalega sjálfstætt! Vantar vinnuafl Fréttamenn Mbi. hafa að und- anförnu ferðazt viða um landið. Þegar þeir hafa spurt um fram- kvæmdir hefur svarið oftast ver ið að að mikið væii gert, en þó vildu menn gera miklu meira, en það skorti vinnuafl. Þetta kalla Frair.ióknarmenn samdrátt og kreppu og heimta að pening- ar séu stórauknir í umferð og þar með minnkaðir í verðgildL Þeir vita auðvitað að slíkar ráð- stafanir myn.du leiða til verð- bólgu ,en þess æskja þeir ein- mitt, því að það er eina vonin, sem þ«ir nú sjá til þess að við- reisnarráðstafanirnar fari út um þúfur. En þeim verður ekki að þeirri ósk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.